Vísir - 08.04.1964, Síða 8

Vísir - 08.04.1964, Síða 8
8 VIS IR . Miðvikudagur 8. apríl 1964. VISIR Otgefandi: Blaðaútgátan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Mótmælasamkoma Það kom engum á óvart að opinberir starfsmenn boðuðu til fundar og mótmæltu þar úrskurði kjara- dóms. í fyrsta lagi virðist það ákaflega auðvelt í þessu þjóðfélagi að ná samstöðu um kröfur á hendur því opin bera, og kaupkröfur sérstaklega Virðist þá skipta litlu máli, hvar menn standa í flokki. Eigin hagsmunir þeirra, raunverulegir eða ímyndaðir, eru settir ofar hagsmunum þjóðarheildarinnar. í öðru lagi hefur svo ólánlega til tekizt, að andstæðingar ríkisstjórnarinnar ráða að mestu yfir samtökum opinberra starfsmanna og hafa óspart notað þá aðstöðu. Stjórnarandstaðan varð fyrir miklum vonbrigðum af úrskurði kjaradóms — ekki vegna þess að henni sé svo annt um hag opin- berra starfsmanna. Enginn stjómmálaflokkur hefur reynzt þeim verr en Framsóknarflokkurinn, þegar hann var við völd. Leiðtogar stjómarandstöðunnar vita líka, að þótt kjaradómur hefði úrskurðað hækkun opinberum starfsmönnum til handa, 15% eða eitthvað minna, hefði það engin kjarabót orðið, því að ákveðið var að nota þá hækkun til þess að knýja fram almenn- ar kauphækkanir í vor, og eftir það yrði hlutur allra verri en áður, jafnt opinberra starfsmanna sem ann- arra. Slíkar hækkanir mundu að sjálfsögðu leiða til nýrra verðhækkana, sem aftur hefðu það í för með sér, að verðbólgan mundi enn magnast, og svo koll af kolli þangað til ekki yrði við neitt ráðið og þjóðin hrektist fram á brún „hengiflugsins“, eins og þegar vinstri stjórnin sigldi öllu í strand- Það virðist vera harla lítið vit í því, að krefjast kauphækkana, sem að vísu gætu litið út sem kjara- bætur í einn eða tvo mánuði, en hefðu svo þær afleið- ingar, að þeir, sem þær fengu, og flestir aðrir, yrðu enn verr settir en áður. Það er vítavert ábyrgðarleysi af þeim, sem styðja núverandi ríkisstjórn — og eiga að vita hvað í húfi er, ef stjórnarandstaðan kemur vilja sínum fram — að taka þátt í svona skemmdarstarfsemi gegn efnahags- kerfi þjóðarinnar. Þeir sem mæta á svona samkomum og láta skemmdaröflin skipa sér að rétta upp höndina gegn eigin hagsmunum, og allrar þjóðarinnar, hljóta að hafa ruglazt meira en lítið í ríminu. Eða, hvað hugsa þessir menn? Vilja þeir aftur vinstri stjórn með allri þeirri ógæfu, sem hún leiddi yfir þjóð- ina fyrir nokkrum árum? Halda þeir að svona sé hægt að halda áfram í það óendanlega, án nokkurrar hlið- sjónar af því, hvað þjóðarframleiðslan þolir? Er ekki löngu kominn tími til að almenningur, bæði opinberir starfsmenn og aðrir, reyni að átta sig á því, sem er að gerast — reyni að skilja þá staðreynd, að það eru nokkrir pólitískir ævintýramenn, ófyrirleitnir valdabraskarar í þjóðfélaginu, sem eru að teyma al- menning fram á „hengiflugið“? Þessir ævintýramenn kunna engin ráð til bjargar úr þeim vanda, sem þeir hafa sjálfir að mestu skapað. Það hafa þeir sýnt áður En þeir mega ekki til þess hugsa, að þeir sem geta stjómað landinu af viti, fái frið til þess. Frá fyrirlestrum Félagsmálastofnunarinnar. Biskup fiytur erindi si11. I þessum tveimur erindum biskupsins og lífeðlisfræðingsins mættust andstæðurnar, annars vegar kristindómurinn, hins veg- ar materialisminn. En tilgang- ur erindaflokks þessa hjá Félags málastofnuninnj er einmitt að vekja til umhugsunar um þossi má! og leita skýringa, ef ]>að gæti orðið til að sætta menn innra með sjálfum sér. Erindi. biskupsins var merki- legt erindi. Hann rakti þar ýms ar heimspekikenningar, sem komið haia upp, svo setn N'iers- che-ismann og existensialism- ann og sýndi fram á fánýti þeirra. Gagnstætt þeim væri iiið jákvæða afl trúarinnar. Hann hélt fram, að þegar vísindin færu að fullyrða mest um gátur tilverunnar, þá væru þau kom- in út af sviði raunvísinda og fullyrðingar þeirra væru byggð- ar þá á grundvelli trúarlegrar af stöðu en ekki raunvisindalegri. Áskell Löve túlkaði hins veg- ar I erindi sínu lögmál materal- ismans, erfðakenninguna og heimsmynd náttúrufræðinnar. Hann ræddi um kenningar vis- indanna um það, hvernig líf gæti orðið til og rökræddi síð- an hugmyndir manna um það, að mannkynið á þessari jörð væri ekki einu skynsemi gæddu verurnar. Sennilegt væri, að á einhverjum af þeim milljónum hnatta, sem sveimuðu í geimn- um væru einhverjir fleiri þar sem líf hefði þróazt samkvæmt eðlilegum náttúrulögmálum og sennilega væri þar einnig að finna verur, sem gætu hugsað, lesið, skrifað og munað eiis og hinn jarðneski maður. Hann hafnaði hins vegar með öilu hug ErindafSekkur um heimspeki leg viðhorf og kristindóm Á sunnudaginn hófst nýr er- indaflokkur hjá Félagsmálastofn uninni. Hið nýja viðfangsefni. sem fjallað verður um í 12 er- indum, heitir „Heimspekileg við horf og kristindómur á kjarn- orkuöId“. Eru erindin flutt í bfósal Austurbæjarslcólans. Fýrsta erindið flutti biskup íslands, herra Sigurbjörn ' Ein- arsson og var forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, viðstaddur á samkomunni. Erindi biskups fjallaði um eðli lífsins og tilgang tilverunn- ar frá kristilegu sjónarmiði. Á eftir var flutt af segulbandi e*-- indi, sem dr. Áskell Löve hatði talað inn á segulband, en hann dvelst í Kanada. Fjallaði það um þróun efnisins og stöðu manns- ins í alheiminum. Ennfremur var sýnd stutt kvikmynd frá Cor- onet-stofnuninni í Bandaríkjuo- um, sem kallaðist „Að skilja al- heiminn". myndum um annað líf og öllu, sem kallast dulspeki. Næsta sunnudag verða flutt tvö næstu erindin: Sr. Sigurður Pálsson á Selfossi ræðir um boðskap Krists og helgihald kirkjunnar. Hannes Jónsson fé- lagsfræðingur mun flytja erindi, sem hann kallar: „Dæmi úr þró- unarsögu trúarbragða og he.ms myndar mannsins". KVIKMYNDAEFT IRLIT AUKIÐ? Menningarsamtök háskóla- manna hafa samið, og lagt fyrir dómsmálaráðherra, álitsgerð um setningu kvikmyndalaga og eft- irlit með sýningarefni kvik- mynda. í álitsgerðinni er bent á að í íslenzkum lögum séu engin lagafyrirmæli um kvik- myndir, utan ákvæða barna- verndunarlaganna. Þetta telja samtökin engan veginn nóg, og eru þeirrar skoðunar að setja beri Iög er tryggi þjóðfélaginu öryggi gegn siðspillandi og skaðlegum myndum. Á fundi með fréttamönnum sagði Arinbjörn Kolbeinssoi læknir, að ein bezta leiðin t l að tryggja góðar kvikmynd.i væri að skattleggja þær f sam- ræmi við gæði þeirra. Þannig, að mjög góðar og menntandi myndir slyppu þá við skatt, (að verulegu leyti a.m.k.) en Ié- legar myndir yrðu svo aftur skattlagðar þunglega. Aðspurðir hvað þeir feldu sið- spillandi og skaðlegar myndir, svöruðu stjórnendur Menningar- samtakanna, að til þeirra teld- ust m.a. myndir þar sem mikið er um dráp og ofbeldi (sem sagt meiri hluti þeirra mynda sem hér eru sýndar). - Menningarsamtökin leggja til að stofnað verði kvikmyndaráð sem skipað verði fulltrúum frá eftirtöldum samtökum: Banda- lagi íslenzkra listamanna, Fé- Iagi íslenzkra geðlækna, Félagi fslenzkra sálfræðinga, Kirkju- ráði hinnar íslenzku þjóðkirkju, Lögmannafélagi fslands, og Sambandi fslenzkra barnakenn- ara. Kvikmyndaráð þetta skal hafa úrslitavald um hvort mynd ir verða sýndar eða ekki, ef til ágreinings kemur. Skjal það sem afhent var dómsmálaráð- herra, var undirritað af Ólafi Gunnarssyni, Jóhanni Hannes- syni, Benjamín Eiríkssyni. Arin- birni Kolbeinssyni og Páli A. Pálssyni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.