Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 7
7
V í S IR . Þriðjudagur 28. apríl 1964.
r ii mgagri'mjTia
Ný tunnuverksmiðja
Rnbbað við
Valbjarkar á
Eitt af þessum Iandskunnu
fyrirtækjum, er bera hróður Ak.
ureyrar, sem iðnaðarbæjar einna
hæst, er húsgagnaverksmiðjan
Valbjörk. Fyrir aðeins um 11 ár-
um varð bylting í húsgagna-
framleiðslu á íslandi. Jóhann
Ingimarsson, forstjóri, var þá
nýlega kominn frá þriggja ára
námi og starfi í Danmörku með
nýjar hugmyndir í húsgagna-
gerð, sem á augabragði hlutu al
menna viðurkenningu. Valbjörk
varð nafn, sem enginn gekk
frarn hjá.
Ég spurði Jóhann, þegar ég
hitti hann á dögunum, hvað
hann teldi sig geta selt mikið
ef hann hefði tæki og vinnuafl.
— Ég hef 33 menn í vinnu,
ég gæti selt framleiðslu helm-
ingi fleiri manna, 66 manna.
TXvað seljið þið fyrir mikið
núna?
— Átta milljónir ávsl. ári.
— Hvað selduð þið fyrir mik-
ið fyrsta árið?
— Ég man það varla, ég held
það hafi verið fyrir um 6 — 700
þúsund krónur.
— Og hvað voru þá margir
í vinnu?
— Níu menn.
— Hvað eruð þið margir sem
stofnuðúð fyrirtækið?
— Við vorum sex og höfum
allir unnið í Valbjörk. Einn er
nýfluttur suður.
.J- Heldurðu að það sé heppi-
legra að reka Valbjörk á Akur-
eyri en í Reykjavík?
— í vissum tilfellum. En það
hefur einnig marga ókosti.
Reykjavík er aðalmarkaðurinn.
Við flytjum stærsta hlutann af
framleiðslunni til Reykjavík. E.n
auk þess verðum við að fá tals-
vert af efni til framleiðslunnar
frá Reykjavík, svo að segja má
að kostnaðurinn við að heka fyr-
irtælkið hér á Akureyri sé tals-
vert mikill. En það skiptir einn-
ig máli að hér er ekki skortur
á góðum mönnum til starfa:
— Einhvern tíma heyrði ég að
þið væruð að undirbúa utn-
ing?
— Við höfum Iengi fengið
margar fyrirspurnir. Eitt sinn
var viðræðum komið talsvert á-
leiðis. Við fengum tilboð um
kaup á ýmsurn tegundum okkar
framleiðslu, t.d. tilboð um kaup
á 100 þúsund stólum, sem með
Akureyri
einni hreyfingu má breyta í lít-
ið borð. En þá höfðum við ekki
tækin til að annast slíka fjölda-
framleiðslu. Nú höfum við t.d.
fengið ‘sjálfvirkan rennibekk,
sem gerir okkur kleift að ann-
ast mikla framleiðslu. En þá er
kaupgjaldið skýndilega orðið
svo hátt, að ég tel hæpið að við
séum lengur samkeppnisfærir
um verð. Annars ætlum við að
athuga þetta nánar. Við fengum
á sl. ári fyrirspurnir eftir sýn-
ingu í Frankfurt, og nýlega fyr-
irspurnir frá Englandi. Petta
ætlum við að athuga nánar.
-Jjú teiknaðir sjálfur þennan
merka stól, sem hægt er að
nota ýmist sem borð eða stól?
Teiknarðu alla framleiðslu Val-
bjarkar?
— Ég hef gert það. Stóllinn
er það eina sem ég hef fundið
upp í húsgagnagerð. En við höf-
um teiknað og framleitt ýmis-
legt, sem hvergi er annars stað
ar til.
— Hvaða hreyfingar eru
helztar í gerð húsgagna um bess
ar mundir?
— Mér sýnist eftirspurn eftir
eikarhúsgögnum aukast hér. Á
Norðurlöndum er nú meira not-
— Mér hefur fundizt sem
fólk gfeiddi oftar út í hönd en
áður. Það stofnar heimili með
tiltöiulega meiri peninga milli
handanna nú á dögum en fyrir
nokkrum árum. Og það gerir
mjög strangar kröfur til útlits
og gæða. Fólk veit meira um
húsgögn en áður. Það er fljótt
að koma auga á hvers konar
galla og þekkir hinar ýmsu stíl-
gerðir.
Annars mundi ég segja það
um afborganir að þær mættu
með öllu leggjast niður. Það
kostar fyrirtækin mikið fé að
selja með afborgunum.
Myndu húsgögn lækka í
' verði bf afborganir legðust
ni^ur?
— Það held ég ekki, yfirleitt
er ekki tekið tillit til afborgana
við verðútreikninga.
— 'JYI'innzt á verðlag, getið
þið selt húsgögn í
Reykjavík á samkeppnisfæru
verði, miðað við Reykjavíkur-
framleiðslu?
— Já, ég held að verðlag á
húsgögnum hjá okkur sé yfir-
leitt það sama og á húsgögnum
frá öðrum framleiðendum.
— Þú sagðist hafa töluverð-
an flutningskostnað umfram
aðra vegna staðsetningarimíar,
spararðu þér þá í kostnaði á
öðrum sviðum?
— Alls ekki. Frajnleiðslu-
kostnaður er yfirleitt sá sami
hjá þeim sem hafa fullkomin
tæki.
— Framleiðið þið eitthvað
— rf^erið þið tilraunir með
'Jr framleiðsluna áður
en þið sendið hana á markað-
inn?
— I mörgum tilfellum verð-
um við að gera það. Við smíð-
um ýmis stykki aðeins til að sjá
hvernig þau líta út fullgerð.
Teikningin segir ekki allt um
útlitið. Síðan gerum við breyN
ingar eftir því sem þörf krefur.
— Flytjið þið sjálfir inn efn- v
ið í húsgögnin?
.metra gólffleti og höfum þar
að auki 200 fermetra loft f.vrír
geymslu. ,Við þyrftum annan
sal fyrir ýmislegt .sem hér er
inni. Maður verður að skáskjóta
sér, sagði hann svó, þegar við
gengum til baka úr salnum inn
í verzlunina.
— Vrerzlunin virðist dálítið
’ út úr bænum, sagði
ég. -Er það ekki óheppilegt?
— Við vorum inni í mið-
Eik og funkis sækja á
að af eik, álmi eða furu en áð-
ur. Eins og þú veizt hefur teak
verið nær einráttámarkaðinum.
Það er nú að komast úr tízku,
virðist mér. Það er með hús-
gögnin eins og kjólana, á hverju
ári breytast línurnar. Nú er
funkisstíll að komast í tízku.
Línurnar eru kantaðar í stað
þess að vera ávalar.
— Breytið þið um línur frá
ári til árs? ;
— Það er misjafnt, en við höf-
um gert mikið að því. Það er
nauðsynlegt til að fólk fái alltaf
eitthvað nýtt.
TXeldurðu að nú sé minna
keypt með afborgunum en
áður?
annað en húsgögn?
— Nei, en við höfum tekið
að okkur einstaka stærri inn-
réttingar fyrir opinbera aðila.
— Er það heppilegt fyrir
fyrirtæki, sem reynir að stilla
sig inn á fjöldaframleiðslj?
— Að vísu ekki, skipulagið
verður í því ■ tilfelli talsvert
annað en við höfum yfirleitt á
hlutunum. Þetta 'raskar skipu-
lagi fjöldaframleiðslunnar. En
þar kemur á móti að hið opin-
bera borgar út í hönd, þess
vegna getur borgað sig fyrir
okkur að taka að okkur verk-
efni sem þessi. Verzlanir
verða að kaupa með þriggja
mánaða víxlum.
— Sumt, annað fáum við frá
umboðssölum.
— Notið þið eingöngu inn-
lent áklæði?
— Frá Gefjun og Oltíma.
Stundum hefur Gefjun fram-.
leitt fyrir okkur sérstök mynst-
ur eftir okkar ósk og er ætíð
reiðubúin til að gera það. Við
notum einnig íslenzkar gærur í
áklæði á stóla. Slíkir stólar
ættu að geta verið útflutnings-
vara.
— T>ið eruð hér i tiltölulega
nýrri byggingu, hve-
nær var hún reist?
— Arið 1959. Hún er þegar
alltof lítil og þröng.
Jóhann sýndi mér verkstæð-
ið. — Hér er orðið alltof þröngt
eins og þú sérð, sagði hann.
Við erum á.ellefu hundruð fer-
bænumy áður en þetta hús var
byggt, en ég.’hef ékki fundið
mun á ’aðstöðunni. Fólk kemur
hingað ef það er að leita- sér
að húsgögnum, 'á annað borð.
Auk þess er þetta framtiðar-
húsnæði. Bærinn byggist hratf
hér fyrir innan, í Glerárþorpinu.
Hér verðum við með fjögurra
hæða. byggingu, stækkum
verzlunina fyrst og fljótlega
verksmiðjusalinn.
Tjegar ' ég kvaddi Jóhann
spurði ég þess sem margir
spyrja: — Hvers vegna gengur
ykkur svona óvenjulega vel í
iðnaði hér á Akureyri?
Jóhann hugsaði ■ sig um: —
Ég veit það eiginlega ekki,
svaraði hann. Ætli það sé ekki
Hluthafar fyrirtækisins: Torfi Leósson, Valdimar Jóhannsson, Benjamín Jósefsson, Snorri Rögnvalds-
son og Jóhann Ingimarsson. Einn hluthafann vantar á myndina, en það er Jón Björnsson.
Byggingaframkvæmdir eru
hafnar á nýrri Tunnuverksmiðju
á Siglufirði, í stað þeirrar sem
brann í vetur og er þess vænzt
að þeim verði lokið á komandi
hausti.
Hugmyndin er að byggja tvö
aðskilin hús, verksmiðju og
geymsluhús. Verður hið fyrr-
nefnda steypt í hólf og gólf, en
geymsluhúsið verður byggt úr
stálgrindum eins og gamla hús-
íð var.
Undanfarið hefur verið unnið
að þvi að hreinsa til í bruna-
rústunum, en geymsluhúsið
verður byggt á sama grunni,
nema hvað hann verður nokkuð
stækkaður, þannig að byggingin
verður 2350 fermetrar að flatar-
máli. Það verður stálgrindarhús
og er ætlað fyrir tunnugeymslu
og geymslu á tunnuefni.
Sunnan við geymsluhúsið
verður sjálft verksmiðjuhúsið
byggt. Það verður 782 fermetr
ar, og er ætlunin að steypa það
1 hólf og gólf.
Byggingaframkvæmdir á báð-
um húsunum eru hafnar og
margt bendir til að þeim verði
lokið á þessu ári, enda skiptir
það verúlegu máli fyrir afkomu
Siglfirðinga og atvinnu á næsta
vetri..