Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Föstudagur 7. febrúar 1964. — 32. tbl. Egill Símonarson skipaður ríkisbókari Fyrir nokkru var skipaður nýr ríkisbókari og er það Egill Símonar son, sem hefur lengi starfað hjá ríkisbókhaldi Og rík sendurskoðun. Egill Símonarson, ríkisbókari. Tekur hann við starfi af Magnúsi Bjömssyni, sem andaðist í vetur. EgiU er 48 ára gamall, fæddur i Vestmannaeyjum 31. okt. 1915. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936 og prófi í viðskiptafræði vis Há- skólann i janúar 1947. Auk þess er hann iöggiltur endurskoðandi. Hann starfaði fyrr í ríkisbók- haldinu 'm.a. samhliða námi sinu en síðan 1948 hefur hann verið fulltrúi í ríkisendurskoðuninni. Mólflufningur í fjúrsvikamáli 11. þm Máiflutningur i fjársvikamáli Sigurbjöms Eirikssonar fer fram í sakadómi Reykjavíkur i byrjun næstu viku, eða nánar tiltekið þriðjudaginn 11. þ. m. Fljótlega eftir að málflutning ur hefur farið fram, mun dómur verða kveðinn upp, en það er Halldór Þorbjörnsson sakadóm- ari sem mun dæma I málinu. Húsið í Bankastræti, sem Verzl unarbankinn hefur nú keypt. ir og opinberír starfsmenn fengu Kjaradómur verzlun- armanna kvað upp dóm sinn í gærkvöldi. Varð niðurstaða hans sú, að verzlunarfólk fær svip- aðar hækkanir og opin- berir starfsmenn fengu á s.l. sumri. Með þessum dómi kemst á fastari flokkaskipting og eru nú teknir upp í fyrsta skipti í samn ingana ýmsir starfshópar, svo sem símastúlkur, innheimtu- menn, sendibílstjórar og fólk við bókhaldsvélar. Þá verða ýmsar aðrar breyt- ingar og má helzt telja þessar: Vinnuvika hjá afgreiðslufólki styttist úr 48 stundum í 46 stundir. Orlofstfmi er sá sami og áður, þó þannig, að orlof verður 21 virkur dagur eftir fimm ár, en varð það áður eftir 10 ára starf og verður 24 dagar eftir tfu ára starf, en áður eftir 15 ára starf. Kaffitími í verzlunum verður nú 40 mfnútur, en var 30 mfn- útur áður. Þá þurfa menn ekki að vinna nema 10 mínútur við frágang eftir lokunartíma án greiðslu, en þurftu áður að vinna hálf- tíma að því. Enn verður veruleg hagræð- ing varðandi veikindadaga. Úrlausn kjaradóms skal gilda frá 1. október 1963 til 31. des- ember 1965. Verði almennar og verulegar kauphækkanir á þessu tímabili án þess að upp- bætur verði greiddar skv. vfsi- tölu eða á annan hátt, skulu kaupgjaldsákvæðin endurskoð- uð. Blaðið hafði í morgun tal af Sverri Hermannssyni formanni Landssambands Verzlunar- manna. Hann kvaðst ófús að ræða málið, þar sem hann hefði verið einn þeirra, er sat dóminn. Þó lét hann þess getið, að verzlunarfólk mætti vel una við þessar niðurstöður. Ég tel það augljóst, að sú leið að velja kjaradóm hafi bjargað málefn- um verzlunarfólks miðað við það ástand sem ríkti í verkfall- inu. Er það sannfæring mín, að þeim kauphækkunum og kjara- bótum, sem verzlunarfólk hef- ur nú náð, hefði verið allsendis útilokað að ná með frjálsum samningum í desember s.l. Mikill vélstjóraskortur ríkjandi Vélskólinn þó nðeins hólfsetinn Mikill vélstjóraskortur er nú ríkjandi hér á landi. Aðeins 18 nemendur hófu nám f 1. bekk Vélskólans í haust, en í vor út- skrifuðust alls 24 vélstjórar. — Vélstjóraskorturinn hefur vaxið með hverju árinu, og horfir til hreinna vandræða, ef ekki verð- ur breyting á innan tíðar. Um s.l. áramót voru fullgildir með- Iimir Vélstjóraféiags íslands 593, har af voru aðeins 253 á skipum. Núna er meirihluti vél- stjóranna á togaraflotanum með undanþágur, og á nokkrum tog- urum er enginn vélstjóri með full réttindi. Vélskólinn er aðeins hálfset- inn, þar er rúm fyrir alls 120 nemendur, en nú eru aðeins 60 nemendur í skólanum. Aðsókn hefur yfirleitt farið minnkandi að undanförnu. í fyrravor út- skrifuðust alls 16 vélstjórar, f ár verða þeir nokkru fleiri, eða 24, en í skólann innrituðust í haust 18 nemendur. Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskóians, sagði að vélstjóra- skorturinn færi versnandi með hverju árinu. Fyrir t. d. 10 ár- um voru margir vélstjórar á bið- lista hjá Eimskip, en flestir vél- stjórar hafa sótt til stærri skipa félaganna, en í dag vántaði yfir- leitt öll stærri skipafélögin vél- stjóra. Strax á vorin er bókstaf- lega beðið eftir því að prófum Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.