Vísir - 10.06.1964, Page 7

Vísir - 10.06.1964, Page 7
V1 S IR . Miðvikudagur 10. júní 1964 ☆ Fyrir nokkru kom upp íaugaveiki í hafnarborg inni Aberdeen nyrzt í Skotlandi. Vart varð fyrstu tilfellanna þann 19. maí en ekki er hægt að segja að mönnum brygði neitt í brún við þau, því að einangruð taugaveikitilfelli koma fyrir allmörg á hverju ári í Englandi og Skot - landi, aðallega með fólki sem ferðazt hefur til suðlægari landa, þar semheilsugæzla og hrein lætisaðgerðir eru ófull- komnar. HK Við gluggann á farsóttardeildinni í Aberdeen. Faðirinn kemur að glugganum og sýnir syni sínum kveðjur skrifaðar á spjald. Er taugaveikin kom upp í borginni En nokkrum dögum síðar varð það Ijóst, að hér var um alvarlegra tilfelli að ræða, ein- hver sýkingarvaldur var í bdrg- inni, sem olli því að heilbrigðis- stjórn borgarinnar fékk næstu daga tilkynningu um tugi tauga- veikitilfella, og loks fóru þau að komast upp í nokkur hundr- uð. Nú munu nærri 500 manns hafa tekið veikina og er enn ekki séð fyrir endann á henni, það síðasta er að kona ein sem vann við matargerð í stóru veitingahúsi hafi tekið veikina og eru menn uggandi um að hún kunni að hafa reynzt al- varlegur smitvaldur. Hætta á öngþveiti. Farsóttir og aðrir smitnæmir sjúkdómar eru orðnir fjarlægir nútímamönnum. Það var öðru vísi í gamla daga, þegar búast mátti við því með hverju póst- skipi, að einhver pestin kæmi með því. Nú er öldin önnur, óttinn horfinn við þá skelfilegu ógn sem farsóttirnar áður voru. En þó er það svo að ef svo illa tekst til að hættulegur smit næmur sjúkdómur kemur upp í nútíma bæjarfélagi er e.t.v. enn meiri hætta en áður á öng- þveiti og múghræðslu við vá- gest, sem almenningur þekkir ekki lengur og veit vart hvaða ráðum skal beita gegn. Þessa hættu verða heilbrigðisyfirvöld- in að hafa i huga og því er þeim mjög mikill vandi á höndum, ef hættuleg farsótt kemur upp, þau verða sérstaklega að varast það að koma af stað ofur- hræðslu almennings, sem gæti skapað öngþveiti. Taka verður og tillit til þess, að farsóttir og hræðsla við þær veldur minnk- un á verzlun og viðskiptum og hefur þannig geysileg efnahags- leg áhrif. Lærdómsrík reynsla. Gagnvart öllum þessum og ó- tal mörgum öðrum vandamál- um farsóttarinnar stöðu heil- brigðisyfirvöld Aberdeen þegar taugaveikin kom þar upp og er fróðlegt að kynna sér viðbrö-s borgarlæknis hennar og lær- dómsríkt, því að sama ástandið gæti skapazt alls staðar, líka hér og þá er um að gera að taka skynsamlega á málunum. Aðgerðir borgarlæknis I Aber- deen hafa auðvitað verið um- deildar eins og alltaf vill yerða í slíkum tilfellum. Sumir hafa legið honum á hálsi fyrir að grípa ekki til enn róttækari að- gerða, en raun var á o.s.frv. Fyrstu tvö taugaveikitilfellin komu fram í Aberdeen 19. maí. Þá var enn ekkert vitað nema að þetta væru einangruð til- felli eins og stundum koma fyr- ir án þess, að menn kippi sér upp við það. En tveimur dögum síðar fór strax að verða ljóst, að hér var aivarlegra mál á ferð inni og borgarlæknirinn dr. MacQueen og fimm aðstoðar- menn hans hófu ákveðnar að- gerðir til að leita að hættuleg- um upprunalegum smitvaldi í borginni. Eftir því sem fleiri sjúklingar komu til farsótta- hússins beindist athyglin æ meir að matvælum úr ákveð- inni stórri kjörbúð í miðborg Aberdeen. Það var sameiginlegt sjúklingunum, að þeir höfðu neytt fæðu úr þessari verzlun. Enn fóru tveir dýrmætir dagar í að leita að því í hvaða vöru- tegund smitunin gæti falizt og loks komust menn að þeirri niðurstöðu, að smitvaldurinn væri niðursuðudósir með kjöti sem væru hættulegar. 40 þús. manns í hættu. Heilbrigðisfulltrúarnir áttu tal við forráðamenn verzlunat- innar og varð þeim þá heldur bilt við, því að það kom í ljós, að allt að 10 þúsund viðskipta- menn gætu hafa keypt sýktar dósir. Ef reikna mátti með 4 manna meðaltals fjölskyldu var hugsanlegt, að hætta væri á sýkingu 40 þúsund manns. Út- litið var vissulega ljótt. Það undarlega var, að þrátt fyrir þetta ákvað MacQueen, að birta ekki opinberlega nafn verziunarinnar. Fyrir það hefur hann hlotið harða gagnrýni, að hér hafi viðskiptahágsmunir verið látnir ganga fyrir hreinum og augljósum heilbrigðisástæð- um. Sjálfsagt hefði verið að auglýsa nafn verzlunarinnar óg vara þá sérstakíega Við sem hefðu keypt varasamar niður- suðud'ósir í henni. En ástæðan sem borgarlæknirinn gefur fyr- ir því að tilkynna þetta ekki er einmitt sú, að hér hafi verið um svo mikinn fjölda fólks að ræða, að birting á nafni verzl- unarinnar hefði skapað múg- hræðsiu, svo að heilbrigðisyfir- völdin hefðu ekki getað ráðið við neitt. Starfslið heilbrigðis- gæzlunnar hefði alls ekki getað annað athugunum á öllum þeim heimilum sem óskað hefðu eftir athugun í skeflingu og æði. Sumir hafa haldið því fram, að leita hefði átt upp alla þessa 40 þúsund manns, sem gátu hafa smitazt og gefa þeim varnarlyf. En þá hefði það þýtt, að heilbrigðisyfirvöld borgar- innar hefðu orðið að Iáta aðrar varnaraðgerðir sitja á hakanum. Þau hefðu þá ekki getað ein- beitt sér að því að leita að uppruna sýkilisins, þau hefðu ekki haft tíma til að setja klór í drykkjarvatnið né ýmsar aðr- ar sjálfsagðar varúðaraðgerðir. Óþarfi að einangra ’iorgina. MacQueen er þeirrar skoðun- ar, að viðvaranir til fólksins hafi komið á réttum tíma, ein- mitt þegar búast mátti við að fólk sem tekið hefði veikina gæti farið að smita aðra. Og þegar MacQueen er ásak- aður fyrir að hafa snúizt gegn því að bæta við starfslið heil- brigðiseftirlitsins, svarar hann bví til. að hann og féiagar hans hafi talið að slíkt ætti að forð- ast í lengstu lög, starfsfólk úr öðrum stöðum, sem þekki ekki aðstæður í Aberdeen myndi í fyrstu lítið gagn gera meðan það væri að venjast borginni, fremur flækjast fyrir. MacQueen var og mótfallinn' tillögum, sem komu fram, þegar veikin var að ná hástigi, að ein- angra borgina. Staðreyndin er sú, segir hann, að aðeins einn af hverju þúsundi hefur tekið veikina. Ég taidi enga ástæðu til farSóttabanns fyrir það.Þvert á móti var æskilegast, að al- mennt félagslíf og samkvæmis og skemmtanalíf héidi áfram ó- breytt, annað hefði skapað ó- þarfa ótta. Þrátt fyrir þessi ummæli læknisins er það staðreynd, að allt venjulegt félagslíf í Aber- deen lagðist niður, þegar veikin tók að ágerast. Kvikmyndahús og skemmtistaðir voru tóm og mjög dró úr allri verzlun. Eftirtektarverðast var, að fólk úr nærsveitunum hætti að koma til borgarinnar. Þyrfti það á einhverjum nauðsynjum að halda, sem fengust ekki i sveit- inni ieitaði það annað, oft um langan veg. Við vissum aldrei fyrirfram, segir MacQueen, að mörg hundruð manns hefðu sýkzt. Það getur verið að við hefðum gert ýmislegt öðru vísi ef við hefðum vitað að veikin væri svo útbreidd. Krónískir smitberar. Jafnvel þó nú takist að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Aberdeen taugaveikinnar mun þetta skapa áframhaldandi hættu og mikið eftirlitsstarf fyr ir heiibrigðisþjónustuna. Það versta við taugaveikina er, að talsverður hluti þeirra sem fá hana verða smitberar áfram, jafnvel í mörg ár. Veikin hegð- ar sér mjög einkennilega og fyrir getur komið að sjúklingur sem ekki er smitberi nú verði það eftir fimm ár. Þetta stafar af því, að sýklarnir setjast að í gallblöðrunni og er þá ekki hægt að uppræta þá til fulls nema skera gallið úr. Sér- staklega gerist þetta hjá eldra fólki, sem hætt er við lifrar og gallsjúkdómum. Það er yfirleitt talið að um 10% af taugaveiki- sjúklingum verði smithættu- legir i þrjá mánuði eftir sjúkdóminn en um 1% verða krónískt smithættulegir. Slíkir krónískir taugaveiki- smitarar eru til í öllum löndum. Algengast er, að haldin sé skrá yfir þá. í Englandi hefur t.d. verið haldin skrá yfir 200 slíka menn, í Skotlandi 37 og I ír- iandi 285. í Vestur-Berlín einni eru t.d. taldir vera um 500 krón ískir smitarar. Slíkt fólk verður að fylgja vissum hreinlætis og varnaðarreglum. Þess eru all- mörg dæmi, að einangruð tauga veiktitilfelli má rekja til slíkra króniskra smitara og yfirleitt er fremur auðvelt að 'rekja smitunina, því að taugaveikinni valda 72 mismunandi gerðir sýkla. Ef veiki kemur upp finnst fljótlega af hvaða tegund hún er og má þá fara í skrána og sjá, hvaða krónískir smitarar eru með þá tegund taugaveiki- sýkla. Smithættunni er reynt að Aberdeen halda niðri með ýmsum ráðum og virðist einna bezt til þess eitt af fúkalyfjunum, sem kall- ast Ampicillin. Ef fólk með króníska smithættu vrli ekki fylgja nauðsynlegum varnaðar- reglum hefur stundum reynzt nauðsynlegt að svipta það frelsi og loka það inni á farsóttadeild um. ☆ Sagt frá viðbrögðum borgarlæknis m

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.