Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 2
2
VÍSIR . ÞrlSjudagur 28. aprfl 1964.
vann Val og er nú tafíð
öruggt um Reykjavíkurtitil
Hraði og talsverð spenna
var oft í leik KR og Vals
í gærkvöldi í Reykjavíkur-
mótinu í knattspymu. Fjöl
margir áhorfendur horfðu
á þessa erfðafjendur kljást
aði í þvögu á vítateig, en þaðan
tókst Bergsveini Alfonssyni að
skora laglegt mark, — sem því
miður var dæmt af vegna brots.
Valsmenn sóttu sig nú talsvert og
sé hægt að tala um, að hætta hari
skapazt, þá voru það sannarlega
Valsmennirnir, sem sköpuðu hana.
Upp við mark Vals i gærkvöldi. Björgvin Hermannsson bjargar
naumlega með annarri hendi.
enn einu sinni, - og þrátt
fyrir lakara lið verður það
sagt, Valsliðinu til hróss,
að það barðist vel, en varð
þó undan að síga og þola
0:2 tap fyrir KR og þriðja
markið var í rauninni á leið
í netið , þegar Haukur Ósk-
arsson flautaði af.
Mikil barátta var í leiknum frá
byrjun og upphlaupin gerðust oft
með býsna snöggum hætti. Hvor-
ugt markið komst þó í tiltakan-
lega hættu í fyrri hálfleik, a. m. k.
ekki það mikla að ástæða sé til
að ræða sérlega um það.
í seinnj hálfleik kom loks mark,
— og það var KR, sem skoraði
þetta fallega mark á 11. mínútu
seinni hálfleiks. Valsvörnin glopr-
aði frá sér bolta eða missti í gegn
og Gunnar Felixson náði honum
við endamörk og gaf vel fyrir mark
ið á Gunnar Guðmannsson, sem
var þar fyrir frjáls sem fuglinn og
skoraði mjög fallega með hreinu
og föstu skoti frá vítapunkti 1:0
fyrir Vesturbæjarliðið.
Valsmenn létu þetta ekki á sig
fá en hófu stóra sókn, sem end-
Sem dæmi má nefna ágætt skot
Hermanns, sem Gísli markvörður
varði mjög skemmtilega, og skot
Reynis á 27. mín. — hörkuskot,
sem Hreiðar Ársælsson bjargaði
skemmtilega á marklínu.
2:0 kom nokkuð óvænt á 31.
mín. Það Var Ellert Schram, sem
fengið hafði boltann alllangt fyrir
utan vítateig og alls ekki í tæki-
færi að því er virtist. Ellert reyndi
samt skot með mjög góðum ár-
angri. Hermann markvörður hreyfði
sig ekki fyrr en eftir að boltinn lá
kirfilega í markhorninu, 2:0 fyrir
KR, sem tryggði sigurinn nokkurn
veginn.
Þegar leik lauk var boltinn ein-
mitt á leiðinni í netið frá Ellert,
mjög laglegt mark, sem ekki hlaut
staðfestingu, því flautað var af
áður en boltinn fór í markið.
KR-liðið lék nú ekki eins vel
og gegn Þrótti á dögunum, en það
bezta I þessum leik kom gjarnan
frá KR. Ellert Schram og Örn Stein
sen voru mjög góðir í þessum Ieik,
einnig Gunnar Felixson, sem er
marksækinn og fylginn sér, óvenju-
Iegt við íslenzka framlínumenn.
Gísli markvörður átti og allgóð til-
þrif en raunar reyndi ekki sérlega
á markverði í þessum leik.
Framh. á bls. 6
1 kvöld hefst að Hálogalandi
hraðkeppnismót Ármanns í hand-
knattleik, en lýkur á morgun. í
mótinu taka þátt öll 1. deildar
liðin í vetur og Haukar úr Hafn-
arfirði, sem koma í 1. deild næsta
vetur. í kvöld leika: Ármann—ÍR,
Víkingur—Haukar og KR—FH, en
Fram situr yfir í 1. umferð.
Forleikur er í 2. fl. kvenna milli
Ármanns og Fram.
Vorhugur í knuttspyrnu-
mönnum í Hufnurfirði
Knattspyrna verður æfð á vegum
F.H. í sumar með svipuðu fyrir-
komulagi og s.l. ár Æfingatímar
hafa verið úthlutaðir félaginu á
sömu tímum og í fyrra þ. e. a. s.
á þriðjudögum og föstudögum
og æfir 5. flokkur kl. 5,30 — 6,30
e.h., 4. flokkur 6.30-7.30 e.h., 3.
flokkur 7,30—8,30 e. h., og sameig-
inlegar æfingar 2. fl. og 1. fl. fara
fram 8,30—9,30 e. h. é áður nefnd-
um dögum.
Sú nýbreytni verður á knatt-
spyrnumálum Hafnarfjarðar í sum-
ar, að félögin F.H. og Haukar munu
senda hvort fyrir sig flokka á lands
mót knattspyrnunnar og hefur F.H.
þegar tilkynnt þátttöku í alla aldurs
flokka.
í kvöld fer fram allsherjar skrá-
setning knattspymumanna félags-
ins og mun knattspymunefndin
mæta á öllum æfingum félagsins í
kvöld og skrá þá F.H.Inga sem
ætla að æfa og keppa með félaginu
í sumar. Er því mjög þýðingarmikið
að knattspymumennimlr ungir sem
gamlir fjölmenni á æfingarnar í
kvöld.
Fýrri hluti knattspyrnumóts Hafn
arfjarðar (Vormótið) er um það bil
að hefjast og mun F.H. sjá um mót-
ið að þessu sinni. Mikill áhugi er
meðal F.H.-inga að hlutur félagsins
verði ekki minni í Vormótinu en f
Haustmótinu sl. ár, en þá vann
F.H. alla flokka mótsins nema 3.
flokk.
3. fl. F.H. ásamt
þjálfaranum,
Bergþóri Jóns-
syni og Kjartani
Elíassyni. F.H.
vonast til mikils
af þessum ungu
mönnum* í
sumar.
Norska handknattleiksliðið
FREDENSBORG, sem hér hefur
leikið að undanförnu hélt ut-
an á sunnudagsmorguninn eftir
vel heppnaða heimsókn. Áður en
liðið hélt utan rabbaði frétta-
maður frá íþróttasíðunni við
nokkra af handknattleiksmönn-
unum og fararstjórum þeirra.
Aðalfararstjóri flokksins og
formaður félagsins, Roy Moen,
sagði í viðtali að hann og fé-
lagar hans niyndu aldrei gleyma
þeim frábæru móttökum, sem
þeir fengu hér.
„Víð höfum haft mikil sam-
skipti við Þýzkaland undanfar-
in ár, en hér eftir vonast ég til
að íslenzk lið verði meira í
heimsókn hjá okkur en verið
Moen — Svestad — Sogn — Gruben
hefur. Við metum handknatt-
leik liðanna ykkar og vitum að
þau eru mjög sterk og að auki
viljum við reyna að taka eins
vel á móti íslenzkum liðum og
þið hafið tekið á móti okkur. Ég
held persónulega að íslenzk
handknattleikslið séu í hópi
þeirra allra sterkustu í Evrópu
í dag,“ sagði Roy Moen.
Kjell Svestad. fyrirliði liðs-
ins hefur leikið 44 landsleiki, en
hann er og fyrirliði norska
landsliðsins. Hann sagði m.a.
um leikina hér: „íslendingar
höfðu vissulega betri aðstöðu
hvað snertir hinn þrönga sal
að Hálogalandi, — við höfum
aldrei séð svo lítinn sal fyrr.
Samt efa ég ekki að Fram og
FH mundu sigra okkur á stór-
uni velli, enda tel ég að Fram
sé eitt sterkasta félagslið á
Norðurlöndum og jafnvel Evr-
ópu og þar méð auðvitað i
heimsklassa. Ég er viss um að
Fram á eftir að standa sig í
Evrópubikarkeppninni, æfi þeir
vel og þá sérlega markverðirnir,
sem ég tel veikasta hlekk liðs
þeirra. En taktíkin er þeirra
sterka vopn og hef ég sjaldan
séð taktík svo vel útfærða hjá
handknattleiksliði.“
Stein Gruben heitir 22 ára
markvörður liðsins, talinn einn
af þrem beztu markvörðum Nor-
egs og á 13 landsleiki að baki.
Hann sagðist raunar ekki vera
félagi í Fredensborg, en keppti
með stúdentum, sem fóru upp
í 1. deild í vor.
„íslenzku markmennirnir eru
heldur lélegir, a.m.k. þeir sem
ég sá, — nema auðvitað Hjalti
Einarsson, sem ég hef séð áð
ur og veit að er mjög snjall
Framh. á bls. 6
OOSI