Vísir - 27.04.1964, Síða 7

Vísir - 27.04.1964, Síða 7
V1SIR . Mánudagur 27. apríl 1964. 79 TÍZKAN ER LISTIN *AÐ FEGRA LÍFIÐ SAMTAL VIÐ FRÚ BÁRU SIGURJÓNSDÓTTUR „Allar konur geta ver- ið vel klæddar og aðlað- andi, ef þær nenna að hafa fyrir því. En auð- vitað fæst það ekki fyr- irhafnarlaust fremur en annað í lífinu. Það út- heimtir kunnáttu og smekk, vakandi auga fyrir nýjungum og hæfni til að færa þær sér í nyt. Þetta eru þó engar náðargjafir forsjónarinn ar, heldur aðeins hæfi- leikar, sem hver einasta kona getur þroskað með sér, ef hún vill. Tízkan er að vsssu leyti list - Iistin að fegra lífið“. Frú Bára Sigurjónsdóttir tal- ar ekki út 1 bláinn. Fáar fs- lenzkar konur munu kunna jafngóð skil og hún á hinum síbreytilega og hverfula heimi tízkunnar, þar sem ekkert er eins gamaldags og gærdagur- inn, ekkert eins æsandi og augnablikið, sem er að líða. Hún fylgist með hverri nýjung, fer utan tvisvar—þrisvar á ári og stundum oftar til að skoða tízkufat.nað og velja nýjar vör- ur 1 búð sína, tízkuverzlunina „Hjá Báru“, og sjálf lftur hún út eins og lifandi tízkumynd. Hún hefur margt fengizt við um dagana, stundað tónlistar- nám í Reykjavík og ballettnám í Ithupmannahöfn, stofnaði ball- ettskóla f Hafnarfirði árið 1938 og gerðist þannig einn af braut- ryðjendun: danslistarinnar hér á landi. lærði snyrtingu er- lendis og setti upp snyrtistofu á Islandi rétt eftir stríð, full- numaði sig sem sund- og leik- fimikennari og sinnti því starfi um tíma, vann í verzluninni Ninon og eignaðist hlut í henni, fór sfðan í Feldi.in og starfaði þar nokkur ár og kom loks á fót sinni eigin tízkuverzlun, sem hún hefur átt og rekið um 13 ára skeið. Allt sítt í dag. Hún tekur á móti mér í sfð- um ínnikjól úr hvítu bómullar- efni með stórum, litsterkum blómum. „Það er allt sftt f dag hjá Ameríkananum“, útskýrir hún. „Þú ert nýkomin frá Banda- rfkjunum?" „Ég er alltaf í New York janúar og febrúar til að kaupa inn fyrir sumarið — þá er sumartízkan tilbúin þar. Það er óskaplega gaman að verzla í þeirri borg, því að þú getur fengið bókstaflega allt milli himins og jarðar. Orvalið er takmarkalaust; það er alveg sama, hvernig líkaminn er skapaður, það er alltaf hægt að fá éitthvað á sig“. „Kaupirðu meira inn frá Ameríku eri öðrum löndum?“ „Já, ég hef fyrst og fremst ameríska tízku á boðstólum, enda finnst mér hún yfirleitt léttari og skemmtilegri og yngja fólkið meira en sú evrópska. Ég kaupi reyndar sportklæðnað frá Þýzkalandi, og enskar kápur og dragtir taka kannske flestu öðru fram. En það er eitthvert snitti, eitthvert grunnsnið í amerísku fötunum, sem engin önnur þjóð hefur lag á að búa til. Að maður tali ekki um fjöl- breytnina — þar má finna eitt- hvað fyrir alla“. Skuplurnar mega hverfa. „Hvað viltu segja um klæða- burð íslenzkra kvenna?" „Ja, fslenzkar konur eyða ekki nærri eins miklu í föt og snyrtivörur og konur annars staðar, einkum þær amerfsku. Hér er verið að spara f allt mögulegt: íbúðir og bíla, utan- farir og þvíumlíkt, og þá verður ekki eins mikið afgangs til fatakaupa og æskilegt væri. Mér finnst of lítil áherzla lögð á fallegan klæðaburð við öll tækifæri og föt, sem hæfa hverju umhverfi. Það þarf ekki endilega að kosta svo mikið, en krefst dálítillar umhugsunar og aðgæzlu. Og konan þarf að læra að bera fötin vel — það er ægilegt að sjá ungar og lag- legar stúlkur kjaga eftir götun- um með höfuðið niðri á bringu og hnésbæturnar bognar. Þessir eilífu skýluklútar mættu gjarn- an hverfa og hattar koma f þeirra stað. Og engin kona, sem gædd er sjálfsvirðingu, ætti að láta sjá sig á almannafæri með rúllur f hárinu. Mér finnst leiðinlegt að sjá ekki hatta á kvenfólki og hreint og beint hneykslanlegt, að konur fari t. d. í jarðarfarir annað hvort ber- höfðaðar eða með þessar skupl- ur sínar. Það er lfka algengur misskilningur, að einn og sami hattur eigi að geta átt jafn-vel við allt þrennt: regnkápuna, sparikápuna og nelsinn. Konan er ekki fullklædd úti á götu, ef hattinn vantar“. „Finnst þér samt ekki vax- andi áhugi á tízkufatnaði og snyrtingu meðal kvenna hér- lendis? „Jú, mikil ósköp, það hafa orðið miklar breytingar til bóta síðustu árin. En fleiri konur þurfa að gera sér Ijóst, hversu þýðingarmikið er að láta s^r annt um útlit sitt. Ef konan er vel klædd í samræmi við um- hverfi sitt hverju sinni, nýtur hún au^nabliksins, og er það ekki mesta lífsnautnin? Giftar konur mega heldur ekki gleyma að halda sér til, þó að þær séu búnar að ná sér í mann; þær geta átt á hættu að missa hann aftur, ef þær nenna hvorki að hirða sig né snyrta, og hver getur álasað aumingja mannin- um, þótt hann leiti annað, ef sæta stúlkan, sem hann giftist, er orðin að sóðalegri fugla- hræðu?“ Þrifnaðurinn er númer eitt „Hvaða heilræði myndirðu gefa ungum stúlkum og konum á öllum aldri, sem vilja vera vel klæddar án þess að kosta mjög miklu til þess?“ „Nr. 1 — þrifnaður. Vatn og sápa eru ódýr fegrunarlyf, sem allar konur ættu að notfæra sér. Engin kona getur laðað að sér karlmann, ef hún lyktar af svita og sóðaskap. Ég myndi fyrst af öllu ráðleggja konum að hirða sig almennilega, þvo sér og baða sig nógu oft og ganga í tandurhreinum nærföt- um. Það er algert undirstöðu- atriði. Þá er nægur svefn ó- Rósbleikur síðkjóll úr silki- chiffon. Herðasláið er fest í mittisstað að aftan og getur einnig hangið niður að gólfi líkt og hálfgert aukapils. Armband og eyrnalokkar eru skreytt rín- arsteinum og smaragðseftirlík- ingum. Hárgreiðsluna annaðist K-istín Þórarinsdóttir. Frú Bára sýnir hér þægilegan heimafatnað, hvítan, síðan innikjól með litríkum blómum. Hann er úr bómullarefnj og auðvelt að þvo hann og strauja. (Myndir: B. G.) Léttur, einfaldur sumarkjóll úr ekta silki. Sniðið er sígilt, og svona kjólar þjóna sama til- gangi á sumrin og „litli, svarti kjóllinn" á vetuma. Með honum ber frú Bára hvítan, barðabreið- an stráhatt. missandi fyrir sál og líkama og sömuleiðis útiloft og hreyfing f góðu lofti. Hvíld og afslöpp- un, hollt mataræði, mátulegar líkamsæfingar, röskar göngu- ferðir — allt þetta bætir útlitið meira en nokkur fegrunarlyf. „Nú, svo er að bera sig vel, ganga bein og álpast ekki áfram einhvern veginn. Konan verður að skapa fötin og bera þau af reisn, ef þau eiga að njóta sín. Fallegar hreyfingar geta jafrrvel hulið líkamslýti. Og hæverska og góðir mannasiðir fegra hverja konu meira en fötin, sem hún klæðist. „Hreint og snyrtilegt hár, smekklega greitt, er mikið at- riði. Og hattana var ég þegar búin að minnast á. Hanzkar, skór og töskur ættu alltaf að vera af eins vandaðri gerð og konan hefur efni á. „Litli, svarti kjóllinn". „Allar konur ættu að eiga a. m. k. einn einfaldan, stílhrein- an kjól með sígildu sniði, t. d. svartan. En þær mega ekki láta þar við sitja, heldur þurfa þær að læra að skreyta flíkina fallega og breyta henni með þvi að bera með henni ýmiss konar skartgripi, sem bezt eiga við f það og það skiptið. Þetta verða íslenzkar konur að læra. Hugs- aðu þér bara frönsku konurnar með ,litla, svarta kjólmn* sinn — þær breyta honum ótrúlega með alls kyns ráðum. Stundum geta það verið lausir kragar, slaufur, klútar, borðar, belti og þess háttar, stundum skartgrip- ir, en vitanlega má aldrei hlaða of miklu á sig í einu. Mér finnst sterkir litir ekki nógu mikið notaðir hér heima; á Framhald á bls. 14.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.