Vísir - 14.07.1964, Side 2
2
V 1 S I R . Þriðjudagur 14. júlí 1964.
Danir unnu Island 39:38 í
spennandi sundlandskeppni
Islendingar og Danir
háðu hnífjafna baráttu í
sundi í gærkvöldi í Hilleröd
í Danmörku og unnu Danir
með aðeins einu stigi 39:38,
enda þótt dagblöðin hafi
fyrirfram sagt: „við getum
ekki varizt sigri í keppn-
inni“ o. s. frv. Staðreynd er
hins vegar að sigurinn var
undir 100 metra skriðsundi
stúlknanna kominn. Þar
börðust þær Hrafnhildur
og Kirsten Strange hníf-
jafnri baráttu en síðustu
metrarnir riðu baggamun-
inn og danska stúlkan sigr-
aði naumlega. Danir höfðu
eftir fyrstu 2 greinar
keppninnar 10 stig gegn 6.
Eftir stutt setningarávarp borg-
arstjórans í Hilleröd voru keppend
ur i 100 metra flugsundi kvenna
ræstir. Eins og við mátti búast var
Kirsten Strange fyrst í mark, —
en hún snerti bakkann ekki með
báðum höndum í einu og því dæmd
úr keppninni. Þetta óhapp færði
íslendingum 5 stig, en Dönum ekk
ert og hafði vitaskuld mikið að
segja og nú stóð keppnin: Island
11 — Danir 10. Hrafnhildur synti
þetta sund glæsilega og fékk 1:13.9
sem er nýtt íslandsmet, eitt af fjór
um íslandsmetum sem sett voru í
gærkvöldi.
100 m. baksundið hjá stúlkun-
um vann Kirsten Michaelsen, Norð
urlandamethafinn í greininni, mjög
örugglega eins og vænta mátti á
Framh. á bls. 6.
þ&
im
m
Áil
tá
SÍR*
Þróttur og Valur skildu
ÍT< ý *
Þróttarar virðast ekki
gefast upp í baráttunni við
Fram á botninum. í gær
léku Þróttarar við Val í 1.
deild. Góður leikur, sem
bauð upp á margt ágætt á
knattspyrnusviðinu,
spennu, góðan samleik og
í'alleg mörk. Leiknum lauk
með jafntefli 2:2, sem skil-
ur Þróttara að vísu enn eft-
ir á botninum með 4 stig,
/ /. deild
en gefur þeim þó talsvert
góða von um að halda lífi
í 1. deild.
Þróttarar voru mun ágengari 1
byrjun leiks og stundum virtust
sókriir þeirra ætla að enda með
marki. Valsmenn áttu góða tilraun
á 14. mín og áttu þá skot í þverslá.
17. mín færir Þrótti 1:0 Það var
Þorvarður Björnsson, framvörður
Þróttar, sem skoraði af vítateig
með mjög góðu skoti, sem Björgvin
gat ekki ráðið við.
Bergur Guðnason átti öðru.sinni
boita í stöng á minútúnni eftir mark
Þorvarðar og iná segja að .Vals-
Skemmtilegra að vera spíritisti —
Framhald at bls 9.
að ég væri efninu alls ókunn-
ugur og treysti mér ekki til að
andmæla staðhæfingum ræðu-
mannsins án þess að kynna mér
málið fyrst. Eftir á kom hann
til mín og spurði, hvort mér
væri alvara og ég kærði mig
um að fá einhverja reynslu í
þessum sökum. Ég sagðist
gjarnan vilja það, og þá bauð
hann mér á miðilsfund, sem
haldinn var á heimili hans“.
Féll sjálfur
í trans. *
„Og fékkstu þá sannanir?"
„Nei, nei, ég komst að þeirri
níðurstöðu, að þetta væri tóm
vitleysa allt saman. En ég hafði
lofað aö kveða ekki upp neinn
dóm, fyrr en ég hefði varið
hálfu ári til rannsókna á spírit-
ismanum, svo að ég lét sem
ekkert væri og fór á næsta fund
viku síðar. Þá brá svo við, að
mig tók að syfja alveg óvið-
ráðanlega, og þegar ég rankaði
við mér aftur, var fundurinn
á enda. Auðvitað stórskammað-
ist ég mín fyrir þetta mjög svo
óviðkunnanlega háttalag og
byrjaði að afsaka mig, en þá
var mér tilkynnt, að ég hefði
fallið I trans og háþroskuð vera,
er nefndi sig Silver Birch, talað
af vörum mínum. Flestu hefði
ég átt von á fremur en því, að
ég væri sjálfur miðill, en þarna
voru forlögin komin í spilið, og
ég átti mér engrar undankomu
auðið“.
„Voru það þínir eigin miðils-
hæfileikar, sem sannfærðu
þig?“
„Nei, alls ekki, ég hélt áfram
að rannsaka málið með hlut-
lausu hugarfari, en sannanirnar
hlóðust sífellt upp, þangað til
ég gat ekki annað en viður-
kennt, að spíritistar færu ekki
með neitt fleipur, þegar þeir
fullyrtu, að hægt væri að sanna
á óyggjandi hátt, að líf væri
eftir dauðann. Og eftir 44 ára
reynslu af spíritismanum tel ég
mig ekki þurfa að segja, að ég
trúi á annað ltf, heldur veit ég,
að lífið heldur áfram á næsta til
verustigi eftir dauða jarðneska
líkamans".
Hélt því leyndu,
hver miðiilinn var.
„Og samstarf ykkar Silver
Birch hefur orðið efni f margar
bækur“.
„Já, satt er það, en ég hélt
þvf leyndu þangað til nú fyrir
skömmu, að ég væri miðillinn.
Ég vildi, að fólk gæti kynnzt
kenningum rians, án þess að
það liti út eins og ég væri að
trana sjálfum mér fram. Aðeins
nánustu vinir minir fengu að
vita, að ég væri miðill og verk-
færi Silver Birch, en nú hafa
bækurnar með kenningum hans
náð svo mikilli útbreiðslu og
vinsældum, að ég sé ekki á-
stæðu til að þegja yfir þessu
lengur“.
„Hvað gerðirðu, þegar þú
varst orðinn sannfærður spfrit-
isti?“
„Það sama og allir, sem telja
sig hafa fundið ný og stórkost-
leg sannindi — ég leitaðist við
að gefa öðrum hlutdeild í
reynslu minni. Fyrst stofnaði ég
spíritískt félag, og það skref
varð mér til mikillar gæfu, þvi
að þannig kynntist ég Sylviu“.
Aðalerindið
gleymdist.
„Gekk hún þá í það?“
„Ja, hún sá auglýsingu um
fyrirlestur, sem við höfðum
fengið Sir Arthur Conan Doyle
til að halda, og skrifaði og bað
um frekari upplýsingar um fé-
lagið. Ég hlýt að hafa fengið
innblástur þá, því að ég skrif-
aði henni aftur og bauðst til að
gefa henni allar þær .upplýs-
ingar sem hún óskaði eftir, en
vildi helzt gera það munnlega.
Og við hittumst og töluðum
saman marga klukkutíma um
allt milli himins og jarðar, en
steingleymdum að minnast á
spíritisma! Við áttum ótrúlega
mörg sameiginleg áhugamál, og
ég hafði þó rænu á að fá loforð
fyrir öðru stefnumóti, áður en
við kvöddumst... og síðan höf-
um við stöðugt verið að hitt-
ast“.
„Eins oft og hægt er fyrir
önnum og óskapagangi", skýtur
Sylvia inn í og brosir íbyggin
tií manns síns.
„Já, alltaf er nóg að gera,
ekki vantar það", segir Barbie,
',,og aldrei eins og síðan ég
komst á sjötugsaldurinn. En
mig grunaði ekki í upphafi að
spíritisminn myndi verða svona
menn hafi þarna ekki haft heppn-
ina með sér. Hins vegar voru Þrótt
arar ekki mjög heppnir með skot
sín og á 31. mín átti Haukur
Þorvaldsson ágætt skot skammt
fram hjá marki og á 35 mín átti
Þróttur ágætt færi. Á sfðustu mín.
hálfleiksins áttu Valsmenn tvö
sæmileg færi. Hermann Gunnarsson
skaut góðu skoti en Þórður Ás-
geirsson varði sérlega vel.r Ingvar
Elísson átti skót fyrir opnu marki
að heita mátti en bakvörður fékk
bjargað naumlega yfir markið.
Þórður varði vel skot frá Her-
manni og Jón Björgvinsson fulllauk
þeirri björgun með .að spyrna í
horn.
1:1 kom á ll. mín. Boltipn skopp
aði um innan vítateigs Þrðtfar án
Framh. á bls. 5
Reynir útherji og Jón miðherji Þróttar eigast við. Hermann Gunnars-
son fylgist með.
sterkur þáttur í lífi mínu. Ég
var forstjóri sex fyrirtækja,
fékkst við verðbréfasölu og var
ákveðinn að verða velstæður
kaupsýslumaður. En þeir höfðu
aðrar áætlanir í hinum heimin-
um, og einn góðan veðurdag var
mér sagt, að ég yrði að hætta
þeim störfum, sem ég fékkst
við, og helga spíritismanum alla
mína krafta. Auk þess vildu
þeir, að ég stofnaði spíritískt
blað. Ég hafði aldrei komið ná-
lægt blaðamennsku, og þótt ég
væri löngu orðinn sannfærður
spíritisti, fannst mér þetta
nokkuð mikil tilætlunarsemi.
En þeir héldu fast við sitt,
og þegar ég kynntist Hannen
Swaffer, frægasta blaðamanni
og leikgagnrýnanda Bret-
lands á þeim tíma, sem einn-
ig var orðinn spíritisti, endaði
það með því, að við stofnuðum
,Psychic News‘ árið 1932, fyrsta
spíritíska fréttablaðið í heim-
inum. Við Swaffer ferðuðumst
saman um landið þvert og endi-
langt um þriggja ára skeið og
héldum fyrirlestra um spírit-
isma, og þegar blaðið kom út,
var því mjög vel tekið. Ég var
gersamlega reynslulaus sem
blaðamaður og áleit beztu leið-
ina til að kynnast starfinu að
gerast ritstjóri til að byrja með!
Og einhvern veginn gekk þetta
stórslysalaust".
„Hvenær gerðistu svo rithöf-
undur?“
„Það kom alveg af sjálfu
sér. Ég sat fundi með Estelle
Roberts, sem ég álít fremsta
miðil heimsins á síðustu áratug-
um — og ég held, að mér sé
óhaett að segja, að ég hafi
kynnzt öllum helztu miðlum hér
á jörðu síðustu 30—40 árin.
Auðvitað skrifaði ég um þessa
fundi f .Psychic News‘, en mér
fannst þeir svo merkiiegir, að
ég tók saman heila bók um þá
og kallaði hana ,The Trumpet
Shall Sound'. Það var fyrsta
bókin mín, og mér var sagt, að
hún hefði gengið afskaplega vel
og selzt með ágætum, en ég
fékk svo lítið fyrir hana, að ég
ákvað að gerast sjálfur útgef-
andi, því að það myndi borga
sig miklu betur. Síðan hef ég
verið önnum kafinn sem rit-
stjóri og rithöfundur, fyrirles-
ari, útgefandi ... og jafnvel
miðill, og ég hef ekki iðrazt
þess að fylgja heilræðum vina
okkar í hinum heiminum".
Sjálft innihald
lífsins.
„Hvað mynduð þið telja það
dýrmætasta, sem spíritisminn
hefur gefið ykkur?“
„Hann hefur gefið mér sjálft
innihald lífsins", svarar Barbie.
„Það er á allan hátt miklu
skemmtilegra að vera spíritisti
og óttast hvorki dauðann né líf-
ið — maður nýtur lífsins af
hejlum hug og hlakkar þar að
auki til að flytjast að þvl loknu
yfir í annan og fegurri heim.
í fáum orðum myndi ég segja,
að spíritisminn hafi gefið mér
trúna á tilgang lífsins, óhaggan-
Iega trú á bræðralag allra lif-
andi vera undir handleiðslu
Guðs“.
Sylvia kinkar kolli til sam-
þykkis. „Og trúna á það, að
hið góða í mönnunum muni
sigra að lokum þt-átt fyrir allar
hindranir og örðugleika“, bætir
hún hljóðlátlega við.
- SSB