Vísir - 27.04.1964, Qupperneq 12

Vísir - 27.04.1964, Qupperneq 12
✓ w&m Mýýýy.’ , í ' \ /ý/'v'/ tyZ'. Wm i y\ Mánudagur 27. apríl J964 Landoð úr saltskipinu LÆKNUM SÉ FALIN MEÐFERÐ Frá ráðstefnunni um áfengismál á laugarduginn Horfur á samkomu lagi um I. mai Fruntalegar árásir, rán og likamsmeiðingar í fyrriaótt Líkamsárás var framin á manni hér í Reykjavík í fyrri- nótt, sýnilega í því augnamiði að ræna hann. Sjálfur hafði hann hlotið svo mikla áverka, að flytja varð hann í sjúkrahús. Um eitt íeytið í fyrrinðtt var maður á ferð um Miklatorg í bifreið sinni. Verður honum lit ið suður á Flugvallarveginn og sér þá tvo menn stumra yfir þeim þriðja. Bílstjórinn brá sér þangað til að huga betur að því sem þarna hafði átt sér stað. Sér hann þá rær.ulausan mann liggjandi í blóði sínu í götunni. Bílstjórinn bauðst til að flytja hinn slasaða mann í Slysavarð- stofuna, hvað hinir tveir sam- þykktu og hjálpuðust þeir við að koma honum inn í bílinn. Bílstjórinn spurði mennina tvo 'hvort þeir myndú élðff koma Framh. á bls. 5. Saltskipið, sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu, kom á til Reykjavíkur s.l. laugardag. Heitir það Heluan og er frá Hamborg. Kom það frá Færeyjum á vegum Ólafs Gíslasonar & Co. Skipið var með 2300 tonn af salti og átti að skipa hér upp 11 — 1200 tonnum. Myndin er af losun skipsins. Sóknarprestur deilir harð- # r # • # • #.. lega a kirkjul Séra Bjarni Sigurðsson prest ur á Mosfelli birtir í slðasta hefti Kirkjuritsins harða ádeilu- grein á kirkjulöggjöfina, sem hann kveður mjög úrelta, en séra Bjami á sæti í ritnefnd kirkjunnar. Hann segir um löggjöfina, að hún sé „svo úrelt að stofni til að fjölmörg ákvæði hennar eru óframkvæmanleg. Engin stofnun önnur á íslandi býr við löggjöf sem stendur jafn fúnum fótum í tímum einveldis og örbjargar." Lögin um skipan prestakalla sem þó eru í hópi nýlegra laga eru ekki annað en ný bót á gömlu fati. Þau eru jafnframt glöggt dæmi um úrelta löggjöf kirkjunnar.“ Frs. á bls. 5. Margt merkra ummæla kom fram á ráðstefnunni um á- fengisbölið sem dómsmálaráðu- neytið og Lándssamb. gegn á- fengisbölinu gengust fyrir á laug ardaginn. Tilgangur ráðstefnunn ar var að fá svör við því hvað helzt eigi að gera til þess að bæta núverandi ástand í áfengis málum þjóðarinnar, benda á ráð til þess að draga úr áfengis- neyzlu og fá forystumenn á sviði félagslífs, menningarmála, heilsu gæzlu og löggæzlu til þess að bera saman þekkingu sína og reynslu varðandi orsakir óhóf- Iegrar áfengisneyzlu. Dómsmála ráðherra, Jóhann Hafstein setti ráðstefnuna með nokkrum inn- gangsorðum og gat um tilgang Iiennar og markmið. Fjögur gagnmerk erindi voru flutt á ráðstefnunni á laugardags morgun. Dr. Broddi Jóhannesson ræddi um uppeldi menntun og áfengi. Lagði hann út af hug- takinu „hinn góði þorsti" og fjallaði um þátt uppeldisins og foreldranna í því að skapa álit gegn áfengisneyzlu unglinganna Lögreglustjórinn ■ í Reykjavík, Framh. a bls. 8 1. maí-ncfnd FuIItrúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavík sem kjörin var til þess að und- irbúa hátíðahöldin 1. maí, sat á fundum um helgina. Er útlit fyrir, að samkomulag verði með lýðræðissinnum og kommúnist- um um ein hátíðahöld. í nefnd þeirri, sem undibýr hátíðahöldin eiga þessir sæti: Óskar Hallgrímsson formaður Fulltrúaráðsins, Jóna Guðjóns- dóttir formaður Verkakvennafé lagsins Framsóknar og Guðjón Sigurðsson formaður Iðju, af hálfu lýðræðissinna og Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrún ar. Guðmundur J. Guðmunds- son varaformaður Dagsbrúnar og Guðjón Jónsson starfsmaður Félags járniðnaðarmanna af hálfu konnnúnista. Á fundi er nefndin hélt i gær var rætt um 1. maí ávarp ið og annað f sambandi við há- tíðahöldin. Mun gengið út frá að ræðumenn verði tveir, sinn frá hvorurrt aðila. — Ekki er endanlega gengið frá samkomu- laginu en allt bendir til þess að það náist. Nýtt happdrætti Sjúlfstæðisflokksins: Um þessar mundir er að hlaupa af stokkunum glæsilegt landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins, hið glæsilegasta til þessa. — Vinningar eru fjórir talsins, og verðmæti þeirra sam anlagt hvorki meira né minna en 700 þúsund krónur. Fyrsti vinningurinn er einhver mesti happdrættisvinningur, sem á næstunni verður á þoðstólum, eða ferð umhverfis hnottinn fyr ir tvo, með viðkomu í 12 borg- um, m. a. New York þar sem skoða má heimssýninguna miklu, og í Tókió, þar sem Ol- ympíuleikarnir fara fram. Verð- mæti þessa vinnings er 250 þús. kr. Hinir vinningarnir þrír eru bílar. ræða skyndiliappdrætti, dregið eftir liðlega mánuð, er fólki bent á að verða sér úti um miða strax og sala þeirra hefst. Dregið verður í þessu glæsi- lega happdrætti 10. júni n. k. Munu umboðsmenn happdrætt- isins úti á landi fá miða í hend- ur næstu daga, og um mánaða- mótin verða bílarnir þrír til sýn is í miðbænum í Reykjavík, og miðar þar til sölu. Þangað til verður hægt að kaupa miða i skri.'rtofu Sjálfstæðisflokksins i Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll Innan tíðar munu og stuðnings menn flokksins fá senda miða heim. Hver miði kostar kr. 100. Vegna þess, að hér er um að ■wssrrrta&i: rma tvc *». znM-.mmsi} ■ . ■■ mmm’ mr■ í mmr: sMlíIf vna.Yr.pw . -- uíS8.a 3AWMJ5 STJi. 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.