Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 4
4 VISIR . Föstudagur 7. febrúar 1964. |í ' >f jþaö er algengur siður þjóðanna að flokka sögu sína og list- þróun niður I tímabil eftir ríkjandi stflum og stefnum. Og þar kemur, að einhver listfræðingur framtíð- arinnar verður að fara að flokka niður það sem gerzt hefur á hinum sfðustu 30 umbrotaárum f fsienzk- um llstum. Það verður þó ekki auð gert, þvf að svo fjölþættur hefur gróðurinn verið þetta tímabil, að ómögulegt verður að raða honum undir neinn ákveðinn ættbálk í Flóru listanna. Einu sinni fyrir mörgum árum var gefin út íslenzk bókmennta- saga, sem gaf tímabilinu heitið ,,kreppulist“, „marxista-tímabilið" eða „nýi lífstónninn”. En svo líða aðeins fá ár og marxisminn, þetta þýzka heimspekiþrugl brást trsi- um allra. Enda vildi svo einkenni- lega til, að einmitt sú kynslóð sem kallaðist kreppuskáld varð nokkrum árum síðar fyrsta kyn- slóð fslenzkra skálda, sem gat lif- að manosæmandi lífi af skáldskap sinum, jafnvel áuðgazt af honum. Enn hefur verið talað um tíma- bil atómskáldskapar og abstrakt- hstar eöa kenna mætti það við einhverja listamenn sem hæst hefur borið eins og Laxness, Gunnar Gunnarsson, Pál ísólfsson, Kjarval eða Ásmund Sveinsson. En því meir sem menn kanna þetta tímabil, þvf flóknara og erfiðara listsýninga og tónlistarflutnings. Og hann hefur gefið listamönnun- um virðingu og heiður, sem þeir áttu skilið. Á afmælishátfðum þeirra, sem oft hafa orðið miklir og ógleymanlegir viðburðir hefur Ragnar f Smára verið potturinn og pannan. Cjálfur kærir hann sig ekkert um að síns afmælis sé minnzt. Hann kýs helzt að standa í skugg anúm á bak við. Þegar hann átti 49 ára afmæli bauð hann um 30 nánustu vinum sínum f veizlu á Hótel Borg og sagði þeim, að þetta ætti að vera f sfðasta skipti, sem hann héldi upp á afmæli sitt. Árið eftir, þegar hann varð fimmtugur, ætlaði hann að hverfa burtu úr bænum, en vinir hans urðu bók- staflega að halda í hann. En nú hefur hann gert alvöru úr því að hverfa á braut og situr á afmælis- dag sinn í sólinni suður á Kanarí- eyjum með vini sínum Jóhannesi Nórdal bankastjóra. TJagnar tilheyrir ekki þeirri kyn- slóð, sem fæddist í moldarkof- um. Hann er fæddur í tiltölulega háreistu timburhúsi austur á Eyr- arbakka með stórum kvisti á þaki og björtum glúggum. Faðir hans Jón Einarsson var Skaftfellingur austan af Síðu, sem hafði flutzt út á Bakka, gifzt þar 1892 góðri konu Guðrúnu Jóhannsdóttur, sem var eins og margir Árnesingar af Bergs ætt. Hann var kolsvarthærður með dökkar augabrúnir og þykkt al- skegg. Hann gerðist sjósóknari, þrekmaður hinn mesti og hrepp- ur Markan, Björn Jónsson, Þórar- inn Björnsson, Óskar Jónsson og Tómas Albertsson. Sex þessara manna voru starfandi tónlistar- menn, en hinir sex áhugamenn um tónlist. Ragnar hefur verið formað ur félagsins frá upphafi. Starf Tónlistarfélagsins fyrir ís- lenzkt tónlistarlíf verður aldrei of- metið. Höfuðverkefni þess var að annast rekstur Tónlistarskólans og hljómsveitarinnar. En þó er ekki síður merkilegt það hlutverk þess að flytja ýmis mikil tónverk og fá hina beztu erlendu listamenn til að koma hingað svo að almenningi gæfist kostur á hinum fullkomn- asta tónlistarflutningi. í öllu því mikla starfi var Ragn- ar í Smára fremstur í flokki, log- andi af áhuga, hvort sem var við að setja upp Meyjarskemmuna eða Messías, eða með því að opna heimili sitt og bindast vináttu við erlenda tónlistarmenn, sem báru Islandi vel söguna út um allan heim. Til dæmis um þau vináttu- bönd má geta þess, að hinn frægi fiðlusnillingur Adolf Busch mat Ragnar svo mikils, að hann skírði son sinn í höfuðið á honum og börn Ragnars og píanósnillingsins Rudolf Serkins hafa , skipzt á heimsóknum og dvöl á heimili hvorra annarra. 'p'n hvað um Ragnar sjálfan, — er hann þá hljóðfæraleikari? Einhvern tíma svaraði hann því sjálfur svo: — Nei, sem betur fer. Maður sem krefst fullkomleikans og situr við lindir Bachs og Beet- hovens kallar sig ekki hljóðfæra- Um starf Ragnars í Smára verður að skipta því undir nokkra flokkun. Og margbreytilegra verð- ur það m.a. fyrir þá sök, að það fyrst á þessu tímabili, sem Is- lendingar hætta að vera eingöngu bókþjóð. Tónlistin hefur jafnvel náð yfirhöndinni. jpjg vildi því gera það að uppá- stungu minni við listfræðinga framtíðarinnar, til þess að leysa allan vanda, að þetta gullaldar- tímabil íslenzkra lista yrði einfald- lega kallað tímabil Ragnars í Smára. Hlutverk Ragnars Jónsson- ar á þessum tíma hefur verið al- gerlega einstætt. Hann hefur sjálf- ur ekki verið neinn listamaður I þess orðs merkingu, hann hefur hvorki skrifað bækur eða ljóð, samið eða flutt tónverk og ekki heldur málað nein málverk, sem getið verði um f listasögunni. En gegnum þunnt og þykkt hefur hann verið sá sameinandi og örv- andi kraftur, sem hefur staðið á bak við allt íslenzkt listalíf. Sumir segja, að hlutverk hans hafi verið fyrst og fremst að gefa út víxlana og því fylgdi auðvitað sá baggi eftir sex mánuði að borga þá eða framlengja. Hitt er þó enn þýðingarmeira, að hann hefur verið meistarinn bæði í því að breiða listina út um landið, gera hana að almenningseign og i þvf að skipu- leggja, menninguna, koma upp listalffi, sem gerði það viðunandi fyrir listamennina að búa og starfa á Islandi. Kringum hann hafa nær öll samtök þeirra og sam- kvæmi safnazt og samhljómur hefur fundizt við erlenda listagesti TTém hingað hafa komið. Þegar strfðsgróði helltist svo yfir landið, tryggði hann öðrum mönnum frem- ur, að hluta hans væri varið til menningarstarfsemi. Hann hefur haft hönd f bagga með öllu þvf starfi, sem þarf til bókaútgáfu, stjóri Eyrbekkinga fram til 1936. Var hann yfirbragðsmikill að sjá, ekki sízt þegar hann setti upp borðalagða einkennishúfu lögreglu- valdsins. Þó að Eyrarbakki væri danskt verzlunarpláss, vék sunnlenzkan aldrei fótmál þar á flótta undan dönskuslettunum. Hins vegar varð staðurinn með einkennilegum hætti inngönguhlið alþjóðlegrar menningar til íslands, sérstaklega tónlistarinnar. „Húsið“ svokall- aða, Nielsen og Thorgrímsen-fjöl- skyldurnar voru miðstöð þeirrar menningarstarfsemi, sem þar hófst og dreifðist út um byggðina með harmonium-orgelum og nótnabók- um Stapfs frá Leipzig. Sjálfur hefur Ragnar sagt, að sú stund sérstaklega hefði orðið sér minnisstæð er hann heyrði f fyrsta skipti leikinn á orgel á Loftsstöðum hinn fræga annan kafla úr 7. sinfónfu Beethovens. Má ímynda sér hver áhrif það hefur haft á þennan unga dreng uppi á Islandi, þegar tónar hinnar voldugu heimsmenningar helltust yfir hann. egar hann var 16 ára fór hann suður til Reykjavíkur til náms í Verzlunarskólanum og lauk þaðan prófi 1922. Að því búnu réðist hann sem skrifstofumaður til smjörlfkisgerðarinnar Smára, sem Gfsli Guðmundsson gerla- fræðingur hafði stofnað. Batzt hann þá m.a. kynnum við þann mann, sem síðan hefur verið félagi hans, Þorvald Thoroddsen, er starfaði sem bókhaldari við fyrir- tækið. Nokkrum árum síðar gerð- ust þeir hluthafar í smjörlíkisgerð- inni og loks tóku þeir við fyrir- tækinu, sem mætti harðnandi sam- keppni með frægum auglýsingum um að „alltaf er hann beztur Blái- borðinn". Enn nokkrum árum sfð- ar stofnuðu þeir mikla sápugerð og ,fóru út í ýmiss konar iðnað, er varð fjárhagsleg stoð þeirrar menningarstarfsemi sem Ragnar sneri sér að í ríkari mæli. Loks fóru þeir út f prentverk og bóka- útgáfu og keyptu undir hana hús- ið Garðastræti 17, sem Geir Páls- son hafði byggt. Hús gömlu smjörlíkisgerðarinn- ar standa enn við Vegahúsastíginn, neðan Hverfisgötu en eru nú orð- in bækistöð bókaútgáfunnar Helgafells. Á þessum fyrstu starfsárum f Reykjavík kynntist Ragnar að sjálf sögðu fjölda ungra manna. Einn þeirra var Kiddi afgreiðslumaður hjá Silla og Valda, sem síðar stofrf- aði Kiddabúð og tókst einnig náið samstarf milli þeirra í ýmsum fjár- aflaplönum m.a. í húsabyggingum fyrir verzlunarstarfsemina o. fl. 'T'ónlistin átti þegar allan huga Ragnars. Hann kaus helzt að umgangast tónlistarmenn og þar var áhugi hans stöðugt vakandi. Þorvaldur félagi hans var af reyk- vískri tónlistarætt, Guðjohnsenun- um, bróðir Emils Thoroddsen, hins vinsæla tónskálds og pfanóleikaí'a. Og í afmælisgrein, sem Ragnar skrifaði fyrir nokkrum árum um Björn Jónsson, hljómlistarmann og kaupmann á Vesturgötunni minntist hann þess, að þegar hann var að keyra smjörlíki út í búðina til hans, hafi hann alltaf dokað við til að tala við hann um tónlist. Samstarf þeirra Björns hefur staðið æ síðan. • Það mun einnig hafa verið á þessum árum, sem þeir Ragnar og Þorvaldur fóru dálítið að flytja inn grammófóna, sem þá voru komnir til sögunnar. Alla tíð síðan hefur Ragnar verið óseðjandi „grammófónhít“. Þá strax fóru kunningjarnir að safnast heim til hans, þar sem hann bjó að Berg- staðastræti 3 til að hlusta á verk meistaranna af grammófón. Hann eignaðist allra manna stærst plötu safn og á krepputímanum, þegar ríkisútvarpið fékk ekki innflutn- ingsleyfi fyrir plötum, þótti sjálf- sagt, að Ragnar hlypi undir bagga og gerði hann þá mikið af því að lána útvarpinu plötur sínar. Ein- hvern tíma heyrði ég svo gaman- sögu um það, að Ragnar hefði nokkrum árum síðar viljað fá eina plötu lánaða hjá útvarpinu. En þá var honum svarað, að því mið- ur væri það prinsipp hjá útvarpinu, að lána aldrei út plötur. Veit ég þó ekki hvort þetta er satt. TTér í Reykjavík hafði verið starf andi frá 1925, svokölluð Hljómsveit Reykjavíkur. Þegar kom að Alþingishátíðinni 1930 var henni og fleiri tónlistarmönnum falið að annast margháttaða há- tíðatónleika. Til undirbúnings því var fenginn hingað austurrískur tónlistarmaður, dr. Franz Mixa, til að æfa hljómsveitina. Að hátíðinni Iokinni beittu hljómlistarmenn sér fyrir því, að stofna Tónlistarskólann og réðu Mixa og tvo aðra útlendinga til kennslu. En eftir eins árs starf, komust menn að því að fjárhags- grundvöll vantaði. Þá var eins og oft áður leitað til Ragnars í Smára um fjárframlag og varð það í þetta skipti, sem var þó hvorki i fyrsta né síðasta sinn til þess að starfsemi skólans var tryggð um skeið. Og árið 1-932 beitti Ragnar og nokkrir fleiri menn sér fyrir því að Tónlistarfélagið var stofnað skólanum til stuðnings. Voru stofn endurnir tólf, þessir menn: Ragnar Jónsson, Ólafur Þorgrfmsson. Haukur Gröndal, Hálfdán Eirfks- son, Stefán Kristinsson, Helgi Lár- usson, Kristján Sigurðsson, Sigurð leikara. Þó lærði Ragnar á harmo- nium austur á Eyrarbakka og hann var meðal fyrstu nemendanna í Tónlistarskólanum. Hann byrjaði einu sinni á því að fá sér selló, síðar fékk hann sér óbó, þegar það hljóðfæri vantaði, en eftir að hafa lært á það stutta stund, sagði hann: — Hér er ég búinn að skaffa óbóið, nú er að skaffa einhvern til að leika á það. Sama sagan endurtók sig svo með fagott. Fyrsta utanlandsferðin um 1936 var mikill viðburður i lífi Ragnars. Þá fór hann m.a. til Leipzig, Berlín og Moskvu. Hann varði auðvitað öllum stundum, sem hann gat á tónleikum, fór meðal annars í Bolshoi óg í Berlín lifði hann ó- gleymanlega stund, hlýddi í hljóm- leikasal á Furchtwangler leika 7. sinfóníuna í sínu fulla og stórkost- lega veldi. Jslenzk tónlist hefur síðar orðið mikið fyrirtæki og á bak við allar þær framkvæmdir má finna lífskraftinn frá Ragnari í Smára, Sinfóníuhljómsveitin, Fílharmóníu- kórinn, hið nýja glæsilega hús Tón- Iistarskólans. Allt eru þetta fyrst og fremst verk hans, þó enginn megi skilja þetta svo að fleiri hafi ekki lagt hönd á plóginn. I ára- tugi barðist hann fyrir því að Tón- listarhöll yrði reist í Reykjavík. Sú höll sem nú hefur risið, Háskólabíó er ekki verk hans, en feikilega hafði hann rutt brautina, — að þessu mikla og dýra húsi skyldi komið upp án þess, að ein niðurrifs eða gagnrýnisrödd heyrðist. — Mér finnst að ég hafi haft áhuga á listum frá því ég var smá hnokki, sagði Ragnar einu sinni og enn hefur hann sagt: — Listin er eina leiðin til að lyfta manneskjun- Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.