Vísir - 10.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 10.06.1964, Blaðsíða 4
4 V f S IR . Miðvikudagur 10. júní 1964 Ég hef upplifað flest Ný stjama er að rísa upp á frægðarhimininn. Hún er sænsk, fæddist fyrir 21 ári sem Britt Marie Eklund. Ber nú nafnið Britt Sellers, eftir leifturástarævintýri, sem varð frægt og mikið umtalað í fréttum um allan heim. Hún komst aftur í fréttirnar, þegar hún fór með hinum nýja eiginmanni sínum Peter Sellers til Hollywood. Hann átti að vera þar við kvikmyndaupptöku, en á sama tíma átti Britt sjálf að vera við kvikmyndaupptöku í Englandi. Hún skeytti því engu, hljóp á brott því að eiginkonan á að vera við hlið manns síns. Ensku kvikmyndatökumennirnir reiddust mjög og hóta að fara í stórt skaðabótamál við hana fyrir samningssvik. Og enn komst nafn hennar í heimsfréttirnar. En nú var sviðið orðið breytt. Úr ástar- ævintýri var orðinn sorgarleik- ur og litla Britt fór með eitt stúlka frá hótelinu þar sem þeir bjuggu og sagði, að yfir- maður þeirra Darryl Zanuck vildi hitta sig. Ég fór til hans og talaði við hann og hann sagð ist myndu tala aftur við mig. Þremur vikum seinna var hringt í mig frá New York og viku þar á eftir var ég komin þangað til að láta taka prufumyndir af mér. Þá vissi ég varla hver Peter Sellers var. —' Fékkstu góðan samning við Fox? — Hann gerði mig fjárhags- lega sjálfstæða. Hann tryggði mér tvær kvikmyndir á ári, um 400 þús. ísl. kr. fyrír fyrstu kvikmyndina. Ég ætti vlst ekki að segja frá því. — Þáð er auðveldara að komast áfram sem frú Sellers, þú gerir þér grein fyrir því? V — Já, auðvitað geri ég mér grein fyrir því, að nafn Peters er frægara en mitt. Ég veit líka að ég hef komizt framfyrir í röðinni á hans reikning. Ég hef gagn af frægð Peters, en ég reyni að forðast að notfæra mér það. Og ég vil leggja áherzlu á eitt, að ég er fjárhagslega ó- háð Peter. Við höfum samning við sitt hvort kvikmyndafélag Hér sést Britt með rauða Lotus-sportbíllinn sinn. Bíllinn var morgungjöf Peter Sellers til hennar. hefja sjálfur kvikmyndagerð. Hann hefur talað við mig um kvikmynd, þar sem ég á að leika aðalhlutverkið. Sviðið verður Rivieran og Miðjarðarhafið og mest fer það fram um borð í báti. — Já, en ég er samt fús til að fórna vinnunni miklu. — Hvað segir Peter um það? — Hann styður mig. Leik- aralífið reynir mjög á fjöl- skyldulífið. Kannski verðum við neydd til að vera aðskilin í lengri tíma. Maður lendir í freistingum. En við erum engir krakkakjánar. — Þú ert ekki nema 21 árs. eins og Peter Seliers fær allar Óskir sínar uppfylltar, er það ekki? — Ef þú heldur að ég sé mjög dýr í rekstri, þá er það misskilningur. Ég hef t.d. aldrei beðið Peter um að gefa mér minkapels. — Hefurðu eitthvert sérstakt frístundagaman? — Þó ég segi sjálf, þá er ég • Samtal við upprennandi kvikmyndastjörnu Maj Brift Sellers • aðalhlutverkið í honum. Maður hennar sem er 38 ára veiktist skyndilega, hann fékk hjarta- slag og sveif milli heims og helju. Á meðan sat Britt hrædd og harmi lostin við sjúkrabeð hans. Nú er Peter Sellers aftur á leið til bata og lífsins. Hin unga eiginkona hans hefur eignazt vini og aðdáendur í þúsundatali. Menn fengu samúð með henni meðan hún vakti dag og nótt við rúm hans, er hann var að heyja baráttu upp á líf og dauða. Menn fengu annað álit á Britt Sellers. Hún var ekki lengur aðeins ein af þessum sænsku ljóshærðu stelpugálum. Hún var tilfinningarík sæt stúlka, hugrökk og horfði raunsæjum augum á lífið og tilveruna. Og fréttamenn, sem hafa tal- að við Britt Sellers hafa kom- izt að því, að hún er annað og meira en frú Sellers. Nafn hins fræga eiginmanns hennar hjálp- ar að vísu til, en það má ekki gleyma þvf, að Britt er sjálf greind stúlka, sem veit hvað hún vill. Um það ber vitni sam- tal það sem blaðamaður nokk- ur við sænska blaðið Se átti við hana og fer hér á eftir: V — Hvernig varstu „upp- götvuð“? — Það gerðist þannig, að ég sat með vinkonu minni og tveimur ljósmyndurum vinum okkar á Café dc Paris við Via Venetc í Róm. Þá fór hópur Bandaríkjamanna framhjá okk- ur. Annar ljósmyndarinn þekkti þá, þeir voru frá kvikmynda- félaginu Fox, og ég var kynnt Fy.ir þeim. Dagirn eftir hringdi og hvort sinn umboðsmann. Við leggjum okkur fram um að blanda því ekkert saman. — En ætlið þið ekki að leika saman í kvikmynd? — Jú, Peter langar til að — Hugsarðu aðeins um vinnuna? — Nei, mig dreymir um hveitibrauðsferð okkar, sem fór út um þúfur. - En . . .? — Ég hef skoðað mig um í heiminum og upplifað flest. Ég er þroskuð eftir aldri. Þú skalt ekki ímynda þér, að ég hafi þotið af stað f neinu óathuguðu rómantísku æði að giftast Peter. — Það hefur komið fyrir áð- ur, að fólk hafi orðið of bráð- látt að gifta sig og komizt svo að því of seint, að um mistök hafi vgrið að ræða. — Ég vissi vel, hvað ég var að gera, þegar ég sagði „já“ við Peter. Ég hafði íhugað vandlega mitt ráð. Og ég var á engan hátt neydd til að giftast honum, en margar af vinkonum mínum hafa verið neyddar til að gifta slg. — Þú álítur þá, að það hafi verið kominn tími til fyrir þig að gifta þig, að þú hafir verið búin ... eins og maður segir, að hlaupa af þér hornin? — örugglega. Ég er búin að hlaupa af mér hornin í hringiðu skemmtanalffsins í Stokkhólmi, Marstrand, Róm, New York og öðrum heimsborgum. — Og þú hefur upplifað „hið ljúfa lff“? — Mér var oft boðið út f partí í Róm, sem voru svo æðis- gengin að „La dolce vita“ var eins og barnabíó við hliðina á þvf. En það fékk lítið á mig. Mér leiddist það. — Þú hefur kynnzt margs konar umhverfi, hitt frægt fólk, verið á frægum og dýrum skemmtistöðum. Heldurðu ekki að þetta líf hafi spillt þér? — Ég var spillt áður en ég fór út í hringiðuna. Mamma og pabbi sáu um það með eftirlæti. — Spillt stúlka, sem er gift hálaunaðri kvikmyndastjörnu nokkuð góð á skíðum, sérstak- lega f svigi. Ég tók stundum þátt í svigkeppni við skíðaskála í Svíþjóð og varð efst. Ég hugsa að ég hefði getað orðið góð skíðakona, ef ég hefði lagt áherzlu á það. — Ertu hrædd við nokkuð? — Ja, — ég þori ekki að lesa leynilögreglusögur, ef ég er ein heima, því að þá verð ég myrkfælin. Og í New York var ég hrædd um hábjartan dag. Ég gekk um borgina og hún greip mig eins og einhver hræðileg stór ófreskja. Á kvöld- in þorði ég ekki að fara ein út. Ég þorði ekki einu sinni að fara á næsta bíó nema í fylgd með einhverjum. — Á hverju hefurðu helzt áhuga? — Skáldsögum Somerset Maugham. Svo held ég líka upp á Beatles, dixieland-jazz og trompetleikarann Miles Davis. Ég er ekkert sérstaklega forfallin í neinu af þeásu. — Ertu að hugsa um að eignast barn? — Já, en ekki nú. Það væri ekki gott fyrir vaxtarlagið. — Áttu erfitt með að fara á fætur á morgana? — Nei, þvert á móti, ég stekk upp úr rúminu eins og elding, þegar skyldan kallar. Annars myndi ég auðvitað liggja fram að hádegi. — Hefurðu nokkurn tíma sagt fólki að fara til fjandans? — Það er nú sannleikurinn, að um daginn kom það fyrir, að ég sagði manni úr kvik- mynda-starfshópnum að fara til fjandans. En það var heimsku- Framh. á 6. siðu. Britt Sellers er ung og falleg og greindarleg stúlka, sem veit hvað hún vill. * I * * U.1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.