Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimmtudagur 11. júni 1964. * riai 9 m * „Það er svo gaman að leika“, segir Borgar og bros- ir slíku sælubrosi um leið, að það er eins og hann sjái himnana opnast beint fyrir framan sig, „Ekki held ég, að maður geti nokkum tíma orðið leiður á því“. „Gaman? Já, það er stór- kostlegt“, samsinnir Pétur kröftuglega, þó að hann sé kannske ekki alveg eins róm- antískur á svipinn. „Annars væri maður heldur ekki að þessu“. Björg og Bergljót kinka kolli til samþykkis, og það dylst ekki, að einnig þær em helteknar af leiklistarsótt- inni. Þau eru nýútskrifuð úr leik- listarskóla Leikfélags Reykja- vlkur eftir þriggja ára nám og eiga þá ósk heitasta, að fram- tíðin færi þeim hlutverk og aft- ur hlutverk — og helzt góð hlutverk. Borgar þarf ekki að kvarta yfir þeim verkefnum, sem hann hefur fengið til þessa: sjálfan Rómeó Shakespeares og Láka í metleikritinu mikla Hart f bak. „Hvaða hlutverk fékkstu næst?“ „Á fyrsta v«;trinum vorum við Pétur báðir £ Ágeusarfjós- inu, á öðrum vetri fékk ég lítið hlutverk í Eðlisfræðingunum, og 26. marz í f:yrra tók ég við hlutverki Láka í' Hart í bak. Og í vetur bættist -Rómeó við“. „Hvernig firaust þér að leika Shakespeare?“ „Ég hef aldpei lent á hlut- verki, sem ég hef ekki verið hrifinn af. En ég var ógurlega hræddur við að taka Rómeó að mér“. „Það er nsú. ekki nema eðii- legt. En er ekki mesta hræðsl- an farin af múna eftir 26 sýn- ingar?“ „Jú, það «r bara eftir mátu- legur fiðringur fyrir hverja sýningu. ÍJg reyni að vinna alltaf eins vel og ég get, og meira get ég ekki“. „Hvað eírtu búinn að leika Láka oft?“ „Það hlýtur að vera fast að 140 sýningum. Og á laugardag- inn förum við í leikferð til Færeyja". ALLT fSTEINGRÉVII AÐ ÞAKKA Pétur hefur leikið Tíbalt í Rómeó og Júlíu undanfarna Pétur Einarsson, Björg Davíðsdóttir og Borgar Garðarsson. (Myndir: IM) Það er svo gaman að leika •úísfc ALLTAF JAFNHEPPINN „Ég hef alltaf verið jafnhepp- inn,“ segir hann. „Alveg frá byrjun. Ég var fyrst í leikskól- anum hjá Ævari Kvaran, og eftir nokkra mánuði komst ég að sem statisti f Sfgaunabarón- inum. Já, meira að segja talandi statisti; ég hafði þarna töluvert þýðingarmikið hlutverk — sagði víst einum þrisvar sinnum ,Ég ...‘! Það var geysilega gaman“. „Hvað tók síðan við?“ „Jú, þar var aftur heppnin með í spili. Af þvf að ég kynnt- ist Guðmundi Jónssyni, fékk ég hlutverk í óperettu, sem þau fluttu úti á landi, Þuríður Páls- dóttir, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðjónsson, melð undirleik Fritz heitins Weiss- happels. Það var farið víða ura landið, alltaf um hverja helgL og marga staðina hafði ég aldrei séð áður, svo að þetta varð margföld skemmtun“. „Söngstu þá í óperettunn;/?“ „Nei, drottinn minn dýri, þetta var ekki sönghlutverk. Ég lék þjón“. „Talandi þjón kannske?"* „Já, já, ég sagði margar jheil- ar setningar". „Þú hefur greinilega verið vaxandi iaíkari", segir Pébiix. „Fórstu avo f leíklistaarskóla L.R.?“ „Já, um haustið. Þá vatr löng- unin orðin óviðráðanleg '\ mámuði og er nú búinn að fá tvö ný hlutverk. »iÉg leik Dauðann í leikriti- Einars Pálssonar, Brunnir Kol- skögar", segir hann. „Dauðann í sjómannsbúningi. Og ég fæ skemmtilegt lítið hlutverk í Vanya frænda". „Hvenær byrjaðir þú á leik- listinni?" „Ja, ég byrjaði nú á því að sttæla Steingrím Sigurðsson á /grfmuballi í Menntaskólanum á Akureyri. Við vorum báðir eins klæddir — hann sem áhorfandi og ég sem þátttakandi, og það gerði bara heilmikla lukku, þegar ég hermdi eftir honum; sérstaklega skemmti Steingrím- ur sér sjálfur. Veturinn eftir var mér boðið að vera með í skólaleikriti, I blíðu og stríðu. þar sem ég átti að vera dæmi- gerður Englendingur, og ég held, að ég hafi orðið fyrir valinu út af þessu“. „Svo að þetta er allt Stein- grími að þakka?“ „Já, að einhverju leyti ber hann víst ábyrgðina! Eftir það fékk ég tvö önnur hlutverk í skólaleikjum, og þá fór mig að langa til að læra leiklist, og þegar ég var búinn með stúdentsprófið, fór ég í leik- listarskóla L.R.“ „Þið eruð fyrstu strákarnir, sem útskrifizt úr honum, er það ekki?“ „Jú, fyrstu karlmennirnir“, svarar Pétur með hæfilegum umvöndunarsvip. „Já, auðvitað karlmennirnir, . fyrirgefðu. Og hvaða atvinnu stundarðu með náminu?" „Ég.yjpp hjá Loydsumboðinu, eiginlega hjá Trolle & Rothe". „Og er ekki erfitt að sam- ræma það náminu, æfingum, sýningum og öllu tilheyrandi?" „Það gæti sannarlega verið það, en þeir eru svo einstak- Iega almennilegir við mig að hliðra alltaf til, þegar ég þarf að mæta á æfingum í vinnu- tímanum". „Þú vonar náttúrlega, að þú getir sagt upp hjá þessum á- gætu yfirboðurum?“ „Ja, hvaða leiklistarnema dreymir ekki um að geta orðið atvinnuleikari?" Björnsson, svo hef ég verið í Hart f bak frá áramótum og statisti i Rómeó og Júlíu. Og hvíslari í Sunnudagur í New York — það var skemmtilegt og mjög lærdómsríkt að fylgj- ast svo vel með öllum æfingum og sýningum. Andinn hérna í Iðnó er líka einstaklega góður, allir eins og ein fjölskylda og LEIKLISTIN í BLÓÐINU Bergljót hefur þráð leiklist- ina frá blautu barnsbeini ogalizt upp f miklu leiklistarandrúms- lofti, enda bróðurdóttir Þor- steins Ö. Stephensen. „Ég lék stundum í skólaleik- ritum f barnaskólanum“, segir hún, „en aldrei f gagnfræða- skóla. Svo fór ég til Englands um tíma, og þegar ég kom aft- ur, byrjaði ég í leiklistarskólan- um hér. Og nú vildi ég helzt af öllu geta farið til London og Iært meira þar, þó að það verði kannske ekki hægt“. „Hvaða hlutverkum hefurðu verið í?“ „Fyrsta hlutverkið mitt var í Einkennilegur maður eftir Odd □□□□□□□□□□□□□□DOQDDDDaDQQDDDDDDODQQDDDDDQDDDQD□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Bergljót Stefánsdóttir. enginn rígur eða afbrýðisemi. Hver um sig hefur áhuga á, að hinum gangi vel, bæði í skólan- um og leikhúsinu, og það er örvandi tilfinning" „Já, það er ótrúlegt, hvað hægt er að gera, þegar manni er sýnt traust?, segir Björg. Samtal við fjóra nýútskrifaða Q nemendur úr leiklistarskóla L.R. □ ailODDDDDDDDQ '□□□□□□□□□□□□ □□□□□□□□□□□□□□ □□□□□□□□□□□□□□□□□ □□□□□□□□ SKRIFAÐI LEIKRIT 11 ÁRA Hún hefur verið með leik- listarástríðuna, síðan hún man fyrst eftir sér, stóð fyrir leik- sýningum meðal jafnaldra sinna, stjórnaði þeim, lék aðal- hlutverkin og samdi meira að segja sjálf textann. „Ertu kannske enn að skrifa leikrit eins og Þórunn Magnús- dóttir?" „Nei, biddu fyrir þér. Ég skrifaði niður eitt leikrit, þeg- ar ég var 11 ára, en það var óttaleg vitleysa, og ég er orðin það vitibornari núna að fást ekki lengur við leikritagerð". „Hvað hefur þú leikið?" „Fyrst var ég með í Alvöru- krónunni og sagði þar nokkrar setningar, svo statisti í Allra meina bót og núna Rómeó og Júlíu. Og ég er búin að fá hlutverk fyrir næsta haust i leikriti eftir Garcia Lorca, sem Helgi Skúlason setur upp i Tjarnarleikhúsinu — það er nýstofnað Ieikfélag, sem útskrif- aðir leiklistarnemar standa að“. „Og þú varst í leiklistarskóla í Oslo, var það ekki?“ „Aðeins sem óreglulegur nemandi. Ég var þar 1 y2 ár og fékk að fylgjast með kennsl- unni“. „Lærðirðu ekki mikið á því?“ „Jú, en langmest lærir maður á reynslunni". „Það er um að gera að leika nógu oft, helzt reglubundið, hafa sem mest að gera“ segir Borgar. „Hvernig líður ykkur að vera útskrifuð úr skólanum?" „Það er skrítin tilfinning — eins og maður sé hálfpartinn I lausu lofti", segir Björg. „Nú er næsta skrefið að vinna betur með sjálfum sér, taka sig í gegn, undirbúa sig“, segir Pétur. „í leiklistinni er fólk að læra allt lífið“. „Vitið þið, hvort þið komizt að við leikhúsið?" „Við bíðum í voninni", segir Borgar. „Það er enginn fast- ráðinn enn“. „Við vitum ekkert ennþá“, bætir Bergljót við. „En vonum það bezta". - SSB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.