Vísir - 27.04.1964, Page 7

Vísir - 27.04.1964, Page 7
VlSIR . Mánudagur 27. aprfl 1964. Forstjóri í frægasta skó- fyrirtæki Þýzkalands flúði og settist oð d Islandi Hann var forstjóri I frægasta skófyrirtæki Þýzkalands Sala- mander, sat i íþróttaráði Berl- ínar, hafði verið oiympíudóm- ari í knattspyrnu. Sú staðreynd, að hann hafði tekið þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, barizt við Argonne og fengið Járnkrossinn fyrsta og annað stig að launum hafði lengi bjargað honum frá því að-'verða sviptur stöðu sinni og æru, hnepptur í fang- elsi eða jafnvel myrtur. En h'ánn varð að þola það sem er jafnvel verra en fangelsun og dauði: Daglegar ofsóknir ofstækisfullra hatursmanna. Hann var Gyðing ur, þeir útvaldir nazistar. — Ég vissi tæpast hvort ég mundi lifa næsta dag. Eitt óvar- legt orð, að ég yrði skotinn. Ég hafði verið hrakinn úr í- þróttairáðinu, af æðsta manni í- þróttamála í Þýzkalandi og stjóm Salamander hafði feng- ið ábendingu um að ég væri ó- æskilegur maður í augum naz- ista, ég yrði að vikja úr stjórn FRÁ arvalda. Ég hafði keypt farmiða báðar leiðir og sagðist ætla að heimsækja móður mína og syst ur, sem voru á íslandi. Síðan hvarf ég frá Þýzkalandi með hatt minn og frakka. — Hvað skildirðu eftir? — íbúð, bifreið, sumarbústað, allar eigur mínar. — Hvað varstu gamall? — Fjörutíu ára. Maðurinn var Harry Rosent- hal, endurskírður í samræmi við íslenzk lög, og heitir nú Höskuldur Markússon. Hann sit ur á Akureyri, er skrifstofu- stjóri hjá einu af stórfyrirtækj- um Akureyrar, Amaro. — Ætlaðirðu að setjast að á íslandi? spurði ég. — Nei, ég hafði hug á að komast til Bandaríkjanna og ætlaði að setjast þar að. En hér ætlaði ég að vera meðan ég biði eftir innflytjendaleyfi. — Á hverju lifðirðu hér? — Fyrst í stað á systur minni og manni hennar, Henny og En mér var sagt að öllu væri ó- hætt. Ég trúði tæpast að ÖLLU væri óhætt. Þegar ég hafði heils að móður minni tók hún að spyrja frétta og ósjálfrátt varð mér á að tala í hvíslingum. Móðir mín hló, þegar ég bað hana að loka hlera, sem var op inn inn í herbergið, og ég gætti að því að enginn stæði á hleri. Ég hafði vanizt því að vara mig á njósnurum í Þýzkalandi. Þeir voru alls staðar. Hér gegndi hins vegar öðru máli, ég sannfærðis, um það smátt og smátt. — Hvers vegna þessar hvísl- ingar, ótti þinn virðist hafa orð ið óeðlilega mikill. Varðstu fyrir alvarlegum áföllum í Þýzka- landi? — Ég varð fyrir mörgum á- föllum. Sum þeirra ræði ég aldrei um, önnur minnist ég ekki á i blaðaviðtali. En ég hefði getað sagt þér frá yfir- heyrslum hjá Gestapo, sem ég lenti í. Þeir reyndu margt til að brjóta sálarþrek mitt niður. Ég missti kjarkinn, þeir brutu mig niður. En mér var sleppt. Samt heltók óttinn mig, mér fannst ég ekki lengur mega um frjálst höfuð strjúka. Ég mátti vænta þess að verða kallaður aftur til yfirheyrslu, og tilhugs- unin um það varð óbærileg. Of an á þetta bættist að allir vissu hvers Gyðingar máttu sfn gagn vart Aríum ef til ágreinings kom isrEekt í Reykjavík. Ég dundaði við þetta pokkurn tíma, en seldi svo landið þegar ég komst í kynni við Eirík Kristjánsson og réðst til hans á Akureyri og fluttist hingað 1939. Eiríkur var með saumastofu. ‘ Hann framleiddi m. a. skyrtur með lausum flibba. Ég sagði honum, að erlendis væru menn hættir að framleiða skyrtur nema með föstum flibbum. Hann fór eftir ábendingum mínum, og þannig komust þessar skyrtur smám saman í tízku hérlendis. Harry Rosenthal. ur og var vart hugað líf á tíma bili. Það bjargaði mér eflaust, að ég var strax lagður inn á sjúkrahús, sem brezki flugher- inn starfrækti í Reykjavík. Þar voru margir sérfræðingar og þeim tókst að halda í mér líf- tórunni. Fyrst eftir að ég kom af sjúkrahúsinu gat ég ekki geng ið. Ég lærði það síðar eftir marga mánuði. En ég þurfti frek ari aðgerðar við. Hver læknir- inn eftir annan sagði að ekki væri hægt að lagfæra fæturna á mér. Það var ekki fyrr en Björn Gunnlaugsson benti mér á Snorra Hallgrímsson tiltölu- lega nýkominn til landsins. Ég fór til hans. Hann lagaði á mér fæturna og ég gat byrjað að ganga á sæmilega eðlilegan hátt. Hins vegar get ég ekki hlaupið. En ég held stundum upp á þann dag þegar lífi mínu var þorgið eftir flugslysið. — Nú hlýtur að hafa verið margvlslegum erfiðleikum bund ið að byrja nýtt líf eftir flótt- ann frá Þýzkalandi. Hvað tel- urðu hafa hjálpað þér mest? — Ég hafði alla æyi vanið mig á að taka lífinu eins og það þar að höndum. Það þýðir ekki að segja sér að hlutimir ættu að vera öðruvísi en þeir eru. Þetta viðhorf er nauðsyn- legt, einmitt þegar eitthvað ber út af. En auðvitað skipti miklu máli að hér var gott og hjálp- legt fólk, og ég naut aðstoðar þess á ýmsan hátt. fyrirtækisins. Jámkrossinn bjargaði mér frá því að ég yrði fyrirvaralaust sviptur stöð- unni. En ég var ekki, fremur en aðr- ir Gyðingar Iátinn gleyma upp- runa mínum. Gyðingar vom neyddir til að ganga með auð- kenni á fötum sínum og í vega- bréfum, eins konar brennimark nazista. Gyðingur á götu í Berl ín gat ekki vitað á hverju hann átti von. Gyðingur mátti varla tala upp hátt, hann hætti að treysta nokkmm manni, hann var umset inn, líf hans var gert óbærilegt. Þess vegna flúði ég. Ég flúði einn daginn, allslaus. Ég gat ekkert haft meðferðis, aðeins hin venjulegu 10 mörk og nauð synlegasta fatnað til hálfsmán- aðar fjarveru. Lengri fjarvera var bundin sérstöku Ieyfi stjórn Henddk Ottosyni. Ég fékk ekki atvinnuleyfi, en aðeins dvalar- leyfi. Þau hjónin voru ákaflega hjálpleg og vingjamleg. En mér fannst stundum vandræðalegt að verða að biðja Henny um peninga fyrir klippingu, af því að ég átti enga. — Svo hefurðu ákveðið að setjast að á íslandi? — Ég kunni svo vel við mig hér að áhuginn á Ameríku- ferð hvarf með öllu. Að vísu hafði mér ekki litizt á blikuna þegar ég gekk I Iand frá Dronn- ing Alexandrine og gekk inn I bæinn. Skammt ofan við höfn- ina rak ég augun í nazistamerk ið I glugga. Þar var þá skrif- stofa þeirra f Reykjavík. Ég spurði sjálfan mig: Hef ég farið úr öskunni í eldinn? Mér var næst skapi að snúa við, fara aftur um borð og sigla burtu. þeirra í milli. Ef Arla og Gyð- ingi lenti saman, var Arlanum sleppt, en Gyðingurinn tekinn til yfirheyrslu. Gyðingurinn varð einnig að gæta þess að segja ekkert illt um stjórnina. Raunar gat hver einasti nazisti gert sér lítið fyrir og sagt um Gyðing, að hann hefði talað illa um stjómina, það hefði bundið enda á líf Gyðingsins. Vitundin um þetta allt saman veldur meiri kvölum en hægt er að gera sér I hugarlund. — En hér gaztu andað léttar og svo fékkstu atvinnuleyfi? — Ég átti gullúr og Leica- myndavél. Hvort tveggja seldi ég fljótlega og keypti jarðar- skika inn við Klepp. Langholts- vegurinn liggur yfir hann núna. Þar byrjaði ég á grænmetis- rækt. Ég seldi grænmetið I verzl anir. Þá var lítið um grænmet- — Hvenær byrjaðirðu hjá Amaro? — Skarphéðinn Ásgrímsson forstjóri Amaro bauð mér starf við prjónastofu, sem hann ætl- aði að starfrækja. Ég fór út 1945 og keypti in vélar og stjórnaði prjónastofunni. Síðar fluttist ég inn á skrifstofuna og starfa þar nú. Mér hefur alltaf líkað vel að vinna hér. Mér lík- ar vel við fyrirtækið, vel við Akureyri, hér er heimili mitt og hér er allt eins fallegt og það getur verið. — Mér er sagt að þú eigir tvo afmælisdaga? — Ég lenti I flugslysi hér á Iandi og munaði minnstu að ég missti lífið af völdum þess. Tveir samferðafélagar mínir lét ust einum eða tveim dögum eft ir slysið. Ég lá brotinn og knús aður á sjúkrahúsi I fjórar vik- — Heldurðu ekki að þú hefð- ir átt meiri möguleika ef þú hefðir farið til Ameríku? . — Um það get ég ekki sagt. En ég veit, eftir að hafa kynnzt mörgum löndum og mörgum þjóðum, að hvergi er lýðræðis- legra en á Islandi. Hér spyrja menn ekki fyrst eftir stöðu og menntun, heldur hverra manna þú sért, hvaðan af landinu. Og hér segja menn það sem þeim býr I brjósti. — Álítur þú að við íslend- ingar ættum að hafa herskyldu? — Herskylda er holl. Her- mennskan fór út 1 öfgar I Þýzka landi. En var lengstum þýðing- armikið uppeldisatriði. I hern- um lærirðu að þegja og gera það sem þér er sagt að gera. Her- skylda myndi ekki skaða á Is- landi, að mínum dómi. - á. e. 'DCR Tll AMARO EVRÓPURÁÐIÐ VEITIR STYRKI Umferöarnefnd meðmælt hægrí handar akstrí Eins og kunnugt er hafa allar þjóðir álfunnar tekið upp hægri handar akstur nema ísland, Bret- Iand og Svíþjóð. Svíar hafa nú ákveðið að tal:a upp hægri hand- ar akstur og Bretar eru famir að hugleiða málið. Það em tslend- ingar líka farnir að gera. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um at- ' igun á undirbúningi hægri hand- nr aksturs hér á landi. Þessi tillaga var fyrir nokkru send borgarstjórn Reykjavlkur til umsagnar. Borgarstjómin sendi hana fyrst til umsagnar umferðar- nefndar borgarinnar, og nú hefir nefndin mælt með því til borg- arstjórnar að tillagan verði sam- þykkt. Borgarstjórnin sjálf mun eigi vera búin að senda umsögn sína til Alþingis ennþá. I umferðarnefndinni eru þessir fastafulltrúar: Sigurjón Sigurðs- son, lögreglustjóri, sem er for- maður. Gústaf Pálsson borgar- verkfræðingur, Gísli Halldórsson, borgarráðsmaður, Þór Sandholt, skólastjóri, og Guðmundur Magn- ússon, verkfræðingur. Rökin fyrir því, að hægri handar akstur verði tekinn upp hér á landi, era fyrst og fremst þau, að nær allar aðrar þjóðir hafi nú hægri handar akst- ur, og því sé farsælast að taka upp sömu reglu. bæði með tillit til aksturs Islendinga I öðrum lönd- um, og einnig með tilliti til þess að flest ökutæki sem flutt e.u hingað til lands, eru gerð fyrir hægri handar akstur. Geta má þess að Félag íslenzkra bifreiðaeigenda berst fyrir því að tekinn sé upp hægri handar akstur hér á landi. Evrópuráðið veitir árlega styrki til fólks, sem vinnur að heil- brigðismálum, og er tilgangur þeirra sá að auðvelda kynnisferð- ir milli Evrópulanda og út- breiðslu þekkingar á þessu sviði Nýlega var úthlutað 136 styrkjum a' þessu tagi, og komu 'imm þeirra I hlut Islerrdinga. Er það f fyrsta sinn, sem íslendingar eru I hópi styrkþega. — Þessir fengu sí. ■'•:-»a: Guðmundur Pétursson læknir til að vinna að frumurannsóknum I Frakkla ->di, Bretlandi og Svíþjóð f eitt misseri. Haukur Benediktsson fram- kvæmdastjóri sjúkrahússnefndar Reykjavfkur til að kynna sér um þriggja mánaða skeið rekstur sjúkrahúsa á Norðurlöndum. Ingibjörg Magnúsdóttir yfir- hjúkrunarkona á Akureyri til að kynna sér I eitt misseri hjúkrunar- kennslu og hjúkrunarstjórnun I Danmörku. Sigurlín Gunnarsdóttir, for- stöðukona Borgarsjúkrahúss Reykjavíkur til að kynna sér um þriggja mánaða skeið rekstur sjúkrahúsa á Norðurlöndum. Þórður Þorvarðarson tæknifræð- ingur til að kynna sér I tvo mán uði mælitækni á sviði geislunar varna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.