Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1964. 51 útlc^d’í útlönd í morgun. utlönd í útlönd í rnorgim ■raa Hi Hættulegur leikur Mukuriosur Makarios erkibiskup, forseti Kýpur, leikur nú þann hættu- Iega leik, að tefla stórveldunum fram hverju gegn öðru i deil- unni varðandi gæzlulið á Kýp- ur, í von um að hagnast á því. Þetta er skýringin á því, að Makarios hefir ávallt á seinustu stundu þverskallazt við að fall- ast á tillögur til lausnar deil- unni, og eftir fimm daga til- raunir U Thants framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna horfir nú svo, að allt verði í sama öngþveiti, er Öryggisráð- ið kemur saman til fundar í kvöld. Menimencicoglu ambassador Bandaríkjanna í Washington varpaði skýru ljósi á þessi mál í gær, er hann m.a. drap á sam- komulagsumleitanir Sovétríkj- anna og Kýpur að undanförnu, og kvað hann þær vera í tengsl- um við vopnainnflutning Kýpur- Grikkja að undanförnu, og vekti fyrir Makariosi að nota sér afstöðu Sovétríkjanna varð- andi Kýpur til að hafa sitt fram, og með skæruhernaði, ef í það færi. Bretar hafa fyrir nokkru komizt að því, að mikill vopnaflutningur á sér stað tiJ Kýpur-Grikkja og hafa rætt það mál við Makarios, sem sagði þann flutning eðlilegan og leyfi- legan. Seinustu fréttir í morgun voru þær, að þær 6 þjóðir, sem sæti eiga í Öryggisráði, en ekki hafa þar fastafulltrúa, taki sér fyrir hendur að reyna að finna lausn á málinu. Samtímis fréttist að Makarios hótaði að krefjast fundar Allsherjarþings um mál- ið. í gær gerðist það einnig, er vonlaust var talið um árangur af tilraun, U Thants, að Evrópu- ráðið ákvað að utanríkisráð- herrar 17 þjóða sem sæti eiga í ráðinu komi saman á fund fyrir mánaðamót til þess að ræða Kýpur. Bæði Grikkland og Kýpur eiga aðild að ráðinu. Sir Alec Dougias-Home sagði í gær, að óvíst myndi hafa orð- ið um örlög margra Grikkja og Tyrkja á Kýpur, ef Bretar hefði ekki sent gæzlulið þangað, og kannski hefðu tvær Nato-þjóðir, Grikkir og Tyrkir, borizt á banaspjót. ErleitcScir fréftir i sfutfu máli @ Snarpur landskjálfti kom í Aþenu í fyrrinótt og Lania um 160 km. norðar. Tjón varð ekki,* en fólk varð mjög hrætt, eink-. um nyrðra. 9 Bretland og Bandaríkin hafa nú viðurkennt stjórnina í Zansi- bar. @ Páll Grikkjakonungur er á hröðum batavegi eftir uppskurð- inn fyrir seinustu helgi, en nú hefir Friðrika drottning lagzt í lungnabólgu. © Indlandsstjórn kvartar yfir á- rás frá Pakistan á 25 manna lög- regluvörð. Segir hún að um fyrir sát hafi verið að ræða. Aðeins 2 úr hópnum komust undan. @ Frakkland og Kína hafa form- lega skipzt á sendiherrum. } i ;ir belgiskir kennarar hafa verið myrtir £ Kwiluhéraði í Kongó. @ Brezkir vísindamenn hafa boðið Naessens, franska líffræðingn- um, sem fann upp serum við hvítblæði, að þraut-kanna það með rannsóknum og styrkja hann til framhaldsrannsókna. @ Fimm menn hafa verið dæmdir í ævilangt fangelsi í Sýrlandi og dómar verða upp kveðnir í dag yfir tveimur til. Allir voru þeir sakaðir um landráð vegna óeirðanna í Homs í fyrri yiku, er 6 ár voru Iiðin frá því Egypta- land og Sýrland gerðust sam- bandsríki, en Sýrland sagði sig úr samtökunum síðar. Butler á merkustu ráðstefnu heims M’Ba — forseta Gabon í V.-Af- ríku, var vikið frá völdum fyrir skömmu í byltingu, en Frakkar settu hann á forsetastól á ný. Nú hefir M’Ba vikið frá stjórn lands- ins og boðað nýjar þingkosningar, að því er frétt frá Libreville herm- ir. Richard Butler utanríkisráðherra flytur i dag ræðu á afvopnunar- ráðstefnunni í Genf og ber fram nýjar tillögur um afvopnun. Hann sagði við komuna þangað í gær, að ráðstefnan væri merk- asta ráðstefna heims. Hann kvaðst kominn til stuðnings tillögum sem fram væru komnar og bera fram nýjár. Butler ræddi i fulla klukkustund við William Foster aðalfulltrúa Bandaríkjamanna. Hann hefir fund með fréttamönn um fyrir burtför sína. Richard Butler. Nýtt ferðamálafrumvarp - Enn um áfengislöggjöf í efri deild mælti samgöngu- málaráðherra Ingólfur Jónsson, fyrir frv. til laga um ferðamál. Sagði hann, að þetta væri ekki nýtt mál á Al- þingi, það hefði verið flutt í fyrra en ekki náð afgreiðslu. Nú væri það flutt örlítið breytt. Helztu nýmæli frv. eru þau, að lti að fá leyfi til að reka ferða- skrifstofu þarf að leggja fram a. m. k. 350000 kr. tryggingu svo og er einkaréttur Ferðaskrifstofu ríkisins til að taka á móti erlend- um ferðamönnum afnuminn. Annar kafli frv. felur f sér þau nýmæli, að þar er gert ráð fyrir stofnun ferðamálaráðs, skipað 9 mönnum Starfssvið þess skal vera það, að það á að vera ráðgefandi fyrir Albingi og ríkis- stjórn og gera tillögur um gisti- hús o. fl. Þriðji kaflinn fjallar um Ferða skrifstofuna, hún eigi að vinna að landkynningu með fjárfram- iögum úr ríkíssjóði jafnframt þvi að taka á móti ferðamönnum. Fjórði kaflinn er um ferða- málasjóð. Ríkissjóður greiði hon- um eigi minna en 1 millj. árlega, auk heimildar til að taka allt að 20 millj króna lán til að bæta aðstöðu til að taka á móti ferða- mönnum víðsvegar um landið. Að lokum sagði ráðherrann, að flestir forstöðumenn ferðaskrif- stofa væru þessu frv. samþykkir nema hvað margir þeirra vildu leggja Ferðaskrifstofu ríkisins niður. Málinu var síðan vísað til 2. umr. og nefndar. ENN UM ÁFENGIS- LÖG. Þar var framhald fyrstu umr. um áfengislög. Sigurvin Einars- son (F) tók fyrstur til máls. Sagði hann, að í greinargerð frv. stæði að þetta frv. / væri flutt vegna < atburða, sem ‘ v-FÚj fit~r áttu sér stað i - Þjórsárdal s. 1. sumar. Ef þess- iratburðir hefðu ekki gerzt mætti ætla að frv. hefði ekki komið fram. En nú væri ástandið öll- um kunnugt og hefði ekki þurft neina Þjórsárdalsför til að gera umbætur á áfengislöggjöfinni. Þá rakti hann ástæðurnar fyrir þessu ástandi, taldi að unglingarn ir hefðu fyrirmyndina frá hinum ,^4 '»tí% fullorðnu, og ekki væri það æskan sem seldi vínið. Nú væri meirihl. allsherjar- nefndar fylgjandi þeirri stefnu að afnema sem mest bönn og refs- ingar með því að mæla með að aldurslágmarkið verði fært niður í 18 ár til að kaupa áfengi. Þar með væri boðskapur Alþingis til unglinga 18—21 árs, jæja, nú megið þið drekka. Ég get ekki að því gert, að mér finnst þeir unglingar sem fóru í Þjórsárdal hafa haft töluvert upp úr krafsinu. Nú þurfa þeir ekki annað en leggja leið sína til dala á ný, þá verður aldurinn enn lækkaður eða þessi takmörk afumin með öllu. Þórarinn Þórarinsson (F) kvaðst taka undir tillögur minnihl. alls- herjarnefndar (Skúla Guð- mundssonar) um að afnema afslátt á víni og tóbaki til ýmissa æðstu manna ríkisins, sagðist ekki sjá ástæðu til slíkra verð- launaveitinga. Einnig var hann fylgjandi tillögunni um sórstakan áfengisvarnasjóð, kvaðst álíta, að heppilegra væri að leggja á- herzlu á fræðslu- og æskulýðs- starfsemi í stað banna. ! jn§ -mái ", . Framsögumað- ur meirihl. alls- herjarnefndar, Einar Ingimund- arson (S) sagði að eðlilega væru skoðanir skiptar á þess- um málum, jafn vel bindindismenn væru ekki sammála um lækkunina á lág- marksaldrinum. En þetta haggar í sjálfu sér ekki þeirri skoðun meirihl., að þetta auðveldi fram- kvæmd laganna og stuðli að þvi að þessi takmörk yrðu virt. Þá sagðist hann taka undir þau ummæli dómsmálaráðherra, Jó- hanns Hafstein, að tillögur Skúla Guðmundssonar kæmu ekki bein- línis þessu máli við, og hvað viðkemur fjárveitingum til áfeng- isvarna, þá ættu þær að koma fram á fjárlögum en ekki áfeng- islögum. Síðan var umræðum frestað og málið tekið út af dag- skrá. Þingfréttir i stuttu máli. Sameinað bing. Óskar Jónsson, fulltrúi á Sel- fossi hefur tekið sæti Björns Fr. Björnssonar, sýslumanns, sem hverfur af þingi vegna embættis- anna. Efri deild. Þar mælti Ólafur Björnsson fyr ir frv. um kaup þingmanna og forseta íslands. Þá var og vísað til ríkisstjórnarinnar frv. um aukatekjur ríkissjóðs, eftirlit með opinberum sjóðum og sölu hluta úr landi Miðhúsa í Egilsstaða- hreppi. Neðri deild. Þar flutti Hannibal Valdi- marsson frv. um jarðgöng gegn- um Breiðdals- heiði milli Skut ulsfjarðar og Önundarfjarðar. í greinargerð frv. segir að þarna muni þurfa um 600 metra löng jarðgöng sem kosta 6 — 7 millj. kr. miðáð við núverandi verðlag, að því er virð ist í fljótu bragði. Gert er ráð fyrir að þau verði í 500 metra hæð, og ríkisstjórninni verði heim ilað að taka 7 millj. króna lán til framkvæmda. Matthías Bjárnason (S) sagðist styðja þessa tillögu, þessi leið væri erfið, en hins vegar mikilvæg, því hún tengdi saman um það bil helming íbúa á Vestfjörðum. Oft hefðu verið samþykktar á- skoranir og tillögur í þessu máli, en því lítt miðað áfram. En nú yrði ekki lengur le'tið á þessu, framkvæmdir yrðu að hefjast strax við að mæla jarðgöngin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.