Vísir - 04.01.1964, Qupperneq 1
Bréfhelgin ítrekai rofín
Eitt af stærstu útgerð-
arfyrirtækjum landsins
hefir ítrekað fengið bréf
í pósti sem greinilega
hafa verið rifin upp áður
en þau bárust til viðtak
anda. Hér er um fyrir-
tækið Júpiter h. f. að
ræða. Forstjóri þess,
Tryggvi Ófeigsson hefir
komið að máli við Vísi
og skýrt frá þessum
furðulegu tíðindum.
í nýju umslagi.
í sumar oarzt fyrirtækinu 6-
frímerkt bréf, sem augsýnilega
var ekki f upprunalega umslag-
inu. Þó kom þetta bréf alla leið
Framh. á bls. 5
Bréfin tvö sem Júpiter h.f. bárust rétt fyrir jólin frá Hellier & Co.
f Hull og höfðu bæði verið rifin upp.
VISIR
54. árg. — Laugardagur 4. janúar 1964. — 3. tbl.
Hver sagii Gunnarí Ben. ai
Vera Hertsch væri á iifí?
í tUefni af skrifum dönsku
blaðanna um Veru Hertsch og
ummælum HaUdórs Kiijan
Laxness i Skáldatfma um aftöku
hennar, átti Vísir f gær stutt
viðtal við Gunnar Benediktsson
rithöfund, er skýrði frá þvf f
Þjóðviljanum fyrir skömmu, að
hann hefði séð Veru Hertsch
1953.
Gunnari Benediktssyni fórust
orð á þessa leið f ritdómi um
Skáldatfma, er blrtist f Þjóð-
viljanum 17. nóvember s.I.
(Hann er að ræða um frásögn
Laxness af aftöku Veru
Hertsch):
„Ég varð svo gagntekinn af
þessari frásögn, að mig skar
allt f einu f hjartað, þegar nið-
ur í vitund mína laust einhverj-
um minningarórum frá sumar-
dögum 1953. Vera Hertsch varð
mér allt í einu svo kunnugleg.
Mér fannst að Vera Hertsch,
sem rússneska leynilögreglan
druslaði að tjaldabaki að Hall-
dóri Laxness ásjáandi 1938,
hefði ég mínum augum Iitið
Framh. á bls. 6.
Skemntdirnar á Akraborg
koma betur í liás í Slippnum
Akraborgin var dreg-
in upp í slipp í fyrradag
og var þessi mynd þá
tekin af stjórnborðshlið-
inni á henni og má sjá
þá djúpu skoru, sem
Skjaldbreið skar á hana
í árekstrinum á Þorláks-
messunótt.
Er það víst að Akraborgin verð
ur alveg frá allan janúarmánuð, ef
ekki líka allan febrúar. Það kom
í ijós þegar upp i slippinn kom, að
Akraborgin var einnig skemmd tals
vert bakborðsmegin, þar sem hún
hafði núizt við bryggjuna. Víst er
að allmörg bönd í henni eru bogin
og þá er núna kaldasti og myrkasti
tími ársins, þegar útivinna í slippn-
um gengur iakar en á öðrum tfm-
um. M. a. mun þurfa að rífa ein-
hverja hluta af innréttingingunni í
neðri farþegasal á Akraborg.
Ekki hefur enn frétzt að félagið
Skallagrfmur, sem á Akraborg hafi
gert neinar ráðstafanir til að fá
| annað skip til að annast flutninga.
Pramh á bls 5
<s>
ísland skipa?
ambnssndor í
Rúmenéu
Ákveðið hefur verið, með sam-
komulagi milli ríkisstjórna íslands
og Rúmeníu, að skiptast framvegis
á ambassadorum, en fram að þessu
hefur verið skipzt á sendiherrum.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 31. des. 1963.
Ejdgosið_ hefur engin áhrif
á fískigöngu né veiðisæld
Blciðið0 í dag
BIs. 2 íþróttir.
— 3 Kirkja sálmaskálds-
ins rís — Myndsjá
7 Helztu atburðir árs-
ins ’63 rifjaðir upp.
— 8-9 Ahorfendur eru liis-
' elixír leikarans. —
Rætt við Gunnar
Eyjólfsson.
Vestmannaeyjum i gærkveldi.
Vestmannaeyingar eru sem óð-
ast að búa báta sfna út á línuveið-
ar, þeir fyrstu eru þegar búnir að
beita, og hefðu róið í kvöld ef
hefði gefið. Veðurútlit var hins
vegar ijótt og spáin óhagstæð.
Frá Vestmannaeyjum verða gerð
ir út í vetur um 90 bátar, sem er
svipaður fjöldi og f fyrra. Von er
nokkurra nýrra báta f flotann
í vetur og einn er þegar kominn.
Hann kom í stað v.b. Bergs sem
fórst í fyrra, og verður Kristinn
Pálsson skipstjóri á honum. Þá á
Ársæll Sveinsson von á nýjum
báti og Óskar Sigurðsson von á
öðrum einhvern tíma eftir ára-
mótin.
Vestmannaeyingar líta vonbjört-
um augum á veturinn og vertfð-
ina, en vantar hins vegar mikið
af vertíðarfóiki bæði til starfa f
landi og á bátum. En slíkt er
venja jafnan í byrjun vertíðar.
Nokkrir Vestur-íslendinganna,
sem komu í fyrra til Vestmanna-
eyja eru hér enn kyrrir og ekki
vitað annað en þeir verði það a.
m. k. f vetur. Það eru harðdugleg-
ir menn og okkur lfkar vel við þá.
Mikla óánægju meðal sjómanna
og útgerðarmanna vakti fréttaauki
Ríkisútvarpsins fyrir skemmstu,
þar sem Ási f Bæ lýsti þvf yfir að
Vestmannaeyingar væru uggandi
um vertfðina vegna eldgossins og
þar glataðist með öllu línupláss
fyrir 50 — 60 báta, sem hörfa yrðu
til annarra miða.
Út af þessum fréttaauka efndi
skipstjóra- og stýrimannafélagið
Verðandi í Vestmannaeyjum til
mótmælafundar. Var á það bent á
fundinum, að á því svæði sem gos-
stöðvarnar eru ,nú, hafi fyrir mörg
um árum verið aflasæl fiskimið, en
síðustu árin brugðið svo við að
þar hafi ekkert veiðzt. Renna
menn nú orðið grun í að það
kunni að hafa stafað frá hræring-
um á ^sjávarbotni, þó þær hafi
ekki komið f dagsljósið fyrr en nú.
Þá kom það einnig fram að bátar
sem stunduðú veiðar á nálægum
slóðum við gosið í haust fengu
þar álíka meðalafla og fengizt
hefur þar á undanförnum haustum.
Allt virðist þvf benda til að ösku-
eða vikurfall frá eldgosinu hafi
ekki haft nein áhrif á fiskgöngur
eða veiðisæld í námurida við gos-
stöðvarnar.
Um gósið er það að segja, að
það hefur legið með öllu niðri í
Surtsey f dag, þannig að hún hef-
ur alls ekki bært á sér. Við nýja
Framh. á bls. 5.