Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 15
VfSIR . Laugardagur 28. desember 1963. Hann lagði hvort tveggja í skjalatösku Berniers. — Og svo brenni ég öllu hinu og líka bréf inu, sem ég fann á götunni. Hann leitaði í veski sínu, en fann það ekki — og svo leitaði hann í öllum vösum, en árang- urslauát. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði týnt því, en þótt það fyndist, myndi aldrei verða hægt að sanna ann- að en að það hefði týnzt tvisv- ar. Hann hugsaði ekki frekar um það, en tróð þvf. í ofninn, sem hann ætlaði að brenna, og bar logandi eldspýtu að. Og hann horfði á þar til allt var orðið að ösku. Svo hafði hann fataskipti, þvoði sér og burst- aði tennur sínar. Einnig burst- aði hann vandlega föt sín. Svo tók hann tvo þúsund franka seðla og lagði f skjalatösku Berniers, ásamt kvittuninni og erfðaskránni, og stakk í hlið- arvasa, og geymdi ferðatöskuna í rúmi sínu. Svo fór hann niður. Hann bað konuna að hafa til- búnar kvittanir sínar og til- kynna húseiganda, að hann ætl aði að flytja — og „bætið við kvittun fyrir ársfjórðungs greiðslu". Hann kom aftur eftir klukku- stund, og hafði konan þá kvitt- anirnar til og spurði hann hve- nær hann ætlaði að flytja. — Ég geng frá því bráðum — en ég tek aðeins ferðatöskuna mína með mér. — En húsgögnin yðar? — Húsgögnin mín — þér kall ið þetta skran víst húsgögn kurteisis vegna. Þér getið tekið þau og átt eða selt. Konan þakkaði honum mörg- um fögrum orðum og kvað hann ágætismann og leitt, að hann skyldi vera á förum — seint kæmi aftur slíkur leigjandi. — Vonandi sé ég yður aftur? — Já í kvöld, sagði ítalinn brosandi — og svo fór hann út á breiðstræti Parísar. XXIV. í járnbrautarstöðinni var rannsókninni haldið áfram. Við yfirheyrsluna yfir stöðvarstjór- anum kom fram, að eftir komu lestarinnar hafði hann veitt at- hygli nokkrum ferðamönnum, sem verið höfðu í næsta vagni við þann, sem morðið var fram- ið í, því að þeir höfðu ekki hag- að sér skikkanlega, og einkan- lega einn þeirra, — og það með an menn virtu fyrir sér líkið. — Fannst yður maður þessi grunsamlegur? j — Nei, en mér fannst hann haga sér eins og argasta bulta. Ég hafði enga ástæðu til að gruna hann. — Getið þér lýst þessum manni? — Ég get að minnsta kosti sagt yður hvað hann heitir. Þetta virtist vekja furðu dóm- arans. Hvernig vitið þér það? spurði hann. — Þegar ég fann að fram- komu hans, sagði hann eitthvað á þessa leið: Þér haldið þó ekki að ég hafi „kálað“ honum þess- um? Nei, ég held nú síður. Ég heiti Oscar Rigault og er vel kunnur maður. — Það er einkennilegt, sagði yfirmaöur leynilögreglunnar, að maðurinn skyldi nefna nafn sitt — kannske til að leiða frá sér grun. Annars er engin vissa fyrir, að þétta sé hans réíta nafn. Dómarinn bað nú stöðvarstjór ann að lýsa manni þessum. - Ég hafði um margt að hugsa, og veitti honum því ekki svo nána athygli, að ég geti lýst honum nákvæmlega, en hann var mjög hörundsdökkur, eins og þeir, sem koma frá Afríku. 1 Hann var í meðallagi hár, klædd ur vetrarfrakka með linan hatt á höfði. — Þetta gæti reynzt nægi- legt. í þessum svifum kom Ljós- ormurinn inn og hvíslaði ein- hverju að yfirmanni sínum, en hann sneri sér að de Rodyl bar- óni og sagði við hann: — Ungfrú Cecile Bernier er komin. Angela hafði setið úti í horni, en ekkert fór fram hjá henni. Nú gekk hún fram og spurði hvort hún mætti fara. — Ég vildi biðja yður að bíða smástund enn, sagði dómarinn, en Angela hnyklaði brúnir. Svo bað de Rodyl um, að ungfrú Cecile Bernier væri leidd inn. Þegar hún kom inn ásamt Ljós- orminum, höfðu hin myndað hring um líkbörurnar, svo að hún sá þær ekki. Þegar Cecile kom inn, greip hana ósjálfrátt mikill ótti. Hún nam staðar næsta óstyrk. Hún var ekki eins töfrandi fögur og systir hennar, en samt hafði feg urð hennar áhrif á alla, ekki sízt Fernand de Rodyl, sem jafnan hafði næmt auga fyrir kvenlegri fegurð. Hann steig fram og heilsaði hinni ungu stúlku og spurði: — Eruð þér Cecile Bernier? — Já, svaraði hún og bar ótt á. Maðurinn, sem þér senduð eftir mér, hefur þegar fullvissað sig um hver ég er. Ég veit, að eitthváð hefur komið íyrir föður minn, og ég bið yður um, að láta mig ekki kveljast lengur í þessari hræðilegu óvissu. — Já, ungfrú, sagði de Rodyl. Það hefur hræðilegur atburður gerzt og þér verðið nú að taka á öllu sálarþreki yðar ... Hann þagnaði. Svitadropar gljáðu á enni hennar. Orð hans og hvernig hann sagði þetta, hafði ekki haft róandi áhrif á stúlkuna, heldur hið gagnstæða og aukið óstyrkleika hennar og kvíða. Það lá við, að hún hnigi í ómegin. — Er — er faðir minn dáinn? spurði hún. Enginn svaraði. • — Dáinn, er faðir minn dá- inn? Vesalings faðir minn, sem elskaði mig svo heitt. Hvar er hann? Ég vil fá að sjá hann. Ég trúi þessu ekki nema ég sjái hann liðið lík með eigin augum. <&r- Sjónvarpið yðar var i gangi í alla nótt. Hún grét og neri saman hönd unum eins og í örvæntingu - og að þessu sinni voru það sann ar tilfinningar. sem brutust út hjá henni — það var engu lík- ara en að kulnuð barnsást hefði vaknað á ný og brotizt svo ofsa- lega út. Einhver.vék til hliðar og nú sá hún líkbörumar og æddi að þeim og þekkti þegar föður sinn. - Faðir minn, vesalings fað- ir minn. Hún féll á kné og huldi and- litið í höndum sér. Menn sáu, að það fór skjálfti um alla limu hennar, en allt í einu rétti hún úr sér, leit í kringum sig, horfði á dómarann og horfði á blóð- blettinn á brjósti föður síns og sagði: — Hvernig stendur á þessu? Hvemig bar dauða föður míns að? — Hann var myrtur í hraðlest inni, svaraði de Rodyl. Hún stökk á fætur. Andlits- svipurinn gerbreyttist á einu andartaki. Nú var það ekki sorg og örvænting, heldur vonbrigði og gremja, sem kom fram í hverjum andlitsdrætti hennar. — Þá hefur hann verið rænd- ur. Hann hafði meðferðis mikið fé handa mér. Vissuð þér það? /..=79 • Fjárinn sjálfur. Við höfum farið í hring. Fórnfýsi Medus leysir þetta vandamál fyrir okkur, segir Tarz- an glaður, og nú er það bara að finna eitthvað ráð til að koma þeim héðan. Það er ekki svo mikið vandamál Tarzan, svarar læknir- inn. Við Naomi getum séð fyrir því. Bíðið augnablik með að gefa þeim mat hjúkrunarkona, skipar læknirinn, og komið að flugvél- inni. ----1 15 Hárgreiðslustofan HÁTÚNI 6, sfmi 15493. Hárgreiðslustofan SÖLEf Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofan P I R O L A Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, simi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð (lyft3)- Sími 24616 Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stigs og Hverfisgötu). Gjörið svo vel og gangið inn. Engar sérstakax pantanir. úrgreiðslur. P É R M A, Garðsenda 21, simi 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin Simi 14662 Háaleitisbraut 20 Sími 12614 MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við mig nokkrum konum í megrun- arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, sími 12274. Italskar nælon- regnkápur kr. 395.00 Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.