Vísir - 11.06.1964, Side 5

Vísir - 11.06.1964, Side 5
VÍSIR . Fimmtudagur 11. júnf 1964. utlönd í morgun utlönd í morg.un útlönd í morgun ■útlönd í morgun L B. Johnson forsetí vann tvo mikilvæga sigra / gær Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseti vann nýja sigra í gær. í fyrsta lagi var það sigur fyrir hann, að öldungadeild þjóð þingsins samþykkti að fella nið- ur umræðu um frumvarpið um jafnan rétt blakkra við hvíta, og lauk þar með 75 daga mál- þófi því, sem frétt var um hér í blaðinu í gær. Hinn sigurinn var sá, að fulltrúadeildin gerði sam- þykkt um efnahagsaðstoðina við önnur ríki — eða að láta John- son fá það fé til hennar, sem hann hefir farið fram á, en fellt var að skera niður fjárveiting- arnar samkvæmt tillögum hans. Johnson var kunnur sem mik- ill samningamaður löngu áður en hann varð forseti, en þó hafa þeir hæfileikar hans komið enn skýrar í ljós síðar, og aldrei betur en er hann hóf viðræður við leiðtoga fyrir nokkru, til þess að greiða fyrir framgangi frumvarps Kennedys heitins um mannréttindin, en sigur sá, sem Johnson vann í gær með sam- þykktinni að skera niður um- ræður, er jafnframt hinn mesti ósigur fyrir Suðurrikjaþing- menn. Það er viðurkennt af öllum, að nokkur tími muni líða þar til frumvarpið verður afgreitt sem lög, en jafnframt ber mönnum saman um, að mestu erfiðleik- arnir séu að baki, frumvarpið muni fá afgreiðslu, en það mun aftur auka möguleika á enn glæsilegri sigri Johnsons í for- setakosningunum, en almennt er búizt við sigri hans — bæði vegna þess, að Kennedy-stefnan er vinsæl meðal almennings, en henni fylgir Johnson, og hann hefur fengið aukið traust þjóð- arinnar síðan hann settist í forsetastól. Verkalýðssamböndin tvö I Bandaríkjunum hafa heitið L.B. J. stuðningi sínum. Lyndon B. Johnson. Óánægja vegna vals málverka á listsýninguna Einn af stjórnarmeðlimum Myndlistarfélagsins og einn að- alhvatamaðurinn að stofnun þess, Eggert Guðmundsson list málari hefur komið að máli við blaðið vegna Iistsýningar þeirr- ar, sem haldin er í Listasafni ríkisins í tilefni af 20 ára af- mæli lýðveldisins. Hann vill Iáta koma fram gagnrýni og ó- ánægju vegna þess, hvernig málverk hafa verið valin á þessa sýningu, sem á að gefa heildarmynd af íslenzkri list- sköpun síðustu 5 ár. Hvers vegna ekki 20 ár? Ummæli Eggerts fara hér á eftir og eru þar auðvitað einung is túlkuð persónuleg viðhorf hans en ekki blaðsins. „Aðferðir þær, sem beitt hef- ur verið við þessa sýningu r.ru hreinar einræðisaðferðir, segir Eggert ,,og afleiðingin er, að á henni kemur ekki fram nema lft- ill hluti af íslenzkum lista- mönnum, svo að sýningin gefur enga heildarmynd íslenzkrar myndlistar í dag. Félagsmenn Myndlistarfélags ins hafa verið útilokaðir frá sýningunni og er það fram- kvæmt þannig, að Bandalag isl. listamanna hefur neitað félag- inu um inngöngu í bandalagið og virðist það byggt á þeirri forsendu, að aðeins eitt félag myndlistarmanna eigi að vera í bandalaginu. Þó hafði það orð ið að samkomulagi um rit- höfunda að bæði félög þeirra: Rithöfundafélag fs- lands og Félag Islenzkra rit- höfunda séu f bandalaginu og koma þess vegna bæði fram á listahátíðinni. Það er einræðiskennt, ef listamenn mega ekki ráða eft- ir hvaða stefnu þeir mála, þá lifum við ekki í frjálsu þjóð- félagi. En hið opinbera vexrnd- ar þessa einokun með því að viðurkenna aðeins annað félag ið, með því að veita því einu opinberar fjárveitingar af a)- mannafé, veita því einkarétt á að kynna íslenzka list erlendis og sjálfdæmi í vali og innkaup- um listaverka til Listasafns rxk- isins. * Þannig er listamönnum mis- munað og afleiðingin verður sú að jafnvel kunnir og viður- kenndir listamenn eru útilokaðir frá allri þátttöku. Að vísu hefur sýningarstjórn- in út úr vandræðum tekið á sýninguna myndir eftir þrjá myndhöggvara sem eru í okkar félagi, þau Nínu Sæmundsson, Ríkarð Jónsson og Gunn- fríði, en því meira áberandi er það að þar er ekki málverk eftir einn einasta málara úr okkar hópi. Innkaupadeild listaráðs hef- ur aldrei keypt eina einustu mynd af listamönnum í okkar félagi á opinberum sýningum þeirra. Með svona framferði er stefnt að algeru einræði I listum þessa lands og tel ég miður farið ef kommúnistastefna eða önnur „þýzk heimspeki“ á að ráða ríkjum. Halldór Laxness ’ýsti þvi yfir í ágætri ræðu við opn- un Listahátíðarinnar að góð ’ist væri óháð tíma. — Björn Th. Björnsson kann á grundvelli sinnar þýzku heimspeki (Hegel) að telja hann 200 ár á eftir tímanum, eins og alla sem ekki elta skilyrðislaust síðustu Par- isartízku. Mikill hluti af ráðandi mönn- um í hinu félaginu eru abstrakt- istar og vilja berja þá stefnu í gegn, líkt og ekkert annað gæti átt tilverurétt. En ég segi það að mér finnst hart að mega ekki sýna á afmæli lýð- veldisins náttúrufegurð eigi.n lands eða túlka hana í myndum sínum og allir hljóta að sjá hið skoplega í þeirri staðhæfingu að sál landsins geti aðeins birzt í Iitum abstraktmálara eins og Kristjáns Davíðssonar og Svav- ars. En hér er ekki að ræða um stíl eða stefnur. í okkar félagi eru einnig abstraktmálarar, og for- mann þess, Finn Jónsson, má jafnvel telja föður abstraktlist- ar á íslandi. Hér er um að ræða féhgs- legt ofríki, sem forkastanlegt er að ríkisvaldið skuli vera notað til að leggja blessun sína yfir. Þessar svokölluðu listamanna- erjur, sem talað hefur verið um í gríntón milli manna, eru annað og meira en grín, þær eru mjög alvarlegt mál, þar er verið að berjast fyrir tilvérurútti lista mannsins og frelsi hans til að tjá sig í list sinni eins og hon- um er eðlilegast. Við biðjum aðeins um þetta frelsi og annað ekki og þykjumst eiga rétt á því hvað sem allri „þýzkri heimspeki“ líður,“ sagði Egg- ert Guðmundsson að lokum. Fjórái hver miði vinnur að meðaltali! Haestu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. BILEIGENDUR Ef orkan minnkar en eyðslan eykst, eru óþéttir ventlar númer eitt. Okkar sérfag eru ventlaslipingar. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ SIMI 35313«« Snmband ungro Sjnlfstæðismnnna baðnr til . • . DAGSKRÁ: 1. Ráðstefnan sett: Birgir ísl. Gunnarsson, 1. varaformaður SUS. 2. Erindi: Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra. Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur. Dr. Sturla Friðriksson. - KAFFIHLÉ - 3. Umræður í umræðuhópum og almennar umræður. 4. Ávarp: Jónas Pétursson, alþingismaður. m 88B900

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.