Vísir - 03.01.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 03.01.1964, Blaðsíða 8
* 8 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði i lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Á áramótum ]\ýtt ár er gengið í garð. Allir vona að það verði gott og farsælt. Nú eins og jafnan áður blasa við ýmsir erfiðleikar. Efnahagsmálin vefjast enn mest fyrir mönnum, eins og forsætisráðherrann sagði í áramóta- ræðu sinni, og þótt sá vandi, sem þar er við að etja, sé að mestu sök okkar sjálfra er hann ekki auðleyst- ari fyrir það. Öll þjóðin fagnaði því, að verkföllin leyst- ust fyrir jólin. Vinnudeilurnar eru hin mesta plága í íslenzku þjóðfélagi og hætt við að svo verði enn um hríð, meðan pólitískir ofstopamenn eru valdir til for ustu innan samtaka verkamanna og launþega. Meðan kommúnistar ráða Dagsbrún og Alþýðusambandinu verður vinnufriður aldrei tryggður. Þetta er stað- reynd, sem allir verða að gera sér grein fyrir. Lang- oftast er stofnað til verkfalla af pólitískum ástæðum, og efnahagslegur ávinningur þeirra, sem vélaðir eru út i vej-kföllin, verður oftast lítill eða enginn. Mönn- um kann að finnast hagur sinn eitthvað rýmri fyrst eftir að þeir hafa fengið kauphækkun, en áður en var- ir sækir í sama horfið. Hver maður á að vita, að kaup- hækkanir, fram yfir það, sem efnahagskerfið þolir, hljóta að leiða af sér hækkað verðlag og eru því engar kjarabætur. Ríkisstjómin hefur alltaf viljað fara heilbrigða leið í kjaramálunum, en launþegasamtökin hafa hafnað þeirri leið. Þess vegna bera þau ábyrgðina á afleiðing- unum. Það mun koma í ljós, að réttara hefði verið að fara þá leið, sem ríkisstjómin vildi, til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu. Með því móti hefðu þeir fengið raunhæfar kjarabætur. Eftir þá lausn, sem ofan á varð.heldur svikamyllan áfram: Nú hafa opinberir starfsmenn gert kröfu um 15% kauphækkun, „til sam- ræmis“ við það sem aðrir hafa fengið, og verði á það fallizt, koma hinir aftur og segja: nú þurfum við að fá hækkun aftur til samræmis við opinbera starfs- menn o. s. frv. Svona heldur svikamyllan áfram enda- laust, unz ekki verður hjá því komizt að fella gengið einu sinni enn. Ríkisstjómin mun í lengstu lög reyna að komast hjá því að fella krónuna, en verði haldið áfram á þess- ari braut, hlýtur illa að fara. Þetta ætti öllum vitibom- um mönnum að vera ljóst, enda er langt frá því að þeir, sem fyrir þessum sífelldu kröfum og verkföllum standa, viti það ekki. Forustumenn kommúnista vita þetta mætavel, og í sæluríkjum þeirra fyrir austan jámtjaldið mundu þeir verða gérðir höfðinu styttri fyrir svona hegðun. En í lýðræðisþjóðfélögum er bæði málfrelsi og ritfrelsi, og þvi geta ófyrirleitnir áróðurs- menn komið miklu illu til leiðar, ef þjóðin hefur ekki þroska til þess að sjá við þeim. UZSE V í S IR . Föstudagur 3. janúar 1964. Fardagar á hausti Indriði G. Þorsteinsson: Land og synir, skáldsaga, 235 bls., verð kr. 350.00. Iðunn 1963. eir sem á annað borð bíða eftir óskrifuðum skáldsög- um hafa beðið nýrrar sögu Ind- riða G. Þorsteinssonar með nokkurri óþreyju og jafnvel of- urlttilli spurn af því þögn hans var orðin svo löng. Nú er kom- ið í Ijós að þetta hefur verið góð þögn og vonandi að sumir aðrir höfundar megi draga af þvl nokkurn lærdóm. Eftir ó- venjulega byrjun (sem sumir sögðu að væri heppni) og mis- jafnar smásögur virðist Indriði hafa verið að leita að jörð til að standa á. Honum hefur ekki verið nóg að rita þokkafulla sögu um ólgu nútímans. Hann hefur viljað nálgast samtíð sína um rætur hennar sem einu sinni stóðu djúpt I jörðu for- tíðarinnar en virðast nú því miður horfnar út í veður og vind. Sú veröld sem Indriði G'. Þorsteinsson byggir hófst I Skagafirði og þess vegna er honum efst í huga sú þjóðfé- lagslega bylting sem breytti ís- landi úr bændaþjóðfélagi I sam- félag bæjarbúa. Á því leikur enginn vafi að þar er að finna margar orsakir fyrir úthverf- unni f daglegu lífi okkar. Meg- inhluti þjóðarinnar hefur rifið sig upp með rótum og ekki náð að skjóta þeim á ný. Meðan þannig stendur á er hætt við að safinn þorni f stofni okkar og við verðum uppþornað sprek, til þess eins nýtt að kasta þvf á eld. 79 af stöðinni fjallaði um þennan uppflosnaða sveitamann f kaupstað, reikulan og átta- villtan og þess vegna háðari girndum sfnum og hvötum en ella. Sú saga hefur ekki einasta verið höfundi sínum happa- drjúg til orðstfrs heldur hefur hún einnig veitt honum nýja sýn inn f sinn eigin skáldskap og knúið hann til að leita dýpri orsaka, upprunalegri myndar, skynja sjálfan sig og þar með nútfmamanninn sem næst upp- runa sfnum. T and og synir er að þessu leyti þjóðfélagsleg skáld- saga. Hún er að þessu leyti efnislega þýðingarmikil þvf hún hefur skilyrði til að hjálpa heilli þjóð að skilja söknuð sinn og óþreyju, styrk sinn og vanmátt. En Indriði G. Þorsteinsson hefur farið um efnivið sinn höndum þroskaðs skálds og sagan setur þjóðfélagið ekki fram sem neitt bákn sem skyggir á einstaklinginn. Land og synir er fyrst og fremst saga manneskjunnar eins og allar góðar sögur. En hinir fáu einstaklingar sögunnar eru jafn framt lykill að launhirzium heillar þjóðar og þeir fáu at- burðir sem lýst er veita sýn inn í sögu heils tímabils. Ég hef persónulega alltaf verið þeirrar skoðunar að æskilegasta form skáldsögu væri einmitt þannig, Indriði G. Þorsteinsson. að lýsa einhverju atviki sem kemur fyrir fáeinar persónur og stendur ekki nema í nokkra daga en hefur jafnframt nógu mikið gildi til að varpa ljósi á miklu stærri heild sem aldrei kemur fram. Það er eins og þegar stækkunargleri er brugðið yfir landabréf. Það afmarkar á- kveðinn hluta Iandsins, sýnir okkur hann f sterkum og skýr- um dráttum án þess að rjúfa tengslin við landið í heild. Það er einmitt þetta sem Indriða G. Þorsteinssyni hefur tekizt. Hann skrifar sögu hversdags- iegra viðburða f lífi hversdags- legs fólks en gæðir hvort tveggja slíku lífi að það verður lesandanum ógleymanlegt. T and og synir er mjög vel ^ skrifuð bók. Stíll Indriða G. Þorsteinssonar var fast mót- aður i 79 af stöðinni, knappur og harðsoðinn stíll sem þolir engan undanslátt. En nú hefur hann öðlazt meira þanþol, meiri mýkt og hlýju án þess að lengj- ast eða rakna í sundur. Að vísu má sjá þess merki á stöku stað að stíllinn sé mikið unninn en það er sjaldgæft og breytir engu um heildarsvipinn. Gildi hans er framar öllu fólgið í þeirri þungu undiröldu sem Indriða tekst að magna f fá- málli frásögn, þeim hljóða krafti sem hleðst upp ósagður milli iínanna. En auk þess er stfll- inn formfagur og hnitmiðaður og rís kannski hæst að fegurð til í náttúrulýsingum. Ég mundi helzt vilja setja út á samtölin, þau verða stundum of lakónísk og véfréttarleg fyrir venjulegt mælt mál úr munni íslenzks al- þýðufólks. T>ersónusköpun Indriða er ofur lítið misjöfn. aukapersón- urnar verða skýrastar og eftir- minnilegastar. Einar Ólafsson er að vfsu skýr en manni finnst hann vanta átök f sálina, eink- um framan af bókinni. Það er í rauninni ekki fyrr en hann drepur hest sinn að lesandinn sér hann birta sig allan. Þá finnst manni eins og hann gangi út úr þoku sem hefur dulið hluta hans framan af bókinni. En það getur líka vel verið að þetta stafi af sögugerðinni. Það má segja um Land og syni eins og um 79 af stöðinni að hún verði í rauninni ekki að sögu fyrr en á síðustu blaðsfðunum. Það er mjög áhrifamikið, sýnir söguna alla í nýju Ijósi og dýpk ar mynd hennar. Hinar fjórar karlpersónur sög unnar eru andstæður. Tómas Pétursson er andstæða Einars, þar mætast rósemin, æðruleysið og búhyggjan annars vegar en rótleysið, hreyfingarþörfin og nýhyggjan hins vegar. Þannig á Ólafur Einarsson sfna andstöðu í örlygi skáldi frá Máná en að öðru Ieyti verður hann utan- veltu í bókinni og á lítinn rétt á sér. Sterkar svipmyndir eru dregnar af hreppstjóranum og gangnaforingjanum en eftir- minnileaasta persóna bókarinn- ar er að minni hvggju Margrét Tómasdóttir, stúlkan sem elsk- ar rótleysið en virðir rótfest- una, leysist upp að lokum en stendur manni þó aldrei eins Ijóslifandi fvrir hugskotsjónum os einmitt þá, þegar hún birtist ekki, þegar mynd hennar er handan hvítrar snjóbreiðunnar og sameinast mvnd landsins og verður ímvnd beirrar mann- eskju sem ekki er stundlegum breytingum háð. T/Teð hinni nýju bók hefur Indriði G. Þorsteinsson tek- ið af allan vafa um getu sfna sem rithöfundur. Þeir sem sögðu að 79 af stöðinni hefði verið heppni verða nú að endurskoða þá .afstöðu sfna. Land og synir er að minnsta kosti engin beppni. Hún er þrautunnin bók sem ber það með sér að höf- undur hennar hefur lagt sig all- an fram, hér er á ferðinni full- komlega meðvituð listsköpun sem hefur tekizt svo vel að ég vil skipa Landi og sonum á hlið við þær þióðfélagsskáldsögur sem við eigum beztar. Hún gæti líka orðið annað og meira. Hring þessarar sögu er f raun- inni ekki Iokað. Hún gæti allt eins verið upphaf að stærra Framhald á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.