Vísir - 15.04.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 15.04.1964, Blaðsíða 8
V í SIR . Mlðvikudagur 15. apríl 1964. 8 visíft Utgeiandi: tsiaðaatgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 Unur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Hver boðaði stríð? þJÓÐVILJINN segir að ríkisstjórnin sé ekki fær um að stjóma landinu „á þann hátt, sem hún hafi heitið“. Þetta sé vegna þess, að hún hafi ekki viljað hafa sam- ráð' og samvinnu við verkalýðssamtökin. Þetta er hel- ber uppspuni hjá ritstjóranum, eins og flest, sem hann segir um þessi mál. Hann segir ennfremur að stjómm hafi „einbeitt ríkisvaldinu að stöðugri styrjöld við launþegasamtökin“, og þannig hafi þau verið nauð- beygð til þess að endurskoða kjarasamninga sína tvisvar og þrisvar á ári. Frá því að viðreisnarstjómin tók við og fram á árið 1961 gekk allt vel. Þá var öllum orðið ljóst að stefna ríkisstjórnarinnar var hin rétta leið út úr öng- þveitinu, sem vinstri stjórnin hafði leitt yfir þjóðina. Stjórnarandstæðingum var þetta ljóst, engu síður en öðmm, en þá kom fram það óhugnanlega ábyrgðar- leysi, sem þeir sýna ávallt í stjórnmálum: Þetta mátti ekki svo til ganga. Stjómarflokkarnir mundu stór- auka fylgi sitt og vinna yfirburðasigur í næstu kosn- ingum, ef þessi þróun héldi áfram. Hér varð því eitt- hvað að gera! Um þetta voru báðir flokkar stjórnarandstöðunn- ar hjartanlega sammála, og þeir áttu auðvelt með að koma sér saman um gagnráðstafanir: Verkföll auðvit- að! Knýja fram kauphækkanir, meiri en framleiðslan þyldi. Þá hlaut brátt að sækja í sama horfið og áður. Þetta tókst, og eina svarið, sem ríkisstjórnin átti um að velja, var að lækka gengið. Að öðmm kosti hefðu atvinnuvegimir fljótlega stöðvazt. Nú vom stjómarandstæðingar glaðir og þóttust hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Þeir sögðu auðvit- að að gengislækkunin hefði verið hefndarráð- stöfun reiðrar ríkisstjórnar og hótuðu nýjum aðgerð- um. Þeir skyldu ganga af viðreisnarstefnunni dauðri. Tíminn leið. Skemmdarstarfinu var haldið áfram, og svo komu nýjar kosningar. Stjórnarandstaðan þóttist standa þar vel að vígi, eftir því sem blöð hennar sögðu, en samt var hún hrædd. Og þegar á hólminn kom, þorði hún sama og ekkert að ræða um efnahagsmálin, heldur reyndi að nota lausn landhelgisdeilunnar og Efnahagsbandalag Evrópu til þess að sverta stjórnar- flokkana. En ekkert dugði. Stjórnarflokkarnir unnu mikinn sigur í kosningunum, meiri en hér voru dæmi til um áður, um flokka, sem svo lengi höfðu stjórnað, og auk þess við erfiðar aðstæður. Nú hefði mátt ætla, að stjórnarandstaðan sæi að sér Meirihluti þjóðarinnar hafði vottað yiðreisnarstefn- unni traust sitt. En hvað skeður? Þegar úrslit kosning- anna voru kunn, var. formaður Alþýðubandalags ís- lands staddur í Borgarnesi, á heimleið úr kjördæmi sínu. Þar lýsti hann þyí yfir, að verkalýðssamtökin, undir forustu hans, boðuðu nú stríð, en ekki frið! Þanpig tók stjórnarandstaðan ósigrinum. Stór- mannleg voru viðbrögðin ekki. — Svo segir Þjóðviljinn að það sé ríkisstjómin, sem vilji styrjöld! Wiison sigurglaður, en Sir Alec hvergi smeykur 'y/'erkamannaflokkurinn brezki vann stórsigur, eins og kunnugt er af fréttum, í borg- arráðskosningunum f Stór- Lundúnum í fyrri viku. Er að vonum mikið um þennan kosn- ingasigur rætt með tilliti til þingkosninganna, sem nú hefir verið ákveðið að fram fari í október næstkomandi. í borgarráðskosningunum nú var í fyrsta skipti kosið eftir nýju fyrirkomulagi — nýjum lögum, sem Verkamannaflokk- urinn barðist gegn. Hér var um nýskipan að ræða, sem flokk- urinn leit á sem tilraun af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að binda endi á það „einræði“, sem kjósendur Lundúna hafa látið hann njóta um stjórn borg armálefna um langt skeið, eða meðan borgarráðið var skipað færri fulltrúum, og yfirráða- svæðið miklu meiri takmörkun- um háð, þvi að það nær sam- kvæmt hinni nýju skipan til margra stórra útborga, — sam- tals til 8 milljóna manna f sam tals 32 samtengdum bæjum. Það verður ekki fyrr en f apríl næsta ár, sem þessi ný- skipan verður að fullu gengin f gildi. Hér er um 10 manna borgarráð að ræða, þáf' 'serh Verkamannaflokkurinn hefir 64 þingsæti, en Ihaldsflokkur- inn aðeins 36, Enginn spáði svo stórkostlegum sigri Verka- mannaflokksins. Og úrslitin sýndu, að sá ótti, sem flokkur- inn ól, var óþarfur. 100 þingmenn á Lundúnasvæðinu Á Stór-Lundúnasvasðinu verða í næstu þingkosningum kjörnir 100 þingmenn til setu í neðri málstofunni. Er því engin furða, að litið er svo á, að f ofan- greindum úrslitum kunni að fel ast mikilvæg vísbending um úr myndugleik. „Þessi úrslit sýna“ bætti hann við, „að það er meir en kominn tímj til að hún fari frá“. „Hershöfðiugi á flótta“ Og Harold Wilson, formaður flokksins, líkti Sir Alec við Harold Wilson Sir ALEC slitin í næstu þingkosningum, en hér kemur þó margt til greina, sem vert er að hafa f huga, og þá framar öðru, að vænta má miklu meiri kjör- sóknar i þingkosningunum — nú neyttu aðeins 40 af hverju hundraði kjósenda kosningarétt ar síns — og margt getur gerzt til þess að breyta horfunum á misserislöngum tíma, sem fram undan er til kjördags á hausti komanda. Menn greinir á um hve stór- an meirihluta á þingi Verka- mannaflokkurinn geti gert sér vonir um, miðað við ofangreind úrslit. 1 frétt til eins Norður- landablaðsins var sagt, að þau tryggðu flokknum 65 þingsæta meirihluta, en f sumum brezk- um blöðum að þau bentu til, að hann kynni að fá allt að 160 þingsæta meirihluta, en full yrða má, að varlegast sé að fuilyrða ekki neitt í þessu efni. Sigurgleði Sigurgleði brezkra krata yfir sigrinum í Lundúnum, Lancas- hire og víðar, var mikil, sem að líkum lætur. Varamaður flokks ins, George Brown. sagði f sjón varpsræðu, að úrslitin sýndu, að kjósendur bæru ekki traust til „íhaldsstjórnar Sir Alecs Doug- las-Home“. Hann sagði, að þeg ar fyrir ári hefði verið fariö að draga af íhaldsstjórninni og sfð an hafi komið æ skýrar í ljós að hana skorti sjálfstraust og „hershöfðingja, sem væri þeim hæfileikum búinn mestum, að leggja á flótta". Hann sagði þetta í ræðu í Northampton á fundi með 1000 stuðningsmönn- um og bætti við: „Vér hittumst hér f lok við- burðaríkrar viku að Ioknum bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingum út um land og borgar- ráðskosningum í Stór-Lundún- um, og erum vitni að þeirri furðu. að áhyggjufullur forsæt- isráðherra þreifar opinberlega fyrir sér meðal stuðningsmanna sinna, hvort þeir kjósi heldur ósigur nú eða síðar“. Forsætisráðherrann hafði sem kunnugt er tekið ákvörðun sfna um haustkosningar rétt fyrir úrslitin í Lundúnum. Wilson ræddj og nokkuð um það, að Sir Aiec léti drýginda- lega, en hann gerði þá kórvillu, að líta svo á, að lof og klapp útvaldra fhaldskjósenda væri „rödd þjóðarinnar". „Hvergi smeykur hjörs í þrá“ En forsætisráðherrann er hvergi smeykur og úrslitin í Stór-Lundúnum hafa ekki rask að ró hans, segir SUNDAY Ex- press. Og mörg blöðin benda á, að nýr forsætisráðherra — og Sir Alec er tiltölulega nýr mað- ur i sæti forsætisráðherra — þurfi lengri tíma en hann hefir Framh. á bls. 6 »iih<ku--.iiw« niii |—innni 11 | ||||

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.