Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 16
•;6VJ Flmmtudagur 11. júní 1964. r Arbær opnar ó morgun Árbær verður opnaður á morg- un (föstudag), og er það fyrr en venjulega vegna ágæts tíðarfars 1 vor og sumar. Árbæjarsafnið verður opið alla daga nema mánudaga, á sunnudög um kl. 2 — 7, aðra daga kl. 2 — 6. Kaffiveitingar verða í Dillonshúsi alla daga, þegar opið er. Njóta þær mikilla vinsælda. Safninu hefur bætzt frá í fyrra gömul smiðja og prestshús er verið að reisa við kirkjuna. 13 Akrunes- bátar á síld ' Þrettán Akranesbátar stunda síld veiðar fyrir Norðurlandi i sumar. Af þeim eru 9 þegar farnir, en hin- ir 4 leggja af stað í kvöld eða á morgun. Bátarnir, sem farnir eru norður, eru Skipaskagi, Haraldur, Skírnir, Höfrungur II. og Höfrungur III., Sigrún, Sigurvon, Sólfari og Reyn- ir. Þeir, sem eru að búa sig undir brottför, eru Anna, Sigurður, Sæ- fari og Heimaskagi. Fjórir humarbátar komu í morg- un til Akraness. Þeir höfðú Ient í brælu og öfluðu illa. Tvö flutningaskip bætast í flotann Hofsjökull útbáinn sjónvörpum fyrir áhöfnina Um þessar mundir bæt- ast tvö ný flutningaskip í íslenzka flotann. í gær dag sigldi inn á Reykja- víkurhöfn fánum prýtt skip nefnt „Jarlinn“, og í dag er von á hinu nýja skipi Jökla, Hofsjökli. Bæði eru þessi skip hin nýtízkulegustu og glæsi legustu. Flutningaskipið Jarlinn er i eign Gunnars Halldórssonar út gerðarmanns í Reykjavík o.fl. Skipið er ekki nýtt, því það er keypt notað eftir 10 ára siglingar í Svíþjóð. Það er ongu að síður búið öllum hinum nýj- ustu siglingatækjum. Jarlinn mun verða í venjuleg um millilandasiglingum og annast hvers konar vöruflutn- inga Heim kom hann í gær með timburfarm frá Ventspils. Siglt mun verða á smærri hafnir hér við land, en flutningaskip koma sjaldan á þá staði. Mun það að sjálfsögðu vera til mik- illa hagsbóta fyrir viðkomandi byggðarlög. Skipstjóri á Jarlinum er Guð mundur Kristinsson en á skip- inu er 10 manna áhöfn. I dag er Hofsjökull, hið nýja skip Jökla h.f., væntanlegt. Hofsjökull er nýsmíðað, fullkom lega einangrað kæliskip, sér- Um borð í Jarlinum í morgun. Talið frá vinstri: Jón Þ. Árnason, Guðmundur Kristinsson skipstjóri og Gunnar Halldórsson útgerðarmaður, aðaleigandi skipsins. staklega hentugt til flutninga á fiski og ávöxtum. Það er út- búið sérlega fullkomnum sigl- ingatækjum og vélaútbúnaði, og þess má geta að til notkunar fyrir yfirmenn og áhöfn eru út- varps- og sjónvarpstæki. Mun það eflaust vera fyrsta íslenzka skipið sem er útbúið sjónvarps tækjum fyrir áhöfnina. Skipstjóri á Hofsjökli er Ing- ólfur Möller 32 krónum hærra bræðslusíldarverð en í fyrra Aðstoð til síldarflutninga langnr leiðir Mikil hækkun verður nú á bræðslusíldarverðinu. Það var 150 krónur á málið í fyrra, en verður 182 krónur í sumar, auk þriggja króna á hvert mál, sem lagðar verða í sjóð og úr honum borgaðar uppbætur til þeirra síldveiðiskipa, sem fara með aflann til fjarliggjandi verk smiðja, þegar þannig stendur á. Það er Verðlagsráð sjávar- útvegsins, sem ákveður bræðslu sildarverðið, og hefir það-verið á stöðugum fundum undanfarið. Ástæðan fyrir h;nni niftlu hækkun bræðslusíldarverðsins er hækkun verðs á síldarafurð- um erlendis. Lýsi hefir hækkað um 15-20 stpd. tonnið síðan í fyrra og síldarmjöl um 3-4 stpd. tonnið. Það er algert nýmæli að norga uppbætur til skipanna vegna langra síldarflutninga, og er gert ráð fyrir að verksmiðjurn- ar greiði þrjár krónur af hverju máli í slíkan síldarflutninga- sjóð svo að raunverulega er bræðslusíldarverðið þá 185 krón ur. Ekki hefir enn verið gengið til fulls frá því hvernig greiðsl- um þessum verður háttað. Á ráðstefnunni að Bifröst var komið á umræðuhópum, þar sem málin voru rædd í þröngum hópum. Mynd þessi er af einum umræðuhópanna. Hér sjást talið frá vinstri: Snorri Jónsson formaður Málm- iðnaðar og skipasmiðasambandsins, Gunnar J. Friðriksson formaður Félags isl. iðnrekenda, Kjartan Thors formaður Vinnuveitendasambands íslands, John Andrésen frá norska vinnuveitendasambandinu. Jakob Gíslason formaður Stjórnunarfélagsins, Egil Ahlsen frá norska alþýðusambandinu, Hannibal Valdlmarsson forseti ASÍ, Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri Iðnaðarmálastofnunar íslands og Björgvin Sigurðsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. , Það kom fram á fundi, er Stjómunarfélagið hélt með blaðamönnum i morgun, að mikil og gagnkvæm ánægja rik- ir meðal forystumanna vinnu- veitenda og launþega með ráð- stefnuna, er félagið hélt um vinnuhagræðingu að Bifröst í Borgarfirði. Létu þeir Kjartan Thors og Hannibal Valdimars- son i ljós sérstaka ánægju með ráðstefnuna og þá ágætu hug- mynd Stjórnunarfélagsins að Ieiða hina andstæðu aðila einnu markaðsins saman á yndislegum stað í fögru veðri. Kjartan Thors formaður Vnnuveitendasaniands íslands þakkaði forystumönnum Stjórn unarfélagsins gott og óeigin- gjarnt starf og lét í ljós þá skoðun sína, að starfsemi fé- lagsins ætti eftir að stuðla sð auknu og betra samstarfi vinnu veitenda og launþega. Kjartan sagði, að svo mikill samhugur og e ndrægni hefði ríkt á iáð- stefnunni að Bifröst í Borgar- firði, að það hefðu verið alJt að því faðmlög. Kjartan kvaðst hafa rnikla trú á nytsemi vinnu hagfræðingar en bezta hagræð- ingin yrði sennilega fólgin í því að fá hina andstæðu aðila vinnu markaðsins til þess að ganga saman til samninga með góðu ■hugarfari og í anda samstarfs og samvinnu. Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ tók í svipaðan streng. Hann kvaðst áður hafa setið ráðstefnu um vinnuhagræðingu og þá lýst jákvæðri afstöðu Alþýðusam- bandsins til þess að komið yrði á vinnuhagræðingu í islenzku atvinnulífi. Hann sagði, að Al- þýðusambandið og Vinnuveit- endasambandið hefðu unnið að því nú í samstarfi að fá hingað frá Noregi hina færustu menn Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.