Vísir - 29.06.1964, Side 6

Vísir - 29.06.1964, Side 6
6 •VÍSIR Otaefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur ð mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Vansælar afturgöngur KOMMÚNISTAR eiga ósköp bágt þessa dagana. Það er hlegið að þeim um allt land eftir Keflavíkurgönguna frægu á dögunum, og ekki síður fyrir allan fíflaskap- inn bæði á undan og eftir. För þeirra Jónasar Árna- sonar og Ragnars Arnalds suður á Keflavíkurflugvöll á þjóðhátíðardaginn var svo bjánalegt uppátæki, að almenningur bæði hlær að þeim og vorkennir þeim í senn. Má furðulegt heita að svo greindur maður sem Jónas er, skyldi láta sér detta þessa vitleysu í hug og framkvæma hana. Viðbrögð Þjóðviljans út af leiðréttingu lögregl- unnar við útvarpsfrétt kommúnista um fjölda þeirra, sem þátt tóku í göngunni, eru harla brosleg. Kommún- istar höfðu sjálfir óskað eftir því að lögreglan fylgdist með göngunni, en þegar hún svo leiðréttir ósannindi, sem blaðamaður Þjóðviljans gat laumað inn í útvarpið, ætlar blaðið af göflunum að ganga, ræðst með svívirð- ingum á lögreglustjórann og heimtar að honum sé refs- að og vikið úr starfi! • Þetta eru viðbrögð manna, sem hafa misst alla stjórn á geði sínu. Það er ofur skiljanlegt að hinum heittrúuðu Moskvu-kommúnistum við Þjóðviljann hafi fallið þungt, hvernig til tókst með gönguna, en það bætir ekki úr skák, að láta eins og brjálaðir menn. Þeir verða að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að allur þorri fólks í þeirra eigin herbúðum hefur skömm á þessum skrípalátum og vill þar hvergi nærri koma. Kommúnistar eru alltaf að tapa fylgi með þjóð- inni. Þeir hafa fyrir löngu lifað sitt fegursta og munu hér eftir halda áfram að tapa. Þeim fjölgar daglega, sem átta sig á því, að kommúnisminn er úrelt stefna, dauð bókstafskenning, sem er ósamræmanleg lífi og hugsjón nútíma fólks. Uppistaðan í flokknum hér eru eftirlegukindur frá Stalinstímabilinu, afturgöngur, sem enga samleið eiga með lifandi og hugsandi fólki. Æska landsins sniðgengur kommúnistaflokkinn og skipar sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, sem er flokkur frjálsrar hugsunar og lýðræðislegra stjórnarhátta. Hinir gömlu forustumenn kommúnista sjá hvert stefnir og þeir sjá líka sumir fram á, að þessi þróun verður ekki stöðvuð. Þeim er Ijóst að fíflaskapur eins og för þeirra Jónasar og Ragnars suður á Keflavíkur- völl á þjóðhátíðardaginn og gangan, sem síðar var farin, gera aðeins illt verra, enda vildi enginn þeirra taka þátt í henni. Og það hefur komið í ljós svo skýrt sem verða má, að þar var verr farið en heima setið fyrir kommúnista sjálfa. Þeir hafa orðið til athlægis fammi fyrir alþjóð og hlotið afturgöngunafnið, sem þeir losna aldrei við héðan í frá. Þeir eru sannarlega vansælar afturgöngur. ASTAND OG HORFUR I ÞÝZKALANDSMÁLUNUM Vesturþýzki ríkiskanslar- inn, Ludvig Erhard, hefur ný- lega verið í heimsókn hjá bandarískum ráðamönnum. Heimsótti hann Lyndon B. Johnson, en það er reyndar ekki í fyrsta skipti, sem þeir eiga viðræður, því Erhard var fyrsti erlendi stjómmálafor- inginn sem sótti Johnson heim, eftir að hann varð for- seti. Sagt var að tilgangur far arinnar hefði verið „vináttu- samningur“ Rússa og Austur- Þjóðverja, en talið er að við- ræðumar hafi aðeins Iítillega snúizt um þann samning. Hvorki í vestri né austri er samningurinn litinn það alvar legum augum. Það málefni sem fyrir víst hefur verið efst á baugi hjá þeim Erhard og Johnson, er þróunin og ástandið f Þýzkalandsmálun- um og fleira. Engin launung hefur verið á þeim deilum sem risið hafa inn an Kristilega demokrataflokks- ins þýzka vegna utanríkisstefnu ríkisstjómarinnar og þá utan- rlkisráðherra Schröder. Mik- ill styrr hefur staðið milli hans og Strauss fyrrverandi land- varnamálaráðherra, sem varð að vikja úr rlkisstjóminni vegna Spiegel-málsins. Dr. Erhard hefur tekizt að nokkru leyti að lægja þessar öldur, en hann vill sömuleiðis gera þeim I Washington Ijósa afstöðu vestur-þýzkra stjóm- málamanna. Þvi hefur hann ver ið á ferð vestra. Vestur-Þjóðverjar reikna ekki með neinum aðgerðum af hálfu vesturveldanna á næstunni, varðandi málefni sín — og óska jafnvel ekki eftir þeim. En þeir velta fyrir sér væntanlegri framvindu. Dr. Erhard er fylgjandi hug- mynd þeirri, sem kom fram hjá fastanefnd stórveldanna varð- andi Þýzkalandsmálin. Hún lagði til að komið yrði á föst- um fundum sendiherra stórveld anna fjögurra, sem ræddu fram- tíð Þýzkalands og vandamálin, sem við er að glíma. Slíkir fund ir gætu síðan þróazt og leitt til beinna umræðna um viðunandi lausn. Slíkt átti sér stað með Austurríki, en eins og kunnugt er, stóðu þar umræður og sam- komulagstilraunir í sjö ár, áður en komizt var að jákvæðri lausn. Þannig álítur dr. Erhard að sé heppilegast og árangurs- ríkast, að fá Rússana til að fallast á lokatakmark allra Þjóðverja: Sameiningu. „Vináttusamningur" Rússa og Austur-Þjóðverja hefði getað aukið erfiðleikana. Ef hann hefði verið á ferðinni fyrir um einu ári, hefði mátt búast við, róttækum aðgerðum og mótleikj um af hálfu vesturveldanna. En viðbrögðin nú eru dæmigerð fyrir ástandið í heimsmálunum 1 dag. Hvarvetna vestan járn- tjalds er litið á samninginn sem vott aukins friðarvilja Sovét- manna. Moskvumenn hafa sjálfir gert allt til að sá skilningur sé lagð ur í samninginn. Daginn áður en samningurinn var undirritað- ur, kom Dobrynin sendiherra Rússlands i Washington til Dean Rusk í eigin persónu, til þess að tilkynna honum, að samningur- inn vaerj eingöngu gerður I þeim tilgangi að styrkja Ulbricht í sessi og lappa upp á efnahag Austur-Þýzkalands, sem væri veikasti hlekkur austurblokkar- innar. „Hér væri um sams kon- ar samning að ræða og gerður hefði verið við öll hin Austur- Evrópulöndin." í samningnum segir, að Rúss ar skuldbindi sig til að standa vörð um landamæri Austur- Þýzkalands, en hins vegar segir ekkert um það, hvar þessi landa mæri séu. Á þetta bentu Rúss- amir sérstaklega í orðsending- um sínum til höfuðstöðva vest- urveldanna. Vestur-Þjóðverjar sjálfir sjá engar hættur felast I samningi þessum. Af viðbrögðum Rúss- anna og orðsendingum þeirra á undan og eftir undirritun samn ingsins állta Vestur-Þjóðverjar réttilega, að Rússar vilji virki- lega draga úr spennunni. Dr Er- hard kippir sér ekki meir upp en svo, að hann gerir ítarlegar tilraunir til að fá sér boðið til Moskvu. í heild má segja, að „vináttu- samningurinn“, þótt hann styrki eflaust Ulbricht í sessi, sé mikil vægur liður í þeirri viðleitni stórveldanna að draga úr spennunni í alheimsmálunum. Fyrir nokkmm dögum hófust viðræður milli vestur-þýzka þingsins og austur-þýzkra stjóm valda um frjálslegri samgöngur •í gegnum „múrinn". Þær viðræður gætu verið nokk ur vísbending um, hvers megi vænta i framtíðinni. Lítil við- fangsefni, litlar kröfur, sam- komulag á þröngum vettvarigi getur skapað grundvöllinn að nánara sambandi milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. Náist vinsamlegri tengsl milli yfirvaldanna í Berlin, er ekki úr vegi að þau geti einnig tekizt í Þýzkalandsmálinu í heild. Það er einmitt það, sem dr. Erhard vill benda ráðamönnum í Wash ington á. Leiðin að lokatakmarkinu verður án efa löng og ströng. En eins og Kennedy tók gjarnan tillit til kinverska máltækisins, „Fyrsta skref hinnar löngu ferð ar er ævinlega erfiðast" í sinni stjórnartíð, eins hyggjast Er- hard og hans menn hafa það í huga þessa dagana. ★ Skip Krúsévs Bajskiria sigldi inn í norska landhelgi í birtingu i morgun og hófst þar nieð Noregsheimsókn hans. ★ Stjómarkreppa virðist í uppsiglingu á Ítalíu vegna á- greinings milli flokkanna í samsteypustjórninni um fram- tiðarefnahagsstefnu. — Tan- assi, aðalritari jafnaðarmanna, segir, að hætt væri við að á- greiningurinn yrði stjóminni að falli.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.