Vísir - 08.02.1964, Page 15

Vísir - 08.02.1964, Page 15
V’ÍS'ER . Laugardagur 8. febrúar 1964. 15 7T.t:i Þeir gengu upp á efri hæðina og var vísað til sætis í stúku, og bað Paroli um, að þeim væri færður miðdegisverður. Og hann bað um rétti, sem sýndu, að hann vissi skil á hvað var bezt. - Já, þú veizt þannig, að ég er orðinn eftirmaður Griskys. — Já, og að þekking þín og leikni hefur þegar vakið undr- om meðal læknastúdentanna. En það er svo margt annað, sem mig langar til að vita. Fórstu aldrei til London - og ef þú fórst, af hverju komstu svona fljótt aftur? — Ég fór þangað alls ekki. Og ég get útskýrt það með fá- um orðum. Þegar ég skildi við þigr var ég ákveðinn í að fara og hélt til Norðurstöðvarinnar, en kom klukkustund of fljótt. Til þess að mér leiddist ekki bið- in fór ég inn í kaffistofu, fékk mér glas og blað til að lesa í. Þar rakst ég á vinningaskrá Tun is-happdrættisins, sem ég átti tvo miða í, og var með þá í veskinu mínu, og vitanlega fór ég að athuga hvort ég hefði unnið, að sjálfsögðu án minnstu vonar um að hafa unnið, og þú getur ímyndað þér hve undr- andi ég var, er ég sá ,að ég hafðí unnið. — Ekki stóra vinninginn þó? — Nei, 200 þúsund franka vinninginn fékk ég ekki, svo heppinn var ég ekki, en ég fékk vinning upp á 50 þúsund franka. Og ég var ekki lengi að fara og m3 Snögg ferð gegnum miðalda- söguna. fá miðann stimplaðan og inn- an klukkustundar hafði ég mína 50.000 franka. — Til hamingju, kæri vinur, sagði Hannibal, þetta gleður mig sannarlega ... en hvemig fórstu að verða eigandi að lækninga- stofnun Griskys með aðeins 50.000 franka. — Það er einfaldara mál en þú hyggur. Það er engu líkara en vondar örlagadísir hafi verið orðnar leiðar á að elta mig á röndum. Ég varð fyrir nýrri heppni. Ég hélt heimleiðis — heim í gamla bústaðinn með peningana mína, en í íbúðinni voru húsmunir þeir, sem ég átti í veði fyrir húsaleiguskuld. Allt í einu var kallað á mig. Það var Grisky læknir, sem hafði séð til mín. Hann sat í leiguvagni og bauð mér að sitja í. Og hánn spurði mig, er við höfðum rabb- að svolítið saman, hvort ég þekkti nokkurn, sem gæti lán- að 25.000 franka. Ég spurði hvers vegna. Hann kvaðst eiga við það, hvort ég þekkti nokk- urn, sem gæti lánað mér 25.000 franka, því að ef ég gæti lagt fram það fé skyldi hann selja mér stofnunina fyrir 250.000 franka, 25.000 út í hönd og hitt með jöfnum afborgunum á 10 árum. Og skýringin á þessu var einfaldlega sú, að hann væri gamall orðinn og þreyttur, ó§k- aði eftir að draga sig í hlé og setjast að í sinni kæru Varsjá. Og hann setti viss skilyrði. í fyrsta lagi, að stofnunin bæri á- fram hans nafn, í öðru lagi, að ég greiddi 25.000 franka út í hönd. Og þú getur ímyndað þér hve undrandi hann var, er ég sagðist ekki þurfa að lána þetta fé, — ég væri með það á mér. Og svo ókum við beint til lög- fræðings hans og gerðum út um málið. Hvað segirðu nú? — Að það sé næstum of ótrú- legt til þess að geta verið satt. En einstöku sinnum reynist ein- mitt það ótrúlegasta satt. - Og svo var í þetta skipti. Og til þess að sanna mál sitt dró Paroli upp úr vasa sínum skjölin, sem hann hafði sótt til lögfræðingsins. Lesandinn mun minnast þess, hvernig Paroli hafði beðið um að gengið væri frá greiðsluskilmálum á pappírn- um, þótt hann hefði greitt alla upphæðina. — Dásamlegt, sagði Gerva- soni, er hann hafði lesið sámn- ingana, dásamlegt, ég óska þér til hamingju. — Þegar lukkuhjólið fer að snúast manni í hag er eins og það geti ekki hætt að snúast í rétta átt. Lífið er stundum eins og gangurinn er í fjárhættuspili. Hver óheppnin rekur aðra — eða hver heppnin aðra. Og nú geng- ur mér allt í vil. - Er kannski eitthvað fleira ... ? — Já, ég er að hugsa um að kvongast indælli stúlku, sem á 800.000 franka og eignast meira seinna. - Þetta er alveg - það geng- ur alveg fram af mér. Af hverju varstu að draga að segja mér frá þessu? - Ég vildi ekki gera það fyrr en allt væri klappað og klárt varðandi kaupin — koma þér á óvart. Og svo ætla ég að koma með uppástungu. — Og hver er hún? — Ég þarf á aðstoðarlækni að halda, manni, sem getur kom- ið fram fyrir mína hönd, manni, sem ég get treyst sem sjálfum mér. Ég vona, að þú viljir að minnsta kosti hugleiða, að hætta í núverandi starfi og koma til mín. Hvað hefurðu í kaup þar? - 300 franka á mánuði — Ég skal greiða þér 500 ' — og hækka við þig, er frá líður. - Ég slæ til. - Hvenær geturðu komið? - Ekki fyrr en eftir átta daga. Ég verð að útvega annan í minn stað. Fyrirvaralaust get ég ekki farið úr starfinu. — Ágætt, sagði Paroli bros- andi, þú skalt sanna, að við mun um brátt gera alla franska augn- lækna öfundsjúka. En nú verð- um við að ganga frá gömlu skuldamáli - fá það úr sögunni. — Skuldamáli. Við hvað áttu? — Hefurðu gleymt hve oft þú hefur lánað mér peninga? - Minnztu ekki á það. Við erum vinir. — Einmitt þess vegna, — mað ur má ekki nota sér vináttuna ranglega, og það væri rangt að greiða ekki gamlar skuldir, þeg-1 getan leyfir manni að gera það. En nú skulum við eta, drekka og vera glaðir. Hannibal Gervasoni var nú far, inn að hugsa sem svo, að hann hefði dæmt þennan vin sinn ranglega, - þóttist nú sjá bet- ur en áður hve mikið gott hann átd til. Gleyminn var hann ekki í velgengni sinni. Þeir skildu um klukkan ellefu og Hannibal lofaði að koma til hans sem oftast næstu átta daga, en að þeim liðnum mundi hann taka til starfa í stofnun hans. Paroli lagði leið sína til íbúð- ar sinnar við Courcelles-götuna, og hugsaði á þá leið, að eini maðurinn, sem gæti grunað hann um græsku, hefði nú sann- færzt um, að allt hefði gerzt eins og hann hafði sagt honum. Hið eina, sem gerði hann dálítið óöruggan nú, var það, hvað þessi Paul Darnala gæti gert. Hann sá fram á, að eina ráðið til þess að koma í veg fyrir, að hann næði til Cecile, var, að hún skipti um bústað, og þetta yrði hann að athuga betur daginn eftir. Daginn eftir fór Paroli í hús stofnunarinriar við Rue de la Santé nokkru fyrir opnun til þess að athuga betur herbergin í byggingunni. Og í einni álm- unni fann hann litla íbúð, sem var ætluð auðugum sjúklingum. Hún var við hliðina á íbúð Gris- kys. 1 íbúðinni var lítil setu- stofa, svefnherbergi og snyrti- herbergi. , r Paroli skipaði þegar svo fyrir, að hafa þar allt til reiðu vegna sjúklings, sem von væri á. Svo fór hann inn í skrifstofu Grisk- ys, sem tók á móti honum með þessum orðum: — Ég fer þegar í kvöld. — Hvert? Ekki þó til Pól- lands? - Hvert annað. Nú, þegar allt er um gárð gengið, hefi ég ekki eirð í mínum beinum fyrr en ég sé aftur mína góðu gömlu Varsjá, en ég skrepp kannske til Parísar að ári, og veit að þér veitið mér þá húsaskjól, því að ég mundi ekki vilja búa ann ars staðar en hér. - Kæri, herra Grisky, þér vit- ið að það mundi mér hið mesta gleðiefni. Grisky rétti honum nafn- spjald, sem hann hafði skrifað á nokkur orð og sagði: — Hér er utanáskriftin mín í Varsjá. Skrifið mér við og við og látið mig vita hvernig gengur. Ég er viss um, að þér munuð á- fram hafa heppnina með yður. - Það skal ég gera, en ekki er þetta kveðjustund? JíairoiÁ JZatioa Krosí frímtrkitt T A R Z A N P’OH'T BE AKIGKY AT THEM, NAOMI. A50UT ALL THE EATUSI TRISE HAS yLEFT IS THEIR PRiPE... Dutr. by United Featore Syndicate, inc. A SATUSI JOKE ON ME! MAMB0,,S0N-0F- WAWA, SAYS HE'LL AMUSE ALL BATUSIS WHEN HE RETURNS HOME BY TELLING— HOW HE FOUN7 , TARZAN, HI7INS IN 5IS SRASS.„W1TH kWOMAN! Gbesilegir bílur N.S.U. Pr.'nz ’64. Sérstakl. glæsilegur. Cbnsul Cortina ’63. Glæsil. Volkswagen ’62. Fallegur bíll. Hagstætt verð. Opel Capitan ’55, nýinnfl. 1. flokks bíll. Pontiac ’56, mjög fallegur. Chevrolet ’55, góður bíll. Mercury ’53, fallegur og •góður bíll. RAUÐARA SKÚLAGATA 55 — SÍMl X58U Þetta er ættbálkur sem ég vona við þá Naomi, segir Tarzan ró- lega yfir, svarar stúlkan, hvað þeir komi heim, muni þeir segja að ég þurfi aldrei að veita að- legur, allt sem þeir eiga eftir er er það? Það er Batusa, brandari frá því hvernig þeir fundu Tarz- stoð, segir Naomi, sem er reið stoltið. Þeir eru að babla eitt- á minn kostnað, þeir eru að an í felum með konu. út í villimennina. Vertu ekki reið hvað, sem þeir skemmta sér sýni skemmta sér yfir þvf, að þegar v/Mikiatorg Sími 2 3136 LAUGAVEGI 90-Q2 Stærstn úrval biff- reiðu ú einum stað. SaLi er örugg hjá okkur. Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN Bergþórugötu 12. Slmar 13660 34475 og 36598. Eldhúsborð — Eldhússtólar Miklatorgi 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.