Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 9
"VÍSIR . Þriðjudagur II. febrúar 1964, 9 * Danska konungsverzlunin á Grænlandi, eða Den Kongelige Grönlandske Handel hefur í nærri tvær langar aldir verið alvöld forsjá og yfirvald Græn- lendinga. Hún var sett á fót 1774 eða einmitt um iíkt leyti og Danir voru að gefa verzlun á íslandi frjálsari og kaupstað- ir fóru að myndast t.d. hér í Reykjavík, Akureyri, Eskifirði og víðar. Síðan hefur gilt alger verzl- unareinokun í Grænlandi og íbúar þess verið markvisst ein- angraðir undir veldi konungs- verzlunarinnar eða fram til árs- ins 1950, þegar ný lög voru samþykkt, þar sem Grænlands- verzlun var gefin frjáls. Enn hvílir ægihjálmur konungsverzl- unarinnar yfir Grænlandi, að vísu hefur nokkuð rýmkazt með smásöluverzlun, en allur inn- flutningur og útflutningur geng ur í gegnum konungsverzlunina. Auk þess hefur hún verið að færa stórkostlega út kvíarnar, orðin stærsti framkvæmandinn í þeirri uppbyggingu, sem nú fer fram. Þrátt fyrir lagaboð og yfirlýsta stefnu stjórnarinn- ar um aukið frjálsræði, gefur fátt til kynna ennþá, að ofur- veldi konungsverzlunarinnar í Grænlandi verði hnekkt á næst- unni. GALLAR EINOKUNARINNAR. Konungsverzlunin hefur haft marga galla einokunarverzlun- arinnar, $em við íslendingar kynntumst fyrr á öldum. Hún hefur alla tíð féflett hina inn- fæddu og lagt sáralítið til fram- fara og framkvæmda í landinu. Afleiðingin er svo, að til skamms tíma hafa lífskjörin í Grænlandi verið ákaflega bág- borin, fátækt, þekkingarleysi, eymd hefur einkennt hina græn- lenzku byggð. Moldar og grjót- hreysin sem tíðkuðust f Græn- landi fram á okkar daga, en eru nú loks að hverfa, voru ávöxt- ur tveggja alda einokunar. Enn í dag gætir einokunar- áhrifanna. Verzlunarskýrslur sýna að árið 1958 seldi kon- ungsverzlunin vefnaðarvörur og skófatnað fyrir 38 milljón- ir fslenzkra króna en áfengi fyrir 45 milljónir króna, olíur og benzín fyrir 43 milljónir krónæ en tóbak fyrir 37 milljón- ir króna. En kannski hefur þetta mikla magn áfengis og tóbaks ekki allt farið til innfæddra, danskir iðnaðarmenn, sem hafa verið að vinna að uppbyggingu Grænlands hafa margir veriö all drykkfelldir. ÓMISSANDI FYRIRTÆKII! En auðvitað er konungs- verzlunin „ómissandi", hún innir af höndum það hlutverk, sem kannski enginn annar aðili gæti framkvæmt, sér öllum Grælendingum fyrir þeim nauð- synjavörum, sem þeir þurfa að fá erlendis frá og sér um að koma afurðunum í verð. Þessu þýðingarmikla hlutverki lýsti Kaupmannahafnarblaðið Poli- tiken svo, ekki alls fyrir löngu: „Grænlandsverzlunin gegnir svo víðtæku hlutverki, að erfitt er að gera sér grein fyrir því í fljótu bragði. Þrátt fyrir erfið- leika við flutninga, útskipun og skort á birgðageymslum tekst henni að sjá hinum dreifðu Ibúum fyrir matvælum, klæðum og veiðitækjum. Hún verkar og flytur út alla útflutningsfram- leiðslu Grænlands. Hún er bæði sparisjóður og póststofjiun landsins, hún heldur uppí sigl- ingum og flugi. Vöruverð i búð- um hennar er það sama og heima í Danmörku þrátt fyrir langan flutning og jöfnunarverð í öllu Grænlandi. Það er aldrei hægt að ímynda sér, að einka- framtakið geti tekið við þessum stórfellda og að sumu leyti ó- arðbæra rekstri, ekki frekar en það gæti tekið að sér vita og hafnarmál." Þannig fegra Danir hlutverk sinnar einokunarverzlunar. Og þrátt fyrir það hafa þeir nú lýst því yfir, að stefnubreyting sé orðin. 1950 verður vissulega merkilegt ár í sögu Grænlands, þá var þvi lýst yfir að verzlun- areinokuninni væri aflétt jafn- hliða þvl, sem viðreisnaráætlun in kom til framkvæma. EINKAVERZLANIR. Konungsverzlunin heldur að vísu áfram starfsemi sinni eins og ekkert hafi I skorizt, en hún hefur þó fengið nokkra sam- keppni, einka-smásöluverzlanir rísa upp I bæjum og þorpum Grænlands. Mest eru þetta „sjoppur“, sem verzla með sódavatn, sælgæti og jafnvel rjóma-ís, en þar er líka að finna t.d. sæmilegar járnvöru- verzlanir, jafnvel ljósmynda- verzlun. Er nú svo komið að einkaverzlanir fara með um 20% af heildar smásöluverzlun Grænlands og í Godthaab, höf- uðborginni fer um helmingur smásöluviðskipta gegnum einka fyrirtæki. Þetta er vissulega nokkur framför. Kaupmennimir eru flestir danskir menn, t.d. iðnaðarmenn, sem hafa komið þangað en flenzt og kvænzt eskimóastúlk- um. Og þessar verzlanir hafa vissulega unnið á, vegna þess fyrst og fremst að þjónustan I þeim er allt önnur og betri en f ríkisverzlununum, þar koma fram persónuleg skipti kaup- mannsins við viðskiptamenn slna, áhugi þeirra og vilji til að leysa úr vandanum. VERZLUNARVALDIÐ. 1 orði kveðnu á konungs- verzlunin að vera hlynnt þessari starfsemi, stefnan er að stuðla að auknu einkaframtaki I Grænlandi. Hins vegar vill það verða með öðrum hætti I fram- kvæmdinni, verzlunarstjórar þeirrar konunglegu á hverjum stað, sem hafa ríkt þar lengi eins og smákonungar amast við þessari nýju samkeppni og meina henni oft aðstöðu. Til dæmis um muninn á þessum verzlunum má nefna það, að konungsverzlunin hefur hvergi komið út útstillingargluggum, en fyrstu einkakaupmennirnir hafa leitazt við að taka þessa nýjung upp I sumum verzlun- um. Fyrir tveimur árum varð þessi nýja stefna og góði vilji Dananna að gangast undir nokkra prófraun, þar sem stofn- að var I bænum Julianehaab syðst 1 Grænlandi innlent hluta félag, sem vinnur að hvers kyns framförum, aðallega á sviði fiskveiða en einnig ætlar það að beita sér fyrir ferða- mannamóttöku, hafnargerð og iðnaði. Starfar það undir for- ustu sóknarprestsins sr. Erlings Hoegh. Nær því allir bæjarbú- ar lögðu hlutafé fram til félags- ins og varð það svo fjársterkt, að það gat keypt 157 tonna ltnuveiðara frá Noregi M.s. Kakortok, en það er nú stærsta fiskiskip Grænlands. Nú fór félagið fram á það, að Danir sýndu hina nýju stefnu I verki með því að láta hluta- félaginu I hendur lltið frysti- hús, sem konungsverzlunin átti I bænum, hafði reist með styrkj- um I sambandi við framkvæmda áætlunina. En Danirnir urðu tregir til þess og það þótt sýnt væri að allir fiskimenn bæjar- ins vildu heldur selja fisk sinn til eigin félags heldur en til konungsverzlunarinnar. FISKUR ER AÐAL- ÚTFLUTNINGSVARAN. Fyrr á árum var aðalfram- leiðsluvaran, sem konungsverzl unin keypti af landsmönnum, selspik, sem lýsi var unnið úr, en auk þess nokkuð af bjarnar- feldum og refaskinnum. Nú er þetta orðið breytt, fiskurinn er aðalútflutningsvaran og skiptist það þannig niður, árlega er send ur úr landi saltfiskur fyrir 80 milljón ísl. kr., frystur fiskur fyrir um 30 milljón kr. (mest fer til Bandaríkjanna), fiskimjöl fyr ir um 5 milljón kr. og rækjur fyrir um 24 milljón króna. Konungsverzlunin annast all- an útflutning og sér um alla fiskverkun. Hún hefur söltunar- hús og þurrkhjalla I hverju plássi og á síðustu árum hefur hún tekið að sér all víðtækan frystihúsarekstur og eru frysti- hús nú á átta stöðum, þ.e. I Narssak, Sukkertoppen, Egedes- minde, Julianehaab, Christians- haab, Jakobshavn, Godthaab og nú síðast nýtt hús I Fredriks- haab. Konungsverzlunin telur frystihúsin sérlega mikilvæg, vegna þess, hve góður markað- ur hefur fundizt fyrir fryst flök I Bandaríkjunum. Hefur félagið mikinn áhuga á að auka þenn- an iðnað og telur hann geta orðið meginundirstöðu græn- lenzks atvinnulifs I framtíðinni. Þó segir það, að stöðugt tap sé á rekstrinum, einkum vegna Frh. á bls. 13. Fiskur er aðalútflutnings varan — Konungsverzl- unin flytur allt út '™r'yv''v' í . : - : * ■' . miTÍ?V —‘ A ' * * msímmm « ■: r :;h 'iS STEIN&1TUR , séSsvKARP'í GOOHAVN JAK08S- HAVN SÍÉII •S \ í - f ^ % //■:- / /chrsstianshAb - EGEDESMiNOE (V. fnri v . _ j GÓ0THÍ8 BÍÉhÍ|Í|lftlllll/^ f/ ■ lilliiii A RiNGE HAVN . SKÉ**3'’! SKJOLDUNGE^^^^^ . j ........ ' . . . ý ■ agS*"' TINGM0 1 ’ m ''.ÆSP'* s H____ jpdráttur þessi sýnir helztu fiskimið og tegundir við Græniand. Útlendingar veiða þar 250 þús tonn ári en Grænlendingar sjálfir aðeins 25 þús. tonn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.