Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 28.04.1964, Blaðsíða 16
Þriöjudagur 28. apríl 1964. Teigarnir" malhikaðir í sumar Geysimiklar framkvæmdir verða í sumar hjá Reykjavíkur- borg í gatnagerð, og verða þann- ig malbikaðir 11 kílómetrar af götum, mikið lagt af malargöt- um í nýjum hverfum og talsvert af gangstéttum. Meðal þeirra hverfa, sent nú er unnið að því að undirbúa undir malbik, er Teigahverf'ð í Reykjavík. Þar er unnið ai'*.;ví að koma fyrir niðurföllum i göt- urnar, en síðar í suniar verður malbikað. Auk Teiganna verður Laugar- nesvegur malbikaður norðan Sundlaugavegar að Laugalæk. Laugarnesvegur sunnan Sundl,- vegar og Reykjavegur munu hins vegar ekki malbikaðar f sumar vegna ýmissa breytinga, sem gerðar verða á þeim götum síðar. Ferðafélagið efnir til Surtseyjarferðar íslendingar að hefja útflutning á smjöri 600 lestir af smjörí í landinu Miklar smjörbirgðlr eru nú í Iandinu. Um siðustu mánaða- mót námu birgðirnar 600 lest- um. Safnaðist þetta fyrir eink- um á sl. sumri og hausti vegna hinnar miklu mjólkurfra n- leiðslu sl. árs. Hefur undanfarið verið unnið að því að selja eilt- hvað af umframframleiðslunni á erlendum markaði, en gengið mjög erfiðlega. Þó hefur nú tek- izt að selja 50 lestir til Tékkó- slóvakíu, og er þetta fyrsti smjörútflutningur íslendinga um áratuga skeið. Vísir átti í rnorgun tal við Sigurð Benediktsson, forstjóra Osta- og smjörsölunnar um þetta mál. Sigurður sagði, að undanfarin ár hefði mjólkurframleiðslan far ið vaxandi og smjörframleiðsl- an því aukizt meira en eftir- spurnin innanlands. Árið 1962 hefði mjólkurframleiðslan verið . mun meiri en árið áður og hefðu smjörbirgðir um áramótin 1962 — 1963 verið orðnar tals- verðar. Hins vegar hefðu menn ekki á árinu 1962 árætt að semja um neinn verulegan út- flutning á iandbúnaðarafurðam. Á sl. ári hefði mjólkurfram- leiðslan enn aukizt og enda þótt um mikil afköst í osta- og smjörframleiðslu hefði verið aö ræða, hefðu smjörbirgðir enn aukizt. ERFITT AÐ SELJA YTRA. Sigurður sagði, að gerðar hefðu verið alvarlegar tilraunir til þess á undanförnum mánuð- um að selja íslenzkt smjör a Framh. á bls. P hugi almennings fer vaxandí með hækkandi sól og lengri degi að sjá þetta náttúrufyrirbæri. Óv'st er og ósennilegt mjög, að núlif- andi íslendingum gefist annað tæki færi að sjá eldgos úr sjó og nýtt land myndast. Af sömu sökum má og búast við vaxandi ferðamanna- straumi frá útlöndum í sumar, en Framh. á bls. 6 bélta öllu á Gullteignum. Myndin tekin í morgun.ningur er í fullum gangi. Svona er nú búið að í sumar á að malbika allt Teigahverfið. Undirbú Ferðafélag íslands efnir til 2‘/2 dags ferðar til Vestmannaeyja og Surtseyjar frá föstudeginum 1. maí til n. k. sunnudagskvölds. Þessi ferð er ekki á sumará- ætlun Ferðafélagsins, en vegna fjól margra fyrirspurna og áskorana hefur félagið talið rétt að gefa fólki kost á að komast út að Surts ey í skipulagðri áætlunarferð. Á- CANADAIR HílM 2. JÚNÍ Flugfélagið fær 2 leigu flugvélar Fyrri Canadairflugvéi Loft- Ieiða er væntanleg til Reykia- víkur 2. júní n.k. frá Montreal í Kanada. Mun hún síðar þá viku verða sett inn í áætlun fé lagsins. Alfreð EUasson framkvæmda- stjóri sagði í morgun að enn stæði í samningum við ríkis- stjómina um yfirtöku Loftleiða á Flugvaliarhótelinu. Hjá Flugfélaginu er beðið eft ir tveim flugvélum, sem báðar verða tcknar á leigu í sumar. Önnur kemur hingað frá Liver- pool einhvern næstu daga og Góð aflasala í kvöld er togarinn Marz vænt- anlegur hcim frá Englandi. Skipið scldi á föstudaginn afla sinn i HuII og var það mjög góð sala. Aflinn reyndist vera 2731 kit og var verð lians 15.794 sterlingspund. , er DC-4 og verður á leiðinni Reykjavík-Akureyri í sumar, en hin er DC-3 sem verður í Færeyjaflugi, en ekki er enn bú ið að ákveða hvaða leigutilboði verður tekið. íslenzkt smjör í útflutningsumbúðum. Tekið fram, að það sé ósaltað, FLUGBRAUTISURTSEY? Yrði aðdróttarafl fyrir ferðamenn Ymsir aðilar, sem kunnugir eru flugi og hafa áhuga á ferða málum hafa skotið þeirri hug- mynd að blaðinu, hvort það væri elcki tilvalið að rnarka fyrir flugbraut í Surtsey. Telja þeir að eyjan geti orðið þannig einn vinsælasti viðkomustaður skemmtiferðamanna hér á landi bæði innlendra og erlendra. Og fróðir menn segja, að það sé sáralítil fyrirhöfn að marka fyrir flugbrautinni. Hugsið ykkur hve ógleyman- legt það yrði fyrir fjölda er- lendra ferðamanna, að fá tæki færi til að lenda „á eldfjalli" eins og þeir myndu segja kunn- ingjum sínum heima fyrir. Slíkt væri einstakt í skemmtiferðum og myndi vekja athygli út um alian heim og verka sem að- dráttarafl fyrir ferðafóik til landsins. Við hliðina á því hyrfu náttúrufyrirbæri eins og Gull- foss og Geysir í skuggann. Blaðið hefur aflað sér upp- lýsinga um það, að sáralítili kostnaður yrði við að marka fyrir flugbrautinni. Þar þyrfti lítið annað að gera, en að setja upp poka og e.t.v. mála steina meðfram brautinni. Þeir sem komið hafa út i eyna og kannað sandinn segja, að þetta gefi ekki eftir ýmsum flugvöllum úti á landi, sandurinn sé þéttur og góður til að lenda á og nóg rúm. Telja menn jafnvel að Dakota- •flugvélar gætu hæglega lent þar. Þetta þyrfti náttúrulega að rannsaka allt nánar, en aðalat- riðið er, að flugbraut yrði þar viðurkennd, svo að tryggingar- félög fengjust til að tryggja flugvélar í lendingu þar, sem er ekki hættumeiri en víða ann ars staðar á landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.