Vísir - 03.01.1964, Blaðsíða 2
2
V í SIR . Föstudagur 3. janúar 1964t
JjON birgir pétursson
ÞRlR ÍÞRÓTTAKAPP-
AR 1 HEIMSÓKN
Meðal mikils fjölda íslendinga búsettra erlendis,
sem dvöldu heima um jólin, voru þrír kunnir í-1
þróttamenn. Þetta eru þeir Vilhjálmur Einarsson,1
þrístökkvari, sem dvelst í Danmörku í vetur við
kennslustörf, Eysteinn Þórðarson, skíðakappi, sem'
býr í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni og hinn
ungi sundmaður Árni Þ. Kristjánsson úr Hafnar-i
firði, sem hefur undanfarin tvö ár starfað og æft i
íþróttir í Stokkhólmi. Við ræddum lítillega við
þessa ágætu íþróttamenn og fer það rabb hér á
eftir:
„Herbergið er rándýrt og
lélegt, — en okkur líður
vel“.
Það er frekar erfið aðstaða til
œfinga hjá félaginu, sem við Hörð-
ur æfum hjá, en það heitir Polisen
og er íþróttafélag lögreglunnar í
Stokkhólmi, en almenningur fær að
æfa og keppa fyrir það félag. Sund
áhugi Svía er geysimikill og enda
þótt sundlaugar séu víða, duga þær
ekki til, það er alltaf fullt. Áhug-
inn er ekki hvað minnstur núna,
það gera Olympíuleikarnir, en þar
eiga sundmenn Svia talsverða mögu
leika.
— Hvað starfið þið Hörður?
— Ég vinn hjá lítilli prentsmiðju
en Hörður hjá stóru skrifstofu-
vélafirma, sem framleiðir Facit-
reiknivélarnar meðal annars. Við
Eysteinn Þórðarson ásamt konu sinni Dóru og Gunnari litla syni
þeirra, sem þegar er farinn að Ieggja fyrir sig skíðalistina og var
raunar byrjáður undir handleiðslu föður sins strax 3 ára að aldri.
Hörður búum saman á ágætum stað
í borginni, en herbergið er lélegt
og rándýrt, eins og flest í Sviþjóð.
Annars líkar okkur ágætlega, enda
þótt alltaf sé bezt að vera heima.
— Og hvernig hefur árangur
ykkar verið undanfarið?
„Ég fékk á síðasta ári beztan
tima í 200 metra bringusundi 2.40,5
á 25 metra braut, en Hörður var
óheppinn og meiddi sig á fæti í
fyrra og fékk bezt 2.42.8 í 200
metrunum".
— Hafið þið keppt mikið?
„Já, talsvert mikið, og með fé-
lagi okkar höfum við ferðazt heil
mikið, séð mestalla Svíþjóð og far-
ið ti lFinnlands í keppnisför. Það
ferðast ekkert félag eins mikið og
Polisen".
Starfar við eldflaugafram-
leiðslu í Kalifomíu.
Eysteinn Þórðarson, skíðakappi,
er líklega bezti skíðamaður, sem
við höfum átt. Eysteinn fór utan
til náms í Bandaríkjunum fyrir 3Y2
ári og hefur nú lokið bandarísku
verkfræðiprófi.
— Hjá hvaða fyrirtæki starfar
þú Eysteinn.
„Ég starfa hjá stórfyrirtæki, sem
heitir Raytheon. Það vinnur elektr-
ónísk efni fyrir flugher og land-
her Bandaríkjanna og m.a, smíðar
það Hawk og Sparrow varnareld-
flaugar, einnig ljósgeisla sem skot-
ið hefur verið til tunglsins og end
urkastast til baka“.
— Stundar þú enn íþróttir?
„Já, það má segja að ég fari á
skíði aðra hvora helgi að jafnaði.
Það er ekki nema fjögurra tíma
keyrsla heiman frá ekkur til Hea-
venly Valley eða Squaw Valley þar
sem vetrarolympíuleikarnir fóru
freun 1956. Aðstaðan þar er stór-
kostleg og gefur síður en svo eftir
Framhald á bls. 6
Þarna er Árni Þ. Kristjánsson á heimili sínu í Hafnarfirði ásamt litlu
systur sinni, Sigrúnu, sem var afar fegin að fá stóra bróður heim
á jólunum.
„TOKYO er ekki neitt tak-
mark fyrir mig“.
„Ég hef kennt í vetur við Iýð-
háskólann Grundtvigs Folkehöj-
skole í Hilleröd skammt fyrir utan
Kaupmannahöfn, Mér líkar vel við
lýðskólaformið. Þarna er þroskað
fólk, meðalaldur nemendanna mun
vera um 20 ár og ég kenni þarna
geometríska stærðfræði, ensku og
íslenzka menningarsögu og bók-
menntir, en íslenzku greinarnar eru
frjálsar og hef ég bekk með 20-30
nemendum! Ég vona að þetta form
verði reynt I skóla hér, það væri
ekki vanþörf á.“
Og hvað um íþróttaiðkun hjá þér.
Nú eru íþróttamenn farnir að þjálfa
fyrir OL í Tokyó, hyggur þú á
þátttöku þar?
„Nei, ég verð að segja sem er,
að ég hef ekki nokkra möguleika
á að leggja út í slíkt. Ég hef engan
tíma til þess, tíminn kostar peninga,
eins og þú veizt, og ég hef þvi
ekki efni á að stunda íþróttir með
afrek fyrir augum. Ég hitti keppi-
naut minn og heimsmethafann
Josef Schmitdt á Evrópumeistara-
mótinu í hitteðfyrra.. Við röbbuðum
mikið saman og hann sagði undr-
andi við mig, þegar ég tjáði honum
að ég gæti ekki lengur stundað
þrístökkið að við værum einmitt á
rétta aldrinum fyrir þristökk og
ættum mörg ár eftir. Hann hefur
það verkefni eitt að ná Iangt í þrí-
stökki og fjölskylda hans lifir á-
gætu lífi af því. Hinsvegar er þetta
ekki svo með mig, ég verð að gera
eitthvað annað til að hafa ofan af
Framh. á bls. 6.
Vilhjálmur Einarsson með konu sinni Gerði Unnd órsdóttur og tveim þriggja sona þeirra Unnari og
Rúnari. Þriðji sonurinn Einar var austur á Egilsstöðum.