Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 3
V í SIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1964. < Við heyrðum einhvers staðar baulað Það hefur verið pabbi að plata okkur, segja bömin Þau láta pabba sinn, (Valgeir Óla Gislason) baula, en mamm- an (Gunnvör Braga Sigurðar- dóttir) horfir á við enda borðs ins Loks skilja þau, að það var ekki hann sem baulaði, heldur kýrin í næsta herbergi Kusa skemmtir krökkum í Kópavogi Myndsjá Vísis fór fyrir nokkr um dögum í stutta heimsókn suður í Kópavog. Þar er leikfé- lag staðarins að byrja sýningar á nýju barnaleikriti. Það kallast „Húsið í skóginum“ og er norskt eftir Anne-Cathy Vestly, sem samið hefur margar barnasögur um Óla Alexander, en hann kem ur einmitt við sögu í þessu leik- riti. Það er ánægjulegt, að Ieikfé- lögin vilja nú gera meira en áð- ur fyrir börnin. 1 Þjóðleikhúsinu er Mjallhvit að heyja sitt stríð við vondu stjúpu. í Kópavogi fjallar sagan um hamingjusama fjölskyldu sem býr í skógi skammt frá stórborginni. Hún býr þannig líkt og á mótum gamla tímans og nútímans. I heimsókn til hennar koma bæði húsálfar, sem hjálpa til við heim ilisstörfin og tveir fasteignasalar frá borginni, sem eru hinir mestu misyndismenn og eru að reyna að fá pabbann til að selja húsið. En mesta lukku gerir samt kýrin, sem þeim er gefin. Verst er, að þau eiga ekki neitt fjós handa henni og er því ekki um annað að gera, en að láta hana búa í setustofunni yfir veturinn. Kýrin verður góður vinur barn- anna, en þetta er bammörg fjöl skylda, með átta bömum. Gerast nú ýmis ævintýri f sambandi við kúna. í leikriti þessu, sem Leikfé- lag Kópavogs flytur taka 23 leik arar þátt, en af þeim eru 14 böm og unglingar. Yngst þeirra er Helga Sigurðardóttir, sem er 10 ára. ► Kusa kann ekki vel við sig inni í stofunni í fyrstu. Hún sleppur út og ærist. Amma gamla (Auður Jónsdóttir) heldur í halann, en Morten (Gunnvör Braga Björnsdóttir) hvíslar að henni að vera róleg. Leikaramir, sem koma fram á sviðið í lok sýningar eru margir, en alls em hlutverkin 23.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.