Vísir - 04.01.1964, Side 6

Vísir - 04.01.1964, Side 6
6 V I S I R . Laugardagur 4. janúar 1934. SNJÓFLÚÐ Á JÓLUM Á jólunum féll snjóflóð úr fjallinu Strákum í Siglufirði. Féll það yfir húsið Hvanneyrarhlíð en það var gamalt timb urhús á steinkjallara. Þar bjó áður Karl Dúason, en sfðustu ár hefur hús þetta verið aðsetur síldarleitarlnnar á Siglu firði og stóð húsið autt yfir veturinn. Var bað betur farið að ekki var búið í húsinu, hví aö óvíst er að íbúar hefðu kunnað frá tíðindum að segja. iViyXiin sem hér birtist var tekin í Sigluii;®s. Hún sýnir vinstra megin rústir hússias i Hvanneyrarhlíð. Snjóflóðið héit sfðan áfram niður að Fossvegi og skemmdi þar tvö hús, sem eru merkt með X. Brotnaði giuggi á öðru húsinu en útidyr á hinu og fór töluveröur snjór inn f þau og olli nokkrum skemmdum innanhúss. Engan mann sakaði. Gusinar i@si. Framh. af bls. 1. sumarið 1953“. 1 tilefni af þessum ummæl- um Gunnars átti Vísir í gær eftirfarandi samtal við hann: — Eruð þér vissir um. að þér hafið séð Veru Hertsch 1953? — Nei, alls ekki. Ef þér lesið ritdóm minn rækilega munuð þér sjá, að ég er aðeins að leggja áherzlu á það hversu meistaraleg frásögn Kiljans um Veru Hertsch er. Mér finnst hann gera það svo senni- legt í frásögn sinni, að Vera Hertsch hafi verið tekin af lífi, að upp frá því sé hún Iátin hvort sem svo sé f raun og veru eða ekki? — Þér teljið þá ekki, að það hafi verið Vera Hertsch, er þér sáuð 1953? — Nei, það var ekki sú Vera er Halldór Laxness ræðir um í Skáldatfma. Það var önnur Vera. En kunningi minn skýrði mér frá þvf, eftir að ritdómur minn birtist, að Vera Hertsch væri enn á lifi, enda þótt það héfði ekki verið hún, er ég sá 1953. — Hvaða maður var það, er sagði yður þetta? — Ég get því miður ekki nefnt nafn hans. Fyrir nokkru ákvað menntamála ráðherra, að gefa út sérstaka reglu gerð um skólafri, en fram sö þessu hefur vantað fastar reglur um þetta efni og stundum hafa skóiastjórar verið í vanda staddir, hvenær þeir ættu að gefa skólafrí, sérstaklega hefur þetta verið vanda mál f desember þegar sótt hefur verið eftir því að lengja jólafrfið helzt bæði að framan og aftan. Nú hefur þetta sem sagt verið ákveðið með reglugerð, sem ekki verður haggað og má segja, að þar með hafi vanda verið létt af herðum skólastjóranna. Fríin verða nú sem hér segir: 1) 1. desember. 2) Jólaleyfi, sem verður í barna- skólum 19. desember til 6. janú- ar og í framhaldsskólum 21. des- ember til 3. janúar. 3) öskudagur. 4) Páskaleyfi sem er f barnaskólum frá mánudegi til þriðja í pásk- um og I framhaldsskólum frá miðvikudegi til þriðja f páskum. 5) sumardagurinn fyrsti. 6) 1. maí. 7) Uppstigningardagur. 8) Hvitasunna frá laugardegi. itil þriðjudags, þó má hakla próf á laugardag eða þriðjudag.'"'' 9) 17. júnf. 10) Mánaðarfrí einn dag í mánuði. GÓLFTEPPA og HÚSGAGNA HREINSUNhf SÍMI33101 í fréttum frá Vestur-Berlín segir, að 1.3 milljónir manna hafi fengið leyfi til heimsókna í Austur- Berlfn. Vesturveldin (Bretland, Banda- rfkin og Frakkland) hafa tilkynnt Wiily Brandt yfirborgarstjóra f Vestur-Berlín, að þau hafi ekkert á móti þvf, að hann semji við austur-þýzka fulltrúa um að fram- lengja jólaheimsóknarleyfin til Austur-Berlínar. Heimsóknartíminn, sem upphaf- lega var ákveðinn, rennur út ann- að kvöld (5. janúar). Vart er geit ráð fyrir, að unnt verði að fram- lengja hann strax, þvf að sam- komulagsumleitanir munu take nokkurn tíma. Búizt er við, að 240.000 mannr fari í heimsóknir til Austur-Ber- línar f dag og 250.000 á sunnudag. PIÍSSNINGARSANDUR Krúsév sagður vilja banna kjamavopn á Norðurlöndum Blaðið The Guardian (áður Manchester Guardian) og eitt af kunnustu blöðum Bretlands ræðir f gær fyrirhugaða heim- sókn Nikita Krúsévs til Norð- 'irlanda á sumri komanda. Blaðið getur sér þess til, að Krúsév muni stinga uop á, að sáttmáli verði gerður um, að Norðurlönd verði kjarn- orkuvopnlaust heimssvæði. Fréttaritari blaðsins símaði frá Kaupmannahöfn: Krúsév ' kemur til Danmerkur um mið- bik júnímánaðar og dvelst 5 daga f landinu. Þar næst fer hann til Noregs og Sviþjóðar. Sovétrfkin hafa ávallt haft mikinn áhuga á Norður- löndum, og líkur eru fyrir, að Krúsév stingi upp á, að kjarn- orkuvopn verði bönnuð á Norð- urlöndum. I seinni tfð, þegar heldur hefir dregið úr þenslunni í sambúð austurs og vesturs, hafa Rússar gert ítrekaðar til- raunir til þess að komast f nánari tengsl við Norðurlanda- þjóðirnar. ORÐSENDING FRÁ KRÚSÉV TIL ALLRA ÞJ6©A HEIMS. Krúsév hefir einmitt nú sent öllum þjóðum heims samhljóða orðsendingar, þar sem hann leggur fram tillögur um sam- komulag þess efnis að öll lönd skuldbindi sig til að beita ekki ofbeldi til þess að leiða til lykta deilur um landsvæði og landamæri. Orðsendingarnar voru afhentar í sendiráðum hinna ýmsu þjóða heims á galmárskvöld. í orðsendingunni leggur Krúsév áherzlu á, að nú sé svo komið, að skilyrði séu fyrir hendi, til að hverfa frá allri ofbeldisbeitingu, og leggur til að sameinazt verði um fjögur höfuðatriði: 1. Allar þjóðir skuli lýsa því yfir hátíðlega, að þær lofi að beita ekki valdi til þess að breyta núverandi landamærum. 2. Að þaer viðurkenni enn- fremur, að innrás, árás, her- nám eða annað, sem telst til ofbeldisaðgerða, skuli fordæmt, og megi ekki beita neinu slíku í skiptum og sambúð þjóða. 3. Ríkin skuli lýsa yfir, að ólík félagsmála- eða stjórnmála- kerfi, skortur á diplomatiskum tengslum og önnur skilyrði megi ekki hafa að skálkaskjóli til að beita önnur lönd ofbeldi. 4. Ríkin skuldbindi sig til að leysa allar landa- og landa- mæradeilur friðsamlega, sam- komulagsumleitanir, málamiðl- anir o. s. frv. skuli fram fara í samræmi við sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Orðsendingarnar eru nú tii athugunar hjá hinum ýmsu rfkisstjórnum. Heimkeyrður pússningarsandui og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp f hvaða hæð sem er, eftir ~skum kaupenda. SANDSALíiN við Eliiðavog s.f. Simi 41920. cZXfío Hreingerningar i glugga- hrehisun. — Fagmaður I hverju starfi. Þórður og Geir Simar 35797 og 51875

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.