Vísir - 14.07.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 14.07.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 14. júlí 1964. m Hótelstýran í Reykjahlíð, Guðrún Sigurðardóttir, kom sem snöggvast fram á tröppurnar með starfsliðið í kringum sig, sem þjónað hafði prinsinum. Ef maður ætlar að nota sum- arfriið sitt til þess að fara á fjölskyldubílnum út í sveitir og dveljast úti í náttúrunni, hvíla sig, Hggja í sólinni og njóta fagurs og fjölbreytilegs landslags, er varla nokkur stað- ur heppilegri til en Mývatns- sveitin. Hún hefur upp á allt það að bjóða sem skemmtiferða maðurinn óskar sér og menn geta líka valið um það hvort þeir vilja sofa í tjaldi í hraun- inu eða fengið sér ódýrt hótel- pláss. Svo er vatnið spegilslétt með bátum og silungsveiði, fyr- ir þá sem eru í laxinum er skammt að fara með fluguna niður að Laxá. Mývatnssveit hefur orðið með tímanum eitt allra vinsælasta ferðamannasvæðið hérlendis Og smám saman hefur ferðamanna- straumurinn vaxið svo mjög, að móttaka hans, gisting og veit- ingastörf er orðin atvinnugrein, og það er þá fyrst og fremst að Reykjahlíð, sem ferðafólkið hópast. Yfir sumarmánuðina eru tvö veitingahús staðarins nær upppöntuð og ef farið er út í hraunið og birkikjarrið, sjást tjöld ferðafólksins hvarvetna þar sem bezt skjól er að finna. Þangað koma gestir af öllum tegundum, allt frá Filippusi prinsi niður í farfuglana, sem ferðast um á þumalfingrinum og slá tjöldum upp þar sem bezt hentar hverju sinni. Þegar fréttamaður Vísis var fyrir nokkru í Mývatnssveitinni til þess að elta Filippus prins, sem frægt er orðið, dvaldist Pétur Jónsson í Hótel Reynihlíð og sitt hvorum megin við tengdasonurinn Arnþór, sem sjá um rekstur hótelsins. hann um hrlð að R^yjíjahlíð, og það fyrsta, sem hann kofn auga á, var hve miklar breyt- ingar hafa orðið á þessum stað á fáum árum. Það er ekki langt síðan þarna var aðeins venjulegt bændabýli, að vísu tvíbýli. Þá var búið í gamla bænum, veg- urinn nýlega kominn að Reykja hlíð, áður hafði mest verið far- ið þangað á bát, en í gamla bænum fékk fólk gistingu að gömlum íslenzkum sið. Nú ekur maður eftir krókótt- um og öldóttum veginum gegn- um hraunið fyrir norðan bæ- inn Voga. Á hæðinni við gömlu steinhlöðnu réttina opnast Reykjahlíðarsvæðið og mann rekur í rogastanz, því að þarna héfur fisið upp á fáum árurn hálfgildings þorp með fjölda bygginga. Það er nú sannar- lega orðið margbýlt að Reykja- hlíð, íbúðarhúsin farin að nálg- ast tylftina, gistihúsin tvö, Hó- tel Reykjahlíð og Hótel Reyni- hlíð, og svo nýreist glæsileg og fögur steinkirkja, við hlið hennar gamla kirkjan, sem á fyrir sér að verða rifin innan skamms. Og það unda.rlega er, að það er svo að segja allt sama fjöl- skyldan, sem býr í öllum þess- um húsum, systkinabörn og syst kini og vaxandi barnahópar. Allt eru þetta afkomendur Einars nokkurs Friðrikssonar hann sonurinn Snæbjörn og bónda frá Svartárkoti í Bárðar- dal í annan og þriðja lið og nú er fjórði ættliðurinn jafnvel far inn að skjóta rótum og veröur með tímanum fjölmennastur þeirra allra. Það er erfitt fyrir utanaðkom- andi mann að skilja í fljótu bragði skyldleikatengslin, en hér koma fjögur börn fyrr- nefnds Einars við sögu. Fyrst er það Jón Einarsson, en synir hans eru þeir Pétur Jónsson hreppstjóri, sem _ hefur gefið sínu húsi nafnið Reynihlíð og stofnaði I-Iótel Reynihlíð og III- ugi Jónsson, sem býr í syðsta húsinu, Bjargi. Þá er næst að telja Sigurð Einarsson, en börn hans eru m. a. Jón, Svava og Guðrún, sem reka nú hitt gistihúsið, Hó- tel Reykjahlíð. Þá er að telja Illuga Einars- son, en synir hans Óskar og Valgeir búa báðir að Reykja- hllð. Loks var systirin Guðrún Em arsdóttir, sem giftist Þorsteini Jónssyni, og búa börn þeirra, Jón og María, bs:3i í Reykja- hlíð. Þannig greinast ættirnar í stuttu máli, en vera má að eitt hvað vanti hér inn I. Pétur Jónsson í Reynihlíð er hin mesta kempa og hefur ver- ið mikill framkvæmdamaður. Hann hefur verið verkstjóri vegagerðar og flugvallar og ber hreppstjórahúfu á höfði. Hann segir fréttamanni Vísis, að þeg ar vegurinn var kominn til Reykjahlíðar rétt fyrir stríð, hafi ferðamannastraumurinn strax tekið að aukast. Tók hann sig þá til og reisti nýtt hús um 1943, sem hann kallaði Reyni- hlið, og var gistihús. Var þar í fyrstu ein hæð, en síðan hefur annarri verið bætt við, en nú Framh. á bls. 15. Skyldi ei þykja þungt að bera þessi klæði og holdafar þeim sem burðast við að vera volaðir Drottins öreigar? Formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur Páll Bergþórsson fór nýlega I reisu til Austur- Berlínár. Uppskera ferðarinn- ar var mikil. Hann komst að því, eftir því sem hann sjálf- ur segir í Þjóðviljanum í fyrradag, að hvergi hafi hann séð jafn mikið af holdamiklu fólki eins og I Austur-Þýzka- landi. Öreigarnir geta sem sé verið feitir líka! Það er ekki amalegt fyrir landa veður- fræðingsins að hafa fengið end anlega vitneskju um það og má vissulega segja að ferð hans hafi ekki aldeilis verið til ónýtis. Ferðin var einmitt farin til þess að athuga holda- far og klæðaburð Austur-Þjóð verja — og auðvitað verður að bera þá saman við kapital- istana sem búa í þessu landi. Kemst veðurfræðingurinn að þeirri merkilegu niðurstöðu, eftir langar samanburðartölur á verði kaffis og kartaflna og ótal annars búmetis, að lífs- kjörin séu svipuð I þessuifi tveimur Iöndum, en þó ívið betri fyrir austan, því þar sé svo lág húsaleiga. 9 Blessun kvennavinnunnar. Hins vegar hvarflar það ekki að veðurfræðingnum að rannsaka hve margir eigi sfn ar eigin íbúðir af verkamönn- um I Austur-Þýzkalandi, borið saman við ísland. En hann er aftur á móti óvenju heiðarleg- ur maður. Því Iætur hann þess getið að hinn tiltölulega hái lífsstandard fjölskyldu í Aust ur-Þýzkalandi byggist á þvl að „til að ná þessu varð þó kon- an að vinna að verulegu leyti utan heimilisins". En um það þegir veðurfræðingurinn vand lega, hvort hann telur slfka vinnu æskilega frá uppeldis- legu og þjóðfélagslegu sjónar- miði. © Fuglakjötið lækkaði. Fleira merkilegt er I grein- inni að finna. í ferðalög telur hann að íslenzk fjölskylda eyði 6.100 krónum árlega. Og sú austur-þýzka einhverju svip uðu. En þarna hefir blessuð- um veðurfræðingnum illilega skotizt. Sú upphæð hlýtur að vera miklu minni austur þar Austur-Þjóðverjar mega nefni lega ekki samkvæmt lögum ferðast út úr sínu eigin landi. Engar Mallorca-ferðir fyrir þá. Þeir mega ekki einu sinni ferð ast um sína eigin borg, sem búa í Berlín. Ýið því liggur dauðasök. Þannig er hægt að Iáta heila þjóð spara mikinn ferðakostnað með emum raga- bókstaf. Og auðvitað hljóta lífskjörin að batna stórkost- lega við að afnema sllka eyðslu. Þar við bætist að „fugla kjöt lækkaði stórlega í verð1 nú I júnímánuði". Þar lifir al þýðan sem sé á steiktum önd um hvundagslega. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.