Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 4
VÍSIR . Finuntudagur 11. júní 1964. ———— Enginn efast um, að Bettina, hin fagra vinkona Ali Khan, hafi syrgt hann innilega, en nú er sorgartíminn liðinn, og harm- inum aflétt. Og Bettina hefur séð óskadraum rætast, „byggt sér sitt eigið hreiður“, fjarri heimsins glaumi og ys og þys stórborgarlífsins. Og vinur er kominn í stað látins vmar. „Einn dag eða svo hann hafði hryggð, og harminum lét svo af“ segir í hinu kunna kvæði Ibsens um Þorgeir f Vfk -*• svo sterk var Bettina ekki, og vissulega unni hún Ali Khan mjög að allra dómi og reyndist honum sem hin bezta eiginkona, þótt eigi yrði hún það að kirkjunnar eða öðrum lögum. I sorg sinni, og ef til vill alla tíð, þráði Bettina að eignast kyrrlátan stað, heimili, á 'fögr- um, friðsælum stað — einhvers staðar þar sem tryggt væri, að leið fjöldans lægi ekki. Og hún fann hann, á eynni Sardiniu, eða Sardegna, eins og : ítalir kalla hana, á Smaragða- ströndinni þar, nánar tiltekið við Liscia di Vacca. Þar lét Bettina ítalska arkitektinn Mic,- hele Busirci Vici byggja „draumaslotið" sitt. Húsið er hvítkalkað með grófum kústi, í því skyni að fá á það blæ frum- stæðra áhrifa. Grunnmúrar eru úr tilhöggnu grjóti, gluggar blá- málaðir, reykháfar sérkennileg- ir, þannig gerðir, að lögún þeirra minnir á þanda vængi, svana — eða engla. En innan dyra eru öll „hugsanleg nútíma þægindi". Húsgögnin eru öll úr Villa Chantilly, litla slotinu við veð- hlaupabrautina, en þá höll erfði Bettina eftir vin sinn, Ali Khan. Húsgögnin eru sum fpi Vestur- en afi hans valdi hann (Karim) fram yfir föður hans sem leið- tóg'ará sinna andlegu þegna. Begum Khan, ekkja hins látna leiðtoga, var líka á móti því, og hún ræður mestu, og stjórn- ar fjármálunum. Það ákvað Aga Khan sjálfur — því að hann þekkti syni sína — og sonar- syni — og freistingar heimsins. í salnum á nýja húsinu hefir Bettina hengt upp kærustu ÞOKKI Það var tízkuköríguriijm Jfip- ques Fath, sem fyrstur kallaði hana Bettinu. Hún hafði farið með nokkrar teikningarsemhún hafði sjálf gert, til þess að sýna honum, en hann varð þá svo i hrifinn af henni sjálfri á stund- inni, að hann réð hana fyrir sýningarstúlku þegar. Og hann ákvað, að hún skyldi heita Bett- ina. löndum — önnur frá Austurlönd um. Bettina seldi höllina (hún erfði líka nokkrar milljónir), og það var sonur Ali, Karim, sem keypti. Skömmu eftir hið sviplega frá fall föðurins 1960 hafði Karim í huga að ala upp veðreiðahesta eins og faðir hans hafði gert, en hætti við það, er hann hug- leiddi áhættuna og kostnaðinn — fannst hann jafnvél of mik- ill fyrir mann, sem dýrkaður er sem guð af milljónum manna, mynd sína af Ali Khan. Bettina heitir í rauninni gim- one Bodin. Hún er fædd á Eng- landi 8. maí 1925. Foreldrarnir voru franskir. Með þeim fluttisl hún til Frakklands. Það er engan veginn auðvelt að gera grein fyrir hvað Fath sá í henni. Bettina er engin feg- urðardrottning. Það er svo fjarri því, að hún sé með hæfilega bústinn barm, að segja má, að hún sé næstum flatbrjósta,, og fótleggirnir ekkert tiltakanlega falléga lagaðir. En hún býr yf- ir þokka — þokka, sem heillar jafnt konur sem karla. Fyrstu konumar, sem komu til að hug- hreysta hana í sorginni, voru engar aðrar en Begum Khan, og Joan, hin enskfædda kona Ali Khan, sem hann skildi við. Við útförina vék Joan ekki frá henni. ★ FYRSTU KYNNI Þau kynntust fyrst, Ali og Bettina, er hann var í þann veginn að kvongast bandarísku kvikmyndaleikkonunni Ritu Hay worth. Bettina var valin til þess að sýna brúðarfatnað Ritu. — Þetta var sumarið 1954. Það er sagtj að milli Ali og Bettinu hafi verið um „ást við fyrsta tillit“ að ræða, en ekkert breytt- ist með áformið um Ritu og skömmu síðar fóru þau Ali og Rita 1 brúðkaupsferð til Sviss, en Bettina hafði þá lfka gifzt ítalska fréttaljósmyndaranum fræga Gilbert Graziani, sem gerði hana fræga með myndum, sem komu á forsíðum hehns- kunnustu tízkublaða, en brátt „skildi hún hann eftir í myrkra- herberginu". ★ NÝTT STARF Bettina hefur nú starf á veg- um NorðurAtlar.tshafsbandalags ins í París sem sérfræðingur í „alþjóðlegri sambúð“, en hjá al- þjóðasamtökum eru sem kunn- ugt er starfandi slíkir sérfræð- ingar og embættismenn (inter- national relations experts and officers). Allir vita, hver útveg- aði henni starfið: Lorenzo Atto- lico, ítalskur greifi, sem gegnir mikilvægu embætti hjá NATO. Og hvar sem Bettina ær^ávCote d’Azur, 1 Deuville, Saint Moritz og Cortina d’Ampezzo; Skemmti og hvíldarstöðum hinna auðugu, þar er greifjnn eins og tryggur hundur. ★ FÆR EKKI SKILNAÐ Ef til vill hefðu þau gifzt, ef greifinn væri ekki giftur. Kona hans er ítölsk, fædd prinsessa Musocco Trivulzio", og þau eiga ellefu ára son. Hún býr hjá móð ur eiginmannsins, og „sú gamla” er sögð hafa beirí í nefinu. Hún sagði við blaðamenn, er veizla var haldin í Casa di Bettina á Sardiniu og þeir spurðu hana, hvort sonurinn, Lorenzo, mundi sækja um skilnað til þess að kvongast Bettinu: — Kemur ekki til mála. Son- ur minn hefur að vísu verið fimm ár að heiman, en hann er kvæntur og á son, svo að kirkj- an fellst aldrei á upplausn hjóna bandsins. ★ ÞYKIÍNAR í LOFTI En hvorki Bettina né greifinn virðast hafa áhyggjur af þessu. Samt finnst Bettinu vera farið að þykkna í lofti — af einni ástæðu aðeins, og hún er sú, að síðan hún byggði hús sitt, hafa lóðir nærlendis snarhækk- að í verði, og svo er ferðamanna straumurinn til eyjarinnar stöð- ugt að aukast. Einnig þarna verður því erfitt að fá að njóta einveru og friðsældar, en bót er í máli, að innan veggja, alveg umluktur, er húsagarður (patio), þar sem hægt er að njóta ein- veru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.