Vísir - 10.06.1964, Síða 2

Vísir - 10.06.1964, Síða 2
V í S IR . Miðvikudagur 10. júní 1964 Jónas Halldórsson fimmtugur og ákveður að hsetta bjálfarast'órfum: Clæsilegt mót haldið til að heiðra og þakka góðum þjálfara Síðasti spretturinn á sundmóti, sem ÍR heldur á laugardaginn, verður í góð um höndum. Það er Jónas Halldórsson, sá vinsæli og ágæti sundþjálfari, sem lýkur sundinu fyrir félag sitt, og þar með mun hann hætta starfi sínu sem sund þjálfari eftir 15 ára þjálf- un samfleytt. Jónas byrj- aðí þegar tveim dögum eft- ir heimkomu sína frá Ame ríku að þjálfa sundmenn félagsins, en vestra stund- aði hann nám í íþrcjtta- kennslu og nuddi. „Sund- íþrótt.in er í hættu stödd sem aðrar íþróttagreinar“, sagði Jónas í viðtali í gær. „Við búum við mikla at- vjnnu og nú er svo komið að unga fólkið hefur ekki tíma til að stunda íþróttir. Það var annað uppi á ten- ingnum áður fyrr, þá kom- ust ekki allir að sem vildu stunda sundæfingar“. Sundmótið á laugardaginn i Vesturbæjarlaug cg á mánudag í Sundhöllinni, er helgað 50 ára afmæli Jónasar á laugardaginn svo og þvi, að hann hefur nú ákveðið að hætta starfi þjálfara félagsins, og vill félagiö með þessu þakka honum sérlega heilladrjúg störf. Jónas Halldórsson sagði í við- tali við Vísi í gær, að hann hætti nú vegna þess að hann hefði tapað þeim neista, sem Jónas Halldórsson við vinnu í gufubaðstofu sinni í gær (Ljósm.I.M.). hefur komið niður á fjölskyld- unni og ég hef vart haft tíma til að sinna henni sem skyldi“. — Hvernig lízt þér á fram- tíðina hjá sundfólkinu? „Vel og vel ekki. Það er eins og ég sagði of mikil vinna í landinu til að íþróttaiðkun geti orðið almenn. Hins vegar er eins og peningarnir sæki í allar áttir nema einmitt til íþróttanna. Við verðum að geta greitt í- þróttamönnum okkar vinnutap eins og allar aðrar þjóðir gera. Tökum t. d. Svía. Okkar sund- fólk hltti það fyrir OL í Róm og það sumar var sænska sund- fólkið 5 mánuði að heiman, — varla án þess að fá neitt borgað. Sama er um þjálfarana að segja. Þeir verða einnig að vera laun- aðir, annars fást þeir ekki til starfa. Mér finnst að ríkiö ætti að sýna þann skilning, að launa landsþjálfara fyrir hverja íþrótta grein. Það væri árciðanlega ekki illa varið þeim peningum“, sagði Jónas að lokum. Til mótsins hefur verið boðið þrem sundmönnum erlendis frá, þeim Kirstein Strange frá Dan- mörku, Jan Lundin frá Svíþjóð og Herði Finnssyni, sem er nú í Svíþjóð og syndir þar í sama félagi og Lundin, Stokkholms Polisen. Lundin er bezti sund- maður Svfa f dag og segir það auðvitað sfna sögu. Hann á bezt 55.8 f 100 m. skriðsundi og 2.00.6 í 200 metrunum, en búast má við að aðalkeppnina fái hann í 200 metra fjórsundi gegn Guð- mundi, en tímar þeirra þar eru mjög svipaðir. Einnig mun Lund in verða með í baksundi og flugsundi, en í báðum þessum greinum er hann mjög sterkur. Strange verður liklega ofjarl Hrafnhildar í 100 m. skriðsundi, enda hennar aðalgrein, en hins vegar ætti Hrafiihildur að sigra hana létt í 200 metra bringu- sundi, sinni aðalgrein. Hörður Finnsson er nafn, sem vart þarf að kynna, því hann hef ur um nokkurra ára skeið ver- ið annar af okkar beztu sund- mönnum, og á síðasta meistara- móti Svía varð Hörður sænskur meistari f 200 m. bringusundi og jafnaði þá meistaramótsmet- ið á 2.38.1. Verður gaman að sjá Hörð aftur f keppni hér. Með þremenningunum verður fararstjóri, Stig Ohlsson að nafni, en hann er einn af framá- mönnum Stokkhólms Polisen og talinn eiga heiðurinn af því hve það félag er sterkt f sundi. Jónasarmótið hefst í Vestur- bæjarlaug á laugardag sem fyrr segir og hefst það kl. 15. Keppt' er i fjölmörgum greinum, en til skemmtunar verður ýmislegt annað en sund og verður nánar sagt frá bví síðar. Einnig er ætl- unin að fram fari hið spaugilega og vinsæla náttfataboðsund. ÍBVÍ F0RYSTU- SÆTI f 2. DEILD Vestmannaeyingar unnu Hauka á helmavelli í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu á laugardaginn. Veður til leiks var ákaflega slæmt og knattspyrnan eftir því. Leiknum lauk 3:1 fyrir heimamenn og leiða Vestmannaeyingar í sínum riðli, hann áður hafði. „Ég tel ekki | rétt, að halda áfram úr þvi svo er komið. Þjálfarar verða að | vera full'r af starfslöngun og I bjartsýni. Ég hef líka starfað j lengi við þetta og hef fengið | minn skammt, hef t.d. kennt 25 tíma á viku undanfarið, þetta RÁÐSKONA óskast á fámennt heimili, sem er 60 km. frá Reykjavík. Hún má hafa með sér 1—2 börn. Allur aðbúnaður er góður. Tilboð sendist b’laðinu fyrir hádegi laugardag merkt: Ráðskona. Sendiferðabifreið Til sölu er Bedford, sendiferðabifreið, árg. 46, ódýrt. Einnig hásingar undir aftaní-vagn með felgum og dekkjum, bílsturtur, vatns- kassi, gírkassi ö.fl. úr Reo-vörubíl. Einnig Universal bátamótor 8-10 h.a. með skrúfu og tilh. Uppl. í dag og næstu daga í símum 38375 eða 35162. Verzlunarpláss við Njálsgötu um 60 ferm. gæti verið veitinga- eða kvöldsala og margt fleira. 2 herb. íbúð á hæð við Rauðaiar stíg. Skipti æskileg á 3-4 herb. íbúð. 2 herb. góð jarðhæð við Drápu- hlíð. 67 ferm. Sér inngangur. 3 herb. kjallaraíbúð v ð Langhoits veg. Prýðilega góð íbúð. I smíðum í Kópavogi 2 og 3 herb, íbúðir — einbýlishús — tvíbýtis- hús — iðnaðarhúsnæði. Höfum kaupendur að góðum eign- um með miklum útborgunum. JÓN 'NGIMARSSON, lögmaður, Hafnarstræti 4 Sími 20555 Sölum. SIGURGEIR MAGNÚSSON Kvöldsími 34940. hafa unnið alla 3 leiki sína og eiga nú aðeins eftir að leika við FH, sem gæti orðið mikill leikur. Vestmannaeyingar náðu forystu snemma í leiknum og máttu þakka Hafnarfjarðarliðinu það, því það mark skoruðu þeir hjá sjálfum sér. Bjarni Baldursson bætti 2:0 við með laglegu skoti af 20 m færi, en rétt fyrir leikhlé skora svo Haukar 2:1 úr vítaspyrnu. ÍBV fékk einnig dæmda vítaspyrnu rétt á eftir, en tókst ekki að skora. í síðari hálfleik var eitt mark skorað. Bjarni Baldursson einlék laglega í gegnum vörn Haukanna og skoraði 3:1. Beztu menn voru Atli Einarsson og Bjarni Baldursson. — t — VINNUFATABUÐIN Laugavegi 76 íslandsmótið f 1. deild held- ur áfram í kvöld kl. 20.30. á Laugardalsveiii. Þá eigast við Þrottur og KR. Ekki skai neinu spáð um úrslit leiksins. Bæði iiðin léku við Wanderers, sem hér voru í boði Þ-ótta; og tókst KR að ná jafntefli 3:3, en Þrótt ur tapaði 5:1. Þróttur hefur leikið tvo leiki á íslandsmót- inu, tapaði naumlega fyrir Akranesi og vann Val 4:2. KR hefur Ieikið einn leik, vann einnig Val nokkuð örugglega.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.