Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 11. febrúar 1964. Guðrún Högnadóttir var áður fiskistúlka á íslandi. Fyrir V/2 ári flutti hún til Kaupmannahafnar og hóf vinnu sem skrifstofustúlka þar. Nú hefur hún gerzt ljósmyndafyrirsæta. Danska blaðið BT seg- ist nýlega hafa uppgötv- að þann sannleika að ís- lenzkar stúlkur séu öðr- um fegurri. Það hafi ekki verið nein furða, þó skáldin til forna hafi ort fegurstu ljóð um hinar íslenzku ungmeyj- ar. Og sannleikurinn er sá, að það mætti halda áfram að yrkja ljóð um þær. Meira að segja úti f Kaup- mannahöfn skjóta hrnar ísienzku ekki langan tíma að finna hópa þeirra. Birtir blaðið heila síðu með myndum af hinuin íslenzku Sögudætrum. BT skrifar um fegurð þeirra -:r jdjji •IMg—iHlf if ’ r"" 11 |gj |§ / iÍB gjjj 10 fegurðardísir upp kollinum, og það tók blaðaljósmyndarann Thelma Sigurðardóttir kom til Kaupmannahafnar fyrir tveimur árum og hefur m. a. unnið sem ljósmyndafyrirsæta hjá Ole Björk, kunnum ljósmyndara í Kaupmannahöfn. -X Tvær dætur Ásbergs Sigurðssonar, Lína 15 ára og Ásdís 17 ára. Sú fyrri gengur í 2. bekk, hin í 3. bekk Gagnfræðaskólans í Bags- værd. IUBMW ýmsair breyfingar é skipinu Goðanes hefur nú hætt föstum áætlunarferðum milli Vestmanna- eyja og borlákshafnar í bili. Skip- ið er nú komið til Hafnarfjarðar, þar sem ýmsar breytingar verða framkvæmdar á því. Goðanes mun svo hefja áætlunarferðir aftur um miðjan næsta mánuð, og getur þá skipið flutt bíla. Vísir átti nýlega stutt samtal við annan eiganda skipsins, Ingvar Jóhannesson. Sagði hann að um þessar mundir væri einna minnst um flutninga til og frá Eyjum. Þeir bræður voru með skipið í áætlunar ferðum í alls 11 daga og var far- þegatalan frá engum og upp í 17 farþega. Ákaflega erfitt hefur ver ið að halda uppi þessum ferðum vegna lélegra hafnarskilyrða í Þor- lákshöfn og hafa þeir því ákveðið að hætta áætlunarferðunum í bili. Goðanes er nú í Hafnarfirði og unn ið er að ýmsum breytingum á skip inu. Verið er að setja „bómu“ á það, en það vakir fyrir ,eigend- unum að geta flutt bíla, einnig fara fram breytingar á farþega- rýminu til þess að fjölga kojufar þegum. Áætlað er að þessar breyt- ingar taki ekki mjög langan tíma og Goðanes geti hafið aftur áætlunar- ferðir milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja um miðjan næsta mán- uð. /r Afengisneyzla eykst Enn fer áfengisneyzlan á Isiandi vaxandi og þau vandamál sem henni fylgja. Á síðustu tveimur árum hefur hún aukizt úr 1,61 lítra á mann að meðaltali upp í 1,93 lítara á s. 1. ári eða um nálægt því 20%. Á s. 1. ári einu varð aukn ingin að lítramagni 6%. Heildarsala áfengis frá Áfengi:-. verzluninni á s. 1. ári nam 277 milljónum króna. Árið áður 1962 hafði hún verið 235 milljónir króna og árið þar áður 199 milljónir króna. Að krónutölu hefur áfeng- issala þannig aukizt á einu ári •'m 41 milljón kr. eða 15% og á i, eimur árum um 77 milljónir ' :róna. Það verður þó að taka fram, að Spjall Þrjár íslenzkar Kaupmannahafn ardömur. Þær eru talið að neð- an: Bjarney Helgadóttir 23 ára. Edda Gunnarsdóttir 20 ára og efst Áslaug Steingrímsdóttir. Nýtt stúdentaráð Nýtt Stúdentaráð var kjörið á laugardaginn var. Er það skipað eftirtöldum mönnum: Úr lagadeild Jón Oddsson, úr læknadeild þeir Auðólfur Gunnars- son og Gunnar Sigurðsson, úr heimspekideild Andrés Indriðason og Vésteinn Ólafsson, úr verk- fræðideild Geir A. Gunnlaugsson, úr guðfræðideild Þórhallur Hösk- uldsson og úr viðskiptadeild Örn Marinósson. aukningin í krónutölu sýnir ekki með öllu rétta útkomu hlutfallstölu, þar sem verðhækkanir hafa orðið á tímabilinu, m. a. varð mikil hækk un á áfengi í ágúst 1963. Sýna því skýrslur um lítramagn sem að framan getur á mann réttari út- komu, en þær sýna líka alvarlega aukningu áfengisneyzlunnar. Undanfarið hefir komizt upp um óvenjumörg fjárdráttar- og svikamál í landinu og eru mörg þeirra enn f rannsókn, en í öðrum hafa dómar þegar gengið. Hefir þetta orðið til þess að hugleiðingar hefir mátt sjá bæði í blöðum og útvarpi um að fjármálasiðferði þjóðar- innar sé að hraka, réttarvit- undin að slævast og óheiðar- leiki í viðskiptum fari vaxandi. Er slík þróun með réttu flest- um mönnum áhyggjuefni. — Nauðsynlegt er þvf, að lög- gæzla sé vel á verði um slfk Imál, sem upp koma, verði skjótt rannsökuð og þeir, sem ábyrgir kunna að reynast, sæti þeim refsingum, sem fslenzk refsilög segja fyrir um. • Sjálfsögð regla Dagblöðin hafa skýrt frá gangi þessara mála á undan- förnum vikum. Hins vegar hefir það verið venja íslenzkra blaða, sem erlendra, að sak- fella ekki einstaklinga, sem yfirheyrðir hafa verið, fyrr en niðurstaða liggur fyrir og rann sókn er lokið. Gildir þar hin gullvæga regla réttarfkja, að telja menn saklausa þar til sök hefir verið sönnuð á hend- ur þeim, enda iðulega fleiri menn yfirheyrðir en sekir eru fundnir. Einn þáttur þeirrar reglu er sá, að blöðin hafa ekki birt nöfn þeirra manna né út- hrópað þá sem glæpamenn meðan rannsókn er enn á frumstigi. • „Alþýðuréttarfar“ Sérkennilegt frávik frá þess- ari reglu hefir mátt sjá í Þjóð- viljanum undanfarna daga. Þar hafa verið birtar langar frá- sagnir af hinu svokallaða Keflavfkurmáli, sem enn er á frumstigi, nöfn þriggja manna sem yfirheyrðir hafa verið, birt, og þeir auri ataðir. Hé(r skal enginn dómur á það lagð- ur, hvort þeir þrír menn, sem þarna eiga hlut að máli, eru sekir eða saklausir. Það mun koma í ljós á sínum tíma. En ástæðu þessarar sérstæðu sakamálablaðamennsku Þjóð- viljans er ekki langt að leita. Umræddir menn fylgja ekki kommúnistum að málum held- ur hafa þeir leyft sér að hafa aðrar skoðanir á þjóðmálum en þeir. Fyrir það ræðst Þjóð- viljinn nú á þá með rógi og svívirðingum, áður en rann- sókn er lokið og dómari hefir kveðið upp úrskurð sinn. Þetta er glöggt dæmi um „alþýðuréttarfarið", sem kommúnistar vilja svo gjarn- an innleiða hér á landi. Það er forsmekkurinn af því. er forsmekkurinn af þeim starfsaðferðum, sem þeir mundu nota ef þeir fengju nokkru sinni til þess tækifæri. En sem betur fer mun verða á^vfbið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.