Vísir - 27.04.1964, Page 11

Vísir - 27.04.1964, Page 11
 1'S‘f R . Mánudagur 27. ajjríl 1964. JJ ! — Néi, hann er líka ósköp venjulegur. —' Bér muruið kveikja í mönn- um, ungfró.... Jeanne Dortil roðnaði af ein- skærri gleði af að heyra þetta og hugleiddi ekki, að þetta var skjall, endurgreiðsla fyrir 10 frankana. Hún gekk að tjaldinu og horfði um gægjugat út í salinn til þess að gá að því, hvort Par- oli væri kominn. Aðeins ein stúka var tóm, en andartaki síð- ar kom hann ásamt tveim herr um og settist þar. — Þetta eru leikstjórarnir, hugsaði hún, hann er vissu- lega bæði áhrifamikill og heið- arlegur maður. Þrátt fyrir einfeldningslegt sjálfstraust var hún nokkuð ó- styrk orðin. Nú var farið að gefa merki um, að leikaramir tækju sér stöðu og kallað var lágt: — Herrar mínir og dömur, hver maður á sinn stað. Fyrsti þáttur byrjar. Jpanne fór á sinn stað og beið þess, að hún skyldi fara inn. Eftir stutta stund var tjaldið dregið upp og leiksýningin byrj aði. Menn biðu þess, að Jeanne Dor- til kæmi inn, og þegar hún gerði það, kvað við lófatak, og það sveif á stjörnuna tilvonandi, að heyra það, og henni gleymdist gersamlega að það fékkst fyrir mútur. Og hún var viss um, fyrst allt byrjaði svona vel, að allt mundi ganga vel, en hún var svo tilgerðarleg í sjálfs- trausti sínu, að það verkaði hjákát- lega, og kunningjarnir sumir fóru að hnippa hver í annan og flissa, en hún stappaði í sig stálinu, og fyrsti þáttur var stórhneykslana- laus. Hún taldi víst, að hér væru ein- hverjir að verki að undirlagi Darn- ala, sem væri öfundssjúkur og henni óvinveittur undir niðri. Milli fyrsta og annars þáttar var masað mikið og hlegið, ekki aðeins á gólfi og í balkon, heldur einnig í stúkunum, og f öðrum þætti á- gerðist það, að menn hlógu, en Jeanne Dortil tald; vera um sam- særi að ræða gegn sér, varð tauga- óstyrk, og mismælti sig. Og þegar blómvendinum var kastað á sviðið til hennar var hlegið enn meira ogsagði: menn fóru að senda henni glósur. Tjaldið féll og hún fór æf af reiði til búningsherbergis síns. „Þetta er svívirðilegt", hugsaði hún, „svívirðilegt samsæri, — það á að eyðileggja framtfð mína, en ég skal sýna þeim f Iokaþættinum hver skjöldinn ber. í þriðja og fjórða þætti gekk allt stórslysalaust, og þegar Jeanne Dortil gekk til búningsherbergis síns að honum loknum, sagði Dam- ala við einn leikaranna: — Þessi Jeanne Dortil er ger- samlega óhæf. — Sannið til að hún eyðileggur allt fyrir mér í seinasta þættinum. — Vonandi verðurðu ekki svartur af púðurreyk í framan, þegar hún skýtur á þig. — Ég fæ hana til þess að vera rólega. Þetta gekk annars vel á æfingunni f dag. Um khikkan hálfníu opnaði þjónn Parolis skrifstofu hans fyrir Luigi að fyrirskipan læknisins. Opnaði Luigi síðan skápinn, þar sem bögg- ullinn var geymdur, tók hann og fór, og ók svo til íbúðarinnar í Courcellesgötunni. Hann var þar alllengí og þegar hann fór þaðan, var hann klæddur sem aðstoðar- slökkviliðsmaður. Hann var með falskt skegg og hanzka á höndum. Jlann gekk eftir Batignolles-breið- gtunni til leikhússins. Hann fór inn um dyrnar, sem leikararnir not uðu. Koma hans vakti enga sér- staka grunsemd, — hann gekk jafnvel þvert yfir leiksviðið, áður en Iokaj)átturinn hófst, og þuklaði á hlut, sem hann var með í buxna- vasa sínum. í sömu svifum kom Darnala og sagði við Jeanne Dortil: — Hvar er skammbyssan? — Þama. Hún benti á borðið. — Já, hún er hlaðin, sagði hann og athugaði hana vel. Farið gæti- lega, vinkona, sagði hann blíð- Jega. Ég vil ógjarnan fá reyk f augun. Svo hurfu þau milli leik- tjalda til hliðar, en aðstoðarslökkvi liðsmaðurinn leit í kringum sig, sá að öllu var óhætt, tók skammbyss una með vinstri hendi og dró sam tímis aðra alveg eins upp úr vasa sfnum og lagði á borðið. Svo flýtti hann sér og hvarf milli hliðar- tjalda, rakst þar á leikstjórann, er — Hafið gát á öllu, aðstoðar- maður, ég gef nú merki og tjaldið verður dregið upp. Niðri í salnum var mikill kliður og ekki um annað talað en Jeanne Dortil, og hún fékk þann dóm flestra, að hún hefði enga hæfi- leika til að bera, en sumir bættu við, að þetta væri mjög leitt, því að stúlkan væri „reglulega fal- leg“. Paroli hafði verið svo óeðlilega kátur allt kvöldið, að það vakti sérstaka athygli Hannibals Gerva- soni, og hinum athugula vini hans og lækni duldist ekki, að þetta var uppgerðarkæti og að hann var mjög taugaóstyrkur og loks gat Hannibal ekkj stillt sig um að spyrja: — Er eitthvað að — ertu las- inn? — Ég hefi mjög slæman höfuð- verk. — Þá skulum við fara strax. — Það er ekki nema lokaþáttur- inn eftir. Svo förum við og fáum okkur að borða og glas af víni. Þá Jíður þetta frá. — Eins og þú vilt. Og svo var tjaldið dregið upp. Paroli tók upp leikhússjónauka sinn og beindi honum að borðinu, þar sem skammbyssan lá. Þegar hann sá hana, varð hann svo skjálfhentur, að við lá, að hann missti sjónaukann, og hann greip í flauelsklæddan hlífðarvegg stúk- unnar fyrir framan sig svo fast, að hnúarnir hvítnuðu. Hannibal gaf honum enn gætur og fór nú að efast um, að óróleiki og útlit vinarins ætti eingöngu rót að tekja til þess, að hann hefði slæman höfuðverk. Maðurinn virtist þjást — ekki vegna lfkamlegrar vanlíð- unar, heldur vegna þess, að eitt- hvað lá á sál hans eins og mara. Þannig ályktaði Hannibal. Lokaþátturinn var hafinn. Par- oli fylgdist með hverju smáatriði. Ótal hugsanir ruddu fram í hugá hans: Hafði allur undirbún- ingur heppnazt fyrir Luigi? Myndi þetta nú ganga honum að óskum, að Paul Darnala, hinum hættulega fjandmanni hans, yrði rutt úr vegi? Hann myndi ekki þurfa lengi að bíða svars við þessum spurning- um. Lokaatriðið var að hefjast. Jeanne Dortil var að sækja í sig veðrið. Paroli gat vart dregið and- ann. Hann hallaði sér fram, star- V.W.V.VAV.'.WAW.'.V Jí DÚN- OG FIÐURHREINSUN ;■ vatnsstíg 3. Sími 18740 j SÆNGUR REST BEZT-koddar. Endumýjum gömlu sængumar, eigum Seljum æðardúns- og || dún- og fiðurheld ver. I; gæsadúnssængur — I; og kodda af ýmsum stærðum. y.v.w.w.v.v.v.v.v.v, andi augum, eins og hann byggist við að eitthvað ógurlegt myndi gerast. Reikningshaldarinn fylgdist af áhuga með leiknum, en Hanni- bal veitti vaxandi athygli útliti og framkomu vinar síns. Jeanne Dortil var svo æst orðin, að henni varð mismæli hvað eftir annað, en menn hlógu ekki, því að nú var hámarki að verða náð í leiknum. Stjarnan tilvonandi greip skamm byssuna. Paroli nötraði eins og hrfsla. Hannibal gat ekki varizt að hugsa: Hvað skyldi ganga að mann inum? Jeanne gekk hratt fram með skammbyssuna í hendinni og mið- aði hann henni á Darnala, sem sér til skelfingar horfði beint inn í skammbyssuhlaupið, varð hrædd ur og hvíslaði svo hátt, að heyrðist á næstu bekkjum: í hamingju bæn- um, farið varlega, en án þess að skeyta þessari viðvörun, þrýsti hún á gikkinn, og óeðlilega hár hvellur heyrðist, og svo kváðu við sker- andi neyðaróp beggja, Pauls Dar- nala og Jeanne Dortil, en áhorf- endur spruttu úr sætum og horfðu á þau liggja í blóði sínu á sviðinu. Fsinný Benonýs sími 16738 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sfmi 14656. Nuddstofa á sama staö. Sólvallagötu 72. Sfmi 14853. Hárgreiðslustofan HAtONI 6, sfmi 15493. Hárgreiðslustofaa P I R O L A Grettisgötu 31, sfmi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, simi 19218. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). STEINU og DÓDÓ Sfmi 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (homi Klappar- stfgs og Hverfisgötu). GjSrið svo vei og gangið inn Eugar sérstakar pantanir, úrgreiðslur. Hárgreiðslustofan PERMA, Gaðsendi ,21, sfmi 33968. Dömu, hárgreiðsia við alira hæfi TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. Sfmi 14662 Hárgreiðslusfofan *T Háaieitisbraut 20 Sfmi 12614 MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við mig nokkrum konum 1 megrun- arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, sími 12274. ! V' ' ^ 3 X/ 22991 : £rettisgötu 62 SENOIBÍLASTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI 21 SlMI 24113 Ödýrnr drengjnúlpur Þá erum við allir á sama máli segir Medu, kallið á Tarzan. Tarz an og Naomi hraða sér inn. Mér þykir leitt að þurfa að segja þér þetta Tarzan, segir Medu dapur- lega, við höfum sterk lækninga- meðul eins og þú hefur þegar séð en það er aðeins við veikindum í ifkamanum, við höfuðsjúkdóm- um höfum við engin meðul. Tarz an, ég get séð að þeir eru von- lausir. segir Naomi. Joe verður að senda neyðarskeyti. Allt í lagi Joe, segir Tarzan, sendu skeytið. Ég hefi á tilfinningunni að þetta séu endalokin, Tarzan, segir Na- omi. Það eina sem gat aðskilið okkur hefur skeð, ég verð að reyna að koma dr. Dominie til Mombuzzi lifandi. Miklatorgf /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.