Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 13
VlSIR . Þriðjudagur 11. febrúar 1964. Á$ gefnu tilefni ítrekar Húsnæðismálastjóm fyrri tilkynningu sína um, að hér eftir verða allar teikningar, sem berast með lánsumsókn- um, að vera áritaðar af viðkomandi bygging- aryfirvöldum, byggingamefndum. Með hliðsjón af framansögðu er því hér eftir tilgangslaust að sækja um lán út á hús eða einstakar íbúðir, sem ekki hafa hlotið áritað samþykki fyrrgreindra aðilja. Húsnæðismálastofnun ríkisins. F asteignaeigendur og aðrir sem þurfa á AÐSTOÐ að halda til verklegra framkvæmda, athugið: Nú er rétti tíminn til að panta hjá okkur. Við önnumst mörg og óskyld verk, t. d. húsavið- gerðir, glerísetningar, lóðastandsetningar, setjum upp girðjngar um lóðir og jarðir, gröf- um skurði og húsgrunni, fyllum upp hús- grunni o. m. fl. Einnig margs konar fram- kvæmdir fyrir bændur. Útvegum allt efni og sjáum um allan flutning. Talið við okkur sem fyrst og leitið upplýsinga. Jlöi íii iiöienls'/} AÐS.TOÐ h.f.. Lindargötu 9, 3.h.. Sími 15624 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 1® ERRA ATTAR //4NDHRE1NSAÐIR Skóverzlunin Víf Vegna fregnar í blaðinu hér á föstudaginn um kaup Verzlunar- bankans á húseign skóverzlunar Lárusar G. Lúðvíkssonar skal það tekið fram að hluti skóverzlunar- innar flytur ekki á Laugaveg 11. Þar starfar sjálfstæð skóverzlun, Víf að nafni eign Sigurðar Hauks Lúðvíkssonar. EFNALAUGIN BJÖRG Sólvollogötu 74. Sími 13237 Barmohlíð 6. Sími 23337 Skrúfuctagur — Framh. af bls. 8 salir skólans opnir, og er þá tækifæri til að fá sér kaffisopa í kunningjahópi. Kl. 17 hefst hátíðarfundur í samkomusal Sjómannaskólans. Þar verða flutt ávörp og heið- ursgjafir afhentar. Fundinn sækja eldri og yngri nemendur ásamt skylduliði þeirra og aðrir þeir, sem tengsl hafa eða hafa haft við skólann, en aðgang að kynningarstarfsemi og kaffi- drykkjunni hafa allir velunnarar skólans. Kl. 19 hefst svo árshátíð Vél- skólans að Hótel Sögu. — Að Skrúfudeginum standa Vélskól- inn og Vélstjórafélag íslands, sem styrkir framkvæmd hans með fjárframlögum. Um fram- kvæmd dagsins sér sérstakt Skrúfuráð, en það skipa bæði nemendur skólans og starfandi vélstjórar. Frá dráttarbrautinni í Julianehaab. GRÆNLAND - Framh. af bls. 9. þess, að ekki berist nóg hráefni. Eru þeir alltaf 'reiðubúnir að kaupa fisk af erlendum skipum til frystihúsanna, ef þau kæmu til hafnar þar. Ekki hafa Færey- ingar samt mikinn áhuga á að selja fisk til þessara frystihúsa því að þeir fá miklu betra verð fyrir hann heima hjá sér. Á döfinni eru nú áætlanir að koma upp við Godthaab mikilli fiskibátahöfn í skjólgóðri vík hinum megin á nesi því sem Godthaab stendur á. Eru ráða- gerðir um að stofna danskt-fær- eyskt hlutafélag til að annast framkvæmdir og hefja stórút- gerð. Þar á m.a. að reisa stórt frystihús. í ráðagerðum þessum , srcgeiit-.ráF íyrir að allt að, 200 fimmtíu tonna fiskibátar geti fengið aðstöðu þarna og frysti- húsið á að geta framleitt 20 tn. af frystum flökum á sólarhring Ekki er ennþá Ijóst, hvað úr þessum ráðagerðum verður. Þá hefur konungsverzlunin rekið rækjuniðursuðu á þremur stöðum, en telur það ekki eins örugga atvinnugrein, þar sem það skeði nú fyrir nokkrum ár- um, að rækjur hurfu algerlega af gömlum miðum og var álitið að þær hefðu drepizt í grimmd- arfrostum, sem urðu um vetur- inn. MIKLIR MÖGULEIKAR Áætlað er, að útlendingar veiði nú um 250-300 þúsund tonn af fiski á Grænlandsmiðum en heildarveiði Grænlendinga er aðeins um 25 þús. tonn. Sýnir þetta, svo ekki verður um villzt, að framtíðarmöguleikarnir eru ó tæmandi, hvað sem sagt er um aflatregðu og minnkandi afla við Grænland. En Grænlendinga hef ur skort tæki og þekkingu til að hagnýta sér hin góðu fiski- mið sín og þó fiskiskipaflotinn hafi stækkað og margfaldazt á ,síð.asta áratug skortir enn mikið á. Stærsta fiskiskip þeirra er línuveiðarinn Kakortok, sem áð- ur getur, sem er 157 tonn. Þá koma 60 bátar 10-20 tonna og um 700 vélbátar undir 10 tonn að stærð. Og enn eiga margir Grænlendingar sinn gamla húð- keip eða kajak, sem þeir fara á til að draga fisk í söðið. Fullkomnasti slippur Græn- lands er í Holsteinsborg, sem er einn mesti framfarastaður í land inu. Hann getur tekið allt að 300 tonna skip á land en mörg strandflutningaskip eru af þeirri stærð. Á þrem öðrum stöðum, Julianehaab, Fredrikshaab og Godthaab eru slippir sem geta tekið 40 tonna skip. Þar eru að sjálfsögðu starfræktar trésmiðj- ur og jámsmiðjur. HANS HEDTOFT-SLYSIÐ Konungsverzlunin hefur ann- azt allar siglingar til og frá Grænlandi og einnig strandferð- ir innanlands. Það var ætlun fé- Iagsins að stórauka þá starfsemi og var hið glæsilega millilanda- skip Hans Hedtoft 2875 tonn byggt sem þáttur í uppbygging- unni. En svo hörmulega tókst til að Hans Hedtoft fórst með manni og mús 1 jómfrúrferð sinni í janúar 1959, mun hafa rekizt á ísjaka. Eftir það hefur dregið úr skipaútgerð konungs- verzlunarinnar sjálfrar og hef- ur hún síðan tekið skip á leigu í vaxandi mæli, aðallega Dan- skipin, svo sem Magga Dan og Kista Dan, sem oft koma við í Reykjavík. Aðeins um þriðjung- ur af vöruflutningum Græn- lands fer nú fram með eigin skipum félagsins. Perstorp — decorative laminate Sænska harðplastið Ávis!lf tiS í mðkBu litaúrvcsli IÐJUBÚÐIN við Háteigsveg . Sími 21222 -t;wr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.