Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 11.02.1964, Blaðsíða 16
Við réttarhöld í morgun. 1 dómarasæti Halldór Þorbjörnsson sakadómari og hægra megin á myndinni lögfræðingarnir Gunnlaugur Þórðar- son, Öm Ciausen og Jón Magnússon Réttarhöld hafin í máli veitingamannsins y Þriðjudagur 11. febrúar 1964. Tvennt slnsnst Tvö umferðarslys urðu í Reykja vik í gær, en hvorugt alvarlegs eðlis að talið var. Um hádegisleytið í gær varð 11 eða 12 ára drengur, Benedikt Garð- ar Eyþórsson að nafni fyrir bifreið á Þórsgötu og meiddist á höfði. Um klukkan 10 í gærkveldi varð kona, Anna Óskarsdóttir, fyrir bíl á Miklubraut móts við benzfnstöð Shell. Meiðsli voru ókunn. 1 nótt var bifreið ekið harkalega aftan á aðra bifreið á Laugavegi gegnt Klapparstíg. Ökumaður bíls- ins, sem árekstrinum olli var undir ihrifum áfengis. Slys varð ekki á fólki. Gunnar Thoroddsen Málflutningur i máli Sigur- bjöms Eirikssonar veitinga- manns hófst í morgun í Saka- dómi Reykjavikur. Flutti verj- andi hans Jón Magnússon þá ræðu sína. Hann krafðist þess, að Sigurbjöm fengi þá vægustu refsingu, sem hægt væri m. a. að hann hiyti ekki varðhalds- refsingu, heldur fjársekt. Verjandinn taldi, að bank- arnir ættu nokkra sök á þvi, hvernig farið hefði, þar sem þeir hefðu látið svokallaða keðjutékka viðgangast. Taldi hann að ákærði hefði ekki gert þetta af ráðnum hug, heldur hefði hann byrjað smátt en sið- an oröið að halda dansinum á- fram vegna keðjuverkana. Hann hefði lagt i alltof mikla fjárfest- ingu, þar sem hann keypti á skömmum tíma Áifsnes, lagði í Kaupskip og keypti Glaumbæ. Síðan rættist ekki gróðavon 1 sambandi við Álfsnes og Glaum- bæ. Var síðan erfitt um lán og leiddist Sigurbjörn út I svo- kallaða keðjutékka. Sagði verj- andi að þeir ættu sér stað í stórum stíl i Reykjavík. Verjandi skýrði frá því, að þegar í óefni hafi verið komið hafi Sigurbjörn farið á fund þriggja bankastjóra en fékk sama svar hjá þeim öllum neit- un. Þegar öll sund voru lokuð hafi hann gefið sig fram af sjálfsdáðum við aðalféhirði Landsbankans. Verjandi taldi að Sigurbjöm ætti eignir langt umfram þessar 1,9 milljónir, sem hér væri um að ræða. Gagnrýndi hann bank- ana fyrir að vilja þröngva fram uppboðum, með því gættu þeir aðeins eigin hags, en hugsuðu ekki um þó aðrir sköðuðust. Benti hann sérstaklega á að jörðin Álfsnes væri mjög mikils virði, taldi hana ekki undir 7,5 millj. kr. virði. ÁlSt Eimskipafélagsms: Fjármólaráðkerra talar í Kópavogi í kvöld Sjálfstæðisfélag Kópavogs heidur almennan fund í Sjálf- stæðishúsinu þar í bæ, Borgar- holtsbraut 6, kl. 8.30 í kvöld. Ræðumaður kvöldsins verður Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Allt Sjálfstæðis fólk er hvatt til að sækja þenn an fund og mæta stundvíslega. Stórhækkun farmgjalda á sekkja- vöru nauðsynleg Það þolir enga bið, að farm- gjöld á sekkjavöru verði hækk- uð segja ráðamenn Eimskipa- félags íslands. Þau farmgjöld, sem nú em í gildi á sekkjavöru hjá Eimskip hrökkva rétt fyrir útskipunarkostnaði f New Nork. Vísir skýrir frá þessu í tiiefni af blaðafregnum í morgun þess efnis, að mikið framgjaldastríð geisi nú milli skipafélaganna. Það kostar nú 12 dollara að skipa út hverju tonni af sekkja- vöru í New York en farmgjöldin nema 12% dollara á tonnið. Er þessi vara því langt undir kostn aði. Ástæðan fyrir því er sú, að farmgjöldum á sekkjavöru hefur verið haldið niðri undanfarin ár vegna þess, að þar er um vísi- töluvörur að ræða. En í staðinn hafa skiþafélögin fengið að hækka þvf meira farmgjöld á stykkjavöru og útfluttum vör- um. Farmgjöldin voru háð verð- Framhald á bls. 6. Sjón varpsmælingar um allt land Tillögur um sjónvurpið senn mótuður Reynt verður að Ijúka við undirbúningstillögur um ís- lenzkt sjónvarp sem allra fyrst, sagði útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gfslason við Vfsi f morgun. ------------------------!-------e> Sprengdi upp skrifborð Innbrot var framið i nótt í neta- verkstæði Thorbergs Eyjólfssonar á horni Holtsgötu og Ánanausts. Þar hafði verið farið inn um glugga og síðan ýtarleg leit gerð að verðmætum, m. a. sprengt upp skrifborð, en f þvf fann þjófurinn ekkert sem hann gat hagnýtt sér. Til þess þó að fara ekki allslaus út aftur stal hann kuidaúlpu, nokkrum pökkum af kaffi, tveim hitakönnurp og einum hitabrúsa. Málið er í rannsókn. Og er þá miðað við að þær komið fram meðan þetta þing situr, sagði hann. Útvarpsstjóri gat þess að sjónvarpsmálin hefðu að undan- förnu verið nákvæmlega rædd af nefnd þeirri, sem mennta- málaráðherra fól að gera undir- búningstillögur að fslenzku sjón varpi. Hefir nefndin rætt um^ dagskrár sjónvarpsins og dag- skrárkostnrð, tækni og tækni- kostnað, stöðvar, fjölda þeirra og þjónustu. Nefndin hefir safnað að sér miklu erlendu efni til samanburðar og upplýs- inga. Loks hafa verkfræðingar unnið með nefndinni að tillög- um um hina tæknilegu hlið ís- lenzka sjónvarpsins og stuðzt hefir verið við álit yfirverk- fræðings sjónvarpssamtaka Evrópu, M. Hansens. Enn er ekki hægt að skýra frá niður- stöðum nefndarinnar, þar sem rannsókn málsins er ekki lokið, en nefndina skipa auk útvarps- stjóra útvarpsráð. Áður en nefndin tók til starfa hafði Rfkisútvarpið látið gera bráðabirgðaálit um málið. Síðan hafa verið framkvæmdar ýmsar mælingar vegna hins fs- Ienzka sjónvarps vfða um land og hefir Landssíminn veitt góða þjónustu f þvf máli. Hafa aðal- lega verið athuguð móttökuskil- yrði fyrir sjónvarp og f Ijós komið að þau eru nær hvar- vetna góð. Á það mun verða lögð megináherzla að sjón- varpið nái til allrar þjóðarinnar eða því sem næst. Verður byggt kerfi endurvarpsstöðva en hugsanl. einnig notazt við talrásir Landssfmans til send- ingar myndanna. Vilhjálmur Þ. Gislason, útvarpsstjóri. Undirbúningsrannsóknir að jarðborunum á Akureyri Akureyri. Bæjarstjórn Akureyrar hefur far ið þess á leit við jarðborunardeild Raforkumálaskrifstofunnar að hafn ar yrðu svo fljótt sem auðið yrði, og ekki seinna en í vor, undirbún- ingsrannsóknir að jarðhitaborunum á Akureyri. Bæjarstjórnin leggur á það veru- lega áherzlu í þessari málaleitan, að til leitar og und.rbúningsrann- sókna verði fenginn lítill bor, þar eð hver úthaldsdagur er tíu sinn- um ódýrari með litlum bor heldur en stóra bornum. Og það þykir Akureyringum í helzt til mikið ráð izt ef ekki næst tilætlaður árangur, Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.