Vísir - 15.04.1964, Blaðsíða 5
V1SIR . Miðvikudagur 15. aprfl 1964.
utlönd í
utlönd í morgun
útlönd í morgun útlönd í morgun
RáSstafmur Belgíustjórnar vegna
læknadeilunnar gagnslausar ?
1 fréttum frá Brussel segir, að
svo horfi að ekki fáist lausn á
læknadeilunni með þeim ráðstöf
unum sem ríkisstjórnin hefur
gripið til, þ.e. að kveðja til
skyldustarfa í hernum þá lækna
sem eru í varaliði hersins. Það
eru um 3600 læknar, sem kvadd
ir hafa verið þannig til herþjón-
ustu og af hálfu stjórnarinnar
hefir verið tilkynnt, áð 1600
hafi gefið sig fram fyrsta daginn
Mesta hættan liggur í því, að
læknar þeir, sem þannig eru
skyldaðir til starfa, haldi áfram
að vinna gegn áformum stjórn-
arinnar, fari sér hægt, skilji
læknatöskurnar eftir heima,
hreyfi ekki bíla sína til sjúkra-
vitjana o.s.frv. Einn af starfs-
mönnum lækna, dr. Andre Wyn
en hefir lýst yfir, að læknar
muni, er þar að kemur láta sem
hin nýja sjúkratryggingalöggjöf
sé ekki tií. Svo gæti farið að
allar ráðstafanir stjórnarinnar
vegna deilunnar reynist gagns
lausar
SKÓLABÆR
Laugavegi 20.
AUGLÝSER
siýkomið
Plastskór kvenna
ítalskar töflur
Uppreimaðir strigaskór
Inniskór karlmanna
Karlmannaskór
Gúmmístígvél
Drengja- og herrasokkar
í fjölbreyttu úrvali.
Póstsendum.
SKÓLABÆR
Laugavegi 20 - Sími 18515.
í bænum Malines, þar sem 94
læknar voru teknir til starfa,
samþykktu þeir síðar tillögu um
að halda áfram verkfallinu, en
læknar þessir höfðu reiðzt
vegna þess, að stjórnin notaði
sér það í áróðursskyni, að þeir
voru byrjaðir að vinna.
Síðari frétt hermdi, að búið
væri að taka í herinn 2172
lækna af 3260 skrásettum í vara
iiði hersins og taka þeir við af
2000 læknum, sem voru starf-
andi í neyðarþjónustu læknanna
Innkallanirnar hafa valdið nokkr
um truflunum og jafnvel öng-
þveiti, þar sem starfandi lækn
ar í sjúkrahúsum voru í sum
um tilfellum kvaddir £ herinn.
Þá var tilkynnt, að læknum
hefði verið skipað að hverfa
til starfa £ sjúkrahúsum, en
eklci voru látnar í té á þvf nán-
ari skýringar
Ríkisstjórnin hefur tilkynnt,
að hún muni ekki taka upp
samninga við læknana fyrr en
þeir hverfi aftur til vinnu. Hún
játaði £ fyrradag, að enn væru
5-6000 læknar íVerkfalIi, þar af
um 3500 erlendis, flestir i ná-
grannalöndunum.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir horfunum, — reynt er að
miðla málum og standa biskup
ar landsins þar fremst i flokki,
og hafa hvatt lækna til þess að
vitja allra sjúkra, en einn leið
togi þeirra svaraði:
— Við getum ekki tekið að
okkur veik börn — ábyrgðin
er ríkisstjórnarinnar.
Fjárlagafrumvarpið á grunni
hagstæðrar efnahagsþróunar
í Noregi
Stórkostleg verkföll eru yf-
irvofandi i Noregi nú i vikunni
Hefjast þau n.k. föstudag, ef
ekki verður unnt að afstýra
þeim á síðustu stundu. Er ekki
vonlaust, að samkomulag náist
a.m.k. um frestun. Verkfallið
mundi kosta Iandið 50 millj.
norskra króna á degi hverjum
Aftenposten segir, að það sé
almennt von manna, að ríkis-
stjórnin leggi til í dag, að verk
fallinu verði frestað, en hún
kemur saman til fundar í dag
um málið.
Verði af verkföllunum niunu
135.000 verkamenn leggja nið-
ur vinnu á föstudag. 1 öllum
íyrirtækjum innan vébanda
Vinnuveitendasambandsins
starfa 250.000 verkamenn.
í.itsssafs
Maudling, fjármálaráðherra Bret-
lands, lagði í gær fram fjárlaga-
frumvarpið fyrir næsta fjárhagsár
í neðri málstofunni.
Því er misjafnlega tekið, en yfir-
leitt allvel í blöðum Ihaldsflokks-
Maudling.
ins, þar sem lögð er áherzla á að
Maudling hafi innt erfitt verk vel
af hendi, og segja hann ekki hafa
reynt að semja fjárlagafrumvarp,
sem gengi í augu manna á kosn-
ingaári.
Maudling lagði á það áherzlu í
ræðu sinni, að efnahagsþróunin
hefði verið hagstæð á seinasta fjár-
hagsári, efnahagslífið á traustum
grunni, framleiðsla hefði aukizt, á
Erum fluttir að
SÍIHffVIIÍLA 17
Vélsniiðja
Eysteins Leifssonar
Sími 18662.
Verkamciin
Viljum ráða nokkra verkamenn strax. Mikil
og löng vinna. Hádegismatur borðaður á
vinnustað.
VERK H.F., Laugaveg 105.
Sími 11380 (skrifstofa). Sími 35974 (vinnuskúr).
sumum sviðum um 8% atvinnu-
Ieysi hefði minnkað og allt benti
til framhalds sömu þróunar.
,,Við skulum stuðla að því, að
þróunin verði áfram í sömu átt“,
sagði hann.
Stjórnarandstæðingar með Wil-
son í broddi fylkingar hafa stimpl-
að frumvarpið sem kosningabeitu
— og Wilson sagði, að það mundi
reynast gagnslaust til þess að laga
óhagstæðan greiðslujöfnuð.
Skattar á léttum og sterkum vín-
um og tóbaki hækka, — útgjöld til
landvarna hækka um 9 milljónir,
og framlög til háskóla og vísinda-
stofnana um 25%.
VINNUVERND
Fundir voru i báðum deildum
og sameinuðu þingi í gær.
í efri deild voru tvö mál á dag
skrá, búfjárhald í Reykjavík, at-
kvæðagreiðsla, og frv. um ferða-
mál til 3. umræðu.
í neðri deild var tekið fyrir
frv. um skemmtanaskatt og það
afgreitt sem lög frá Alþingi og
frv. um vinnuvernd. Þrjú ný
stjórnarfrumvörp voru lögð fram
á Alþingi í gær. Fjalla þau m. a.
um lækkun á tekju- og eigna-
skatti, breytingar á lögum um
tekjustofna sveitarfélaga, þ. e. a.
s. aðstöðugjöldum og útsvörum,
svo og frv. um almennar nátt-
úrurannsóknir og Náttúrufræði-
stofnun íslands Ennfremur var út
býtt tillögu til þingsályktunar frá
ríkisstjórninní um vegaáætlun fyr
ir árið 1964.
Vinnuvemd.
í neðri deild
mælti Hannibal
Valdimarsson fyr-
ir frv. sínu um
vinnuvernd. Er
þetta töluverður
bálkur, skiptist í
átta kafla. Þar er
m. a. gert ráð
fyrir, að á næstu 5 árum styttist
vinnuvikan um 5 stundir, sérstök
ákvæði eru um vinnu kvenna og
bama og unglinga, ennfremur er
þarna kafli um uppsagnarfrest og
refsiákvæði.
I greinargerð frv. segir, að þar
sem engin vinnuverndarlöggjöf sé
til hér á landi, en hins vegar vaxi
fjölbreyttni atvinnuhátta ört, þá
sé nauðsynlegt að slík löggjöf sé
sett.
Næstur tók Pét
ur Sigurðsson (S)
til máls.. Beindi
hann nokkrum
fyrirspurnum til
flutningsmanns,
m. a. til hvaða
starfsmanna frv.
ætti að ná, og
hver ætti að fylgjast með og sjá
um vinnutíma verkamanna á
vinnustöðunum.
Guðlaugur Gísla
son (S) spurði,
hvort ekki væri
heppilegt, er
þetta mál yæri .
til umræðu, að
taka vinnulöggjöf
ina til endurskoð
unar í heild, og
hafa þá hliðsjón af löggjöf ná-
grannaþjóða okkar, eins og gert
hefði verið við þetta frv.
Taldi Guðlaugur löggjöfina úr-
elta, enda 25 ára gamla. Hanni-
bal svaraði og sagði, að frv. næði
einkum til verkamanna, en ýæri
þó ekki eingöngu bundið við þá.
Þá sagði hann, að við gætum
ekki einir þjóða setið eftir með
48 stunda vinnuviku, þegar marg
ar aðrar þjóðir hefðu hana styttri.
Þá svaraði hann þeirri ásökun
Péturs, um að hann sem forseti
A. S. I. væri á móti vinnuhag-
ræðingu eða verkalýðshreyfingin
í heild. Það væri ekki hún, sem
ætti að gera slíkar breytingar,
heldur atvinnurekendur. Þá sagði
hann, að gert væri ráð fyrir, að
trúnaðarmenn verkalýðsins fylgd-
ust með vinnutímanum.
Hvað snerti breytingar á vinnu
löggjöf, þá mætti gera ýmsár til
bóta, en það yrðj ekki gert ein-
hliða.
Þá tóku þeir enn til máls Pét-
ur, Hannibal og Guðlaugur og
Evsteinn. Jónsson.
Að lokum tal-
aði Eðvarð Sig-
y urðsson (Ab) og
varaði við því að
líta á vinnulög-
gjöfina sem úrelt
an hlut, þótt hún
væri orðin þetta
gömul. Honum
væri ekki kunnugt um að hún
væri í ósamræmi við sams konar
löggjafir á hinum Norðurlöndun-
um. Hún hefði á sínum tíma ver-
ið miðuð við okkar aðstæður og
þær hafa ekki breytzt svo mjög.
Þá var málinu vísað til 2. umr.
og nefndar.
í stuttu máli.
Kvöldfundur var í neðri deild
í fyrrakvöld.
Þar var enn deilt um frv. um
loftferðir, en atkvæðagreiðslu
frestað. Þá mælti Davíð Ólafsson
fyrir nefndaráliti meirihl. um frv.
um jafnvægi í byggð landsins.
í efri deild í gær mælti Páll
Þorsteinsson (F) fyrir breyt.till.
við frv. um ferðamál.
Þá var frv. um búfjárhaldj Vís-
að til 3. umræðu.
Nýr þingmaður.
Pétur Pétur'sson, forstjóri, tók
í gær sæti Guðmunðar í. Guð-
mundssonar, utanríkisráðherra, á
Alþingi.