Vísir - 08.02.1964, Síða 3
3
V í SIR . Laugardagur 8. febrúar 1964.
SL’RTSCY STÆKKAR ST0BU6T
Surtamir em nú orðnir þrir
talsins og sá elzti latur orðinn
og væmkær. Hins vegar eru
báðir nýju gígarnir þeim mun
kraftmeiri og gjósa hvor f kapp
við annan. Gosin em þó ólík
mjög, þvf annað er ljósleitt
gufugos, en hitt er raunveru-
legt eldgos, tíguiegt og mikil-
úðlegt á að horfa, ekki sízt eft-
ir að rökkva tekur, því þá
greinist eldsúlan mjög vel.
Þetta er f heild hið skrautleg-
asta eldgos og þó stórbrotið.
Dr. Sigurður Þórarinsson, sem
tók þessa mynd, telur sig sjald-
an eða ekki hafa séð öllu feg-
urra eldgos, þótt ekki jafnist
það að mikilúðleik við hin
mestu gos, eins og t. d. Heklu-
gosið síðasta.
Augsýniiegt er að mikil um-
brot em undir sjónum á all-
stóru svæði umhverfis Surtsey,
því gufugosa hefur orðið vart
beggja vegna við hana, annars
þeirra fyrir áramót hins í þess-
ari vilui, enda þótt eyjar
hafi ekki skotið upp kollinum,
a. m. k, ekki enn sem komið er.
Vegna þess að Surtur gýs nú
fastara efni en verið hefur til
þessa, eru menn teknir að eygja
von um að Surtsey kunni að
vara og verði hinn syðsti út-
vörður Vestmannaeyja. Síðast
þegar Surtsey var mæld var
hún orðin 174 metra há og um
1200 metra löng og hefur til
þessa ekki orðið jafnstór. Á
tímabili var sjór tekinn að
ganga á hana og hafði hún þá
bæði minnkað að ummáli og
Iækkað.
„Tollvörugeymslan breytir
verilunarhóttum ykkar/#
— segir forstjóri BRIDGESTONE i Hamborg
„Ég er mjög hrifinn af öllu,
sem fyrir augu hefur borið í
dvöl minni hér í Reykjavík,“
sagði japanski forstjórinn Wat-
anabe, sem rekur Hamborgar-
útibú Hippon Trading Co., en
það selur Bridgestone-hjólbarð-
ana þar í landi, en hann fór
utan í gærmorgun.
„Allt, sem ég hef séð hér,
finnst mér benda til góðs efna-
hags hjá ykkur, fólkið er hraust-
legt og húsin ykkar falieg. Ann-
ars varð ég undrandi á, hve
veðrabrigðin eru mikil. Þegar ég
kom var allt á kafi í snjó, en
núna þegar ég fer, er allur snjór
horfinn."
Bridgestone og Rolf Johansen,
umboðsmaður Bridgestone héldu
í fyrradag síðdegisboð i Þjóðl.-
kjallaranum í tilefni af því að
Bridgestone hefur tekið í notk-
un geymslur sínar í Tollvöru-
geymslunni. Er það 200 ferm.
Watanabe, japanski forstjórinn, flytur ávarp sitt f móttöku Rolf Johansen,
að stærð og hefur enginn aðili
stærri geymslu. Gerir þetta
fært að stytta afgreiðslufrest-
inn úr 3 mánuðum í 3 daga.
Sagðist Watanabe mjög hrifinn
af Tollvörugeymslunni og lét í
ljós það álit sitt, að hún ætti
eftir að breyta verzlunarháttum
hér mjög tii batnaðar.