Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 11
í V í SIR . Þriðjudagur 28. apríl 1964. 7 7’ son. 21.40 Tónlistin rekur sögu sína (Dr. Hallgrímur Helgason) 22.10 Kvöldsagan: „Sendiherra norðurslóða", þættir úr æv: sögu Vilhjálms Stefánsson ar eftir Le Bourdais 22.30 Létt músik á síðkvöldi: a) Mario del Monaco syngur létt lög með hljómsveit Mantovanis. b) Fíladelfíu- hljómsveitin leikur göngu- lög, Eugene Ormany stjórn ar 23.15 Dagskrárlok. Sjónvarpið Þriðjudagur 28. apríl 16.30 Tennessee Ernie Ford show 17.00 Encyclopedia Britannica 17.30 Sing Along With Mitch 18.30 Alumni Fun 19.00 Afrts news 19.15 The Telenews Weekly 19.30 The Dick Powell Theater 20.30 The Jimmy Dean show 21.30 Combat 22.30 Lucky Lager Sports Time 23.00 Afrts Final Edition news 23.15 The Perry Como show STJÖRNUSPA Spáin gildir fyrir miðvikudag inn 29. apríl Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Dagurinn er mjög heppi- legur fyrir þig að leggja grund- vöH að betri framtíð, þar sem þú starfar eða átt viðskipti. Það er mikill kostur að vera frumleg ur. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Vertu þess albúinn að færa þér í nyt þau hlé sem gefast kunna til að koma málefnum þínum í betra horf en verið hefur að undanförnu. Það er fátt, sem getur stöðvað þá, sem eru nægi- iega viljasterkir. Tvíburarnir, 22. mai til 21. júní: Heppnin verður þér hlið- holl þegar á daginn líður, á nokkuð annan veg en þú hafð ir samt gert þér vonir um. Það er ekki ósvipað því, sem kom fyrir um daginn. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlí: Það fólk, sem þú þekkir eða er á einhvern hátt tengt þér, hefur oft yfir að búa ýmsum snjöllum hugmyndum. Þú ættir að reyna ■að gleyma þvf, sem þú hefur ama af. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Athyglisvert tilboð eða tiliaga sem þú hefur áður tekið til at- hugunar gæti orðið á dagskrá í dag. Það gæti tekið aðeins lengri tíma að afgreiða þetta núna. Meyjan, 24. ágúst til 23 sept.: Það er eitthvað á seyði núna, sem mun koma þér að mjög góðu liði, þegar stundir líða. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, þó að hlutirnir gangi rólega. Vogin, 24. sept til 23. okt.: Eitthvað mjög athyglisvert er að sjóða í pottinum núna, en það tekur auðvitað sinn tíma. að sjóða allt. Reyndu að sýna þolinmæði í málunum. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þó að þú nálgist nú óðum að sjá eina langþráða ósk þína ræt ast, þá verðurðu að sýna þolin- rno ði, því allt tekur sinn tíma. Bogmaðurinn, 23 nóv. til 21. des.: Ýmislegt bendir til þess, að mikilvæg þróun málanna sé f dögun, en þetta kemur þér að góðu liði síðar meir. Trúin á velgengnina hefur sitt að segja. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Frekari þróun málanna gef ur þér betri vonir um framgang framtíðaráforma þinna. 'Lfnurn- ar munu skýrast verulega fyrri hluta næsta mánaðar. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú munt sjá, að hin ýmsu málefni þín fá nú mun hagstæð ari vind í seglin en verið hefur til skamms tíma. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Það mundi létta þér byrð arnar að treysta einhverjum vel hæfum aðila fyrir þeim verk- efnum, sem er eiginlega of- hlaðið á þínar herðar Arnað heilla Þann 18. þ.m. voru gefin sam an í hjónaband f Florens á Italíu fröken Elisabeth Hangartner- Zandomeni, frá Frankfurt í Þýzka landi og Guðmundur Karl Ás- björnsson listmálari Reykjavfk Heimili þeirra verður Sdrucciolo de Pitti númer 3 Flórens Ítalíu Á sumardaginn fyrsta opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guðríð ur Káradóttir ritari Þórsgötu 12 og Jónas Jónsson gjaldkeri frá Stóra-Fjarðarhorni Strandasýslu. Tvær nýjar bækur Tvær bækur eru nýkomnar út á vegum Almenna bókafélagsins og Bókaverzlunar Sigfúsar Ey- mundssonar. Fyrri bókin er ný Ijóðabók, Austan Elivoga, fyrsta ljóðabók ungs höfundar, Böðvars Guð- mundssonar. Böðvar er fæddur árið 1939 á Kirkjubóli í Hvítársíðu, sonur hins þjóðkunna ljóðskálds Guðmundar Böðvarssonar. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík vorið 1962 og leggur nú stund á íslenzk fræði við Há- skóla íslands. 1 Ijóðum sfnum sækir Böðvar viðfangsefni sín ekki sízt í fornar ís^enzkar bókmenntir og sögu, og gætir í • ljóðum hans athyglis- verðrar viðleitni til að sameina forn og ný skáldskaparverðmæti. Síðari bókin nefnist: Um ætt- leiðingu og er eftir dr. Sfmon Jóh. R I P K i R B Y Einn góðan veðurdag ryðst svo „naggur" van Cortland hinn þriðji inn til Rips og biður þann ákaft um aðstoð, því að hann eigi í hræðilegum vandræðum. Þér eruð Edgerton van Cortland hinn þriðji, ekki satt? spyr Rip brosandi. Jú, herra Kirby, jú, hrópar Edgy, hvernig vissuð þér það? Við skulum tala um það seinna, svarar Rip. Segið mér fyrst hvaða vandræði það eru sem þér eigið f. Ég er glataður, öreiga, stynur Edgerton van Cort land hinn þriðji. Hann baðar út höndunum með 'leikrænum til- burðum og segir dapurlega: Ég hefi fallið í hendur konu sem er flagð undir fögru skinni. Nýlega var 1000. teikning Húsnæðismálastofnunar ríkisins afhent. Hefur það farið í vöxt undanfarið, að fólk leiti til Húsnæðismálastofnuriarinnar eftir teikningum en unnt er að fá þar mjög ódýrar. Myndin var tekin er 1000. teikningin var afhent. Ágústsson, prófessor. Bókin er handbók fyrir barna- verndarnefndir, kjörforeldra og verðandi kjörforeldra, sem og aðra þá, sem afskipti hafa af ættleið- ingum. Fjallar bókin um ættleiðingu barna frá sálfræðilegu, uppeldis- legu og f-'agsfræðilegu sjónar- miði. Höfundur ræðir fyrst hlut- verk ættleiðinga I nútímaþjóðfé- lagi og þá sérstaklega ættleiðingar á Islai.di, en að rneginefni snýst bókin um helztu vandamál, sem upp kunna að koma í sambandi við ættleiðingu. Ættleiðingum hefur mjög fjölgað hér á landi undanfarið, og mun nú láta nærri, að 2% allra lifandi fæddra barna ár hvert séu ætt- Ieidd. Má af þessu ráða, hve mik- ilvægar ættleiðingar eru orðnar frá félagslegu sjónarmiði og hve marga þær varða persónulega.' □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ □ □ □ n □ □ □ n □ □ Ci □ □ □ □ a a □ a □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ n n □ n n □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ c □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Skömmu eftir að Churchill á sinum tfma hafði yfirgefið í- haldsflokkinn til þess að ganga í lið með hinum frjáls- Iyndu i neðri deild brezka þingsins og hafði um sömu mundir látið sér vaxa yfir- skegg, hitti hann unga stúlku í samkvæmi sem sagði við Churchill hann: — Það er tvennt sem mér Iíkar ekki við yður, herra Churchill, það er hinn nýi flokkur yðar og nýja yfir- skeggið. Churchill brosti elsku Iega, eins og hans var vandi, og svaraði: — Hafið engar á- hyggjur ungfrú góð, þér fáið tæplega tækifæri til að kom- ast i snertingu við — hvorki flokkinn né skeggið. >f Hertoginn af Edlnborg virð ist nú vera farinn að líta Iffið sömu augum og margir aðrir feður. Nú hefur hann eignazt sitt fjórða barn og þá þarf hann að fara að spara. Það Hertoginh af Edinborg má t.d. sjá af því að hann hafði fyrir hinn mikla viðburð pantað sér sportbíl sem kosta myndi (tollar ekki taldir með) rúmlega 700 þús. fsl. kr., en hefur nú dregið pöntunina til baka >f Það var erkibiskupinn af Canterbury, dr. Ramsey sem sagði þessa: Hin áttræða amma var komin í heimsókn, og dótturinni og tengdasynin- um fannst hún ekki iíta vel út. Tengdasonurinn hringdi því f heimilislækninn og bað hann að koma og Iíta á gömlu kon- una. Læknirinn kom daginn eftir og gekk strax upp til hennar, en ungu hjónin biðu í ofvæni niðri. Hálftíma síðar kom hann niður og sagði: Það er engin ástæða fyrir ykkur að vera óróleg, þetta er ekkert sem góð hvíld getur ekki lækn að. En hún verður líka að hvíla sig algerlega í nokkra daga. Allshugar fegin hlupu ungu hjónin upp á ioft til að tala við „granny“. — Jæja, mamma sagði dóttirin, hvemig fannst þér heimilislæknirinn okkar? — Á, var það læknirinn, sagði sú gamla. Ég hélt endilega að þetta væri presturinn — og mér fannst hann satt að segja nokkuð nærgönguli. KEscaass

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.