Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 2
RITSTJÓRI: JONBIRGIR PETURSSON iftðWtfH uflHHUGUh VlSIR . Fimmtudagur 11. júnf 1964. MRÍ - Ellert skallar inn, 3:0, f gærkvöldi. Ellert vor maSurim bak vii 4:0 hjáKR gegn Þrótti KR átti ekki í miklum erfiðleikum með Þrótt í 1. deild í knattspyrnu í gær- kvöldi, og búast má við að svo verði um fleiri ieiki liðsins í deildinni í sumar, því ekki verður annað séð en KR sé talsvert betra lið en hin 5 liðin, sem skipa 1. deild með KR. Það var einkum einn maður, sem varð til þess að sigur KR varð 4:0, - Ellert Schram, sem átti einn sinn bezta leik og sannaði rækilega, að hann er okkar bezti leik niaður í dag. Raunar hófst leikurinn með hættulegum tækifærum Þróttar og 3 leikmenn brugðust fyrir opnu marki að heita mátti. KR átti líka færi á fyrstu 5 mínútunum, og tókst jafnvel að skora, en bað mark var dæmt af vegna rang- stöðu. Einnig átti KR stangarskot, — eitt af þrem í leiknum. En fyrsta markið kom eftir 12 mínútna leik. Gunnar Felixson hljóp Þróttarvörnina af sér og skor aði með fallegri spyrnu, algjörlega óverjandi fyrir Guttorm markvörð Þróttar. Hér var þó skorað vegna lélegra vinnubragða varnar Þrú „;r. Bæði lið áttu nú sln tækifæri. Guttormur bjargaði m. a. þruniu- skoti frá Gunnari Guðmannssyni og Þróttarar fengu allgott tækifæri 'ftir að Axel lék á 3 varnarmenn KR og gaf til Ólafs Brynjóifssonar, sem var of seinn að afgreiða bolt- ann. Á 20. mín. kom glæsilegt mark frá Ellert Schram af vítateig. Stór- glæsileg afgreiðsla á sendingu fyrir markið frá Gunnari Felixsyni. Skot ið kom efst í hornið og var algjör- lega óverjandi fyrir Þróttarmark- vörðinn. Ellert var enn að verki á 42. mín. með glæsilegan skalla í þver- slá og inn eftir hnitmiðaða send- ingu frá Gunnari Guðmannssyni, og staðan var nú '3:0 fyrir KR og þannig var staðan í hálfleik. Eina markið í síðari hálfleik, sem var mun slakari hjá KR, skor- aði Ellert einnig. Hann fékk bolta frá Jóni Sigurðssyni, sem var kom inn að endamörkum nærri mark- inu og gaf í þvöguna fyrir mark- inu og Ellert var sá sem hafði þar sigur eins og í flestum öðrum viðureignum á vellinum þetta kvöld. KR-liðið var mjög gott í þessum leik, einkum þó í fyrri hálfleik, og lék Þróttarliðið sannarlega grátt. Þó var Þróttarliðið alls ekki lélegt og oft mátti sjá snotur tilþrif hjá liðinu, en allan kraft, hörku og ákveðni vantaði liðið til þess að geta staðið í KR. Hæpin var einnig rangstöðuaðferðln, sem liðið leik- ur, ekki sízt gegn framherjum, sem eru mun fljótari en framlínu- menn KR. Beztu menn KR í þessum leik !voru Ellert Schram, sem var áber- | andi bezti maður vallarins, Gtsli ! markvörður, Þorgeir Guðmundsson, I Sveinn Jónsson og Gunnar Felix- j son. Hjð Þrótti var Guttormur Ólafs- | son góður í markinu, Ómar Magn- j ússon allgóður sem framvörður og ■ Axel Axelsson beztur í framlín- j unni. Axel hefur ekki verið áber- andi í sumar, en nú er greinilegt að hann er að ná stnu eðlilega „forrni". Dómari t gærkvöldl var Einar Hjartarson, og dæmdi hann n 11- sæmilega. - jbp - Árntann heldur númskeið í frjóbum íþróttum Frjálsíþróttadeild Ármanns mun gangast fyrir námskeiði i frjálsum íþróttum ð tþrótta- svæði félagsins við Sigtún fyrir pilta 13 ára og eldri. Námskeiðið mun verða hald- ið mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga klukk an 6 — 8. Aðalkennari námskeiðsins ■ — .toWI ■ !■»>■! veröur þjálfari frjálsíþróttadeild arinnar, Arthur Ólafsson, og honum til aðstoðar munu verða nokkrir félagar frjálstþróttadeild ar. Allir piltar eru velkomnir á umrætt námskeið, sem mun standa í mánuð. Frjálsíþróttamenn Ármanns munu æfa á sömu dögum, kl. 6-8. Maturinn smakkað! ist vei þrátt fyrir „bítilöskur' JÓN Þ. ÓLAFSSON SEGIR LESENDUM VISIS FRÁ SKEMMTILEGRI KEPPNISFÖR 1 BANDARIKJUNUM I LÉTTRI OG LIPURRI FRÁSÖGN Félag það, sem ég keppi fyrir hér í Los Angeles, nefnist „Strid ers“. Þetta félag er sterkasta frjálsíþróttafélag í heimi, og inn- an þess eru margir heimsmethaf ar. Sem dæmi um styrkleika fé- lagsins mó geta þess að einir sex stangarstökkvarar hafa stokk- ið 4,88 m (16 fet) eða hærra nú í sumar, sex eða tfu hlauparar hlaupa 400 m að staðaldri undir 47.0 sek„ ef til vill eru þeir fleiri, þvf að ég er alltaf að sjá nýja og nýja menn f hinum ýmsu greinum. Um helgar tekur félagið þátt í íþróttamótum, bæði félags- og einstakl- ingskeppnum, og er oft farið langar leiðir til þátttöku i keppn um. Ég hef nú þegar farið nokkr ar slíkar ferðir og ef til vill hafa lesendur síðunnar gaman af því að vita, hvernig svona ferðalög ganga fyrir sig. Ég ætla þvi að skýra frá einu slíku hér á eftir. Sú ferð, sem hér verður getið, hófst að morgni föstudags ins 8. maf og var farin til íþrótta keppni í Albuquerque í New Mexico. Þessarar ferðar mun aldrei verða getið f annálum vegna íþróttaafreka, heldur mun um við þátttakendur minnast hennar sem skemmtilegrar ferð- ar og sögulegrar, og seint mun hún gleyniast þeim, er f henni tóku þátt. Við vorum mættlr kl. 9 f. h. áðurnefndan morgun á einum af flugvöllum borgarinn- ar, og skömmu sfðar vorum við kallaðir út f fararkost vom, þann, er skyldi fljúga með okk- ur til keppninnar. Þetta var göm ul DC. 3 flugvél, og reyndum við félagarnir að koma okkur fyrir eftir bezta móti í sætunum og gekk það misjafnlega vel, því heldur var þröngt milli þeirra, elnhvern veglnn tókst okkur þó að koma okkur fyrir, nema ein- staka manni, þar á meðal mér og mínum líkum af stærri gerð- inni. Við vorum að reyna að setjast allan tfmann, sem flugið tók, eða 4>4 klst. Hreyflarnir voru ræstir, flugvélin renndi út á brautarenda og skömmu síðar rennd’ hún af stað með gaura- gangi og stefna var tekin f aust- urátt. Illa gekk að sjá út um kám- uga gluggana, en þó máttf sjá, að vlð flugum vfir fjöil í aust* urhluta Californíu og eftir um það bil þriggja klst. flug komum við yfir Grand Canyon, sem er verndað svæði, geysilega fagurt, stórkostlegir klettar, rauðlitir, og margvíslega lagaðir. Flogið var f hring þarna yfir og að þvl Ioknu var okkur borin máltíð, hver maður fékk pappakassa, sem í var ýmislegt góðgæti, vaf- ið í aluminium-pappir. Þetta bragðaðist vel og minnti helzt , á fjallaferð eða útilegu heima á Fróni. Við urðum að fljúga mjög I hátt, eða hæst f 14.000 fetum, sem er í það mesta fyrir flug- . vél sem þessa, farþegaklefinn er ' ekki útbúinn á sama hátt og hinna nýrri og stærri flugvéla, og gerði súrefnisleysl vart við sig. Voru sumir orðnir heldur andstuttir og gefa varð elnum súrefni, en þar sem aðeins var i til ein súrefnisgríma varð flug-1 vélin að lækka flugið. Við lent- um f New Mexico eftir 41/2 klst.1 flug og var okkur ekið frá flug-1 vellinum til háskóla fylkisins, og i þar fengum við að borða. Okkur , til „skemmtunar“ var „hljóm- list“, sem fjórir siðhærðir ungl-1 ingar framkölluðu með öskrum | og óhljóðum, og þrátt fyrir ( þetta bragðaðist maturinn vel. Skóiinn þarna er mjög falleg-1 ur og eru nokkrar nýjar bygg- ingar mjög glæsilegar. Við skoð- uðum skólann eftir þvi sem tími vannst til, en meirihluti tím- ans, sem við biðum þarna eftir I því að keppni hæfist, var not-1 aður til þess að spila borðtenn-, is, bowling eða „billiard", enda voru þarna 22 bowling-brautir, 12 billiard-borð og 8 borðtenn- isborð, og var þessu komið fyrir ( f kjallara mötuneytis skólans. Við vorum þarna f ca. 2 klst., en 1 síðan var okkur ekið út á völl. I Keppni hófst með stangarstökki | og spjótkasti og skömmu síðar ( hófst hástökkskeppnin. Ég var búinn að grafa það upp ðður 1 en við fórum, að stokkið yrði I af möl í hástökkinu, og hugði ég g,ott til glóðarínnar. Mikil urðu því vonbrigði mfn, er ég sá hðstökkssvæðlð, fyrstu skref- I in voru hlaupin af grasi, holóttu 1 flagi, en sfðustu þrjú skrefin | voru af asfalti, upptrosnuðu og i holóttu, og hallaði í þokkabót niður á við. Eftir að hafa reynt' að stökkva nokkur stökk f skóm l með stuttum göddum, varð ég | að gefast upp, því þeir gripu ekki í asfaltið, varð ég þvf að nota lengri gadda, sem voru það Iangir að mér fannst ég vera i fastur. Képpnln hófst á 1,83 m ( og hófu allir keppendur keppn- ina ð þeirri hæð, að mér undan- 1 sldldum. Þeir fóru yfir f fyrctu I tilr. Næsta hæð var 1,88 m og | fóru allir yfir þá hæð í fyrstu tilr. og ég hóf keppni í þeirri hæð. Næst var hæltkað í 1,93 1 og fóru þrír yfir f fyrstu tilr. og síðan var hækkað í 1,98 m, ( en enginn áttl möguleika á því að fara yfir. Ég sigraði því í I þessari keppni vegna þess, að I ég byrjaði hærra en hinir. Afrek | voru léleg á mótlnu og voru all- ( ir langt frá sfnu bezta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.