Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 6
Stjóm og framkvæmdastjórn Stjómunarfélags íslands. Talið frá vinstri: Árni Þ. Árnason framkvæmdastjóri félagsins, Guðmund- ur Einarsson hjá Aðalverktökum, Gisli Einarsson, Kassagerðinni, Jakob Gislason raforkumálastjóri, formaður félagsins, Sveinn Bjömsson, Iðnaðarmálastofnun íslands, og Gunnar J. Friðriksson, Félagi fsl. iðnrekenda. RAÐSTEFNA - Framh. af bls. 16 á þessu sviði til þess að flytja erindi um vinnuhagræðingu. — Hannibal vék að rammasamn- ingi um undirbúning og fram- kvæmd vinnurannsókna. Kvað hann uppkast að slíkum samn- ingi liggja fyrir og yrði nú senni lega setzt á rökstóla til þess að freista þess að ná endanlegu samkomulagi um slíkan samning en hann kvaðst bjartsýnn á, að samkomulag næðist. Kvaðst Hannibal vona, að gott samstarf tækist með launþegum og vinnu veitendum um vinnuhagræðingu og vinnurannsóknir. Jakob Gíslason raforkumála- stjóri, formaður Stjórnunarfé- lagsins stýrði blaðamannafund- inum og rakti gang ráðstefn- unnar að Bifröst. En ekki gefst hér rúm til þess að skýra meira frá henni. Richard Beck talar I Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamáium og bókmennt- um við Rikisháskólann í Norður- Dakota, flytur fyrirlestur í boði Há- skóla fslands á morgun, 12. júní kl. 5.30 e. h. í Háskólanum. Nefnist fyrirlesturinn „Níutíu ára afmæli vestur-fslenzkrar þjóðrækn- isstarfsemi", og rekur dr. Richard Beck þar f megindráttum sögu þjóð- ræknismála Vestur-fslendinga síð- an þeir héldu fyrstu þjóðhátið sína í Milwaukee, Wisconsin 2. ágúst 1874. Gefur götu — Framh. uf bls 1 sem teknar verða í notkun í haust að öllu forfallalausu. Mikið er um íbúðabyggingar á Akranesi, sem komnar eru lengra eða skemmra áleiðis. Akureyri — Framh. af bls. 7 bæjarins í tilefni af 100 ára af- mæli kaupstaðarins f fyrra. Milli 10-20 lausnir bárust og er verið að yfirfara þær og vinna úr þeim sem til greina koma. En eins og áður er tekið fram er ekki unnt að ganga frá heildar- skipulagi miðbæjarins fyrr én á- kvörðun hefur verið tekin um endanlega staðsetningu hafnar- innar. Annars bíða mörg og nikil verkefni framundan, sagði Stef- án bæjarverkfræðingur, ekki að- eins á sviði skipulagningar, heldur og mannvirkjagerðar og hvers konar framkvæmda Dr. Richard Beck er gagnkunn- ugur þjóðræknisstarfsemi Vestur- íslendinga, enda hefir hann síðustu 30 ár verið einn af helztu forvlgís- mönnum í þjóðræknis- og menning- armálum þeirra, þ. á m. forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi um 12 ára skeið. Dr. Ric- hard Beck er afkastamikill fræði- maður og rithöfundur, og hefir hann víða flutt fyrirlestra um ís- lenzk og norræn efni. Hann varð heiðursdoktor frá Háskóla íslands 1961. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Happdrsetti Hóskólans Miðvikudaginn 10. júní var dreg- ið í 6. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2,200 vinn- ingar að fjárhæð 4.020,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 kr., kom upp á heilmiða númer 47.399. Voru báðir heilmiðarnir seldir 1 umboði Arndísar A. Þorvaldsdótt- ur, Vesturgötu 10, Reykjavík. 100.000 krónur komu á hálfmiða númer 14.434. Tveir hlutar voru seldir í Keflavík, sá þriðji í Vest- mannaeyjum og sá fjórði á Akur- eyri. 10.000 krónur: 6040 10536 11389 14023 15943 18656 23601 23788 25596 25824 28379 31100 31481 33188 35802 47398 47400 48285 48337 48596 49799 51835 53943 54906 58083 58337 59180 59940. (Birt án ábyrgðar). VÍSIR . Fimmtudagur 11. júní 1964. Horfur á vaxandi ferða- maauastraumi í sumar Allar líkur benda til stóraukins ferðamannastraums milli fslands og útlanda í sumar frá því sem verið hefur. Eitt m. a., sem bendir í þessa átt, eru auknar farmiðapantanir hjá Flugfélagi fslands miðað við það, sem verið hefur. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Vísir fékk hjá blaða- fulltrúa Flugfélagsins, Sveini Sæ- mundssyni, er um 25% meira bók- að í millilandaflugið heldur en var um þetta leyti 1 fyrra. Mest er aukningin á Lundúna- Og Khafnarfluginu, en á öðrum leið um er einnig meiri eða minni aukn SJOVA greiddi 91,5 millj. í tjón sl. ár Sjóvátryggingafélag fslands greiddi 91.5 milljónir kr. í tjóna- bætur á árinu 1963. Samanlögð iðgjöld tryggingadeilda námu 112.8 millj. kr. Er það um 20 millj. kr. hærri iðgjaldaupphæð en árið 1962. Frá þessu var skýrt á nýaf- stöðnum aðalfundi Sjóvá. Kom það ennfremur fram, að stærsta tryggingadeildin er Sjódeild, en iðgjöld hennar námu 57 millj., en næst kemur Bifreiðadeild með 28.6 millj. kr. í iðgjöld. Iðgjalda- og tjónavarasjóðir, svo og vara- og viðlagasjóðir, eru nú um 72 milljónir króna. Er líftryggingardeildin ekkj tal- in með f þessum tölum. Gróðursefn- ingarferð Síðasta gróðursetningarferð Ferða félags Islands á þessu vori i Heið- mörk er annað kvöld kl. 8 frá Aust- urvelli. Jafnframt því sem gróðursettar verða þær plöntur, sem eftir er að planta út, verður farin eins konar kynningarferð um gróðursetningar- svæði Ferðafélagsins I Heiðmörk. Það er eitt gróskumesta svæði allr ar merkurinnar og hafa græðling- arnir dafnað þar mæta vel á und- anförnum árum. Þetta verður allt skoðað annað kvöld og verður þá ekið um Hjallaveg. Hreinsun Austurvallar Hafliði Jónsgon garðyrkjuráðu- nautur kom í gær að máli við Vísi og sagði að ekki væri það rétt, sem stóð undir mynd af Austur- velli hér í blaðinu á þriðjúdaginn, að ekki hefði Austurvöllur verið hreinsaður í „nokkra daga“. Völl- urinn væri hreinsaður tvisvar á dag. f umræddu'tilfelli hefði völl- urinn verið hreinsaður fyrir hádegi á laugardegi, en eftir það papparusl og bréf fokið út á hann, en þá hefðu hreinsunarmenn eðlilega ver ið hættir störfum. Er hér sem jafnan skylt að hafa það sem sann- ara reynist. Iðgjaldasjóður-, vara- og við- lagasjóður hennar eru hins veg- ar tæplega 50 milljónir króna. Nýtryggingar í Líftryggingar- deild námu tæplega 6.8 millj- ónum, en Samanlagðar líftrygg- ingar í gildi um s.l. áramót voru tæplega 130 milljónir. Samanlögð verðbréfaeign var um 106 milljónir og lán út á líftryggingarskírteini um 10.5 milljónir. Úr stjóm félagsins áttu að ganga m. a. Geir Hallgrímsson borgarstjóri, sem ekki gaf nú kost á sér við stjórnarkjör. Stjóm félagsins skipa, Sveinn Benediktsson, Láms Fjeldsted, hrl., Ingvar Vilhjálmsson út- gerðarmaður, Ágúst Fjeldsted hrl. og Björn Hallgrímsson stór kaupmaður. Endurskoðendur vom endur- kjörnir Böðvar Kvaran fulltrúi og Teitur Finnbogason stór- kaupmaður. Framkvæmdastjóri Sjóvá er Stefán G. Bjömsson. Lifnar yfir Siglufirði: 15 þúsund múl þcmguð í gærkvöld og nótt Það var rigning og gránaði í fjöll á Siglufirði f morgun, enda ekki nema 4 stiga hiti, en þó var óvenju Iíflegt yfir kaupstaðnum, tvær verksmiðjur að bræða, Rauðka og SR-P, og talað um að stóra ríkis- verksmiðjan, SR-46, hæfi bræðslu á morgun. Löndunarstöðvunin á Raufarhöfn hefir þau áhrif, að skipin verða að sigla 15 klukkustunda siglingu til Siglufjarðar, eða lengra, og bárust 10 þúsund mál að austan til ríkis- verksmiðjanna á Siglufirði í gær- kvöld og í nótt, og 5000 mál til Rauðku. Auk þess eru fleiri skip á leið til Siglufjarðar með afla. Fréttaritari Vísis á Siglufirði sagðist hafa heyrt sjómenn tala saman á bátabylgjunni í gærkvöld um það að það væri blóðngt að geta ekki saltað eitthvað af þess- ari síld, en hún er mjög falleg, að sagt er, og 17—20% feit. Frétta- ritarinn sagði, að mikill áhugi væri að vakna á sfldarsöltun sem allra fyrst. SKRAUTFISKAR - GULLFISKAR Nýkomið mikið úrval fiska. Bólstaðarhlíð 15, kjallara. Sími 17604. ing. Áður hefur verið skýrt frá þvf hér í blaðinu, að mikil aukning sé í Færeyjafluginu og einkum þó* milli Færeyja og Skotlands og Fær- eyja og Danmerkur, en minni milli íslands og Færeyja. Þó er mikið bókað f sumarferðirnar héðan, einkum í kringum Ólafsvökuna, sem er seint í júlf. Vaxandi áhugi er hér á Græn- landsferðum, en eins dags ferðirn- ar hefjast 5. júlí á Austurströnd- ina, en á Vesturströndina verður fyrsta ferðin 17. júlf. Sumar þess- ara ferða eru fullskipaðar með öllu, en f hinar allar meir eða minna bókað. Miðnæturflug hefur Flugfélagið ákveðið að fara þrjú laugardags- kvöld í röð. Fyrsta ferðin laugar- daginn 20. þ. m. og síðan 27. júní og 4. júlf. í öllum ferðunum verð- ur lent í Grímsey og staldrað þar við nokkra stund. VINNUFATABUÐIN Laugavegi 76 BÍLAVIÐSKIPTE Vesturbraut 4 Hafnarfirði Sími 51395 BJÓÐUM: Prinz ’64 (óekinn) Chevrolet Corver ’60 Land Rover ’61, ’62, ’63 Chervolet ’59 sendiferðabfll (Stöðvarpláss fylgir). Fiat ’57 station Zodiac ’60 Ford ’57 ’58 Moskwich ’55, ’57, ’58 Skoda ’55, ’56, ’61 sendiferða Austin Gipsy ’62 Mercedes Benz 220 S ’59 Mercedes Benz 180 ’55, ’59 Consul 315 ’61, ’63 Volvo ’55 vörubíll Skráið bflana, við seljum BÍLAVIÐSKIPTI Vesturbraut 4 Hafnarfirði Sími 51395 *____________________________/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.