Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 11
VlSIR . Þriðjudagur 11. febrúar 1964. 11 um,“ eftir Gunflar M. Magn úss, 3. og 4. kafli: Rætt um ævintýri heiðalandanna og Samtökin um strokið — LeikstjóM: Ævar R. Kvar- an. 21.40 Söngmálaþáttur þjóðkirkj- unnar: Dr. Róbert A. Ottós son söngmálastjóri talar um kirkjuorgelið. 22.10 Lesið úr Passíusálmum (14) 22.20 Kvöldsagan: ,Óli frá Skuld’ eftir Stefán Jónsson. 22.40 Létt músik á síðkvöldi. 23.25 Dagskrárlok Sjónvarpið Þriðjudagur 11. febrúar. 16.30 The Shari Lewis show 17.00 Lucky Lager Sports Time 17.30 I‘ve got a secret 18.00 Lock up 18.30 Contrails 19.00 Afrts news 19.15 The Telenews weekly 19.30 True Adventure 20.00 The Dick Powell theater 21.00 The Jack Benny show 21.30 The Garry Moore show 22.30 Championship bridge 23.00 Afrts final Ed tion news 23.15 The bell telephone hour. Blöð og tímarit Heimilisblaðið SAMTÍÐIN febrúarhefti er nýkomið út og flytur fjölbreytt og gott efni. For- ustugreinin er um Eimskipafélag Islands í tilefni af hálfrar aldar afmæli þess. Freyja skrifar að vanda fjölbreytta og fróðlega kvennaþætti. Þá er samtal við Andra Heiðberg kafara. Grein, er nefnist: Or morðskrá mannkyns- sögunnar. í þögn og virðuleik (smásaga). Ingólfur Daviðsson skr.far grein um skógardvergana í Kongó I náttúrufræðiþátt sinn. Guðmundur Arnlaugsson skrifar skákþátt og Árni M. Jónsson bridgeþátt. Þá er nýr þáttur: And- látsorð frægra manna. Stjörnu- spár fyrir febrúar. Mikið af snjöll um skopsögum, margar getraunir, heimilsföng frægra leikara og söngvara, grein um orðabók Menningarsjóðs, Úr einu í annað. % STJÖRNUSPÁ ^ Spáin gildir fyrir miðvd. 12. feb. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Dagurinn er heppilegur fyrir þig að ljúka ýmsu því, sem set.ð hefur á hakanum að und- anfömu. Gakktu úr skugga um, að ailar skuldir séu á hreinu. Nautið, 21. aprii til 21. maí: Þú ættir ekki að taka á þig nein ar nýjar skuldbindingar á sviði fjármálanna. Margt er óljóst varðandi ástamálin í kvöld, og ekki auðvelt að skemmta sér. Tvíburarnir, 22. mai til 21. júní: Þú ættir að annast þær bréfaskriftir, sem aðkallandi eru e ns og stendur. Smáferð gseti einnig orðið til góðs. Þú getur reitt þig á nokkra velgengni á sviði fjármálanna nú. Krabbinn, 22. júni til 23. júli: Þú ættir aðeins að með- höndla þau verkefni, sem að- kallandi eru og þú hefur ekki getað lokið enn. Vandaðu mjög val vina þinna þegar kvölda tekur. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að láta aðra um að taka ákvarðanir og ættir að láta þér nægja að gefa aðeins góð ráð. Dómgreind þfn er ekki upp á það bezta. Meyjan, 24 ágúst til 23. sept: Þú ættir ekki að fara hart að hlutunum í dag, en láta þér nægja að starfa aðeins að þeim verkefnum, sem kallast geta nauðsyn. Einbeittu þér að þvi að styrkja líkamsþrótt þinn og reiknaðu með því að hvíla þig i kvöld. Vngin, 24. sept. til 23. okt.: Reyndu að ljúka öllum verk- efnum heima fyrir og á vinnu- stað eða störfum í þágu barna þinna. Þú ættir ekki að taka á þig neinar fjárhagslegar skuld bindingar. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér kann að virðast dagurinn fremur tilgangslaus. Einbeittu þér að heimilisskyldunum, ljúktu sérhverju vanræktu verk efni og leitastu við að sneiða hjá félögum, sem baka þér ó- þægindi. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Reyndu að ljúka þeim störfum, sem þú hefur ekki get að komið af til þessa. Verðu kvöldstundunum í þágu þeirra vina og kunningja, sem hafa á- huga á andlegum málum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Reyndu að styrkja fjárhags lega aðstöðu þína eins og mál- in standa, fremur en að hefja ný verkefni. Taktu til við bréfa skriftimar ef þörf krefur. Vatnsberinn, 21 jan. til 19. febr.: Verðu deginum til að ljúka venjulegum störfum. Gerðu áætlanir um framtiðina en frestaður að hefjast handa um framkvæmdir. Fiskarnir, 20 febr til 20. marz: Haltu áfram við að styrkja líkama þinn en reyndu ekki um of á hann og gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að skapa mótvægi gegn kvillum. Það eru ekki allir unglingar slæmir. Takið til dæmis fimm ungmenni i Hamborg, sem hafa sett sér það takmark að ve'ta gömlu einmana folki aðstoð. þeir skemmta í næturklúbbum, og á ýmsum skemmtistöðum, og leika jafnvel trúða á markaðs- torgum. Alit það fé sem þeim áskotnast með þessu móti, renn ur í sjóð sem þeir nota svo til að gleðja gamalt fóik, með gjöfum eða ferðalögum. Þetta er þeirra tómstundaiðja. Myndin hér að ofan sýnir þá á markaðstorgi þar sem þeir leika trúða. Ymislegt „Kvenfélagasamband Islands var stofnað árið 1930, og alltaf er það að 'vaxa og eflast," sagði formaður þess, frú Helga Magn- úsdóttir, á fundi með fréttamönn um nýlega. „Meðlimatálan er nú komin yfir 15 þúsund, og nær starfsem n um land allt. K.í. nýt- ur styrks frá ríkinu, og við leit- umst við að sjá um ýmiss konar fræðslu fyrir húsmæður bæði með námskeiðum og eftir öðrum leiðum. Þessa dag- ana stendur yfir sníðanámskeið fyrir húsmæður utan af landi, og annað mun líklega hefjast bráð- lega. Það tekur 3 vikur, og kennsl an er án endurgjalds. Og ný- lega höfum við kom ð upp visi að „Leiðbeiningastöð húsmæðra“ í sambandi við skrifstofu okkar á Laufásvegi 2.“ Tilefni fundarins er einmitt þessi nýja upplýsingaþjónusta, sem frú Sigríður Kristjánsdóttir húsmæðrakennari veitir forstöðu. Hún er til viðtals alla virka daga nema laugardaga frá 3 — 5, og all ir, sem þarfnast leiðbeininga — jafnt karlmenn sem kvenfólk — geta snúið sér til hennar með fyrirspumir um heimilisstörf og húshald, matartilbúning og bletta hreinsun, val á heimilistækjum, innréttingu eldhúsa o.fl. Síminn er 1 02 05, og þeir, sem heldur vilja skrifa, geta sent bréf sín til „Leiðbeiningastöðvar hús- mæðra“ Laufásvegi 2, Reykja- vík. Allar upplýsingar eru ókeyp is, og mun frú Sigríður reyna að aðstoða spyrjendur eftir því sem unnt er. Bréfum verður svarað skriflega, en berist mörg bréf með sams konar spurningum, verður þeim svarað í sérstökum dálki í „Húsfreyjunni“, hinu fróðlega tímariti, sem kemur út ársfjórðungslega á vegum Kven- félagasambands íslands. Minningar sp j öl d Minningarspjöld Blómsveiga- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdótt ur, Lækjargötu 12, Emeliu Sig- hvatsdóttur Teigagerði 17, Guð- finnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakkastíg. Guðrúnu Benedikts- dóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhannésdóttur, Ásvallagötu 24, og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. MV HUMBLE PWELUN&. YOU WILL REMAIN HERE UNTIL YOUR FATHER 5ENP5 ...LET U5 5AY A MILLION ...REASONS WHY I BUT THEREIS AH UNeXPECTEP HOFE THE SAILOR WH05E CLOTHES I BORROWEP POESH'T CHECK HI5 LOCKER TOO SOON/ Eftir nokkra siglingu er konvð í aðalstöðvar sjóræningjanna, og þar fer Scorpion i land með fanga sinn. Hann segir henni að þarna verði hún að gera sér að góðu að dvelja þar til faðir hennar hafi sent svo sem eina milljón í lausnargjald. Á meðan læðist Rip um í skugganum og vonar. að sjómaðurinn sem hann stal nú- verandi búningi sínum frá, fari ekki alltof fljött í skipskistu sína ESI n □ □ □ l n! □ I D □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ /n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Q □ □ □ Q □ O □ o □ Q □ Q □ 0 □ □ O □ □ □ Q Q 3 3 a a FRÆEI FÓIK Somerset Maugham 1 tilefni 90 ára afmælis sins sagði rithöfundurinn Somerset Maugham við ættingja sína, sem flykktust til hans úr öll- um áttum: — Þegar við getum ekki lengur borðað e'ns mikið og við viljum án þess að fitna, og þegar við getum ekki leng- ur vakað eins og við viljum án þess að verða þreytt, þá er ellin farin að segja tll sín. 1 litla franska bænum Fol, hátt uppi í fjöllum, er oft kalt á vetrum. Stundum jafnvel svo kalt, að frostið fer niður í 20- 25 gráður. 1 slíkum kuldum er nautgripunum auðvitað kalt, og til þess að hjálpa vesl- ings dýrunum gefa bændurnir þeim rauðvín og rommtoddý í stórum stíl. Þá hætta þau að barma sér, segja hinir góð- hjörtuðu hœndur. En hvað kúnum viðvíkur, eru þessi „hitameðul“ án afleiðinga. — Mjólk þeirra inniheldur svo mikið alkahól, að bændurnir fá sér m klu frekar eitt mjólk- urglas úr „upphitaðri kú“ en þrúgubrennivín, og annað sem mikið var drukkið áður fyrr. MacMillan Maurice, sonur Macmillans, er „Economic Secretary" í stjórn Alec Douglas-Home. Hann var fyrir skömmu í sín um fyrsta „spurningatíma“ í neðri deildinni, og eitt svar hans þótti sérstaklega gott. — Sú staðreynd, sagði hann, að frú Wood arfleiddi fjármálaráðuneytið að öllu sínu fé, er í sjálfu sér engin sönnun þess að hún hafi ver- ið biluð á sönsum, og ekki verið fær um að gera löglega erfðarskrá. Brezki rithöfundurinn Laur- ence Irving sagði nýléga: -- Töfrar málaralistarinnar eru gleymdir öllum nema söfnur- um, skiltamálurum og peninga fölsurum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.