Vísir - 03.01.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Föstudagur 3. janúar 1964.
5
utlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd ímorgun
LUNDÚHARÁDSTCFNA UM KÝP-
URÍLOK ÞCSSA MÁNADAR
Ófriðarblikunni sem var yfir
Kýpur um áramótin létti í gær
skyndilega, er samkomulag náð-
ist um það rétt áður en flugvél
Sandys samveldismálaráðherra
skyldi leggja af stað til Lund-
úna, að efna til ráðstefnu um
ágreiningsmálin á Kýpur í Iok
þessa mánaðar, og skuli hún
haldin 1 London. Allir aðilar
hafa fallizt á þetta, og rétt áður
tilkynnti Kýpurstjóm, að hún
mundi ekki halda til streitu
kröfunni um, að Öryggisráðið .
kæmi saman til fundar um
Kýpur.
Öllum ber saman um, að
Sandys hafi tekizt að afstýra
stórkostlegum vandræðum með
málamiðlun sinni, og að margra
ætlan vofði sú hætta yfir, að til
borgarastyrjaldar myndi koma í
landinu, og þá sennilega til
tyrkneskrar íhlutunar, þar sem
Tyrkir eru miklu fámennari á
eynni en Grikkir, og hefði það
aftur getað leitt til styrjaldar
milli Tyrklands og Grikklands,
Sandys.
en þjóðir þessara Ianda hafa
oft borizt á banaspjót, og þótt
þær séu bandamenn er ekki
vissa fyrir, að það hefði afstýrt
voðanum. Og svo er hin mikla
hætta, að ef styrjöld brytist út,
verði hún ekki staðbundin, held
ur breiðist út og heimsstyrjöld
skylli á. Þessi hætta hefir enn
verið mjög rædd nú um ára-
mótin, einkum vegna Kýpur og
hún var eitt mesta ef ekki
mesta áhyggjuefni heimsleið-
toganna í bili.
Til marks um hættuna er
það, að griska stjórnin sneri
sér til Norður-Atlantshafs-
bandalagsins i gær og bað
það að hindra einhliða að-
gerðir á Kýpur. Fastaráðið
kom saman á fund i Paris til
þess að ræða horfurnar, en
bæði Tyrkland og Grikkland
eru aðilar að Norður-Atlants-
hafsbandalaginu.
Beiðni Grikklands kom fram
eftir að stjórnmála- og herleið-
togar á Kýpur höfðu rætt horf-
urnar á nærri tveggja klukku-
stunda fundi, en áður höfðu
þeir setið á fundum, m. a. á
næturfundi í fyrrinótt. Grískir
hermálasérfræðingar flugu til
Parísar til þess að vera fuiltrú-
ar Grikklands á Nato-fundinum
til aðstoðar, Ambassador
Grikklands hjá Nato er Christ-
ian Xanthopoulos-Palamis, og
hefir hann verið tilnefndur sem
utanríkisráðherra í bráðabirgða-
embættismannastjórn þeirri
sem mynduð hefir verið. Gríska
stjórnin hefir m.a. bent á, að
Tyrkir sendu öfluga flotadeild
til Kýpurstranda.
Tyrkneskumæiandi menn á
Kýpur og Tyrkir yfirleitt eru
heitir út í Makarios erkibiskup
sem þeir saka um fláttskap og
undirferli. Segja þeir tilganginn
með breytingatillögunum á
stjórnarskránni að svipta tyrk-
neska þjóðernislega minnihlut-
ann á eynni þeim réttindum
sem hann hefir. — Jafnvel dr.
Kutchuk, varaforseti Kýpur, og
þv£ samstarfsmaður Makariosar,
sagði um hann, að hann hefði
komið þannig fram, að hann
gæti vart setzt aftur að sama
borði og hann.
PILA GRIMSFERÐPAFA
TIL LANDSINS HELGA
Páll páfi VI býr sig nú undir
ferðina til Landsins helga og
fer hann þangað með 30 manna
fylgdarliði en raunar má segja,
að undirbúningurinn að því, sem
hér er að gerast hafi byrjað
þegar í tíð Jóhannesar páfa,
fyrirrennara hans, sem vann
að auknum skilningi og bættri
sambúð grísku kirkjunnar við
stjórn Athenagoras patriarka
eða yfirbiskups og rússnesku
kirkjunnar við stjórn Alexis
patriarka.
Blaðið La Stampa í Rómaborg
birtir grein um þetta og segir,
að búast megi við, að Antonio
Segni forseti verði meðal
þeirra, sem verði í flugstöðinni
til þess að kveðja páfa, er hann
leggur upp í pílagrímsferðina.
Flugferðin til Amman í Jord-
aniu mun taka 3 klst. og 20
mínútur. Páfi ekur þar næst til
Jórsala, þar sem hann gistir
tvær nætur í hinum jórdanska
hluta borgarinnar.
Á leiðinni til Jórsala verður
numið staðar og stígur páfi út
úr bifreið sinni og fer fótgang-
andi eftir Via Dolorosa-veginum
sem Kristur gekk með krossinn.
Pílagrimsgöngunni lýkur með
messu I Kirkju hinnar helgu
grafar. Á laugardagskvöld mun
páfi að líkindum dveljast um
stund í garðinum I Getsemane.
Sunnudagurinn verður helg-
aður helgum stöðum í Israel.
Hans heilagleiki fer inn £
Israel £ grennd við Megiddo,
um sérstakt heiðurshlið, þar
sem Zalman Shazar forseti
fagnar ’nonum.
Hussein Jordaniukonungur
sagði £ vikunni við fréttamenn,
að pilafrimsferð páfa til Lands-
ins heiga væri stórviðburður £
sögu þess og alls heimsins og
markaði tímamót og boðaði
bætta sambúð múhammeðs-
anslcra og kristinni manna.
Páll páfi.
Föstudagsgreinin
Framh. af bls. 9.
ur á svellinu, talið Hklegt að
afleiðingin yrði þá jafnvel frek-
ar að herinn og herforingjarnir
tækju völdin I si'nar hendur, ef
slikt vandræðaástand skapaðist
og horfið yrði á ný yfir i kúg-
unarkerfi Stalins.
'l/B’eginþróun hins liðna árs
hefur þannig verið sú, að
kommúnisminn hefur verið á
undanhaldi og birtist þetta í
margs konar upplausn innan
kommúnistahreyfingarinnar um
allan heim. Erjurnar um Stalin-
ismann halda áfram og tengsl
ýmissa kunnra manna við
kommúnismann hafa losnað,
sem sjá má t.d. á viðbrögðum
Halldórs Laxness og söngvar-
ans Paul Robesons, en þó reyna
ýmsir þeirra, sem nú gera upp
sakirnar við Stalins-tímabilið,
að halda í Krúsjeff sem síðasta
hálmstráið. Líklegt er þó ef
þessi þróun heidur áfram, að
draga fari úr þýðingu komm-
únismans, sem verkfæris Rússa
á aiþjóðavettvangi og hann fari
þá fremur að verða aðeins
þjóðfélagsiegt vandamál í
hverju ríki.
Ekki. skulum við þó vera of
- bjartsýnir um að sú þróun
verði mjög ör. Það er enn mikil
gróðrastía fyrir öfund og hatur
með hinum fátæku þjóðum, sem
ná enn yfir tvo þriðju hluta alls
mannkynsins, en þriðji hluti
mannkyns fær enn eigi fullnægj
andi saðningu. Enn situr Castro
við völd á Kúbu sem viðvörun
við þeim öfgum sem viðgengizt
hafa í félagsmálum Suður Ame
ríku og í efnahagsviðskiptum
Bandaríkjanna við þennan
heimshluta. Afríkuþjóðir hafa
nú flestar hlotið frelsi, en for
ustumenn þeirra ráða lítt fram
úr vandamálunum. Borgarastríð
ið í Kongó.lægði í byrjun árs
ins, en víða annars staðar í
hinni svörtu álfu er ástandið ó
tryggt, hinir nýju valdhafar í
Nigeríu og fleiri ríkjum hafa
misbeitt valdi sínu og hafið
pólitískar ofsóknir gegn and-
stæð.ingum sinum. Síðan kemur
upp rígur og flokkadrættir milli
hinna nýju ríkja, sem blossaði
jafnvel upp í styrjöld á landa
mærum Alsír og Marokko. Og
syðst £ álfunni eru mikil vanda
mál óleyst, þar sem svartir íbú
ar eru skertir mannréttindum,
en hafa þó betri tekjur og lífs
kjör, en meðbræður þeirra ann
ars staðar í álfunni. En athyglis
vert er það, að þrátt fyrir ýmiss
konar vandræði í svörtu álfunni
hefur aftur dregið verulega úr
áhrifum Rússa þar.
Um þessar mundir er mestá
hættusvæðið í heiminum Suð-
austur Asía. Þar standa hinir
stríðsreifu kínversku kommún-
istar enn að baki uppreisnum
og borgarastyrjöldum og getur
hvenær sem er blossað þar upp
ný og alvarleg stórstyrjöld.
J Bandaríkjunum verða kyn-
kynþáttavandamálin æ al-
varlegri, og þarf enginn að
ímynda sér að bitið sé úr nál-
inni með þau. Svertingjarnir
herða þar stöðugt á kröfum sin
um um jafnrétti en mæta sein-
læti og andspyrnu. Á liðnu ári
voru tíðar fréttir þaðan af
sprengutilræðum og morðum á
svertingjum, svo sem £ borg-
inni Birmingham £ Alabama. En
tíðindum þótti lika sæta hin
geysifjöimenna frelsisganga
svertingja í Washington, þar
sem allt fór friðsamlega fram,
en merkja mátti þungann á bak
við sókn svarta kynstofnsins til
jafnréttis.
Þannig eru víðsjár enn viða
um heim og blikur á lofti, þrátt
fyrir það að veröldin sé nú yfir-
leitt heldur vonbetri en hún hef
ur verið á undanförnum árum.
Þorsteinn Thorarensen.
■ssTEsrægaaisrgaBBE aasa
[Eisiz