Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 28. apríl 1964. 5 utlönd £ morgun utlönd 1 morgun ; •; •' / • v' ’ útlönd í niorgun 'útlönd í morgun ECÝPUR: Hilarionkastdli enn á valdi Tyrkja Um seinustu helgi hófu Kýp- ur-Grikkir vel undirbúna árás með 300 manna úrvalsliði á St. Hilarionkastala — kastala Rík- arðs ljónshjarta — en hann er nú seinasta virki tyrkneska þjóð arbrotsins á eynni á þessum hiuta hennar, Kirenafjölium. Árásinni var haldið svo vel leyndri, að jafnvel yfirstjórn gíszluliðs Sþ virðist ekki hafa um hana vitað. Liðið sótti fram með sprengjuvörpum og skotið var af þungum vélbyssum, en Tyrkir vörðust vel — og í morg un var kastalinn enn á þeirra valdi. Þeir nota einnig sprengju vörpur. Það er sjálfur innanrikisráð- herra Kýpurstjórnar, sem hefir með höndum stjórn árásarinnar en hann er fyrrverandi EOKA- maður. Gæzlulið Sþ hefir orðið að láta sér nægja að horfa á. Talsmenn gæzluliðsins eru þeirr ar skoðunar, að Tyrkir kunni að verjast lengi í kastalanum. Það er augljóst mál, að árás- in er gerð með fullu samþykki Kýpurstjórnar, sem telur nauð synlegt að opna þjóðveginn um Kirenafjöll. Suðvestan til á eynni var einn ig barizt um þorp, þar sem tyrkneskt fólk, um 800 manns hefur búizt til varnar í miðhluta þess, og eru meðal þess margar konur og börn. Reynt er að ná samkomulagi um brottflutning þeirra. Á þessum slóðum fyrirskip- aði brezkur yfirmaður f gær hermönnum sínum að endur- gjalda tífalt, ef skotið væri á þá, ef öruggt væri að skotin væru þeim ætluð. Bendir þetta til, að jafnvel þolinmæði brézku gpezluliðs- mannanna sé að þrotum komin. Fréttaritarar segja, að svo virðist sem Kýpur-Grikkir vilja fá að heyja sína „litlu styrjöld“ við tyrkneskt fólk á eynni með gæzluliðið sem áhorfendur, en Kýpur-Tyrkir gagnrýna harð- lega afstöðu gæzluliðsins, sem með afskipta- og úrræðaleysi sínu veiti Kýpur-Grikkjum tæki færi tii þess að gera árásir á tyrkneskt fólk, öryggir um, að ekki verði beitt valdi til þess að hindra það. u St. Hiiarion-kastali — kastali Ríkarðs ljónshjarta. Sjálfsmoris- tilraun#/ Jacks Ruby Frétt barst um það um helgina að Jack Ruby, banamaður Oswalds sem sakaður var um morðið á Kennedy forseta, hefði gert tilraun til sjálfsmorðs, með því að lemja höfði sínu við steinvegginn í fanga kiefa sínum. Líklega hefur þetta verið orð- um aukið, því að þegar búið var að fara með hann til læknisskoðun ar var tilkynnt, að hann myndi ekkert varanlegt tjón af þessu hljóta, — eina afleiðingin væri kúla á höfðinu sem myndi brátt hjaðna — og var svo Ruby sendur aftur í klefann, en nolckru síðar fréttist að synjað hefði verið beiðni lög- fræðings hans um að hann yrði fluttur á sjúkrahús. Irene prinsessa k leynifundi NTB-frétt í morgun frá Haag hermir, að Irene prinsessa hafi hitt föður sinn Bernard prins með Ieynd í Briissel sl. sunnudag. Til- gangurinn var að varðveita gott samlyndi innan fjölskyldunnar, seg ir í tilkynningu upplýsingaþjónustu holienzku ríkisstjórnarinnar. Bernard prins mun hafa fært Irene bréf frá móður hennar. Irene og Hugo verða gefin sarnan í Rómaborg. Þau sögðu bæði í við- tali við franska sjónvarpsmenn fyrir skemmstu, að þau væru mjög ástfangin hvort af öðru, en þegar Irene sagði að sig tæki sárt, að enginn úr fjölskyldu hennar yrði viðstaddur bruliaupið gat hún ekki tára bundizt. Tollskrá — Stækkun lögsagnarumdæmis Akraness — Enn um Seblabankann Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. í efri deild voru m. a. tekin fyrir frv. um breytingar á toil- skrá og um að lögsagnarumdæmi Akraneskaupstaðar verði stækk- að. í neðri deild fór fram at- kvæðagreiðsia um frv. um hafn- argerðir og var því vísað til 2. umr. og haldið var áfram um- ræðum enn einu sinn.i um Seðia- bankann, og varð ekki útrætt, en fundi frestað til kvölds. TOLLSKRA. Ólafur Björns- son mælti fyrir áliti meirihl. fjár- hagsnefndar á frv um tollskrá. — Nefndin varðjsam mála um að flytja nokkrar breyt.till. við frv., en min.ii- hl. flytur auk þess nokkrar iil- lögur til viðbótar. Breytingarl'il- lögur nefndarinnar eru tvær í samtals 15 liðum, sem framsögu- maður rakti nánar. Sagði hann þessar tillögur fram kommr vegna tilmæla ýmissa aðila og fullt samráð hefði verið haft við tollskrárnefnd um þær. Síðan ságði hann, að meirihl. gæti e.rki fallizt á tillögur minnihl. af tveim ástæðum, þ. e. hvað snerti toila- lækkun á vélum, þá væru þau mál í gagngerði endurskoðun, og hvað snerti heimilistæki og oygg ingarefni, þá væri hér um svo stórar upphæðir að ræða og þsg- ar búið að afgreiða fjárlög, svo að ekki væri hægt að verða við þeim. Þá sagðist hann vilja vekja at- hygli á því, að það bæri að hraða frv. sem mest vegna þess að sá dráttur, sem hefur orðið á því, er þegar farinn að /aida óþægindum. Helgi Bergs hafði framsögu af hálfu minnihl. — Sagði hann, að þetta frv. fæli ekki í sér neina meginbreytingu, faapi en væri þó spor kS í rétta átt. Þá hóf hann að rekja sögu núverandi ríkisstjórnar hvað snerti tekjuófl- unarleiðir, og komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að ganga yrði feti framar en gert væri með frv. til þess að allur almenningur þyldi þá óáran. Björn Jónsson taldi frv. iítið i gildi hafa fyrir fólkið í landinu, í jöllu því dýrtíðar- ? flóði sem nú rikti ;; Kom hann síðan j á framfæri noxkr jum breytingartil- lögum. Við atkvæðagreiðslu voru aliar breyt.till. felldar nema breyt.till. nefndarinnar og frv. þannig sam- þykkt tii 3. umr. STÆKKUN LÖGSAGNAR- UMDÆMIS AKRANESS. Jón Árnason mælti fyrir frv„ sem hann flytur um að lögsagnar- umdæmi Akranes kaupstaðar verði stækkað. Sagði hann, að frv. þetta væri flutt samkv. ósk bæjarstjórnar Akra- ness. Mestur hluti þess ’ands, sem hér er um að ræða; er land- areign Garða, en sú jörð nefur lengi verið í eigu Akraneskaup- staðar. Að lokinni ræðu Jóns, var frv. vísað til 2. umr. og nefndar. ENN UM SEÐLABANKANN. Seðlabankafrumvarpið var til 3. umr. í neðri deild. Eysteinn Jóns- son hélt þar 'anga ræðu um betta mál og fann þ\d !!L' -t' flest til foráctu, ,s\/ sagði, að fárán- legt væri að haida því fram, að hægt væri að sjá hlutunum borgið með því fð draga fé inn í Seðlabankann, enda hefði hin vaxandi dýrtíð undanfarinna ára sýnt, að svo cr ekki. Dómsmálaráð- herra, Jóha.in Hafstein, svaraði og sagði, að ekk- ért nýtt kæmi fram í þess im umræðum, alltaf væri verið að tyggja upp hið sama. Og svo langt væri Eysteinn kominn f ósannindunum, að hann ■ væri sjálfur farinn að trúa þeim. Hann hefði sífellt verið að tönnlast á því að samdrátt’ir hefði orðið í útlánunum til at- vinnuveganna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að nú er búið rð koma á fót stofnlánadeildum fvr- ir þá og breyta lausaskuldunum í föst lán, og til þess m. a. hefðu erlendu lánin farið. í árslok 53 hefðu þessi lán bankanna numið 3449 millj. kr., en ’63 voru bau 5335 millj. kr. Aukningin hefði því orðið 56% og ef sparisjóð- irnir væru teknir með, næmi þessi tala 60%. Á sama tíma hefði visi- tala framfærslukostnaðar hæ’tk- að um 46% og þetta kallar ?.y steinn skaðlegan samdrátt. Hann hefði talað um að fylgja gömiu stefnunni, sem fæstir vissu hvað væri, m. a. um verðtryggingu sparifjár, sem aldrei hefði verið fyigt. Að iokum sagði ráðherrann, að ef þessi máí væru athuguð ofan kjölinn, þá sæist bezt hve Ey- steinn fer með algjör ósannindi. Einar Olgeirsson 1 tók næstur til j máls og varaði | við því, að láta j stjórn Seðlabank- i ans fá of mik- j il völd í hend- ur, því hún ! mundi nota þau völd til þess eins að ná sér niðri á verkalýðshreyfingunni, eins og hún hefði gert árið ’61, þegar gengisbreytingunni hefði verið komið á. Viðskiptamala- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, svaraði þessu nokkrum orðum. — Kvað hann það rétt vera, að stjórn á bankamálum nægði ekki iil að hafa hemil á efnahagslífinu. Það væri líka aðeins einn þáttur í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þá rakti ráðherrann nánar í hverju verðlagsvísitala væri fó'g- in, þ. e. verðlagi innanlands 'R utanríkisverzlun. Verðlagi innan- lands hefði ríkisstjórninni ekki tekizt að halda í skefjum, en úns vegar hefði henni tekizt að leið- rétta hallann við útlönd, sem lengi hefði hrjáð íslendinga. Og það hefði ekki tekizt nema stjórn Seðlabankans hefði fylgt neirri stefnu, sem hún hefur gert. Að iokinni ræðu ráðherrans var umræðum frestað til kvölds. mn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.