Vísir - 15.04.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mlðvikudagur 15. apríl 1964
9
Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra
Aðalefni útsvars- og skattalaganná nýju
Tekjuskattur
yrfti skv.
frumvarpitu*
1
2 ?
3
5
7!
0
13 900
31
•rt s\ .S A *...&ÚS*I
Listl, sem sýnir skattalækkun á hjónum með tvö böm.
Rikisstjómin hefur nú lagt
fyrir Alþingi tvö fmmvörp
um breytingar á skatta- og
útsvarslögum. Gert er ráð
fyrir, að þau verði Iögfest
fljótlega og komi til fram-
kvæmda strax á þessu ári,
þannig að tekjuskattur og
útsvar af tekjum manna 1963
verði á Iagt eftir hinum nýju
lögum.
Aðalbreytingarnar eru þær sem
nú skal greina:
1) Skattfrjálsar tekjur ein-
hleypra manna hækka úr 50 í
65 þús. kr., hjóna úr 70 í 91 þús.
og frádráttur fyrir hvert bam úr
10 í 13 þús. kr. Hjón með 3 böm
fá þvf 130 þús. króna tekjur
skattfrjálsar í stað 100 þús.
króna áður.
2) Tekjuskattstiginn er í sex
gjaldþrepum nú: 5%, 10%, 15%,
25% og 30%. Eftír fmmvarpinu
verður þrepunum fækkað í þrjú:
10%, 20% og 30%.
Þessi breyting, ásamt enn
meiri fækkun þrepa í útsvars-
stiganum, mun gera álagningu
og framkvæmd einnfaldari en
áður.
3) Þessar breytingar munu
hafa í för með sér vemlega
lækkun tekjuskatts á lágum
tekjum og meðaltekjum, og eink
um hjá bamafjölskyldum. Sem
dæmi má nefna:
Tekjuskattur einstaklinga með
90 þús. kr. nettótekjur lækkar
úr 4000 kr. í 2500 krónur.
Skattur hjóna með 100 þús.
kr. tekjum lækkar úr 2500 nið-
ur f 900 krónur.
Skatfur hióna með 1 barn og
100 þús. kr. tekjur lækkar úr
1500 kr. í núll.
Skattur hjóna með 2 böm og
120 þús. kr. tekjur lækkar úr
2500 kr. í 300 kr.
Skattur hjóna með 3 börn og
130 þús. kr. tekjur lækkar úr
2500 kr. niður í núll.
4) Útsvarsstlginn er nú í átta
gjaldþrepum: 14, 16, 18, 20, 22,
24, 25 og 30%. Samkvæmt frum
varpinu verða aðeins tvö þrep:
20 og 30%.
5) Nú gilda þær reglur, að
frá útsvari, eins og það reiknast
samkvæmt stiga, er veittur fjöl-
skyldufrádráttur, þ. e. útsvars-
afsláttur, 800 kr. fyrir konu, og
fyrir fyrsta barn innan 16 ára
aldurs 1000 kr., fyrir annað
bam, 1100 kr., fyrir þriðja bam
1200 kr. og þannig áfram, að
frádrátturinn hækkar um 100
kr. fyrir hvert bam.
Samkvæmt útsvarsfrumvarp-
inu verður þessum reglum
gjörbreytt. í stað hins fram-
angreinda afsláttar af út-
svari vegna fjölskyldustærðar,
kemur persónufrádráttur frá
tekjum áður en útsvar er út
reiknað. Er þetta sama fyrir-
komulag og haft er um tekju-
skatt. Persónufrádráttur við út-
svarsálagningu verður sam-*
kvæmt frumvarpinu 25 þús. kr.
fyrir einstaklinga, 35 þús. kr.
fyrir hjón og 5 þús. kr. fyrir
hvert bam.
6) Hinar nýju útsvarsreglur
myndu verða bamafjölskyldum
f hag, og þeim borgurum, sem
hafa iágar eða miðlungstekjur.
Sem dæmi má nefna, að út-
svar á hjón með 70 þús. kr.
nettötekjur er eftir gildandi
stiga 9400 kr., en yrði eftir
hinum nýju reglum 5800 kr..
Útsvar hjóna með 2 böm
og 100 þús. kr. tekjur yrði 9700
kr. í stað 14000 kr. og útsvar
hjóna með 3 böm og 130 þús.
króna tekjur yrði 15.900 f stað
20 þús. kr., allt reiknað sam-
kvæmt gildandi útsvarsstiga og
hinum nýja. En við þessar töl-
ur ber að hafa í huga, að sveitar
félögin hafa getað veitt afslátt
frá útsvarsstiganum, Reykjavfk
t.d. 17%, á síðasta ári. Búast
verður við því, að hinar nýju
reglur veiti sveitarfélögum lægri
heildarútsvör og því verði af-
sláttur frá stiga minni en áður.
7) Tfl þess að reyna að
tryggja réttari framtöl og
draga úr undandrætti og
skattsvikum eru ríkisskatt-
stjóra veittar ýmsar auknar
heimildir til þess að krefjast
upplýsinga.
Einnig verður stofnuð við
embætti ríkisskattstjóra sér
stök rannsóknardeild, er hafa
skal með höndum rannsóknir
á meintum skattsvikum. Þar
verða að störfum þjálfaðir
menn til þess að tryggja ör
uggar og samræmdar aðgerð
ir á einum stað i þvf skyni að
uppræta hneykslið, hvar sem
það finnst.
NYJÁ VEGÁAÆTLUNIN -
HRAÐBRAUTIR ÞJÓÐBRAUTIR
Á Vesturlandsvegi, vegarkafl Þá eru taldir upp og flokkaðir
inn frá Reykjavík að vegamót sér allir þeir vegir sem skulu
um Þingvallavegar. vera það sem kallast þjóðbraut
Reykjanesbraut frá Reykjavík ir.
til Keflavíkur.
Á Suðurlandsvegi — kaflinn AÐALFJALLVEGIR
milli Reykjavfkur og Selfoss. Loks eru ákveðnir fjórir að-
Á Norðurlandsvegi, vegarkafl alfjallvegir, það er Kaldadals
inn frá Akureyiri til vegamóta vegur, Kjalvegur, Fjallbaksveg
ólafsfjarðarvegar. ur nyrðri og Sprengisandsleið.
LEIDDIST /
FREISTNI
en skilaði fundnu fé
Framh. af bls. 16.
ÞRlR FLOKKAR VEGA
Samkvæmt nýju vegalögun-
um hefur vegum landsins nú ver
ið skipt niður f þrjá aðalflokka
samkvæmt þýðingu þeirra og
bifreiðafjölda sem um þá fara.
Flokkamir eru hraðbrautir, sem
eiga að vera steinsteyptar lfkt
og hinn steinsteypti hluti Kefla
vfkurvegarins, þá koma þjóð-
brautir, sem verða hafðar sér-
staklega breiðar, en gert ráð fyr
ir að þær verði malarvegir enn
um sinn. Loks koma Lands-
brautir, sem eru aðrir þjóðveg-
ir. Til viðbótar þessu koma svo
fjallvegir og reiðvegir.
Hér verður nú rakið, hve
mikið fé er ætlað til nýrra þjóð-
vega.
TIL NÝRRA HRAÐBRAUTA
Til þeirra eru áætlaðar 10 millj.
kr. Af þeirri upphæð ganga
um 6.7 millj. kr. til vaxta og af
borgana af framkvæmdalánum
til Reykjanesbrautar. Afgangur
inn, um 3.7 millj. kr., á að
fara til að undirbúa hraðbraut
milli Reykjavfkur og Selfoss.
TIL NÝRRA ÞJÓÐBRAUTA
Samkvæmt vegaáætlun verða
þjóðbrautir 2875 km. eða um
31% af þjóðvegakerfinu. Til ný-
bygginga og endurbygginga
þeirra er nú áætlað að fari 13,3
millj. kr.
TIL NÝRRA LANDSBRAUTA
Samkvæmt vegaáætlun verða
Iandsbrautir 6275 km., eða 68%
af þjóðvegakerfinu. Til nýbygg-
inga er áætlað að gangi nú 18.4
milljónir króna.
TIL FJALLVEGA
Aðalfjallvegir samkvæmt vega
áætlun eru 444 km. Lagt er trl
að heildarfjárveiting til þeirra
verði 1,3 millj. kr. og er gert
ráð fyrir að 900 þús. kr. af þvf
fari til kláfferjunnar á Tungnaá
en afgangurinn í Sprengisands-
leið. \
Til annarra fjallvega, sem
ekki verða þjóðvegir eða aðal-
fjallvegir er áætlað 800 þús.
kr. framlag.
TIL REIÐVEGA
Lagt er til að 200 þús. kr.
fjárveiting verði tekin í vegaá-
ætlun til reiðvega samkvæmt
ósk Landssambands hesta-
manna.
TIL BRÚARGERÐA
Lagt er til, að framlag til
stórbrúa verði 13 millj. kr og er
þar um mikla hækkun að ræða
frá síðasta ári eða um 25%.
Til þrúa lengri en 10 m er
áætluð 12 millj. kr. fjárveiting
og til smábrúa um 6 millj. kr.
og er þar um 50% hækkun að
ræða frá því f fyrra.
TIL SÝSLUVEGASJÓÐA
er framlag áætlað 10 millj.
kr. og er áætlað að framlag
sýslnanna á móti verði nálægt
5 millj. kr.
TIL VEGA 1 KAUPSTÖÐUM
OG KAUPTÚNUM.
I nýju vegalögunum er ákveð
ið að framlag til þjóðvega í
kaupstöðum og kauptúnum skuli
vera 12y2% af heildartekjum
vegamála og þar af skuli %% af
heildartekjunum ganga til til-
raunastarfsemi. Samkvæmt
þessu verður framlagið áætlað
30.2 millj. kr. og 1,2 millj. kr.
til tilrauna.
TIL VÉLA OG VERKFÆRA-
KAUPA
Mikil hækkun verður á þess-
um lið frá þvf sem verið hefur.
Á sl. ári var fjárveiting f þessu
skyni um 2,8 millj. kr. en verð-
ur nú um 11 millj. kr. Framlag
þetta gengur þó að miklu leyti
upp í lán sem tekin voru á sl.
ári til að kaupa vélar f Banda
ríkjunum, en þá keypti vega-
gerðin vélar fyrir 18 mill. kr.
aðallega vegna Keflavíkurvegar
ins.
SKIPTING VEGA I FLOKKA
I þingsályktunartillögunni eru
þjóðvegir flokkaðir niður eftir
hinni nýju skiptingu í Vegalög
um
í fyrrad. komst lögreglan á snoðir
um óheiðarleika unglingspilts hér f
borg fyrir einstaka tilviljun.
Þannig var málum háttað að á
sunnudaginn kaupir ungur drengur
nokkur „hazard“-blöð af óþekkt-
um pilti, sem var að reyna að selja
þau úti á götu. Kaupverðið var
fáeinar krónur og þóttust víst báð-
ir aðilar hafa gert góð kaup.
Þegar kaupandinn tók að fletta
blöðunum fann hann liggjandi inni
f þeim tvær ávísanir aðra á röskar
15 þús. kr. en hina á röskar 6
þús. kr„ eða samanlagt um 22.270
kr. — Faðir drengsins fór með
ávísanir þessar til rannsóknarlög-
reglunnar þar sem hann skýrði,
ásamt syni sfnum, frá málavöxtum.
Nú kom það í ljós við athugun,
að báðar þessar ávísanir voru ut-
an af landi, en höfðu verið send-
ar í pósti til eins og sama fyrir-
tækis í Reykjavík. Sendisveinn
þessa fyrirtækis, 15 ára piltur,
hafði verið sendur eftir pósti f
pósthólf fyrirtækisins, en stóðst
ekki freistinguna að opna bréfin
sem þessar ávfsanir voru í. Kvað
hann sér hafa komið til hugar að
reyna að leysa ávísanirnar út, eða
koma þeim f verð, en horfið frá þvi
ráði aftur. Stakk hann ávísununum
þá niður í tösku sfna þar sem „haz
ar“-blöðin voru, og inn f þau höfðu
þær flækzt þegar hann seldi blöðin
á sunnudaginn.