Vísir - 08.02.1964, Qupperneq 13
V1 SI R . Laugardagur 8. febniar 1964.
*
ÞEIR FRAMKVÆMDU -
Framh. af bls. 8
ir fanga voru geymdar. Með-
ferðin á þessu fóiki var hroða-
leg, það var pyndað og ofsótt,
sumir hýddir svo þeir flöktu
í sárum. Við komu fangalest-
anna var farið í gegnum far-
angur fanganna og öllum verð-
mætum stolið. Var þar um
milljónaverðmæti að ræða.
Þá skal vikið nokkuð að á-
kæruatriðum gegn SS-mönnun-
um, sem nú eru fyrir rétti í
Frankfurt. Hér situr á ákæru-
bekknum Gerhard Neubert,
sem stjórnaði sjúkraskálum í
Monowitz-búðunum, sem voru
eins konar hjáleiga frá Ausch-
ana og segja til um, hvort þeir
væru starfhæfir. En SS-foringj-
arnir hafa oftsinnis tekið þetta
verk að sér og stundum hefur
þeim ekki komið saman við
læknana um valið.
Enn einn hinna ákærðu dr.
Schats, sem var tannlæknir að
menntun hefur afsakað sig við
réttarhöldin með því að þeir
hafi aðeins verið að hlýða fyr-
irskipunum. Þeir hafi ekki með
nokkru móti getað risið upp
gegn æðri fyrirmælum um að
svo og svo marga skyldi taka
af lífi. Sjálfur segist hann þó
aldrei hafa tekið þátt í að velja
menn til dauða, aðeins horft á.
witz. Það kemur m. a. fram í
skjölunum, að hann hafi tekið
við 25 dollara mútum frá ein-
um fanganum. Það brot skiptir
þó litlu máli móti þeirri ákæru,
að hann hafi farið í gegnum
sjúkraskálana með vissu milli-
bili og valið úr þá. sjúklinga,
sem skyldu leiddir í gasklefana:
Mörg vitni bera, að fjórir
hinna ákærðu Stark, Boger,
Broad og Dylewski hafi stöðugt
unnið að því að rýma fanga-
skála, sem þeir stjórnuðu. Þeir
sem teknir voru þarna voru
ekki allir leiddir til gasklefanna,
symir voru Ieiddir að hinum
svokallaða „Svarta vegg“. Við
' hann æfðu hinir ákærðu sig við
að skjóta fangana í hnakkann.
Hinn ákærði Stark hafði þó
eftir á einhvers konar eftir-
þanka eftir slík verk. Eftir
hverja aftöku lét hann fanga,
er starfaði sem þjónn hans
koma með vatn, svo hann gæti
þvegið hendur sínar.
Annar ákærði Oswald Kaduk
virðist hins vegar ekki hafa
þjáðst af samvizkubiti. Hann
sat á stól á stéttinni og fang-
arnir voru látnir ganga fyrir
hann. Hann hafði staf í hend-
inni og með honum benti hann
á þá fanga sem flytja skyldi í
gasklefana.
Líflát með sprautum
Þannig heldur ákæruskjalið
áfram: Fjórir eru sakaðir um
annars konar brot. Þeir heita
Klehr, Scherpe, Nierswicki og
Hantl. Þeir eru sakaðir um að
hafa líflátið fanga með því að
sprauta Fenoli inn I hjarta
þeirra. Meðal þeirra, sem þeir
myrtu þannig voru börn.
Einn þeirra, Scherpe, gafst
þó upp á þessu um tíma og lýs-
ir hann því að búið hafi verið
að flytja 60 pólska unglinga til
þeirra og átti að lífjáta þá með
Fenol-sprautum. En áður en
verkið var framkvæmt æptu
unglingarnir svo ámátlega í
klefanum, að það gekk til hjarta
illmennisins. Þá gafst ég upp,
segir bann. Eftir nokkra daga
hafði hann þó náð sér eftir
þetta og hélt starfanum áfram.
Enn einn hinna ákærðu Franz
Hofmann viðurkennir, að flestir
foringjarnir í Auschwitz hafi
tekið þátt í að velja fanga til
aftöku. Sjálfur færir hann sér
það til málsbóta, að hann hafi
nokkrum sinnum tekið frá
fanga, sem búið var að velja
til dauða og krafizt þess, að þeir
fengju að lifa þar sem þeir
væru starfhæfir. Aftur á raóti
bera vitni að annar hinna á-
kærðu Dr. Willi Frank hafi hins
vegar oftsinnis tekið úr fanga,
sem búið var að velja til Iífs og
lýst því yfir að þeir væru ó-
starfhæfir og skyldu því fara
í gasklefana. Kemur fram af
þessu, að það átti að vera
hlutverk. læl^np að skoða fang-
Hcimilislæknirinn
Meðal hinna ákærðu er Iyfja-
fræðingurinn 1 Auschwits, dr.
Capesius. Hann var frá Rúm-
eníu en af þýzkum ættum. Hafði
hann stundað lækningar í Rúm-
eníu fyrir stríð og kom það
fyrir að gamlir sjúklingar hans
voru í fangaröðinni, sem gekk
fyrir hann. Átti hann að fram-
kvæma úrval.
Vitnið Josef Gluck skýrir
frá þvf, að hann hafi verið í
hópi rúmenskra Gyðinga, sem
fluttir voru til Auschwits 11.
júní 1944. Þar varð hann að
þola það, að fjölskyldu hans
var stfað í sundur, sjálfur fékk
hann að lifa en kona hans og
börn voru send f gasklefana.
Hann segist hafa orðið forviða,
þegar hann sá hver sat á pall-
inum og framkvæmdi valið. Það
var enginn annar en gamall
heimilislæknir hans dr. Cape-
sius.
Hækkaði fljótt í tign
Réttur er settur og tekið
fyrir mál Robert Mulkas. Hann
var næstæðsti stjórnandi allra
Auschwits-fangabúðanna. Og
eftir styrjöldina komst hann
einnig lengst áfram allra þess-
ara sakborninga, þar sem hann
hafði sett á fót stóra útflutn-
ingsverzlun í Hamborg.
Hann stendur upp og segir:
— Ég hafði ekki hugmynd um,
hvað Auschwits var, þegar ég
var sendur þangað. Það var
ekki fyrr en ég kom þangað f
janúar 1942, sem ég fékk að
vita að þetta væru fangabúðir.
Ég vissi ekki hvað beið mfn,
en strax og mér var það ljóst,
óskaði ég þess að vera sendur
á annan stað og síðar bar ég
fram ítrekgðar óskir um það,
en því var ekki sinnt.
— En þér genguð sjálfviljug-
ur f SS-sveitirnar?
— Já, mig hafði langað til
þess að verða liðsforingi f
þýzka hernum, en þegar ég fékk
það ekki sótti ég um inngöngu
f SS-sveitir Himmlers.
Hann leggur áherzlu á það,
að hann hafi allan tfmann ver-
ið gegn vilja sínum í Ausch-
wits og loksins hafi honum árið
1943 verið vikið úr starfi og
fangelsaður fyrir að tala niðr-
andi um einn forustumann naz-
ista. En í ákæruskjalinu segir,
að ferill hans og skjót hækkun
í tign beri þess vitni að hann
hafi unnið verk sín röggsam-
lega. En það var sérstakt hlut-
verk hans, að útbúa og stjórna
gasklefunum miklu.
Trampaði fanga í hel
Næstur er -v.yfirheyrður Os-
wald Kaduk. Hann er spurður
af hverju hann hafi sótt um
inngöngu í SS. — Það var
ekki af pólitískum ástæðum,
segir hann. Allir' félagarnir í
aífawaaEwaiHBig’ ———
skák-klúbbnum og vfðar voru
í SS.
Þetta var 1940 og eftir eitt
ár var hann hækkaður í tign og
sendur til Auschwits. Ég var
færður til, það var skipun, sem
ég varð að hlýða. Síðan verður
Kaduk tvísaga, pegir fyrst að
hann hafi gert allt sem hann
hafi getað til þess að verða ekki
sendur til Auschwits, síðan
segist hann ekki hafa haft hug-
mynd um, hvað Auschwits var.
— Hvert var hlutverk yðar
í Auschwits? - Að halda uppi
kyrrð, aga og hreinlæti og ann-
ast bréfaskriftir. — Nokkuð
fleira? er hann spurður. — Já,
koma f veg fyrir skemmdarverk
og mótspyrnu.
Ákæran gegn þessum sak-
borningi er hræðileg. Hann er
sakaður um að hafa trampað
Gyðingadreng í hel, vegna þess,
að hann hafði sofið yfir sig.
Hann er sakaður um að hafa
skipað fanga að standa kyrr í
heilan dag og þegar fanginn
gafst loksins upp, kastaði hann
honum á rafmagnsgaddavírinn.
Þegar verið var að hengja
fanga, slitnaði snaran. Kaduk
brást þá við ofsaleiður, hýddi
fangann og lét sfðan hengja
hann með nýrri snöru. Hann er
sakaður um að hafa í ölæði
drepið faga með þeim hætti, að
hann Iagði göngustaf á barka
hans og stóð síðan á stafnum
unz fanginn var látinn.
Það eina sem Kaduk sér á-
stæðu til að afsaka f þessu, er
að hann hafi verið drukkinn.
En var nokkur furða þótt mað-
ur drykki með þessi ósköp
fyrir augunum. Ég h§f :.a${ei.
drukkið eins mikið og Ausch-
wits. Síðan bætir hann við:
— Já, ég veit, að ég var harður
f horn að taka. Ég hef líka oft
talað um það við kunningja
mína, að fangabúðirnar hafi ver-
ið smánarblettur.
Bogerstaurar
Þá er tekið til við að yfir-
heyra Wilhelm Boger, sem ef
til vill var enn harðari og misk-
unnarlausari en flestir hinna.
Hjá honum virðist litla eftirsjá
að finna. Hann var á sfnum
tíma alræmdur fantur í fanga-
búðunum. Eftir strfðið fékk
hann starf sem skrifstofumaður
hjá Heinkel-firmanu í WUrttem-
berg. Hann er ákærður um að
hafa skotið pólsk hjón og þrjú
börn þeirra, sparkað pólskan
herforingja í hel og skotið a. m.
k. 100 manns f hnakkann. 1
Auschwits voru hýðingarstaurar
almennt kallaðir Boger-staurar
og sýnir það nokkuð að hverju
hann starfaði. Vitni ber að
Boger hafi svalað kvalaþorsta
sínum eitt sinn með þvf að
berja fanga 150 svipuhögg. Dag-
inn eftir lézt fanginn.
Hvaða skýringu gefur Boger
á þessu? — Hann segir: Ég
sá um þá deild fangabúðanna,
sem sá um refsingar fyrir ýmis
brot í fangabúðunum, m. a.
fyrir strok. Ég viðurkenni að
viðurlögin voru hörð. En síðan
bætir hann við með velþóknun
eins og hann sé að gorta af
sjálfum sér? — Meðan ég starf-
aði í Auschwits voru flóttatil-
raunir fanga þar færri en í
nokkrum öðrum fangabúðum.
Þannig verða hinir ákærðu
hver eftir annan að gera grein
fyrir máli sínu. Þrátt fyrir allt
fara réttarhöldin fram með
virðuleikablæ, hinir ákærðu fá
nægan tíma til að tala og þeir
eru ávarpaðir, „Herr“ líkast því
Bolludagurinn er á
mánudaginn
CMA8 11»;
úrvolsvorar
0. JOHNSON & KAABER 7r
I
sem þetta séu virðulegir heið-
ursmenn.
Litu á fangana sem dýr
Þeir sitja þarna 22 á ákæru-
bekknum í Frankfurt, sá 23.
liggur sjúkur af berklum. En
ákærandinn vildi gjarnan ná í
fleiri slika herra, sem hafa
komizt undan. Þeirra á meðal
er yfirlæknirinn í Auschwits,
Josef Mengele, en talið er að
hann hafi komizt undan og búi
nú f Suður-Ameríku, sennilega
I Chile. Hefur 20 þúsund mörk-
um verið heitið hverjum þeim
sem getur gefið upplýsingar um
hann. Þá er vitað að aðstoðar-
maður hans Horst Schumann er
á lífi. Eftir stríðið setti hann
upp lækningastofu I Gladbeck
í Rínarhéruðum og starfrækti
hana til 1951. Þá fór hann úr
landi til Afríku og hefur siðan
verið líflæknir Nkrumah, for-
seta Ghana síðustu þrjú ár.
Farið hefur verið fram á að
hann yrði framseldur, en
Ghana-stjórn neitar því. Hann
er sakaður um að hafa gert til-
raunir á ungum stúlkum, þann-
ig að hann vanaði þær með
röntgen-geislum, krufði þær
síðan til að rannsaka árangur-
inn.
Eins og fram kemur af
skýrslunum var alltaf nokkur
hluti fanganna látirin Iifa, þ.ári
■' 1.1 j ’ , .'’ . lí > / '/■!„, ). ; ti;i í
uij, jTMiiipini imi æmnszv
* l ! .7 'I (I 7 ,V ,!' *:•/ I' i I y <■ •.; r y' .- 'n
■ i’
sem þeir voru taldir starfhæfir.
Voru þeir sendir til starfa í
nálægum verksmiðjum. — Líf
þeirra var þó ekkert sældar-
brauð, því að tilgangur
nazistanna var aðeins að
nýta krafta þeirra án þess
að kosta of miklu til í fæðu.
Þeir voru sveltir og þrælkaðir
við vinnuna og gátu ekki vænzt
þess að lifa nema nokkra mán-
uði. Þegar þeir gáfust upp var
þeim svo aftur safnað saman og
fluttir til Auschwits. Þeir
gengu undir heitinu „múham-
eðstrúarmennirnir", því að þeir
voru svo útslitnir, að þeir gengu
með slútandi höfuð eins og
múhameðstrúarmenn á bæn.
Það er erfitt að skilja, það
dýrslega hugarfar, sem stendur
að baki öllum hryðjuverkunum
í Auschwits. Ef til vill hefur
franskur læknir, sem var á sín-
um tfma fangi I Auschwits túlk-
að það bezt með þessum orð-
um:
— Þeir álitu, að fangarnir
væru alls ekki mannlegar ver-
ur, heldúr versti sori heimsins.
Fangarnir voru í þeirra augum
eins konar dýr, sem átti að
refsa, sem urðu að þola kvalir
með öllum ráðum áður en þeim
yrði útrýmt. Meðaumkun og
mannleg tilfinning voru fram-
andi hugtök hjá fangavörðun-