Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 7
r / r \ V í SIR . Laugardagur 8. febrúar 1964. Hlj óms v eitar þankar Við komumst illa fram hjá þeirri staðreynd, að hljóðfæraleik arinn hver sem hann er, ræður úrslitum um sköpun nýrrar tón- smíðar. Tónverk sem liggur ó- snert í skrifborðsskúffu höfund- arins til eilífðarnóns, hefur í raun inni aldrei orðið til, hvað sem partitúrinn var „nosturslega unn- inn og vel frá genginn“ o. s. frv. Nú er það staðreynd, að atvinnu- spilarinn, góður eða lakari, hefur oftast vegna þjóðfélagsaðstæðna (kröfu um repertoir almenns eðlis) tiihneigingu . til íhaldssemi, og gildir jafnt um hvort hann á sæti í New York Phiiharmonic, Wiener Philharmoniker eða Sinfóníuhljóm sveit Islands. Slík íhaldssemi þarf alls ekki að sneiðast að raunveru- legu innihaldi sjálfs tónverksins, gerir það í rauninni sjaldan, því hljóðfæraleikarinn hefur yfirleitt ekki tíma eða tækifæri til að leggja þar á mat að nokkru ráði. Það er ytra form og tækni- brögð, sem fyrst og fremst verða honum að ásteytingssteini, og oft svo, að flutningur verks verður aðeins hálfköruð mynd þess sem tónskáldið dreymdi um, og þótt- ist hafa gert fullkomna grein fyrir í handriti sínu. En það gildir eitt um tónskáldið, sem hefur eytt mánuðum ef ekki árum með verki sínu, annað um hljóðfæraleikar- ann sem verður að brjótast í gegn um og læra flóknar tæknivend- ingar af misjafnri lengd, á oftast fáum klukkustundum, eða þeim vinnutíma sem viðkomandi stofn- un þóknast að greiða fyrir. Fri- tímamr Skann sumsé og auðvitað sjálftrr, eins og annað fólk! Það sem £ frumhandritinu virtist vera saklaust frávik frá reglubundnu hljóðfalli, verður að polyrythm- isku skrímsli þegar á nótnapúltið er komið, og erkióvinurinn, tíma- vörðurinn, rekur á eftir jöfnum ágengum skrefum, svo vesalings fórnardýrið fær varla ráðrúm til að virða fyrir sér vandamálið, hvað þá ráðast á það með veru- legu sjálfstrausti. Auðvitað eru margir hljóðfæra- leikarar innan hverrar hljómsveit- ar, sem eru boðnir og búnir að fórna frítíma sínum fyrir heimaæf ingar og rannsóknir á nýju tón- verki. Það eru meira að segja ófáir hljómsveitarmenn sem gera sér að reglu að fara yfir rödd sína í Brahms eða Beethoven- symfóníu utan skylduæfinga, jafnt þótt þeir taki þátt í flutningi hennar í fyrsta eða fimmtugasta sinn. En þeir heyra til undantekn inga, og venjulegur spilari ætlast til . . . og með réttu . . , að hann fái aðeins £ hendur músík sem hann geti gert viðhlítandi skil á skornum æfingatíma hljómsveitar innar. Það hefur reyndar aldrei eitt mesta ævintýri sem hljóm- sveitin hefur lagt út £ til þessa, að ræða. Ekki aðeins af þvi að þar var um frumflutning á sér- deilis erfiðu verki að ræða, heldur að öll verkin á efnisskránni voru flutt f fyrsta sinn hér á landi, og þrjú þeirra . . . Symfónfa Weberns, Composition SchuIIers og Sinfónfa undirritaðs, af því tagi sem ekki getur talizt daglegt brauð eins eða neins hér á Iandi. Það gengur því kraffaverki næst, að einu þessara verka, voru gerð betri skil en mörg eru dæmi er- lendis, í það minnsta minnist und irritaður ekki að hafa heyrt það betur flutt annars staðar. Þetta var Symfónían litla eftir Anton / 7 Gunther Schuller hljómsveitarstjóri. Dorian Kvintett verið til sá hljóðfæraleikari að viti, sem ekki hefur iðkað músík og æfingar utan vinnutímans. Til að halda við lífrænni músikgleði, þarf hljómsveitarmaðurinn að vera í einhverjum tengslum við kammermúsík, og æfingar til við halds fingra og blásturstækni, eru alltaf óumflýjanlegar. En verkum konsertsins þarf að vera hægt að gera skil á sjálfum hljómsveitar- pallinum, að miklu eða öllu leyti. Góður leiðbeinandi eða hljómsveit arstjóri getur hér unnið krafta- verk. Tónskáldið getur hjálpað verulega til, með að setja hugsan- ir sínar á blað með sem greini- legustum hætti. Til dæmis eru stutt nótnagildi í hægum kafla, margfalt hættulegri en löng í hröðum, þó endanlegúr hljómur geti f mörgum tilfellum orðið sá sami. Um þetta getur undirritaður borið glöggt vitni, þvf hann hefur brennt sig á því oftar en einu sinni, og nú síðast þegar Sinfónfu hljómsveit íslands flutti nýjasta verk hans. Þar var reyndar um Webern, sem þrátt fyrir að teljast eins konar nútíma „klassik", verð- ur oftar fyrir misþyrmingum og stirðbusahætti en löggjafinn ætti að leyfa. Ríkisútvarpið gæti gert samanburð á upptökunni frá þess um hljómleikum og útgáfu Roberts Crafts, sem það á líka þó það kannski viti það ekki, og séð að í fyrra fallinu er, þrátt fyrir ótal feilnótur, um rfka tján ingu á raunverulegri músík að ræða. í því seinna er reyndar allt á réttum stað, en stirt og lífvana. Skiljanlega veldur sá reginmunur sem er á Schuller og Craft sem hljómsveitarstjórum miklu um, En þrátt fyrir allt held ég að vilji og áhugi okkar manna hafi ráðið úrslitum. Sú harðýðgislega mammonslykt sem er af starfsemi hinna stærri hljómsveita erlendis, hefur fælt frá þeim marga afburða hljóðfæra Ieikara. Ýmsir þeirra hafa fundið sér heppilegri leiðir f kammermús ík, og eru þær ótaldar kammer- músiksveitirnar sem stofnaðar hafa verið í t. d. Bandaríkjunum á síðustu árum. Á meðal blásara sem starfa algjörlega utan hljóm- sveita, má nefna hina frægu „New York brass quintet", New York woodwind quintet og the Dorian ' quintet sem einnig er frá New York, og hefur getið sér afburða gott orð bæði austan og vestan hafs. Sá síðasti er nú hér á ferð, í náinni samvinnu við Musica Nova, og mun leika býsna nýstár- lega efnisskrá í Súlnasal Sögu, n. k. mánudagskvöld. Þetta er tré- blásturskvintett, skipaður flautu, obo, klarinett, horni og fagott, og þó aðalverksmið þeirra sé nú um hrfð að kynna helztu kammerverk samlanda sinna, þá ráða þeir yfir óvenju vfðfeðmri efnisskrá. Á hljómleikunum f Súlnasalnum munu þeir leika verk eftir Sch- uller, Elliott Carter, Wolfgang Fortner Ingolf Dahl, Bo Nilsson og Villa Lobos, en í verkum þess- ara manna, þó ólík séu, má segja að séu sýnishorn af því markverð- asta sem átt hefur sér stað um stílþróun í músík, síðan um alda- mótin 1900. Getur sú staðreynd að sínu leyti hljómleikunum veru legt gildi. Leifur Þórarinsson. HÚSVlKINGAR VILJA EKKISLEPPA BORNUM Bæjarstiórnin á sföðugum fundum Fréttaritari Vísis á Húsavík sagði blaðinu nýlega, að áreiðanlega myndi enginn Húsvíking ur vera samþykkur því, að stóri Norðurlandsbor inn yrði fluttur þaðan að svo stöddu til borana í Vestmannaeyjum. Ekki vegna þess' að Húsvík- ingar gætu ekki unnt Vest- mannaeyingum alls góðs, held- ur vegna þess að þeir litu svo á, að brotinn væri á þeim gerð- Húsavík þó gera ráð fyrir að hætt yrði við að flytja borinn suður, það væri búið að taka hann ofan og myndi hann verða fluttur með vitaskipinu Árvakri. Svo hefði Ásgeir Jónsson verk- fræðingúr að minnsta kosti, en hann kom norður um helgina á vegum Jarðboranadeildar rfk- isins ,og verkstjórinn á bornum hefði staðfest þetta. En fréttarit arinn bætti því við, að Húsvík- ingum þætti þó sem framinn væri á þeim óréttur með þessari ákvörðun. ur samningur. Það kom fram af ályktun, sem bæjarstjórnin á Húsavík gerði nýlega, að hún taldi að samningur segði til um það, að bora ætti a. m. k. tvær holur með bornum á Húsavík, 1 en ekki hefir verið boruð nema j ein til þessa. Bæjarstjórn Húsa- ( víkur hefur haldið nokkra fundi í sambandi við þetta mál. Ekki kvaðst fréttaritarinn á Húsnæði óskast fyrir verzlun og verkstæði. Bókhalds- og skrifstofuvél Sími 23843.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.