Vísir - 27.04.1964, Side 4
4
V í S I R . Mánudagvu- 27. apn'i 1384.
RÆKTUNARSAMBÖND
VERKTAKA
Er HY-MAC 580 ekld vélgrafon sem þér hafið verið að bíða efíir?
HY-MAC
HY-MAC 580 grafan með vökva-afl-
færslu til allra hreyfihluta. Aðeins ein-
föld vökvadæla og vökvastrokkar í stað
niðurfærslu tannhjóla, flókins hemla-
búnaðar, víra, trissa og tengja.
HY-MAC 580 er afkastamikil vélgrafa,
en þó létt og meðfærileg í flutningum.
— Flatarþungi HY-MAC 580 gröfunnar
er ekki nema 0.28 kg/fercm., sem er
minna en flatarþungi meðal manns. -
Grafan getur því farið yfir og unnið í
blautum mýrum. Með gröfunni er hægt
að fá 7 mismunandi skóflur, 4 krábba af
ýmsum gerðum, grjótplóg og ýtublað. —
Brotkraftur á skóflu er 17000 kg.
HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F.
LAUGÁVEÍ 170-172 - SÍMAR 11277 & 21240
UMTURNUN Á ÓPERETTU
ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Leiðbeiningastöð um
vandamál hjúskapar
Það hefir töluvert gengið á
undanfarið í sambandi við æfing
ar og undirbúning á óperettunni
Sardaíurstinnunni, sem Þjóð-
Ieikhúsið ætlar að fara að sýna.
Umskipti urðu þegar ungverski
hljómsveitarstjórinn Istvan Szal
atsy kom hingað í síðustu viku
til að stjórna þessari óperettu.
Hefir hann m.a. ákveðið að taka
Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu
Nýtt siúkrahús
í Húsavík
Fyrsta skóflustungan að nýju
tveggja hæða sjúkrahúsi var ný
Iega tekin á Húsavík. Það hefur
Iengi verið knýjandi nauðsyn að
fá þar nýtt sjúkrahús, sökum
þess að hið gamla er orðið of
Iítið. Nýja sjúkrahúsið, sem verð
ur 600 fermetrar að stærð og
mun hafa 30 rúm, verður reist
við hliðina á þvi gamla, sem
mun standa eftir sem áður. Yf-
irsmiður við nýju sjúkrahúss-
bygginguna er Sveinn Ásmunds
son, en yfirlæknir á sjúkrahús-
inu er Daníel Daníelsson, sem
jafnframt er héraðsiæknir.
og Bessa Bjarnason, leikara, í
hlutv. sem Svala Nielsen söngk.
og Ketill Jenss. söngvari höfðu
verið ráðin í, telur að f þessi
hlutverk þurf; fremur leikara en
söngvara. Þetta gerir að sjálf-
sögðu strik í reikninginn, bæði
fyrir Þjóðleikhúsið, sem hafði
gert samning við söngvarana, og
einnig fyrir þá sjálfa.
Maður hafði verið fenginn til
þess að þýða óperettutextann á
íslenzku f vetur samkvæmt hand
riti sem Þjóðleikhússtjóri hafði
fengið frá Stokkhólmi, að tilvís
an Weinberger í Vínarborg, sem
á sýningarréttinn. Þjóðleikhús-
stjóri réð síðan fólk í öll hlut-
verkin og var búið að æfa um
skeið er ungverski hljómsveitar
stjórinn kom. En hann tfom með
allt aðra og betri útgáfu af óper-
ettunni upp á vasann, að því er
hann telur sjálfur, og vill ekki
frá hennj hvika. Það olli þessari
umturnun á söngvurum og
leikurum, að því er haft er
eftir þjóðleikhússtjóra. Og ekki
nóg með það heldur varð nú
að fara að þýða óperettutextann
upp að nýju nema söngvana
og hafa fjórir keppzt við það
undanfarið og hjálpast að, sá
sem þýddi fyrri útgáfuna, hljóm
sveitarstjórinn, Gfsli Alfreðsson
leikari og ungverskur maður, bú
settur í Rvfk. Þennan nýja texta
verða nú leikararnir að lsera
og gleyma þeim gamla og allt
í rauninni að hefjast á nýjan
leik.
Aðalhlutverkin f þessari óper-
ettu verða sungin og leikin af
Erlingi Vigfússyni (Edvin) og
ungverskri söngkonu, sem fer
með hlutverk Sylvu.
Nýtf útibú
Búnaðarbankans
Að undanförnu hafa staðið yflr
samningar milli Búnaðarbanka ís-
lands og Sparisjóðs Stykkishólms
um að bankinn setti upp útibú í
Stykkishólmi og yfirtæki jafnframt
viðskipti sparisjóðsins.
Hafa nú samningar um þetta
efni verið staðfestir af báðum að-
ilum.
Má gera ráð fyrir að útibúið taki
til starfa um mánaðamótin júnf —
júlí.
Er þetta fyrsta bankaútibúið á
Vesturlandi.
Félagsmálastofnunin undir for
ustu Hannesar Jónssonar félags-
fræðings hefur nú byrjað rekst-
ur ráðleggingarstöðvar um fjöl-
skylduáætlanir og hjúskapar-
vandamál. Er hér um merka nýj-
ung að ræða, en athuganir á
f jölskyldumálum Islendinga hafa
leitt í ljós, að hér er um mikil
vandamál að ræða og mikil þörf
Ieiðbeininga.
Það verður m.a. hlutverk ráð-
Ieggingarstöðvarinnar, að gefa
Ieiðbeiningar um getnaðarvarn-
ir. En á því sviði virðast ís-
Iendingar mjög skammt komnir,
sem sést m. a. af þvf að um
56 prósent frumburða fæðast ó-
skilgetnir hér á landj og af þeim
eru nær 40% fæddir af ógiftum
mæðrum á aldrinum 15 — 19 ára.
Sýná þessar tölur glögglega þá
þörf sem er hér fyrir fræðslu á
sviði getnaðarvama, en f öllum
menningarlöndum þykja þær
sjálfsagðar og eðlilegar.
Ráðleggingarstofnunin verður
opin á hverjum mánudegi milli
kl. 4 og 6 síðdegis í húsi laun-
þegasamtakanna við Lindargötu.
Hún á að starfa i tveimur deild-
um. Annars vegar deild, sem
veitir leiðbeiningar um fjöl-
skylduáætlun og frjóvgunarvarn
ir. Hins vegar sáttaþjónustu
vegna hjúskaparvandamála.
Þó Félagsmálastofnunin bejti
sér fyrir stofnuninni telur hún
það ekki sitt hlutverk að reka
slíka ráðleggingarstofnun. Þess
vegna hefur þjóðkirkjunni verið
boðin hún til eignar og reksturs,
ef hún vill taka við henni og
þar með á sig það hlutverk að
leitast við að fullnægja þeirri
þörf fólksins t landinu, sem
er fyrir slíka stöð. Standa vonir
til þess, að af því geti orðið.
Framluktir
speglar og gler í:
Austin, Bedford,
Commer, Ford
Anglia, Consul,
Prefect, Zephyr,
Zodiac,
Ford 8 — 10 h. p.
Hillman, Humber,
Landrover, Morris,
Singer, Standard,
S M Y R I L L ,
Laugaveg 170 . Símj 1-22-60