Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Þriðjudagur 25. febrúar 1964. lenzkir sæfarar. Þeir nefndu staðinn Zuikerbrood eftir sér- kennilegu topplaga fjalli, sem er rétt fyrir norðan staðinn. ENGIN SJÁLFSTÆÐIS- HREYFING. Grænlenzkt eskimóamál er varðveitt, kennt í skólum og blöð gefin út á því. Samt kem- ur engum til hugar annað en að Grænland verði áfram danskt land. Þar er ekki um neina sjálf stæðishreyfingu íbúanna að ræða. Kannski eru þeir of stutt á veg komnir á sviði framtaks og menntunar til þess að nokk- ur von sé að þeir geti séð um sig sjálfir. Kannski eru þeir líka orðnir of blandaðir Dönum og danska er annað mál þeirra. Þeir eru lika of fáir, aðeins um 30 þúsund i geysistóru og erfiðu landi. En hvað eftir 25 ár, þá er áætlað að þeir verði orðnir 60 þúsund og stærsti bærinn Godt- haab með 10 þúsund íbúa. Þeim vex smám saman fram- tak og áræði og það er vissu- lega skemmtilegt að sjá og fvlgj ast með því, hvernig sumir bæ- irnir í Grænlandi rifna út, stækka og margfaldast á fáum árum, jafnframt því sem fisk- veiðarnar aukast og verkstæði ýmiss konar rísa upp. Það er sérstaklega á nokkrum stöðum, sém þessi athafnakraftur birtist, í bæjv.m eins og Julianehaab svðst á vesturströndinni og Godthaab, Sukkertoppen og Holsteinsborg, sem allir eru miðja vegu upp eftir vestur- ströndinni. ÞRÓUNIN HAFIN Á öllum þessum stöðum er ríf andi atvinna við fiskveiðar, húsasmíðar, timburverkstæði, jámsmiðjur og slippi. Og það í Sukkertoppen eru þrjú háhýsi á grænlenzkan mælikvarða, fimm-hæða hús. sem hefur verið að rísa upp og stækka. Við skulum heimsækja bæinn Sukkertoppen. Hann hef- ur komið nokkuð við sögu að undanförnu, þegar Danir tveir voru að reyna að fá islenzka útgerðarmenn til að senda báta þangað. Ekkert ætlar að verða úr því bar sem það, var' fjárhags lega óhagkvæmt. Hins vegar hefði verið skemmtilegt fyrir ís- lenzk stjórnarvöld að athuga, hvort ekki hefði gefizt tækifæri til að framkvæma hér sams kon- ar aðstoð við vanþróuð lönd, sem öll menningarþjóðfélög veiðist spraka, steinbítur og auð vitað þorskur, hér eru beztu þorskmiðin, hér eru erlendir tog arar oft á sveimi, stundum ís- lenzkir togarar með í hópnum. Sukkertoppen stendur á all- stórri eyju nokkuð sunnan mynni Syðri Straumfjarðar, þar sem stórí flugvöllurinn er. Er talið, að saga staðarins hefjist með því að norskur kaupmaður að nafni Anders Olsen settist þar að. Tók hann saman við grænlenzka konu og rekja græn- lenzkir menn ættir til hans. Heit ið „Sykurtoppurinn" gáfu hol- snúið á íslenzku þýðir það „Kaffistofan Steinbíturinn“. — Sum þessara húsa standa á klettasnösum alveg við sjóinn, það veitir þau þægindi, að þar er mjög einfalt að koma fyrir skolplögn, það er ekki annað en að leggja pípu út í sjóinn. Hér virðist heilbrigðisnefnd eiga eft- ir að taka til starfa. VETUR OG VORKOMA Veturinn í Sukkertoppen er langur og kaldur. Þá er minna að gera í Sukkertoppen, nógur tími til að halda upp á jólin í Lýsing á vaxandi útgeri- SUKKERTOPPEN ÞAD MÁ SEGJA að nú sé dög- I Grænlandi, ofurlítið er farið að rofa til eftir þá eymd, sjúk- dóma og bjargarleysi sem fylgt hefur hinni dönsku nýlendu- stjóm. Dvöl bandarfska herliðs- ins f landinu á stríðsárunum kom á hreyfingu og loks brugðu Danir við 1950 með hinni miklu framkvæmdaáætlun. Enn eru Grænlendingar skammt komnir miðað við aðrar þjóðir. Skolp- ræsi eru að vísu varla til í byggðum innfæddra, en þeir hafa fengið góð og hlý timbur- hús f staðinn fyrir hin ömurlegu grjótbyrgi, sem þeir áöur bjuggu í. Alifjölmennir bæir taka að myndast og vélaöld hefur hafið innreið sína það eru rafmagns Ijós í bæjunum og í höfnunum má sjá urmul af trillubátum og nokkra stærri fiskibáta. eru ekki einungis danskir iðn- aðarmenn, sem vinna þessi verk, þeir grænlenzku koma með og læra handbrögðin. Þeir kunna Iíka að fara með sög og hamar. Hinir grænlenzku bæir eru nú margir á lfku stigi og íslenzk sjávarpláss skömmu upp úr alda mótum. Það er margt eftir ó- gert, en þróunin er hafin. Þó er að vísu sá mikli munur á, að þar skortir mjög þá undir- stöðu menntun og menningu, sem Islendingar þá áttu. HEIMSÓKN í SUKKERTOPPEN -t; • J » , ! v. j v , ; 1 j ít>n£íi~' ■*■'-} Lj H H l' SÍ/j Við skulum nú líta á eitt þess- ara grænlenzku sjávarplássa, telja sér nú skylt að leggja fram. Til þess skortir okkur ís- lendinga sennilega viðsýni. I Sukkertoppen búa nú 1600 manns eða nokkru fleiri en t. d. á Sauðárkróki eða Húsavík. Af þeim eru um 130 fæddir í Dan- mörku. Ibúatalan hefur nærri tvöfaldazt á 15 árum. VIÐ BEZTU MIÐIN Bærinn er á milli Godthaab og Holsteinsborg, þ. e. um 190 km fyrir norðan Godthaab. Og þarna fyrir utan eru einmitt tal- in beztu miðin við Grænland, hinn' svokalíáði’ Eitli' Spröku- bahki.’Á þessum miðum bygg- ist öll framtíð staðarins. Hér HÁHÝSI Á GRÆNLANDI Ferðamaður, sem kemur til Sukkertoppen í fyrsta sinn, verð ur undrandi af því sem ber fyr- ir augu, þegar hann siglir inn á víkina, hina ófullkomnu höfn. Á vinstri hönd sér hann þrjú háhýsi, að minnsta kosti á græn lenzkan mælikvarða, það eru fimm hæða hús, sem hafa ver- ið reist þarna til þess að leysa úr húsnæðisskortinum, en að- streymi til bæjarins er svo mik- ið, að stöðugt vantar húsrými, hvað mikið sem byggt er. Það má kalla þetta flóttann úr sveit- unum, en hér hafa menn litlar áhyggjur af þeim flótta, hér eru ekki skilin eftir í sveitunum eyði býli og tún, heldur er það veiði- fólkið, sem búið hefur í litlum, einangruðum veiðiplássum, sem flyzt til bæjanna, og er yfir- leitt litið svo á, að það sé heillavænleg þróun. Að vísu er talað um óhollustuna af þorps- lífi, en það er eina leiðin til að tryggja uppbyggingu öruggra at vinnuvega. Andspænis háhýsunum þrem- ur er hin stóra og glæsilega nýja skólabygging og skammt frá litla, gamla trékirkjan. Bæj- arstæði Sukkertoppen er hæðótt og grýtt, minnir að sumu leyti á Hafnarfjörð, nema hér eru klettarnir úr hörðu rauðbrúnu graníti. Byggðin breiðist út um hæðir og lægðir. Á einum ára- tug hafa tugir nýrra timburhúsa verið byggðir um allar kvosir, en neðst í bænum við höfnina eru rauðmíluð hús konungs- verzlunarinnar, verzlanirnar í skúrbyggingum með litlum krossgluggum og skammt frá ér veitingahúsið Café Havkatten, eins og lesa má á skiltinu, en frosti og snjókomu, og börnin sitja 1 skólanum. Þó er mikið stunduð rjúpnaveiði og þegar kemur fram yfir áramót hefjast selveiðar. Þá taka gömlu veiði- mennirnir upp sína gömlu iðju. En allir þrá vorið. Fréttir ber- ast frá Kaupmannahöfn, að fyrsta Grænlandsfar sé lagt af stað, þá hlýtur vorið að vera farið að nálgast. Sólin hækkar á lofti og í seinni hluta apríl eða stundum í maí skeður kraftaverkið. Ang- magsettin kemur. Þessi litla fisk tegund, sem líkist einna helzt loðnu, ryðst i risastórum torf- um inn á alla firði og sund. Sjórinn og jafnvel höfnin í Sukk ertoppen fyllist af spriklandi angmagsett. Það er ótrúleg sjón, maður gæti ímyndað sér að hægt væri að ganga á torfunum. Þetta hleypir fjöri í Græn- lendinga, þeir unna sér engrar hvíldar, þeir geta staðið allan sólarhringinn á ströndinni með háf og mokað angmagsettinum í land. Eða bátarnir koma sökk- hlaðnir til hafnar. Fiskimjöls- verksmiðja konungsverzlunar- innar tekur til starfa og bræðir og bræðir. Kolsvartur strókur stendur upp úr strompinum og peningalyktin smýgur um þorp- ið. Verksmiðjan er of litil og á hverju vori berst út sama til- kynningin. Hún getur ekki tek- ið við meiru, það verður að tak marka Iandanir. Hér væri hægt að stofna risaverksmiðjur til að verka nærri ótakmarkað hrá- efni, en það biður betri tíma eins og svo margt annað í Grænlandi. En þó verksmiðjan hætti að taka á móti halda Grænlendingarnir í Sukkertopp en áfram að matreiða, steikja og súrsa angmagsettinn. SUMARIÐ ATHAFNATÍMINN. Annað betra fylgir þessum litla fiski, þorskurinn fylgir á eftir. Hann sækir í angmagsett- inn eins og loðnu og sjaldnast bregzt það, að þorskveiðarnar hefjast skömmu síðar. Þær hefjast í júní en ná svo há- marki í júlímánuði. Það er hlýj- asti mánuðurinn, mesti athafna tími ársins. Nú eru fjárveiting- arnar og byggingavörurnar komnar frá Danmörku, flutn- ingaskipin hafa affermt við bryggjuna, sem er þó alltof lítil og léleg. Og dönsku iðnaðar- mennirnir hafa komið flugleiðis til Syðri Straumfjarðar. Allt er iðandi af lífi í plássinu og hamarshöggin kveða við langt fram á heiðbjartar nætur. Trillubátarnir koma hlaðnir af þorski og leggja hann á land hjá frystihúsinu. 1 bátaflotanum eru líka fáeinir stærri bátar 10 — 20 tonn, en konungsverzlun- in kvartar yfir því að vanti stærri skip, sem geti sótt lengra út. Eitt árið sendu danskir út- gerðarmenn hingað nokkra 50 tonna báta, en þeir hafa hætt því, telja það ekki borga sig Iengur. Þó verður stundum vart séð hvernig taka á við meiri fiski, því að hér vinna allir. Skólinn er hættur og börnin og ungling- arnir vinna allir að framleiðslu- störfum eftir beztu getu. Þegar liður fram í júlí grynnir þorsk- urinn á sér og þá fara jafnvei stálpaðir strákar að veiða hann sjálfir. Þeir fara á litlum bát- kænum rétt út fyrir bæjarvík- ina og dorga. í seinni hluta júli hætta sumir bátarnir þorskveið- um, því að þá kemur annar v Imætari fiskur til skjalanna. Laxinn sækir inn á firðina. Framhald á öls 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.