Vísir - 08.02.1964, Síða 8

Vísir - 08.02.1964, Síða 8
8 V1SIR . Laugardagur 8. febrúar 1964. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schr'am. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði I lausasöiu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Áhrif stjórnarandstöðunnar XJLÖÐ stjórnarandstöðunnar hafa haldið mjög fram þeirri kenningu, að þróun, landsmálanna sé að öllu leyti komin undir stefnu þeirrar ríkisstjómar, sem fer með völd á hverjum tíma. Ekki er nú þessi kenning að öllu leyti hagstæð núverandi stjómar- andstöðu, ef reiknað er með að fólk muni gang þjóðmálanna nokkur ár aftur í tímann. Forustumenn vinstri stjórnarinnar frægu héldu því a. m. k. óspart fram, að afstaða stjórnarandstöðunnar hefði valdið miklu um þróun mála þá. Fall þeirrar óheillastjórnar var t. d. m. a. kennt Sjálfstæðisflokknum fyrir það, að hann hefði stutt kröfur iðnverkafólks um lítilfjör- lega kauphækkun, miðað við þau ósköp, sem núver- andi stjórnarandstaða hefur haft forgöngu um. En eru nú stjórnarandstæðingar að öðru leyti sjálf- um sér samkvæmir í þessum áróðri? Við skulum at- huga orð Eysteins Jónssonar í áramótahugleiðingu hans í Tímanum, núna síðast. Hann segir þar, í sam- bandi við átökin á Alþingi um tveggja mánaða frest- inn, sem ríkisstjórnin óskaði eftir til þess að ráða fram úr kaupgjaldsmálunum: „Við þessar sviptingar kom ýmislegt ánægjulegt í ljós. Öflug og málefnaleg barátta minnihluta á Alþingi, getur ekki aðeins veitt aðhald og mótað margt hjá stjórninni smátt og smátt á langri leið. Um það höfðu menn glögga vitneskju og reynslu áður. En nú sáu menn, að slík barátta gat borið skjótan árangur í örlagamáli . . .“ Og hann bætir við litlu síðar: „Sumir sáu Alþingi nær því í nýju ljósi við þessa atburði“.! Svona hreykinn er Eysteinn af því skemmdar- verki, sem stjórnarandstöðunni tókst að vinna í þetta sinn. — En svo lætur hann blað sitt halda því fram næstu daga, að minnihlutinn sé gersamlega áhrifalaus á gang málanna og ríkisstjórnin beri ein ábyrgð á öllu, sem skeður í stjórnmálum. ^ Núverandi ríkisstjórn fékk að sönnu í síðustu kosn- ingum meiri sigur en dæmi eru til áður um nokkra aðra. Eigi að síður er meirihluti hennar ekki svo mikill, að andstaðan sé áhrifalaus, og slíks er heldur varla dæmi í nokkru lýðræðisþjóðfélagi. Óábyrg stjómar- andstaða getur því unnið mikil og margvísleg skemmd- arverk, eins og dæmin sanna hér á íslandi síðustu ár- in. Engum heilvita manni ætti að blandast hugur um það, að stefna ríkisstjórnarinnar í launamálunum var sú rétta. Það sem mest reið á, var að bæta kjör hinna lægst launuðu, án þess að veita nýjum verðhækkun um út í efnahagskerfið. Þetta mátti takast að mestu leyti, ef samstaða hefði náðst um þá lausn, sem stjórn- in vildi. Mótspyrna stjórnarandstöðunnar var eingöngu pólitísk og í fullu ósamræmi við afstöðu Framsóknar- flokksins, þegar hann hefur verið í ríkisstjórn. Komm- únistar létu sig einnig hafa það, að lögbinda kaupið, begar þeir fóru í vinstri stjórnina, enda ekki óþekkt þar sem þeir ráða í öðrum löndum. — Hvað er þá hægt að kalla þetta annað en óábyrga stjómarandstöðu? Þaimig prýddu nazistamir inngangshlið Auschwitz fangabúðanna með skrúðorðunum: Arbeit macht frei eða Vinnan mun gera yður frjáisa. jyjenn hafa nokkrum sinnum veitt athygli á síðustu árum fregnum frá Þýzkalandi þess efn- is, að nýir og nýir stríðs- Frankfurt am Main réttarhöld yfir 22 stríðsglæpamönnum frá Auschwitz. Við þessi víðtæku réttarhöld er enn verið að opin- bera þau hræðilegu glæpastörf, sem nazistar unnu á stríðsár- unum. Má segja að þetta sé eldur í bækistöð lögreglunnar í borginni. Þá kastaði slökkviliðið hlaða af brennandi skjölum út úr húsinu. Þar var þá staddur maður nokkur að nafni Emil Vulkan, sem hafði nýlega losn- að úr fangabúðum kommúnista. glæpamenn hafi verið að finnast. Þetta em gamlir Gestapo-menn og SS- menn, sem frömdu sví- virðilega glæpi á stríðs- árunum, einkum í fanga- búðunum, þar sem þeir unnu að fjöldaaftökum, pynduðu fólk og sendu það í gasklefana. Einna mesta athygli vakti það fyrir um þremur árum þegar Richard Baer einn yfirmaður Auschwitz-fangabúðanna í Pól- landi fannst. Þessi stórglæpa- maður fyafði þá falizt allan tímann frá stríðslokum í Þýzka landi, hann hafði starfað undir fölsku nafni sem viðarhöggsmað ur í Saxlandi. Þar kom lögregl- an að honum, þar sem hann var að höggva tré, og tók hann fast- an. Meðan rannsókn málsins stóð yfir, var honum haldið í gæzluvarðhaldi,, en hann and- aðist í því s. 1. sumar. Réttarhöld í Frankfurt Fregnir hafa borizt um það, að ýmsir fleiri Auschwitz-yfir- menn hafi fundizt og verið gripn ir og nú er það orðið ljóst, að búið er að safna saman nokkr- lim helztu glæpamönnunum, sem gerðu Auschwitz að ill- ræmdum kvalastað á stríðsárun- um. Fyrir nokkru hófust svo í þriðja stigið I striðsréttarhöld- unum. Strax að styrjöld lokinni voru nokkrir æðstu forsprakkar nazista dregnir fyrir dóm í Niirn berg og sumir þeirra dæmdir til dauða. Segja má, að annað stig þessara réttarhalda hafi farið fram austur í ísrael, réttarhöld- in yfir Eichmann, sem hafði ver ið æðsti yfirmaður þessarar glæpastarfsemi, en hafði þó að- eins setið á sinni skrifstofu og gefið fyrirskipanir um að fram- kvæma glæpina. Nú er komið að þriðja þættin- um, hér hefur verið safnað sam an í dómssalnum í Frankfurt nokkrum þeirra, sem fram- kvæmdu fyrirskipanirnar. Er hætt við því, að þessi réttarhöld verði hroðalegust af þeim öll- um, þvi að hér er komið að framkvæmdinni, hér gefa ótal vitni nákvæmar lýsingar á tryllingslegustu glæpastarfsemi veraldarsögunnar. En hvernig stendur á því, að verið er að rifja þetta upp núna, tuttugu árum eftir að glæpirnir voru framdir. Til þess liggja margar ástæður, m. a. sú á- stæða, að nægjanlegar upplýs- ingar voru ekki fyrir hendi um atburðina austur í Auschwitz. ÖIl skjöl höfðu verið eyðilögð, þegar rússneski herinn sótti fram yfir Pólland. Leyniskjöl koma í ljós Þann 8. maí 1945, skömmu eftir að Rússar höfðu tekið borg ina Breslau í Slesiu, kom upp Hann tók þar nokkurn hlaða af óbrunnum skjölum og fór með þau heim til sín. Þrettán árum slðar, eða 1958, fór Emil á fund kunns blaða- manns í Frankfurt, Thomas Gnielka og afhenti honum skjöl in. Blaðamaðurinn afhenti þau síðan saksóknara ríkisins. • Það kom í ljós, að þessi skjöl höfðu inni að halda þýðingar- miklar upplýsingar um starfs- skipun og verkefni I útrýming-' arstöðinni 1 Auschwitz. Hófst nú víðtæk rannsókn í málinu, var jafnframt skjölunum safnað upp lýsingum frá vottum, sem höfðu lifað af dvölina í fangabúðun- um. Leiddu upplýsingarnar smám saman til þess að glæpa- menn, sem farið höfðu huldu höfði, fundust. Sá áhugi, sem vaknaði á þessum málum við Eichmann-réttarhöldin varð og mjög til þess að beina almenn- ingsálitinu gegn þessari glæpa- starfsemi og stuðlaði það að því að koma upp um felustaði sumra. Það hefur svo orðið úr, að saksðkn er ákveðin gegn 22 mönnum, sem voru fremstir í ofbeldisverkum 1 Auschwitz, en einn þeirra liggur sjúkur. Er tek ið fram, að sakir þess hve lang ur tími er liðinn frá þessum atburðum, sé ekki hreyft við minni brotum, eins og það þó varðmaður i skotturni hafi skot ið á fanga, sem voru að strjúka. Réttarhöíd hafin yfir fanga- vörðunum í AUSCHWITZ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.