Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1964. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR , Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Falur hæstbjóðanda QFT felst auður í öldnu orði. Málshátturinn segir að illt sé að vera milli steins og sleggju. Það er réttmæli og ein sönnun þess er hlutskipti Framsóknarflokks- ins í íslenzkum stjórnmálum í dag. Afstöðu kommún- ista má yfirleitt skilja. Þeir hafa haslað sér völl: að breyta þjóðfélaginu á sovézka vísu, kæfa einstakling- inn og framtak hans, en þjóðnýta mannlífið. Framsókn er hinsvegar hið steinrunna nátttröll í íslenzkum stjórnmálum. Hver minnist eins einasta atriðis úr stefnuskrá Framsóknar? Jú, aðeins þess að völdin séu sætari en nokkur annar hlutur á jörðu hér. Rammastur er nú söngur Framsóknar um að hún berjist við öfgaflokkana til vinstri og hægri. Stefna hennar sé stefna hins skynvædda, hógværa manns. Þvílík sjálfsblekking! Sjálfstæðisflokkurinn er ekki öfgaflokkur. Ef hann væri það væri hálf ísl. þjóðin, sem honum tilheyrir, öfgafólk. Framsókn á hins vegar ekki einu sinni öfgar, hvað þá stefnu í landsmálum. í þingmálum greiðir flokkurinn atkvæði eins og kaup- gengið býður í hvert sinn. í vérklýðsmálum blása Framsóknarmenn glatt í elda kommúnista, eins og tré- smiðakosningarnar sýna. Norður á Akureyri eru flokks mennirnir íhaldssamir hentistefnumenn. Hér í höfuð- borginni eru þeir kommúnistar í illa gerðu dulargervi. Flokkurinn er þannig eitt allsherjar tætingslið, leiddur af foringja sem rífur það niður í dag í efnahagsmálum sem hann túlkaði sem evangelium þegar hann var í stjórn. Á slíkum heilindum hafa íslendingar illan bifur. Loks vinnur ísland! $}YND væri að segja að það væri daglegt brauð að við íslendingar ynnum stórveldin í íþróttalandskeppnum. Þess vegna gleður það miklu fleiri en handboltahjörtu hve vel tókst í keppninni við Bandaríkin um helgina. Þar stóðu íslendingar sig með prýði, en sannleikans vegna má ekki láta þess ógetið að Bandaríkjamönnum er flest betur gefið en handknattleikur. Hann er þar sáralítið iðkaður. En hvað um það. í þessari íþrótt höfum við einnig í fullu tré við milljónaþjóðirnar, sem íþróttina vel kunna. Vonandi hafa þeir sem sífellt eru að nöldra yfir slælegri frammistöðu okkar erlendis far- ið suður til Keflavíkur um heigina. Flúor í neyzluvatn J>AÐ er kominn timi til þess að Reykjavíkurborg leggi til atlögu við tannskemmdirnar og bæti flúor í neyzluvatn borgarbúa. Um gildi þess verður ekki leng- . ur deilt. Það minnkar tannskemmdir um 50%, miðað við neyzlu þess frá barrtsaldri. Fjölmargar borgir í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum bæta þessu efni í vatnið. Það spillir því í engu, en hefur þau undraáhrif, að tannskemmdir minnka óðfluga. Kostnaðurinn hér í borg myndi aðeins verða nokkuð yfir milljón krónur á ári. En hvað myndi sparast hjá skólatannlæknunum fyrir bragðið? Stærð Hallgrímskirkju hefir ver ið rædd nokkuð að undanfömu. 1 sambandi við þær umræður er fróðlegt að rifja upp og hugleiða eftirfarandi: SKÁLI ~T TSKIRKJA KLÆNGS BISKUPS OG HALLGRÍMSKIRKJA. Klængur biskup Þorsteinsson (1152—76), reisti nýja kirkju af grunni í Skálholti. „Á tveim skipum komu út stórviðir þeir, er Klængur biskup lét höggva f Noregi til kirkju þeirrar, er hann lét gjöra í Skálholti, er að öllu var vönduð fram yfir hvert hús annað, þeirra er á Islandi voru gjör, bæði að viðum og smíði“ — svo segir í bæklingnum Skál- BYGGINGARSAGA HALLGRÍMSKIRKJU holtsstaður eftir biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson. Meðfylgjandi uppdráttur, sem nýverið var gerður á teiknistofu Húsameistara rfkisins, sýnir grunnfleti Klængskirkju og Hall grfmskirkju f Reykjavík hlið við hlið f sömu stærðarhlutföllum: DÓMKIRKJAN I REYKJAVÍK — í núverandi mynd — var full- gerð 1848. Þá voru íbúar Reykja víkur rúmlega 1100. Kirkjan rúmar yfir 800 mann í sæti, þ. e. upphaflega hafa allir bæjar- búar getað hlýtt þar messu sam- tfmis. STÆRÐ HALLGRÍMSKIRKJU ÁKVEÐIN 1926. Árið 1926 kaus Dómkirkju- söfnuðurinn nefnd manna til að athuga möguleika á byggingu nýrrar kirkju f höfuðstaðnum. í nefnd þessa völdust eftirtaldir menn: Magnús Th. G. Blöndal, útgm. Sveinn Jónsson, trésm., Ólafur Lárusson, próf., Jón Halldórsson, trésmíðam., Sfra Bjami Jónsson, Síra Friðrik Hallgrfmsson, Matthfas Þórðarson, fornminjav. Sigurbjörn Á. Gíslason, oddviti sóknarnefndar — hinir fjórir síðasttöldu til- nefndir af hálfu sóknarnefndar- innar. Á sóknarnefndarfundi hinn 5. des. 1926 leggur þessi nefnd fram svofellda tillögu í málinu: „að unnið verði að því að koma up nýrri kirkju með sæti fyrir 1200 manns, ætti sú kirkja að standa f Austurbænum t. d. á Skólavörðuholtinu". Tillagan var samþykkt í einu hljóði og nefndinni falið að vinna að undirbúningi kirkju- byggingarinnar (Skv. gerðabók sóknarnefndar Dómkirkjusafn- aðarins 1924 —’49) Þegar þetta var ákveðið voru íbúar Reykja vikur 23.190 — en nú um 76 þús. ALÞINGI 1940 Árið 1940 setti Alþingi Iög „um afhending dómkirkjunnar til safnaðarins í Reykjavfk og skintingu Reykjavíkur f presta- köll“. . rfifi.goeinargerð menntamála- nefndar með lagafrumvarpinu segir svo um 5. gr.: — I samræmi við það, sem hér er á undan sagt, virðist eðli- legt að kirkjur yrðu f framtíð- inni reistar á þessum stöðum: Stór kirkia á Skólavörðuhæð, en minni kirkja í Vesturbænum fyrir Nesprestakall og kirkja f Laugarneshverfi. En fyrst um sinn, þangað til kirkiubyggingar þessar kgmast f framkvæmd, eins og ofan er til ætlazt, er gert ráð fyrir, að 2 prestaköll eigi sókn að dómkirkiunni, en stór kirkja á Skólavörðuhæð verði reist hið fyrsta, og gangi hún fyrir öllu .... UMMÆLI BORGARSTJÓRANS 1943 Árið 1943 — í febrúar mán- uði — var Hallgrímskirkja til umræðu í bæjarstjórn Reykja- víkur. Frá þeim ummælum segir m. a. svo í Mbl. 5/3 1943. „Borgarstjóri (Bjarni Bene- diktsson) kvaðst draga það í efa að sú lausn fengist á þessu kirkjubyggingamáli, sem allir yrðu ánægðir með, enda þótt efnt væri til almennrar sam- keppni. Því til þess að gera full- komna uppdrætti að svo mikilli byggingu, þá þyrfti að leggja í þá meira verk, en líklegt væri að þátttakendur í samkeppni treystu sér til. Hann taldi það fjarri sínu skapi, að kirkjan væri samkv. uppdrætti G. S. of stór. Því það hlyti að vera á- hugamál þjóðarinnar að þessi höfuðkirkja yrði stærri og veg- legri, en kirkjur annarra trúar- félaga í landinu". ÁSKORUN 9 ÞJÓÐKUNNRA MANNA 1951. Árið 1951 var boðað til al- menns fundar urn kirkjumál hinn 3. maí (Uppstigningardag) í húsi Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Ræðumenn voru: Sigurbjöm Þorkelsson, form. sóknarnefndar. Sigurgeir Sigurðsson, biskup Gunnar Thoroddsen, borgarst., Bjarni Jónsson, vfgslubiskup Guðrún Guðlaugsdóttir, frú Sigurjón Árnason, prestur Jónas Jónsson, skólastjóri Jakob Jónsson, prestur Ingimar Jónsson, skólastjóri. í frásögn af þessum fundi segir m. a. svo í Kirkjublaðinu mánudaginn 14/5 1951: „Voru ræðumenn á einu máli um það, að brýna nauðsyn bæri til að fjölga prestum í höfuð- staðnum og reisa þar fleiri kirkj- ur. Jafnframt þyrftu Reykvíking ar og raunar Iandsfólk allt að sameinast um það að reisa svo fljótt sem unnt er og ástæður leyfa hina glæsilegu Hallgrlms kirkju á Skólavörðuhæð, sem þegar hefir verið byrjað á og verða skal höfuðkirkja þjóðarinn ar og glæsilegasta hús á lslandi“ „SÍZT OF STÓR I REYKJAVlK FRAMTÍÐARINNAR“ Árið 1964 — í ársbyrjun — kom út STÚDENTABLAÐ. Dag- blöðin hafa tilfært sitthvað af innihaldi blaðsins, en ekki þetta: Dr. Þórir Kr. Þórðarson, pró- fesson segir m. a. „Á hitt má benda, að Reykja- vík vantar stóra kirkju Allar stærri og meiri háttar athafnir, hvort heldur sem er á stórhátíð um, sögulegum stundum eða þeg ar stórslys ber að höndum, þurfa meira húsrými en fyrir hendi er í Dómkirkjunni, eins og í ljós hefir komið á undanförn- um árum. F,n um stærð kirkj- unnar (Hallgrímskirkju) má segja það að lokum, að takist vel um stíl hennar að innan og listræna skreytingu, mun hún draga til sín fólk og sizt reynast of stór í Reykjavík framtíoarinn ar“. Frh. bls. 13. i Cá 'JJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.