Vísir - 10.02.1964, Síða 8
8
V í S IR . Mánudagur 10. febrúar 1964
VISIR
Otgefandl: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
ABstoCarritstjóri: Axel Thorsteinson
Préttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiösla Ingóifsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Olíuhreinsunarstöð
RANDARÍSKT firma hefir lýst áhuga sínum á því
að reisa olíuhreinsunarstöð hér á landi. Hefir stóriðju-
nefnd rannsakað málið með fulltingi erlendra sérfræð-
inga. Niðurstaðan er sú að hagnaður mundi verða af
rekstri slíkrar hreinsunarstöðvar og telur nefndin rétt
að íslenzkir aðilar eigi meirihlutann í firmanu, svo
unnt sé að stofna það samkvæmt gildandi lögum. Við
rahnsókn málsins hefir það fram komið að markaður-
inn fyrir olíuvörur hér á landi er þannig saman settur
að ekki væri tæknilega hagkvæmt að byggja olíu-
hreinsunarstöð með það fyrir augum að fullnægja
honum einum. Yrði því að flytja nokkum hluta fram-
leiðslunnar út aftur, einkum benzín og brennsluolíur.
Hins vegar þyrfti eftir sem áður að flytja inn fullunnið
verulegt magn gasolíu.
JTYRSTA spumingin sem vaknar við umræður um
þetta mál er: Hver er hagur þjóðarinnar af slíkri stöð?
Þar væri mikilvægast ef slík stöð ylli því að verð á
olíum og benzíni lækkaði frá því sem nú er. Hins
vegar liggur ekki fyrir að um slíka verðlækkun verði
að ræða, eins og fram kom í viðtölum við forstjóra
olíufélaganna hér í blaðinu á fimmtudaginn. Munu það
mönnum nokkur vonbrigði og ef af byggingu stöðvar-
innar yrði ætti að leggja á það höfuðáherzlu að um
verðlækkun yrði að ræða, því í því felst meginhag-
urinn. Á hinn bóginn er þó nokkur gjaldeyrissparn-
aður að því að hreinsa olíuna hér heima, 75 millj. króna
fyrsta árið og síðan stighækkandi. Er það aðalkostur-
inn vi.ð fyrirtækið að því virðist vera, þó inn verði að
flytja gasolíur eftir sem áður, eins og f-yrr var sagt.
]V[EGINRÖKSEMDIN gegn byggingu olíuhreinsunar-
stöðvarinnar er hins vegar sú að við það myndu olíu-
viðskipti okkar við Rússa dragast mjög saman og
jafnvel ljúka með öllu. Það þýðir hins vegar að hætt
er við að markaðurinn þar fyrir íslenzkan fisk verði
þar mjög lítill, en á síðasta ári fór 20% fiskútflutnings-
ins austur fyrir tjald. í sjálfu sér er það lítið harms-
efni þótt við hættum austantjaldsviðskiptunum á vöru-
skiptagrundvelli. En á hitt verður þó að líta að þau
hafa verið útveginum mikilvæg og hann mundi verða
settur í nokkurn vanda, ef fyrir þau lokaðist skyndi-
lega. Tryggja þarf því vel, að unnt verði að selja fisk
afurðir iandsins annars staðar en fyrir austan tjald,
áður en endanleg ákvörðun verður tekin um málið.
I>AÐ er hárrétt stefna sem stóriðjunefnd hefir mark-
að að fá erlend firmu til þess að efla hér stóriðju með
íslenzkri þátttöku. Þannig opnast landinu öld nýrrar
tækni, nýrra möguleika og nýrra iðngreina, sem gera
það blómlegra og byggilegra, er tímar líða fram. En
þess þarf vel aS-gæta að þau fyrirtæki, sem við bjóð-
um landvist séu til sem allra víðtækastra hagsbóta á
sviði verðmyndunar, gjaldeyrissparnaðar og atvinnu-
aukningar. Það er sá mælikvarði sem jafnan þarf á
þau að leggja.
Hvers vegna kirkja Hall-
gríms er á Skólavörðuhæð
'C'östudaginn 31. jan s. 1. birtir
dagblaðið Vísir grein eftir
Egil J. Stardal. Ber hún heitið
Skólavörðuholtið og sr. Hall-
grímur. Hafði hún áður verið
birt I áramótablaði stúdenta, en
höfundi ekki iíkað frágangur
hennar, og er hún 1 VIsi eins
og hann hefir sjálfur gengið frá
henni, fágað hana, aukið og end-
urbætt. Hann fer mörgum orð-
um, ekki þó fögrum, um kirkj-
una sem verið er að byggja og
Alþingi, sem veitti nú nýlega fé
til hennar. Hann kemst svo að
orði, að Alþingi hafi sýnt „meiri
háttar léttúð með þessari fjár-
veitingu og fleygi heilli milljón
I hússkrimli sem teygir ófull-
gerðar angalýjur mót himni, af
beztu útsýnishæð Reykjavíkur“.
Telur hann að byggingin verði
geymd eins og góð skrýtla, kom
andi kynslóðum til aðhláturs".
Svo spyr hann: Hvaða erindi á
sr. Hallgrimur á Skólavörðu-
holtið? Hann sem lifði I fátækt
og dó úr holdsveiki, og af flest-
um yfirgefinn, I koti einu uppi
á Hvalfjarðarströnd. Hann hefir
sjálfur reist sér óbrotgjarnan
minnisvarða með slnum dýrð-
iega sálmakveðskap og er vafa-
mái hvort nokkur þörf er á að
reisa honum eitt eða annað
minnismerki. — Það mætti
koma fram með aðra spurn-
ingu: Hvaða erindi átti sankti
Páll til London? Hann sem sat
löngum I fangelsi og I fjötrum,
marghúðstrýktur og ofsóttur, og
loks hálshöggvinn suður I Róm.
Eiga þeir ekki báðir eitt og
sama erindi? Hvorugum þarf að
reisa minnisvarða, þvl báðir
hafa reist sér óbrotgjarnan
varða, og við báða eru menn I
þakkarskuld. En stundum kem-
ur það fyrir að menn langar til
að sýna þakklæti I verki, kem-
ur það fram á ýmsan hátt. Þjóða
leiðtogum, skáldum og lista-
mönnum sem skara fram úr, eru
oft reist minnismerki, ýmisleg
að gerð, trúarhetjum einnig, og
þá oft kirkjur. Greinarhöfundi
finnst fjarstæða að reisa sr. Hall
grimi minnismerki I Reykjavík
af því að hann var ekki Reyk-
vlkingur. En var Páll postuli
kannske Englendingur?
Það er nú mál til komið að
fræða greinarhöfund um það
hvaðan hugmyndin um Hall-
grlmskirkju er runnin. Hún er
áreiðanlega ekki komin fram I
neinum Hallgrímssöfnuði, því
hún er a. m. k. 27 árum eldri
en hann.
Árið 1914 voru 300 ár liðin
frá fæðingu Hallgríms Péturs-
sonar. Þá sendi biskup íslands,
Þórhaliur Bjarnarson, öiium
prestum landsins bréf, og mælir
svo fyrir að sr. Hallgríms verði
minnzt við guðsþjónustu I öil-
um kirkjum landsins tiltekinn
sunnudag, sem og var gert. Þar
með var til þess mælzt að sam-
skot verði hafin til byggingar
veglegrar kirkju I HÖFUÐSTAÐ
LANDSINS og verði hún nefnd
Hallgrímskirkja; var Skólavörðu
hæð fljótt nefnd sem tilvalinn
staður handa þessari kirkju.
Þetta fékk góðar undirtektir og
samskot hófust. En því miður
komu fljótt hindranir I veginn,
stríðið nýskollið á gerði strik I
reikninginn, og annað kom I
ljós, kirkjunni engu betra, það
var okkar gamli fylgifiskur,
sundrungarandinn. Nú skiptust
menn 1 tvo flokka, sumir vildu
Hallgrímskirkju I Reykjavík,
aðrir I Saurbæ. Þetta var það
sem aðallega hindraði fram-
kvæmdirnar, og var þæft um
þetta I mörg ár. Þó var Skóla-
vörðuholtið alltaf ætlað stórri
kirkju, og Hallgrímsnafn átti
hún að bera.
Svo kemur að því að Reykja-
vík var skipt I sókðir, en það
er árið 1941. Þá lendir eðlilega
Skólavörðuholtið og nágrenni i
þeirri sókn, sem Hallgrímsnafn-
ið átti að bera og hlaut end-
anlega þetta nafn. En að þeir,
sem á þessu svæði eru, séu öf-
undsverðir af því, er annað mál.
Þeir fá hnútukast úr öllum átt-
um, frá þeim sem ekki þekkja
málið og hafa ekki hirt um að
kynna sér það, en þurfa að láta
allt til sín taka. Þeim er næst-
um þröngvað til að standa fyrir
byggingp, sem aldrei getur orð-
ið safnaðareign, heldur alþjóðar.
Við þvl er auðvitað ekkert að
segja, ef þjóðin vildi skilja,
hvernig málum er háttað. Bygg-
ingunni hefir þegar miðað nokk-
uð áfram, og gjafir hafa borizt
margar og stórar. En þvl miður
er „sundurlyndisfjandinn" ekki
ennþá kominn „út á sextugt
djúp“, eins og skrif stúdentanna
bera vott um. Þeir hafa nú sofið
svefni réttlátra I rúm 20 ár og
aldrei hefir bólað á verulegum
áhuga hjá þeim á kirkju og
kristindómi, svo menn viti, því
líklega er það ekki „Kristilegt
stúdentafélag" sem hér um
ræðir? Það skyldi ekki vera
þessi heila milljón sem hefir
vakið þá? Það má auðvitað
vakna við minna. En hefðu þeir
hrokkið við ef milljónin hefði
verið ætluð einhverju öðru en
kirkju? Tæplega. — Að líkan
Hallgrímskirkju sé ljótt, má
lengi deila um, þó eru fjölmarg-
ir sem finnst það mjög fallegt.
Það er vert að taka það fram,
að Einar ^Fónsson myndhöggv-
ari hefir latið sér sæma að gefa
Hallgrímskirkju fagurt Kristlíkn
eski, sem hann ætlaðist til að
stæði yfir altari, og má leiða
getur að þvl, að hann hefði
ekki gert það, ef honum hefði
fundizt kirkjulíkanið vera
„skrímsli" eða „skrýtla", það
annt var honum um sln lista-
verk. — Kirkjan þykir of stór,
og enn er hamrað á þvl I tima
og ótlma og Borgin og Apótekið
eiga að sanna það, við saman-
burð. En hvers vegna má þjóðin
ekki eiga eina stóra kirkju?
Það er þó margreynt að Dóm-
kirkjan er iangtum of lítil við
ýmsar athafnir. Tónlistarmenn
segja að vanti stóra kirkju til
hljómleika, hvers vegna má
ekki byggja slika kirkju, hvað
er betra að byggja sérstakt hús
til þess? Og hvers vegna þarf
þjóðin að fá leyfi þeirra sem
engar kirkjur né presta vilja
hafa, til þess að byggja kirkj-
ur. — Maður kemst ekki hjá
þvl að finna það út úr grein
E. J. S., að eiginlega þurfi
hvorki kirkjur né presta á
þessari jörð, og alveg óforsvar-
anlegt að byggja kirkjur fyrr en
Frh. á bls. 7.
■itíii