Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagur 7. febrúar 1964, 3 /'■ ''i Það var um hávetur. Fann- koma var mikil, og féllu snjó- flygsurnar til jarðar sem hvítar fjaðrir. Drottning nokkur sat við sauma úti við glugga i hðll sinni, en gluggaumgerðin var úr svörtum tinnuviði. Drottn- ingin leit út um gluggann og gætti sin ekki, svo að hún stakk sig i flngurinn, og féllu þrir blóðdropar ofan i mjöllina, sem setzt hafði i gluggakistuna. En þegar hún virti fyrir sér blóð- dropana i snjónum, fannst henni Iitimir fara svo prýðilega saman, að hún óskaði sér, að hún ætti bam, sem væri „hvítt eins og mjöllin, rautt sem blóð- ið og svart eins og tinnuviður- inn í gluggaumgerðinni". Skömmu síðar ól drottningin meybam, sem var svo svip- bjart sem mjöll, rjótt sem blóð og með tinnusvart hár. Var litla stúlkan skírð og nefnd Mjallhvit . . . ■Phansinn dunar á fjölum Þjóð- ^ leikhússins. Við erum stödd í dýrlegum afmælisfagnaði. Mjallhvít er sextán ára í dag. Hárið er dökkt og hörundið bjart, en eplakinnar eru ekki lengur I tízku, svo að blóð- roðanum fer lítið fyrir. Þessa dagana standa yfir æfingar á bamaleikriti, sem gert er eftir hinni viðþekktu kvikmynd Walt Disneys um Mjallhvít og dvergana sjö, og £ þvl eru sungin sömu léttu og fjörugu lögin og í myndinni. Leikararn- ir okkar þurfa að vera fjölhæfir menn — þarna syngja þeir og dansa, fetta sig og bretta og bregða sér í gervi dverga og dýranna í skóginum. „Hæ-hó! Hæ-hó! Við höfum sofið nóg!“ syngja dvergamir sjö og gera sig eins smávaxna og þeir lífs- ins mögulega geta. Hérafjöl- skyldan dansar hringdans, og „Hæ-hó! Hæ-hó! Við höfum sofið nóg!“ Dvergarnir þramma út í skóg. Fremstur er fyrirliðinn Klókur (Árni Tryggvason), þá Gísli Alfreðs- son og Valdimar Helgason. Hinir fjórir sjást ekki á myndinni. T. v. Hirðmeistarinn (Bessi Bjarnason) talar við Elizabeth Hodgshon, ballett- meistara Þjóðleikhússins, sem sér um dansana. MJALLHVÍT dvergarnir sjö íkorninn stendur á höndum. Vonda drottningin krefur töfraspegilinn sagna og hlær nornarlega, enda rammgöldrótt og mesti viðsjálsgripur. Aum- ingja Mjallhvlt litla er I stöð- ugri lífshættu, en al’lt fer vel á endanum, og hún fær meira að segja prinsinn sinn ,sem kemur eins og af himnum sendur henni til hjálpar. það er I mörg horn að líta, og leikstjórinn, Klemenz Jónsson, er á sífelldum þönum um sviðið. Ballettmeistarinn, Elizabeth Hodgshon, sem sér um að semja og æfa dansana, hleypur um og lagar handstill- ingu hér og fótstillingu þar, stundum er línan ekki nógu góð, stundum eru ekki allir í takt. Og Carl Billich hrópar fyrirskipanir upp Ur hljóm- sveitargryfjunni, þar sem hann situr við píanóið. Þrír stjórn- endur, hver öðrum kröfuharð- ari, en allt gengur þó í sátt og samlyndi. Eftir hálfan mánjrð á að frumsýna leikritið, sem raunar er hálfgerður söngleik- ur, og það er unnið myrkranna á milli. En svo viljugir til. verka eru allir þarna, að engum dett- ur I hug að syngja: „Hæ-hó! Hæ-hó! Við höfum þrælað nóg!“ . ■ ' ' v Og auðvitað fer allt vel um síðir. Mjallhvít og prinsinn hennar (Bryndís Schram og Jóhann Páls- son). Þetta er fyrsta Ieikhlutverk Bryndísar á sviði, en áður hefur hún komið fram sem ballettdans- mær, að ekki sé á það minnzt að fyrir nokkrum árum var hún kjörln fegurðardrottning íslands og keppti á Langasandi fyrir hönd þjóðar sinnar. Hérapabbi (Baldvin Halldórsson) og íkorninn (Brynja Benedikts- dóttir) I fjörugum dansi. Það er ekki Iengur nóg fyrir leikara að geta bara leikið — þeir verða að geta sungið og dansað líka, og helzt allt þrennt I senn. (Ljósm. Vísis I.M.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.